Helgarpósturinn - 07.08.1986, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 07.08.1986, Blaðsíða 21
LEIÐARVISIR HELGARINNAR SÝNINGAR ÁSMUNDARSAFN Reykjavíkurverk Ásmundar til sýnis fram á haustið kl. 10—17 alla daga. CAFÉ GESTUR Ingibjörg Rán sýnir. Yfirskrift sýningarinn- ar er „Látið myndirnar tala". GALLERl BORG Sumarsýning virka daga kl. 10—18. Reglulega skipt um verk. GALLERÍ GANGSKÖR Sumarsýning um þessar mundir, opið virka daga kl. 12—18. GALLERÍ LANGBRÓK Textíll. Opið kl. 14—18 virka daga. GALLERÍ ÍSLENSK LIST Sumarsýning listmálarafélagsins verður opin í sumar virka daga kl. 9—17. Sýnd um 30 verk eftir 15 félaga. KJARVALSSTAÐIR Picasso-sýningin á vegum Listhátíðar og sýningin Reykjavlk í myndlist þar sem 60 Reykjavíkurverk eru sýnd eftir 33 lista- menn. Sýningarnar opnar kl. 14—22. INGÓLFSBRUNNUR Guðrún Lára Halldórsdóttir er í Ingólfs- brunni mili kl. 8 og 18 til 8. ágúst. Hún sýnir þar olíumyndir og verk unnin með blandaðri tækni. LISTASAFN ASI' v/Grensásveg Sýnd 40 verk I eigu safnsins til 24. ágúst. LISTASAFN HÁSKÓLA ÍSLANDS, í Odda Til sýnis eru 90 verk safnsins aðallega eft- ir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur ókeypis. MOKKA-KAFFI Málverkasýning Baldurs Edwins stendur nú yfir á Mokka daglega kl. 9.30 — 23.30. NORRÆNA HÚSIÐ Sumarsýning er um þessar mundir á verkum þeirra Einars Hákonarsonar, Helga Þorgils Friðjónssonar, Gunnars Arnar Gunnarssonar og Kjartans Ólason- ar. Sýningin verður opin 14—19 til 24. ágúst. Karl-Heinz Strötzel sýnir Ijósmyndir og sáldþrykk í anddyri Norræna hússins. Fyrirmyndirnar eru úr íslensku landslagi. Stendur til 22. ágúst. SEÐLABANKINN Sýning gjaldmiðils og sögu þess frá land- námi til nútíma stendur yfir á vegum Landsbankans og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14 — 22. ÞJÓÐVELDISBÆRINN Þjóðveldisbærinn Þjórsárdal verður op- inn til skoðunar í sumar kl. 13—17. ÓLAFSVlK Kaldidalur Jóhanna Bogadóttir heldur sýningu á litógrafíum I kaffihúsinu Kaldalæk til 10. ágúst. Sýnt er fimmtudaga—sunnudaga frá 15-23. STOKKSEYRI Elfar Guðni Þórðarson sýnir smámyndir ( Grunnskóla Stokkseyrar. Sýningin er op- in 14 — 22 um helgar og 20—22 virka daga. ÞRASTALUNDUR OG FERSTIKLA Björg Ivarsdóttir sýnir kolteikningar og ýmislegt forvitnilegt annað daglega. HLAÐVARPINN Anna Concetta Figaro sem er ítölsk/ís- lensk, sýnir til 17. ágúst. Sýningin eropin kl. 15-22. AKUREYRI I afgreiðslusal Verkalýðsfélagsins Eining- ar að Skipagötu 14 stendur yfir sýning á 27 oKumálverkum eftir Þorvald Þorsteins- son myndlistamann. Hún mun standa fram í miðjan september. NÝLISTASAFN ISLANDS Vatnsstfg 3b Opnuð hefur verið sýning á vegum Boekie Woekie, en það er búð í Amster- dam sem sýnir og verslar með bækur, innbundin verk og graffk eftir aðstand- endur. Þeir eru: Hettie van Egten, Jan Voss, Kees Visses, Rétur Magnússon, Rúna Þorkelsdóttir og Saskfa de Vriendt. Einkasýning Réturs Magnússonar er svo f neðri sal. Safnið er opið kl. 14—20 um helgar en 16—20 virka. VIÐBURÐIR Arbæjarsafn Snorri örn Snorrason leikur á lútu í Dill- onshúsi á laugardag milli kl. 3 og 5. FÉLAGSMIÐSTÖÐIN FELLAHELLIR Engin ástæða ætti að vera fyrir þollaus- um Breiðhyltingum f sumar. Nú býður Fellahellir upp á trimm-aðstöðu þ.e. þrek- æfinga-, borðtennis- og baðaðstöðu. Til að bæta upp kaloríu- og vökvatap eru kaffiveitingar á staðnum. