Helgarpósturinn - 07.05.1987, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Blaðsíða 30
eftir Óskar Guðmundsson mynd Jim Smart ,,Pad er eiginlega til marks um þœr breytingar, sem eru að eiga sér stad í þjóðfélaginu um þessar mundir, ad mál af þessu tagi gœti ekki endurtekid sig núna,“ segir Ög- mundur Jónasson, fréttamadur, einn hinna ákœröu í máli ríkisins gegn starfsmannafélagsstjórnum útvarps og sjónvarps. Málid var tek- id fyrir í sídustu viku í Hœstarétti, en starfsmennirnir höfdu unniö málid í undirrétti. Ögmundur sem er starf- andi fréttamadur Sjónvarps í Kaup- mannahöfn um þessar mundir, dvaldi hér um páskana en er nú kominn heim í Kóngsins Kaupin- hafn á ný HP tók Ögmund tali um útvarpsmálin og sitthvad fleira á dögunum: „Nú blása aðrir vindar en árið 1984, eða gætir þú ímyndað þér að áhrifamiklir fjölmiðlamenn færu í kompaníi við frjálshyggjufélagið að kvarta yfir því við ríkissaksóknara að starfsfólk Ríkisútvarpsins hefði ekki verið beitt nægilegum ,,aga“, eins og það var orðað í kærubréfinu á sínum tíma og að þess vegna væri nauðsynlegt að beita hegningarlög- um? Það sem hins vegar ekki hefur breyst, er að við myndum án efa grípa til svipaðra aðgerða, ef við yrðum beitt sams konar órétti að nýju, en ég hef ekki trú á því að til þess komi sem betur fer.“ starfsmannafélaganna var einfald- lega falið að kynna þessa ákvörðun. Sendiboðarnir voru síðan kærðir. En auðvitað snerist málið fyrst og fremst um að hræða fólk frá því að sýna samstöðu. Auk þess þurftu frjálshyggjumenn að finna ráð til að réttlæta ólöglegar áróðursútvarpsstöðvar, sem þeir höfðu komið upp í verkfallinu. Þær voru reknar samkvæmt svokölluðu neyðarréttarprinsippi, sem Sigurð- ur Líndal prófessor í lögum við Há- skóla íslands fann upp. Þetta gekk út á að sýna fram á, að þar sem Ríkisút- varpinu hefði verið lokað, væru Hannes Hólmsteinn og félagar sjálf- krafa orðnir handhafar neyðarrétt- ar í útvarpsrekstri. Þennan rétt not- uðu þeir m.a. til að útvarpa „frétt- um" gegn verkfallinu úr kjallara Val- hallar. Annars fannst sumum neyð- arrétturinn sæmilega trúverðugur til að byrja með eða þangað til þeir fréttu að meirihluti sjálfstæðis- manna i útvarpsráði hefði gert allt sem hann gat til að koma í veg fyrir að útvarpið yrði opnað í verkfallinu. Þá sáu menn náttúrlega í gegnum vefinn. En þetta er liðin tíð og við er- um ekkert að erfa þetta, það er allt- af gott ef menn læra af reynslunni." BSRB VERKFALLIÐ í KJÖRKÖSSUNUM „Já, ég held að menn hafi lært af hefði fimm til sex ár, — svo væri hún búin. Ég held að hann hafi reynst sannspár. Ég held að þetta unga hægri sinnaða fólk sem komist hef- ur til valda á síðustu árum, hafi margt verið hugsjónafólk. Það trúði því raunverulega að frjálshyggjan væri þjóðhagslega sniðugt fyrir- bæri. Þetta er löngu búið. Þetta lið situr nú allt inní kerfinu og nærist á því að meira eða minna leyti. Hug- sjónamennirnir eru nú orðnir að umburðarlyndum hagsýnismönn- um sem sitja sveittir við mjaltir víðs- vegar um kerfið o g þeirra eina hugs- un er að hafa gott af kerfinu, kreista úr því eins mikið og þeim framast er unnt. Þeirra samkeppni er fyrst og