Helgarpósturinn - 07.08.1986, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 07.08.1986, Blaðsíða 16
ÓLAFUR HANNÍBALSSON, FYRRUM SÓSÍAL- ISTI OG NÚVERANDI REFABÓNDI, ODDVITI OG MEÐHJÁLPARI í SELÁRDAL, í HP-VIÐTALI. 6EKK BARA í SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN... og mynd: Bjami Harðarson Úti undir mynni Arnarfjardar að vestanverðu gengur lítil og afskekkt dal- kvos inn t hrjóstrugan vestfirskan fjallgarð. Tengd umheiminum með ein- um af verstu grjótvegum þessa lands. Höfuðbólið Selárdalur kúrir þar á hœð í miðjum dalnum. Fyrrum mannmargt prestssetur en nú býr þar ein- yrkinnog einbúinn Ólafur Hannibalsson, fyrrverandi sósíalisti, ritstjóri og skrifstofustjóri ASÍ, nú sjálfstœðismaður, refabóndi, oddviti í afskekktri af- dalabyggð og meðhjálpari í Selárdalskirkju þar sem þjónustað er einu sinni á ári. Búskapurinn er basl og barningur, eins og nær allra einbúa til sveita, og velflestra bænda þegar grannt er skoðað. Það eru bráðum 10 ár síðan Olafur settist að i Selárdal, búinn að reyna bæði sauðfjárrækt og trilluskak, hirt reka úr fjörum og síðustu þrjú árin alið refi. Skepnuhirðing og önnur búskaparstörf hafa fært ritstjórann út úr allri pólitík og dagblöð eru ekki keypt í Selárdal. Heimilið er íburðarlaust. Gamalt og lágreist hús. Mynd af Jóni Sigurðssyni á vegg og til hliðar við annað í eldhúsi er þvottavél frá árdögum slíkra uppfinninga. „Jú, jú,“ Ólafur jánkar því að þetta sé basl. ,,En til hvers léttara líf? Er nokkuð unnið við það að lifa sem léttustu lífi? Mér hefur aldrei fundist það neitt eftirsóknarvert." Það læðist samt að bóndanum að hætta, — „nei, ekki í neinni upp- gjöf. Það getur verið eðlilegt að skipta um starf.“ VANUR FÁMENNINU Bóndinn er í refahúsi þegar HP ber að garði. Kristín dóttir hans og matselja sumarlangt bend- ir okkur á nýbyggða bárujárnslengju handan við heimatúnið. Ölafur er skeggjaður, Ijóshærður, hressilegur og kvikur en samt rólyndislegri til orðs og æðis en komumaður átti von á. Fyrrum ritstjóri að Frjálsri þjóð gengur um daunilla ganga og brynnir nýgotinni lágfótu með grænni garðkönnu, íklæddur vinnugalla. Gegningum er lokið og blaðamaður er laus úr stybbu lítt vin- veittra búrdýra. Á leið heim á bæ blasir við margfrægt 19. aldar kot Gísla á Uppsölum rétt innar í dalnum en í mynninu er Neðri Bær, og þá eru upptalin byggð ból í Selárdal. í eina tíð voru þarna 10 eða 11 býli, öflug sjósókn og nálega 300 manns í öllum hreppnum. Nú eru 5 sálir vetrarlangt í Seiárdal, 7 heimili í öllum hreppn- um og helmingur bænda skipar hreppsnefnd- ina. I snjóþyngslum lokast vegurinn inn að Bíldudal svo vikum skiptir og helst ekki mokað oftar en tvisvar á vetri því frekari mokstur greið- ist til helminga úr hreppssjóði. Og finnst ekki manninum þetta afskekkt? „Eghefekkifundiðfyrirþví.. „nei, nei,“segir Ólafur og blæs pípureyk út um skeggið. Og held- ur áfram. Ég hef alveg frá barnæsku haft áhuga á að búa. Ölst að hálfu leyti upp í sveit, í Djúpinu. Það var í Unaðsdal á Snæfjallaströnd þannig að ég er vanur svona fámennum sveitarfélögum. Við höfðum svo samráð um þetta þegar pabbi tók þessa jörð á leigu 1965. Hann var hérna til 77 og hafði alltaf ráðsmann á veturna en ég heyjaði hérna í nokkur sumur og var dáldið við- loðandi. Tók svo við þessu 77. Nei, nei. Þetta er ekkert erfitt.