Helgarpósturinn - 07.08.1986, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 07.08.1986, Blaðsíða 22
PIZZAHÚSIÐ GRENSÁSVEGI 10 108 R. Eina ekta pizzahúsið — ávallt í leiðinni. Njótið þægilegra veitinga í þægilegu umhverfi Einnig skyndiþjónusta — takið með ykkur pizzu heim eða pantið í síma 39933. Þingvellir skipa sérstakan sess í hugum okkar íslendinga. Bæði vegna einstakrar náttúrufegurðar og tengsla staðarins við sögu þjóðarinnar. Hótel Valhöll á Þingvöllum er góður gististaður. Öll herbergi hótelsins, 30 að tölu, eru rúmgóð og vel búin. Bað fylgir hverju herbergi. Á Hótel Vaihöll eru allar veitingar í boði og góðir veislusalir. HÓTEL VALHÖLL GÓÐUR GISTISTAÐUR Sími 99-2622 ’unnanmegin við Síðumúl- ann, á bak við húsakynni Þjóðvilj- ans og Blaðaprents, og norðan- megin við Háaleitisbrautina, hef- ur löngum ekki verið annað en grýtt holt, Jfáum til augnayndis. En nú mun Ossur Skarphéðinsson, vara- borgarfulltrúi og Þjóðviljaritstjóri, hafa fengið því framgengt í umhverf- ismálaráði borgarinnar að þarna í holtinu verði gerður skrúðgarður með blómum og trjám, sem liklega verður ekki síst til yndisauka þeim blaðamönnum sem starfa á þessum slóðum. Hinsvegar fylgir sögunni að Össur hafi ekki fengið sam- þykkta þá tillögu að settir yrðu upp bólstraðir bekkir í bakgarði Þjóð- viljans. . . Þ að hlýtur náttúrlega að telj- ast meginlhutverk Verslunarskól- ans að mennta fólk sem síðarmeir haslar sér völl á sviði verslunar og viðskipta, þótt vissulega geti menn lært ýmislegt annað í skólanum. Nú heyrum við hinsvegar að Verslunar- skólinn eigi í stökustu vandræðum — það reynist nefnilega mjög tor- velt að fá nokkurn mann með versl- unar-, viðskipta- eða hagfræði- menntun til að kenna við stofnun- ina. Ástæðan er einfaldlega sú að slíkir menn geta fengið miklu betra kaup annars staðar. Nú gengur sum- sé maður undir manns hönd til að útvega fræðinga með svo stóra hug- sjón að þeir nenni að kenna í Versl- unarskólanum. .. ■ yrirboði um sameiningu ís- lensku vinstrihreyfingarinnar? Nei, kannski er það fulldjúpt í árinni tek- ið — en þó er víst að nú um helgina fara ungir vinstrimenn í ferð sem sætir tíðindum. Það eru Æskulýðs- fylking Alþýðubandalagsins og Samband ungra jafnaðarmanna sem gangast sameiginlega fyrir sumarferð á Þingvöll á laugardag- inn og snæða að lokum kvöldverð í Valhöll. Foringjarnir verða heldur ekki skildir útundan, því í ferðinni verða einnig þingmennirnir Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, og Jóhanna Sigurðardótt- ir, varaformaður Alþýðuflokksins. Og nú er bara að vona að allt fari fram með friði og spekt.. . llHandfræðingar eru ein þeirra stétta háskólamenntaðra manna sem eiga í erfiðleikum með að fá vinnu við sitt hæfi um þessar mundir. Það eru einungis örfáar stofnanir sem ráða til sín landfræð- inga þannig að fyrir nýútskrifaða landfræðinga er enga vinnu að fá. Þá er ekki nema eitt að gera, fara þá leið sem margir háskólamenntaðir hafa leiðst út í vegna lágra launa hjá ríkinu; töfraorðið er sjálfstæður rekstur. Nokkrir landfræðingar hafa nýlega stofnað fyrirtækið Land- kosti hf. sem tekur að sér alhliða landfræðiþjónustu, rannsóknir, söfnun upplýsinga o.s.frv. Ekki vegna lágra launa ríkisstarfsmanna heldur til þess að fá eitthvað að gera með menntunina. Fyrirtækið er stofnað í kringum túnkortagerð í sveitum á Suðurlandi. Tveir land- fræðingar hafa verið við þá vinnu og hafa þeir byrjað á að teikna tún- kort fyrir fjórar sveitir til viðbótar og ellefu sveitir hafa pantað. Það lít- ur því út fyrir að nóg verði að gera á Selfossi fyrir landfræðingp en Landkostir hf. eru til húsa á Selfóssi. Líklega verða starfandi fjórir land- fræðingar þar í vetur. Þótt rekstur- inn hafi aðallega falist í kortagerð hingað til geta Landkostir hf. gert flest er viðkemur landfræði. Fram- kvæmdastjóri Landkosta hf. er Elín Erlingsdóttir. . . Þú boigar alltaf sama gjaldið, hvort sem þú ert einn eða meófleirum í bílnum! Hrevfill bvður sætaferðir til Keflavíkur Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn í Heyfilsbíl. Hringdu í okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Við vekjum þig með hressilegri símhringingu, óskir þú þess. HREVFILL 68 55 22 ...ekki missa af ÖRKIN/SlA 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.