fremst samkeppni um spena. Það sem mér hefur fundist nötur- legast í þessu er hve auðveldlega þeir hafa látið nota sig til að níðast á þeim sem minna mega sín. Taktu til dæmis húsnæðismálin; þar hafa ungir karlar og konur i ríkiskerfinu, bönkum, verðbréfasjóðum, og stundum jafnvel í verkalýðshreyf- ingunni, tekið ákvarðanir t.d. í vaxtamálum, sem hafa keyrt jafn- aldra þeirra út í ótrúlegar ógöngur. Þetta lið hefur náttúrlega manað hvert annað upp og vel má vera, að einhverjir hafi verið farnir að trúa því, að þeir væru að vinna þjóð- þrifaverk. Hins vegar held ég að flestir geri sér grein fyrir því innst inni hverra erinda þeir hafa gengið. Eitt er víst að þeir keyra sig ekki lengur áfram á hugsjónum, heldur hagsmunum eingöngu. Þegar svo er komið, er grundvöllurinn brostinn." FRJÁLSA VERKALÝÐS- HREYFINGU „Það er lífsspursmál fyrir verka- lýðshreyfinguna að mínu mati, að vera algerlega óháð stjórnmála- flokkum, alveg eins og það er lífs- spursmál fyrir stjórnmálaflokka að vera algerlega óháðir þessari verka- lýðshreyfingu. Að sjálfsögðu geta einstaklingar tilheyrt báðum appar- ötum, en þeir eiga aldrei að leggja annað undir hitt. Það veikir báða, eins og dæmin sanna. Verkalýðs- hreyfingin á að vera svo sterk, óháð og frjáls, að hún á að geta gagnrýnt stjórnmálaflokka, — og hún á líka að geta hrósað stjórnmálaflokkum. Verkalýðshreyfingin á að vera eins og húsnæðishreyfingin, halda bara með sjálfri sér og þeim hugsjónum sem hún grundvallast á. Einhver fráleitasta hugmynd sem fram hefur komið lengi í pólitík, er svokölluð regnhlífarhugmynd í þeirri útfærslu að þverpólitískar hreyfingar eigi að koma undir regn- hlíf stjórnmálaflokka. Hún byggir á sama prinsippi og ég er að vara við. í húsnæðishreyfingunni er fólk t.d. sem kýs alla stjórnmálaflokka, en í gegnum húsnæðishreyfinguna tek- ur það hugsanlega harða afstöðu gegn sínum flokki án þess endilega að það vilji hætta að kjósa hann. Fólk getur sem sagt hugsað sem svo; ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn hafi klúðrað húsnæðismálum og ég vil þrýsta á flokkinn í gegnum mína hreyfingu en ég tel þjóðfélaginu engu að síður best borgið með frjáls- um markaðsbúskap og lágmarks- ríkisafskiptum og ég tel að Sjálf- stæðisflokkurinn komist næst því að fylgja slíkri stefnu — þess vegna kýs ég hann. Fólk á að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn vegna þessa en ekki vegna þess að það sé í Hvítasunnu- söfnuðinum." DEMÓKRATAR í MEIRIHLUTA „Þegar stóra pólitíska vinstri sam- steypan myndast, verður það vegna þess að fólk sameinast um að styðja hana, til þess sem hún á að gera á þingi, ekki neins staðar annars stað- ar. En fyrst þurfa vinstri menn að læra að vera ósammála. Það kunna hægri menn miklu betur. Á vinstri vængnum eru menn alltof þröng- sýnir. Það er ekki hefð fyrir deilum án þess að meiriháttar uppgjör fylgi. Á félagshyggjukantinum eru óiýsan-- leg fýluköst jafnan fylgifiskar ágreinings. Það á hins vegar ekki að skrúfa fyrir ágreininginn, heldur fýluköstin. Almenningur er að verða þreyttur á þessu og vill breyta pólitísku landslagi í landinu. Þetta mun gerast á næstu árum. Hér mun