“ ísfirðingur og sveitabarn. Stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni sem títt var að bændasynir sæktu og á yngri árum kommúnisti, seinna sósíalisti og virkur þátttakandi í þeim átökum sem áttu sér stað á bernskuárum Al- þýðubandalagsins millum liðsmanna Hannibals annarsvegar og rótgróinna moskvukommúnista hinsvegar. Þá sigldur maður, búinn að vera við nám í Amríku og Tékkóslóvakíu. AF-STALÍNISERINGOG 19. ALDAR HAGFRÆÐI „Ég fór 1957 til Bandaríkjanna, að loknu stúdentsprófi. Það var amrískur milljóneri sem gerði það í nokkur ár að styrkja 3—5 íslendinga til náms i eitt ár. Við vorum þrír sem fórum þetta árið. Ég, Ólafur Sigurðsson fréttamaður og Pétur Jósepsson. Eftir þetta var ég í tvö ár í vinnu hjá Loftleiðum í New York. Kannski var þetta meira gert til að bera saman Bandaríkin og Tékkó- slóvakíu og í þeim efnum höfðu Bandaríkin ótví- rætt vinninginn. Var í Tékkó ’60 til '62. Lærði tékknesku fyrri veturinn og svo einn vetur í hagfræðiháskólan- um í Prag. Sú hagfræði var eiginlega svo vel lit- uð að það má segja að hún hafi endað 1874. Það ár sem Marx dó, þar endaði öll þessi kennsla. Þarna var bókasafn en á því voru engar bækur fáanlegar um nútímalegri hagfræði. Engar sam- tímabókmenntir um hagfræði og maður varð eiginlega að taka þeirra orð fyrir þvi að þetta væri allt borgaralegt kjaftæði og úrelt. Ég komst eiginlega að því að ég væri að læra hagfræði sem hentaði kynslóð afa míns, og meira að segja heldur einlita fyrir þann tíma,“ — og nú örlar á stjórnmálamanninum bakvið skeggjaðan bónd- ann í Selárdal. „Þarna var allt í stálgreipum Novotni. 1 raun- inni fór ekkert verulega að slakna á þessu fyrr en '65 til ’66. Á þessum tíma gætti þess þó aðeins í opinberri umræðu að það var byrjað að af- stalínisera eftir flokksþingið í Moskvu ’62, þar sem gert var út um Molotovklíkuna. Þeir tóku niður styttur af Stalín en á þessum tíma var varla svo aumt þorp í Tékkó að ekki væri þar ein stytta af þeim gamla. Á þessum tíma var líka við- urkennt að Gottwald hefði verið drykkjusjúkl- ingur og ræfill og grafhýsi hans, sem trónaði yfir Prag, var lokað. En Novotni reyndi samt að koma því fram að hann hefði ekki átt neina sök á stalíns-tímabilinu og hélt svo öllu í sömu járn- greipunum og áður.” — Þú hafdir gert þér vonir um betra samfélag, — fyrirmyndarríki þarna eystra? „Jú, — þetta leit alveg þokkalega út þegar maður kom þarna fyrst. Tékkóslóvakía byggði á gömlum merg sem iðnaðar- og menningarríki. Það breyttist þegar maður komst að því að lög- reglan var ofan í öllu. Jafnvel minnstu stúdenta- fyllirí gátu endað með löngum fangelsissetum og fáránleika. Absúrd. Þegar maður fór að tala við fólk þá fékk mað- ur að heyra að þetta land hefði verið miðdepill Evrópu. Þetta sama fólk fann sig nú innilokað bakvið 12 strengja gaddavírsgirðingu og varð- turna. Það var jafnvel lokað af gagnvart hinum sósíalísku löndunum og innanlands gat það sig hvergi hrært nema að hafa nafnskírteinið á lofti. Maður hélt að þetta stefndi í átt að einhvers- konar fyrirmyndarríki, — gerði sér enga grein fyrir því hverskonar miðaldakerfi Sovétið er.“ Þegar heim var komið gekk Ólafur í Sósíalista- flokkinn og síðar Alþýðubandalagið, tók við rit- stjórn á Frjálsri þjóð 1964 og var við það starf að mestu fram til 1970. HUGMYNDAFRÆÐI OG FLOKKAKERFI ÚRELT „Maður var í rauninni ekki búinn að missa trúna á að hægt væri að framkvæma einhvers- konar sósíalisma, annan en þann stalínisma sem framkvæmdur er eystra. I dag er ég þeirrar skoðunar að sósíalismi leiði af sér ófrelsi við hvaða kringumstæður sem er. Það getur vel verið að til séu skárri afbrigði.en einstaklingsfrelsi og sósíalismi fara aldrei sam- an. Ég er flokksbundinn sjálfstæðismaður. — Hefur laumast í Sjálfstœöisflokkinn á skjön vid alla fyrri pólitík? „Ég laumaðist ekkert. Ég gekk bara í Sjálf- stæðisflokkinn, ætli það