Helgarpósturinn - 07.08.1986, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 07.08.1986, Blaðsíða 27
s jónvarpsstjori Islenska sjon- varpsfélagsins, Jón Óttar Ragn- arsson, hefur lýst því yfir að félagið muni hefja útsendingar í endaðan september. Þótt skammur tími sé ti! stefnu hefur Sjónvarpsfélagið enn ekki ráðið til sín nema brot af þeim starfsmönnum er það þarfnast til þess að geta hafið útsendingar og haldið þeim áfram. Þegar fyrirtækið auglýsti eftir starfsmönnum seinni- partinn í júní sýndu nokkrir vanir fjölmiðlamenn áhuga á að koma ti! liðs við það. Hins vegar fóru að renna tvær grímur á þá flesta er þeir ræddu um kaup, kjör og starfstilhög- un við forráðamenn Sjónvarpsfé- lagsins. Á þeim bæ var þá allt enn á reiki um þessa hluti og svo er enn. Flestir umsækjendanna hafa því gefist upp á samskiptum við þá Sjónvarpsfélaga, enda með upp- sagnarfrest hjá núverandi atvinnu- veitendum sem er lengri en sá tími sem er til stefnu þar til félagið hefur útsendingar. Þó svo að þeir Sjón- varpsfélagar hafi lítið getað sagt ákveðið um kaup og kjör hafa þeir alltaf verið tilbúnir að ræða málin og þá helst yfir kokteil. Hanastélið er þá jafnan hvítvín blandað appel- síni og sagði einn, sem hefur smakk- að þann drykk, að hann bragðist jafnvel verr en hann hljómar... B mra~ ragi Asgeirsson ritar harð- orða grein í Morgunblaðið í vikunni um ráðningu nýs skólastjóra við Myndlista- og Handíðaskólann. Þar heldur Bragi uppi málsvörnum fyrir Torfa Jónsson, sem eins og kunnugt er var ekki endurráðinn skólastjóri þrátt fyrir að hann nyti fulltingis Skólamálaráðs Reykja- víkur og ýmissa kennara og nem- enda skólans. í staðinn valdi Sverr- ir Hermannsson menntamálaráð- herra Bjarna Daníelsson til starf- ans, en hann vinnur nú að doktors- ritgerð um myndlistarkennslu á ís- landi fyrr og nú. Bjarni er sumsé með sérmenntun í myndlistar- kennslufræðum, en Bragi og fleiri hefðu frekar viljað sjá praktíserandi myndlistarmann taka að sér þetta starf. Samkvæmt heimildum Helg- arpóstsins hefur þó ekki ríkt sá ein- hugur um Torfa sem nú er af látið, húsnæðismálin eru í ólestri og stjórnun skólans hefur þótt heldur losaraleg. Því munu margir yngri kennarar fagna því að fá nýjan mann í starfið. Kannski má það líka fljóta með að Bjarni er tengdasonur Gunnars G. Schram, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. .. lE n þeir voru fleiri sem sóttu um skólastjórastöðuna í MHÍ. Helgar- póstinum er kunnugt um Daða Guðbjörnsson myndlistarmann, Halldór Björn Runólfsson list- fræðing, Gddu Óskarsdóttur myndlistarmann og kennara og Ríkharð Hördal, sem gerir við málverk hjá fyrirtæki sínu Morkin- skinnu. . . Eitt af eftirsóknarverðari brauðum landsins, Breiðholts- prestakall, er nú laust til umsóknar og rennur umsóknarfresturinn reyndar út á morgun, föstudag. Séra Lárus Halldórsson lætur nú af far- sælu starfi í sókninni samkvæmt 95 ára reglunni. HP er kunnugt um fjóra guðfræðinga sem sótt hafa um þetta brauð, sem inniheldur töluvert á fimmta þúsund sálir. Þetta eru þeir Bragi Skúlason, íslandsprestur í Kanada, Gísli Jónasson í Vík, Guðmundur Karl Ágústsson í Ólafsvík og_ farpresturinn Guð- mundur Örn Ragnarsson. Klerkaspekúlantar eru ekki á einu máli um það hver þessara manna