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Helgarferðir 8.—10. ágúst: 1. Þórsmörk — Skagfjörðsskáli. 2. Landmannalaugar — Eldgjá. 3. Hveravellir — Þjófadalir. 4. Nýidalur — Vonarskarð — Tungna- fellsjökull. HANA NÚ Vikuleg laugardagsganga verður farin sem endranær nú um helgina. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Rölt verð- ur um bæinn í klukkustund og eru allir aldurshópar velkomnir. Markmið göng- unnar er: Samvera, súrefni, hreyfing. ÚTIVIST Ferðir um helgina: 1. Fjölskylduhelgi í Þórsmörksem lagter f á föstudagskvöld kl. 20. 2. Emstrur — Fjallabaksleið syðri — Laugar — Strútslaug. LEIKHUS SÖGULEIKARNIR Hin magnaða uppfærsla á Njáls sögu er enn sýnd og verður vonandi um skeið. 12 leikarar taka þátt í sýningunni sem tekur um 90 mín. f flutningi. Sýningar eru mið- vikudags- og fimmtudagskvöld kl. 21 og tvisvar á laugardögum og sunnudögum kl. 14.30 og 17. Verkið er flutt á íslensku, en útdrættir hafa verið útbúnir og fást á ís- lensku, ensku, dönsku og þýsku. TJARNARLEIKHÚSIÐ Ferðaleikhúsið/Light Nights sýna fjórum sinnum f viku, fimmtudaga—sunnudaga kl. 21. Þær eru sérstaklega ætlaður enskumælandi ferðamönnum til fróð- leiks og skemmtunar. BÍÓIN ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ O framúrskarandi ágæt góð þolanleg léleg AUSTURBÆJARBfÓ Salur 1 Cobra ★★ — Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 2 Lögmál Murphy's ★★ Nokkuð glúrinn Bronson-þriller sem er vel skrifaður og ágætlega leikinn. Aðal- hlutverk: Charles Bronson og Kathleen Willhoite. Leikstjórn: J. Lee-Thompson. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 3 Flóttalestin (Runaway Train) ★★★ Meitluð túlkun helstu leikara — John Voight hreinn og beinn viðbjóður — á einn stærstan þátt f að gera þessa mynd sterka. Leikstjórn: Andrei Konchalowski. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 3 BfÓHÚSIÐ Sá á fund sem finnur (Finders Keepers) ★ — Sjá umsögn f Listapósti. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Skógarlff Sýnd kl. 3 á sunnudag. BfÓHÖLLIN Óvinanáman (Enemy Mine) ★★ — Sjá umsögn f Listapósti. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn III (Run for Cover) ★★ Léttgeggjuð ærslamynd sem hefur þann sjaldgæfa eiginleika framhaldsmynda að vera besta eintakið. Aðalhlutverk: Steve Guttenberg og Bubba Smith. Leikstjórn: Jerry Paris. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 2 9’A vika (9% Weeks) ★★★ Dúndurvel og fallega kvikmyndaðar og leiknar upp- og ofanferðir. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. Bönnuð börnum innan 16 ára. Salur 3 Skotmarkið (The Target) ★★ Hnökralaus njósnamynd — en lognmolla þrátt fyrir fagmennskuna. Sýnd kl. 5 og 9. Út og suður í Beverly Hills (Down and Out in Beverly Hills) ★★★ Prófessíónell og skemmtileg gaman- mynd með Dreyfus, Nolte og hundinum Mika. Leikstjóri: Raul Mazursky. Sýnd kl. 7 og 11. Youngblood ★★ Myndarleg Rocky-mynd á skautum. Pet- er Markle leikstýrir og Robert Lowe leikur. