Helgarpósturinn - 07.08.1986, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 07.08.1986, Blaðsíða 19
Arnar Jensson, fulltrúi hjá fíkníefnalöcjreglunni: Harkalegar aðgerðir ofl oumflýjanlegar Þegar HP innti Arnar Jensson, fulltrúa hjá fíkniefnalögreglunni, eftir því hvort naudsyn heföi verid á þeirri adgangshörku sem lögreglan beitti í þeirri adgerd sem sagt er frá hér á opnunni, sagði hann að íþess- um málaflokki vœru slíkar aðgerðir oft óumflýjanlegar. Hœgt vœri aö eyða sönnunargögnum með því að skola fíkniefnum niður um salerni eða á annan hátt og því vœri nauð- syn að koma grunuðum mönnum t opna skjöldu. Arnar sagði að það vœri ófrávíkjanleg starfsregla að ryðjast ekki inn í hús án þess að hafa húsleitarheimild. Hann sagði hins vegar að oft á tíðum vœri hún ekki til staðar þegar ráðist vœri til inngöngu en hins vegar hefðu lög- reglumennirnir vissu fyrir þvi að hún vœri fengin og þá á leiðinni. Um afrakstur þessarar aðgerðar vildi Arnar lítið tjá sig þar sem þessu máli væri ekki lokið hjá fíkniefna- lögreglunni. Við húsleitina hefðu fundist sannanir fyrir fíkniefna- neyslu en ekki fíkniefnasölu.en ástæða aðgerðarinnar var grunur um hið síðarnefnda. Hins vegar væri sá grunur enn til staðar og áfram væri unnið í þessu máli. Aðspurður um hvort upplýsingar, sem ekki koma fram á framburðar- skýrslu, og mannaferðir við hús manna væru nægjanlegar ástæður til þess að vera með svo harkalegar aðgerðir, sagði Arnar að fíkniefna- lögreglan hefði lagt upplýsinga- skýrslu fyrir dómara og hann hefði kveðið upp heimild til húsrannsókn- ar. Dómari hefði því metið málið svo að full þörf væri á húsrannsóknum. Um tímamismun er fram kemur í húsleitarheimildinni og handtökum manna í tengslum við húsrannsókn- ina vildi Arnar ekki tjá sig og benti á Guðjón St. Marteinsson er kveðið hafði upp úrskurðinn. Að öðru leyti vildi Arnar ekki tjá sig um þetta mál þar sem lögreglan hefði þagnarskyldu gagnvart grun- uðum mönnum og auk þess þeim er veittu henni upplýsingar. Guðjón St. Marteinsson, fulltrúi við ávana- og fíkniefnadómstólinn, vildi ekkert tjá sig um þá heimild til húsleitar er hann kvað upp á mið- vikudaginn í síðustu viku, er HP hafði samband við hann. Hann sagði að kærufrestur vegna húsleit- arúrskurðar rynni út 24 tímum eftir að hann væri kveðinn upp og þessi tiltekni úrskurður hefði ekki verið kærður. Því taldi hann að þessu máli væri lokið hvað sig varðaði. ari pípu. Engin fíkniefni, né önnur tæki er hægt var að tengja fíkni- efnanotkun, fundust. Önnur húsrannsókn í leit sinni í íbúðinni fundu lög- reglumennirnir ávísun að upphæð kr. 4.000,- sem stíluð var á hand- hafa. Þar sem markaðsverð á amfetamíni mun vera nærri þessari upphæð krafðist lögreglan húsleit- arheimildar hjá þeim aðila er gefið hafði hana út og fékkst sú heimild. Útgefandinn var tvítug vinkona unnustu Frímanns sem ekki hefur komið við sögu hjá fíkniefnalögregl- unni. Við húsleit á heimili hennar fannst ekkert er tengdist fíkniefna- notkun. I yfirheyrslum á lögreglustöðinni yfir hinum handteknu kom ekkert fram og var þeim öllum sleppt fljót- lega. Mennirnir tveir, sem voru staddir á bílum við Grímsbæ, þekktu Frímann einungis lítillega og höfðu ekki komið á heimili hans þetta kvöld. Kunningi Frímanns hafði spjallað lítillega við hann og fengið lánað í strætó. Frímann neitaði stað- fastlega að hafa nokkurn tímann selt fíkniefni. Tvívegis brotið fíkniefnalöggjöfina Þar sem lögreglan hafði engan staðfestan vitnisburð um fíkniefna- sölu Frímanns og engin fíkniefni höfðu fundist í tveimur húsleitum né á því fólki er hafði verið handtek- ið í tengslum við þær, gat lögreglan ekki haldið Frímanni lengur. Frí- mann fékk að hafa samband við réttargæslumann sinn eftir að kom- ið var með hann niður á lögreglu- stöð en eftir að lögreglan hafði sannfært hann um að einungis yrði tekin fáorð skýrsla af Frímanni til að uppfylla formsatriði taldi hann ekki áslæðu til þess að hafa afskipti af málinu þá um nóttina. Frímann komst á skrá hjá fíkni- efnalögreglunni í apríl 1985, er hann var tekinn með eitt gramm af hassi og eitt gramm af amfetamíni. Dómssátt hefur gengið í því máli og var Frímanni gert að greiða 7.500- kr. í sekt. í ágúst sama ár var hann aftur handtekinn og þá með 11,6 gr. af amfetamíni og er dómsmeðferð þess máls ekki lokið. 