sé líklegastur til að hreppa hnossið, en Guðmundarnir eru þó oftar nefndir en hinir. Altént er búist við hörku- slag. . . A ■^^^nnað eftirsótt brauð er Húsavíkurprestakall, sem ein- mitt er laust þessa dagana. Við vit- um það að Jón A. Baldvinsson hefur hugann, en hann hefur unnið merkilegt starf í Lundúnum á síð- ustu misserum. Jón Þorsteinsson prestur í Grundarfirði er nefndur sem hugsanlegur arftaki nafna síns í þessum nafla gamla heimsveldis- ins. Þá er staða fangaprests laus eftir að Jón Bjarman vígðist til sálu- hjálpar á sjúkrastofnunum og skilst okkur að Ólafur Jón Sigurðsson, sem hefur með Hvanneyrar- prestakall í Borgarfirði að gera, renni hýru auga í þá áttina. . . ir ■ ^^.annanir á lífsviðhorfum og hugarástandi manna eru alltaf vin- sælar. Nú hefur ein slík bæst í gott safn sem fyrir var. Það er könnun sem nokkrir félagar í Samtökunum ’78 gerðu fyrir skömmu á kynlífs- hegðun íslendinga. Niðurstöður rannsóknarinnar munu ekki ætlað- ar til birtingar en þar mun margt forvitnilegt hafa komið í ljós. Til dæmis hefur HP það fyrir satt að komið hafi í ljós, eftir að búið var að flokka niðurstöðurnar eftir atvinnu og búsetu, að bændur í Árnes- sýslu hafi verið fjölmennastir klæðskiptinga (þeirra sem þykir gott að bregða sér í kvennmanns- föt). Fast á hæla bændanna komu svo sjómenn úr ýmsum sýslum landsins. Fleiri niðurstöður könnun- arinnar hafa enn ekki lekið en HP mun birta þær jafnharðan og þær berast... ólm staldra við í Eden í Hvera- gerði, en rútubílstjórinn mun hafa tekið því víðs fjarri — hann vildi stoppa í Fossnesti á Selfossi, og það varð úr þrátt fyrir að ungmenn- in mótmæltu hástöfum. Við látum ósagt um hvort hér hafi einhver gróðavon ráðið ferðinni eða einfald- lega ást bílstjórans á Selfossbæ. .. Orðsending til þeirra sem huga að fjárfestingu í innréttingum á næstunni yjyfól H Hi ú þegar ferðamannatím- inn stendur sem hæst er ekki laust við að berist millum manna sögur af aðilum sem ætla sér að maka ær- lega krókinn á öllum þeim fjölda sem hringsólar um þjóðvegi lands- ins. íslenskir bændur munu vera að setja upp sjoppur og minjagripa- verslanir af miklu kappi og leita mjög samstarfs við rútubílstjóra og fararstjóra til að glæða viðskiptin. Víða erlendis þykir sjálfsagt að slíkir aðilar taki við þóknun frá kaup- mönnum, en hérlendis þykir það í hæsta máta óeðlilegt, þótt slíkir við- skiptahættir tíðkist vissulega í ein- hverjum mæli. Helgarpóstinum er kunnugt um rútubílstjóra sem keyrði með hóp unglinga í og úr Þjórsárdalnum um helgina. Ungl- ingarnir tóku rútuna á leigu og töld- ust því líklega eiga að ráða ferðinni. Á heimleiðinni vildu ungmennin Úrvalið er mikið og ekki vandalaust að taka ákvörð- un. En leggir þú saman allan þann fjölda smáatriða sem skipta máli í slíku vali eru miklar líkur tii að niðurstaða númer 1 verði Bjóðum ennfremur: Tréstiga, Perstorp gólfborð, Blomberg heimilistæki, loftlúgustiga. DKE innrétting frá Innvali. Og hvers vegna? kannt þú að spyrja. Jú - svarið við spurningunni er að finna í verslun okkar að Nýbýla- vegi 12 í Kópavogi. Verið velkomin. Söluumboð á Akureyri: Bynor, Glerárgötu 30 S: 96-26449. Nýbýtavegi 12. 200 Kópavogur. simi 44011. Pósthólf 167 HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.