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 5 Nflargimsteinninn (The Jewel of the Nile) ★★ Douglas jr. og Kathleen Tumer f skemmti- Jaa, sem maður á kafi í skemmtistaðabransanum er ég vit- anlega á bólakafi ívinnu um helgar — þá er í raun vertíð hjá mér. Mað- ur verður að vera á staðnum til þess að ná sambandi við fólkið og kröfur þess. Annars stendur golf- ferð til Ólafsfjarðar hugsanlega fyrir dyrum sem er náttúrlega svo ótrúlega freistandi að ég þori engu að lofa.. . HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GERA UM HELGINA? Baldur Brjónsson, fram- kvæmdastjóri Hollywood legri og hreint ekki viðburðasnauðri æv- intýramynd. Sýnd kl. 5 og 9. HÁSKÓLABÍÓ Ottó ★★★ Dæmalaus farsi og hin besta skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af sæmilega rugluðum kómedíum. Ottó leikur aðal- hlutverkið og leikstýrir að hluta. Sýnd kl. 7, 9 og 11. LAUGARÁSBÍÓ Salur A Smábiti (Once Bitten) ★ Væg kvenfyrirlitning, kynferðisskrekkur og kynlífsflippflopp f skopstældri hroll- vekju af ódýrara taginu. Aðalhlutverk eru í höndum Laureen Hutton og Cleavon Little undir stjórn Howards Storm. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur B Ferðin til Bountiful ★★★ Alveg bráðskemmtileg og Ijómandi vel leikin mynd með óskarsverðlaunahafan- um Geraldine Page í aðalhlutverki. Hreint engin tfmaeyðsla þetta! Leikstjórn: Peter Masterson. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur C Jörð f Afríku (Out of Afrika) ★★ Streep og Redford fara á kostum f glæsi- lega vel og fallega leikinni kvikmynd. Of mikill glans og ósanngirni gagnvart Karen Blixen tekur þó sinn toll. Framleiðandi/ leikstjóri: Sidney Pollack. Sýnd kl. 5 og 8.45. REGNBOGINN í návígi (At Close Range) ★ ★★ Stórvel leikin, æsispennandi þriller í óvenjulegum umbúðum og með mann- lega þáttinn skemmtilega „innbundinn". Aðalleikarar: Sean Penn og Christopher Walken. James Foley leikstýrir, Madonna syngur. Sýnd kl. 3, 5.20, 9 og 11.15. Morðbrellur (Murder by lllusion) ★ Brellukarl hundeltur af eigin viðskiptavin- um — sniðugt plott en gloppótt handrit dregur myndina niður fyrir meðal- mennskuna. Sýnd kl. 5, 7, 9.05 og 11.10. Geimkönnuðirnir (Explorers) ★★ Amrfsk garanteruð spekúlasjón-súkks- ess-filma. Leikstjóri: Joe Dante. Aðalleik- arar: Ethan Hawke og River Phoenix. Sýnd kl. 3, 5.20, 9 og 11.15. Sæt í bleiku (Pretty in Pink) ★ Molly Ringwald vekur upp spurningar — er ekki komið nóg af þessari gegndar- lausu lágkúru? sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. örvæntingarfull leit að Susan ★★★ Hin stórskemmtilega mynd með Ma- donnu og Rosönnu Arquette endursýnd í einhverja daga. Endursýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15. STJÖRNUBÍÓ Bræðralagið (Band of the Hand). ★★ — Sjá umsögn f Listapósti. Snargeggjaðir og utangátta unglingar taka sönsum f mýrarfenum Flórída og verða aðrir og betri. Þema myndarinnar: ,,This time, they're on our side" sýnir svo ekki verður um villst að ekki er öll von úti varðandi unglinga. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Járnörninn ★ Broslega bandarfsk mynd um sextán ára dreng, eflaust í sambúð, sem tekur lögin og fullkomnustu herþotu Bandarfkjanna f sfnar hendur til þess eins að bjarga pabba. „Tyggjó". Sidney j. Furie leikstýrir. Sýnd kl. 5, 9 og 11. HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.