séu ekki 3—4 ár síðan. Gaf enga opinbera yfirlýsingu um það, — þar sem ég ætlaði mér ekki að taka neinn þátt í starfi flokksins þá fannst mér ég ekki þurfa þess. Ég veit ekki hvort þetta er svo mikið á skjön við fyrri skoðanir. Náttúrlega ekki í beinu fram- haldi. .. , og þó má segja að þetta sé ályktun sem er dregin af þvi sem á undan hafði gengið. Ég tel raunar að öll hugmyndafræði í pólitík sé gersamlega úrelt og oft á tíðum hættuleg.” — Frjálshyggjan.. .? „Ég hef enga trú á því að markaðurinn komi í staðinn fyrir guð almáttugan. En það er sjálf- sagt að maðurinn móti sitt samfélag út frá sínum hugmyndum. Það er grundvallaratriði að menn hafa frelsi til athafna, samtaka og eignarréttar. Á íslandi væri alveg fráleitt að láta lögmál mark- aðarins eitt ráða.“ — Deilurnar í lidi sósíalista, klofningur Al- þýdubandalagsins og allt þad. . .? „Veit nú ekki, — ætli það sé ekki frekar efni í bók heldur en blaðagrein. Það má þó segja að sú deila standi enn. Er ekki þetta, sem þeir kalla núna lýðræðiskynslóð, að berjast gegn þeim sömu öflum og við börðumst gegn á sínum tíma? Annars held ég að þessir stjórnmálaflokk- ar séu að verða úrelt fyrirbrigði. Menn eru að gefast upp á þessum algildu hugmyndakerfum og þá kannski að verða grundvöllur fyrir sveigj- anlegra flokkakerfi í landinu. Það er von til þess að í komandi kosningum snúist baráttan meira um það hverjir eru kosnir en ekki hygmynda- fræði og stefnur. í flokkakerfinu hafa menn átt að kjósa milli hugsjóna og ekki verið talið skipta máli hver það er sem ber hugsjónina fram. Það er flokkurinn og hugsjónin sem skiptir máli. Þetta þrönga flokkskerfi sér svo um að koma sín- um mönnum áfram og í hverjum alþingiskosn- ingum er kannski verið að kjósa um 3 til 5 þing- sæti. Annað er löngu ákveðið og skiptir ekki máli. Önnur afleiðing af þessu kerfi er að það er viss týpa af mönnum sem fær að alast upp innan þessara flokksbanda og komast upp á toppinn, — menn sam hafa þetta nánast að lífstakmarki.” MENN EN EKKI HUGSJÓNIR „Ég held aftur á móti að í praktískri pólitík skipti miklu meira máli hvaða menn veljast til starfa heldur en hvaða hugsjónir maðurinn hef- ur. Þegar til kastanna kemur þá þarf maðurinn ■að móta sína afstöðu samkvæmt einhverri praktík en ekki samkvæmt einhverri hugsjón. Og þetta er fólk farið að skilja.” — Og það er þá bara tímaspursmál hvenœr flokkakerfiö deyr drottni sínum? „Mér er nær að halda það. Það hlýtur á næst- unni að losna um þessi njörvuðu skipulagsform sem byggð voru á átökum stéttanna. Menn láta ekki lengur mata sig á einhliða upplýsingum eins og var á kaldastríðsárunum, og ekki síður tímanum milli stríða þegar mönnum sýndist val- ið standa milli bolsévikka og nasista..Og tal okkar um pólitík teygist inn á vornóttina, í bland við landbúnaðarmál og örstuttan pistil um verkalýðsmál. Ólafur var í mörg ár skrifstofu- stjóri ASÍ, hefur gagnrýnt verkaiýðshreyfinguna og. . . „... ég er samt alls ekki sammála öllum þeim öðrum sem gagnrýna hana. Til dæmis skrifaði ég ritdóm um bók Guðmundar Sæmundssonar og er gersamlega ósammála því sem þar segir. Ég er sammála þeim hugmyndum Vilmundar heitins Gylfasonar að fólk á sama vinnustað eigi að vera í sama verkalýðsfélagi, en er alveg ósammála því að vinnustaðafélög semji eftir vexti og viðgangi síns fyrirtækis. Fráleitt hér á landi þar sem flest fyrirtæki eru svo smá að hér yrðu lítil félög sem stæðu ein og óstudd. Eftir sem áður þurfa að vera heildarsamningar fyrir hverja grein. En eins og kerfið er núna er fólk alls ekki virkt

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.