9 ár fyrir 11,6 gr. af amfetamíni Samkvæmt þumalputtareglu, sem notuð er hjá fíkniefnadómstólnum, er gefin út ákæra á þá, er teknir eru með meira en 10 gr. af amfetamíni, en leitað dómssáttar í málum þeirra sem teknir eru með minna magn. Samkvæmt þessari reglu var gefin út ákæra á Frímann vegna þeirra 11,6 gr. er hann var handtekinn með í ágúst 1985. Dómur hefur ekki ver- ið kveðinn upp en Guðmundur Benediktsson, dómari við fíkniefna- dómstólinn, mun kveða hann upp. Samkvæmt heimildum HP hefur þeirri reglu verið beitt við dómstól- inn að fyrir hver 10 gr. af sterkum efnum sem menn hafa verið teknir með hafi þeir verið dæmdir í eins mánaðar varðhald. Frímann getur því búist við um mánaðar varðhaldi er dómur verður kveðinn upp. En Guðmundur Benediktsson stendur frammi fyrir erfiðari ákvörðun en að dæma eftir þessari viðmiðunarreglu. Frímann er á reynslulausn úr fangelsi og á yfir höfðu sér tæplega níu ára skilorðs- bundinn dóm. í hegningarlögum er tekið fram að ef fangi, sem er á reynslulausn og skilorði er dæmdur fyrir nýtt brot, skuli hann einnig sitja af sér hinn skilorðsbundna dóm, sem í tilfelli Frímanns er tæp níu ár — á fjórða þúsund daga. En í sömu lögum er dómara heimilt að láta skilorðið standa óhaggað þó svo hann dæmi mann til nýrrar refsivistar. Grunur lögreglunnar Dæmi eru um þetta hvort tveggja í íslenskri réttarsögu og mun þess- um ákvæðum hafa verið beitt jöfn- um höndum. En þess eru hinsvegar engin dæmi að menn hafi verið dæmdir til að sitja af sér jafn langa vist og Frímann á yfir höfði sér eftir brot á skilorði. Páll Arnór Pálsson, réttargæslu- maður Frímanns, tjáði HP að Frí- mann hefði að þessu slepptu staðið sig ágætlega í skilorðseftirlitinu, allavega ekki verr en gengur og ger- ist. Fyrir utan þessi brot hefur Frí- mann einu sinni verið færður til yfirheyrslu hjá fíkniefnalögregl- unni. Það var í maí á þessu ári að borin var undir hann fullyrðing manns frá því í nóvember 1985 þess efnis að Frímann hefði um langan tíma selt honum hass. Frímann neit- aði þessu og lýsti furðu sinni á því að það tæki lögregluna hálft ár að kalla sig til yfirheyrslu eftir að hafa skrif- að í skýrslu að hann seldi hass. Frásögn þessa manns getur varla hafa verið ástæðan fyrir eftirliti lög- reglunnar með Frímanni. Sam- kvæmt heimildum HP hefur lög- reglan ekki undir höndum neinar skýrslur af yfirheyrslum þar sem fram kemur að Frímann hafi stund- að sölu á fíkniefnum. Hinsvegar höfðu lögreglunni borist til eyrna sögusagnir þess efnis og því fylgst með mannaferðum við íbúð Frí- manns. Nú hefur Frímann setið í fangelsi í mörg ár og lengur en flestir aðrir og á þeim tíma hafa hundruð manna streymt út og inn úr sama fangelsi og margir þeirra hafa tengst fíkniefnamisferli. Eftir að Frímanni var sleppt úr haldi hafa sumir þess- ara manna haldið sambandi við hann og heimsótt. Oftúlkun lögreglunnar Páll Arnór, lögfræðingur Frí- manns, sagðist telja að fíkniefnalög- reglan hefði látið fortíð kunningja Frímanns, er heimsóttu hann, hlaupa með sig í gönur. Hún virtist ekki gera ráð fyrir að þessir menn hefðu önnur samskipti en fíkniefna- viðskipti og ályktunin sem lögregl- an dró af ávísuninni sem hún fann við húsleitina sýndi þetta vel. Fyrir utan tvö brot Frímanns var það eina sem benti til þess að hann seldi fíkniefni óstaðfestar sögusagnir og kunningjahópur Frímanns sem vegna fortíðar hans hlyti að teljast eðlilegur. Pípan, sem lögreglan lagði hald á, var í raun það eina sem benti til fíkniefnanotkunar. Frímann segir að einhver hafi gleymt henni hjá sér. Sumir kunningja hans neyti fíkni- efna en hann segist ekki skipta sér af því þótt hann hafi hætt sjálfur allri fíkniefnanotkun fyrir nokkrum mánuðum. En ef þessi pípa réttlæti þær harkalegu aðfarir sem lögregl- an beitti hann og fjölskyldu hans, réttlætti hún að sama skapi jafn harkalegar aðfarir á hendur þeim mörg þúsund íslendingum er fíkni- efnalögreglan og aðrir aðilar hafa lýst yfir að neyttu fíkniefna. / í tilefni flutninga höfum við tekið rækilega til á bygginga- flísar, hreinlætistæki, tcppi, teppamottur am.fl. með vörulagernum. í nýju húsakynnunum á Stórhöfða bjóðum 30—50% afslætti. Þú gerir ósvikin reyfarakaup á þessari við um þessar mundir alls konar afganga og efnisbúta, rýmingarsölu! Stórhöfða, S ími 671100 HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.