myndast öflugt lýðræð- islegt bandalag með meirihluta á þingi. Ég held að demókratar al- mennt séu orðnir leiðir á að vera í minnihluta; þeir telja að tími sé kominn til að vera í meirihluta. Að verða sigurvegarar. Og bráðum verðum við sigurvegarar," sagði Ög- mundur Jónasson að lokum. BRÁDUM VERBUM VIÐ SIGURVEGARAR Ögmundur Jónasson í spjalli við HP um útvarpsmál í Hœstarétti, nýfrjálshyggjuna, strauma og stefnur í íslensku þjóölífi. LÝÐRÆÐISLEGUR ÖRYGGISVENTILL „Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra hefði getað reynt að stöðva málið ef vilji hefði verið fyrir hendi. Ríkisútvarpið heyrir undir menntamálaráðuneytið og lögum samkvæmt á ráðherra að gera grein fyrir því hvernig deilumál sem koma til kasta dómstóla líta út frá sjónarhóli ráðuneytisins. Þetta er gert til að koma í veg fyrir fáránleg- an málarekstur. í okkar tilviki voru einu skilaboðin sem við fengum frá ráðherra þau, að ekkert væri við það að athuga að málið kæmi til kasta dómstólanna. í sumum ríkjum með vafasamt stjórnarfar tíðkast að grípa and- stæðinga ríkisvaldsins fyrir undar- legustu afbrot, allt frá því að ganga yfir götu á rauðu ljósi — og dæma þá síðan harkalega fyrir „lögbrotið". Auðvitað vita þó allir að annað býr að baki. í flestum lýðræðisríkjum hefur hins vegar sú hefð þróast að finnist fólki það vera beitt misrétti, þá hafi það siðferðilegan rétt til að grípa til varnaraðgerða, til dæmis að leggja niður störf. Auðvitað skiptir höfuðmáli, aðslíkar aðgerðir séu ekki ákveðnar með valdboði eða þvingunum, heldur á fullkom- lega lýðræðislegan hátt. Þetta er eins konar lýðræðislegur öryggis- ventill gegn ranglæti. Þegar öllu er á botninn hvolft þá heyrir það til mannréttinda að geta lagt niður vinnu." MÓÐGANDI SAKARGIFTIR „Nú vorum við sökuð um að hafa haft forgöngu um aðgerðirnar, en þær sakargiftir voru náttúrlega mjög móðgandi við annað starfsfólk Ríkisútvarpsins, sem ákvað að leggja niður vinnu á mjög fjölmenn- um fundum, strax eftir að ljóst var að ríkisstjórnin neitaði að greiða laun á lögboðinn hátt. Stjórnum 30 HELGARPÓSTURINN reynslunni þótt fæstir hafi reyndar að mínu mati dregið réttar ályktanir af þessari reynslu. Ég held að mikil- vægasti atburður síðastliðinna ára hafi verið verkfall BSRB árið 1984. Enda þótt endalok verkfallsins hafi ekki orðið sem skyldi, þá var það þetta verkfall sem stöðvaði sókn ný- frjálshyggjunnar. Með þessu verk- falli hófst undanhaldið. Afleiðingar BSRB verkfallsins hafa verið vanmetnar, birtingar- form og afleiðingar þess eru enn að koma fram í ýmsum myndum. Nýj- asta dæmið eru úrslit kosninganna síðustu, — ég er sannfærður um að BSRB verkfallið var ekki horfið úr vitund kjósenda. Við eigum öll verkfalli BSRB mik- ið að þakka og reyndar öllum hóp- um sem fyrr og síðar hafa risið upp gegn frjálshyggju. Hvort sem það eru fóstrur eða háskólamenn, sem ríða á vaðið; allir launamenn njóta góðs af baráttu þeirra, enda stefnum við hraðbyri inn í lýðræðislegra og umburðarlyndara þjóðfélag. Þjóð- félag þar sem valdbeitingarmenn eru jafnharðan afhjúpaðir og eiga því erfitt uppdráttar." HUGSJÓNAMENN Á SPENANUM „Þegar sagnfræðingar framtíðar- innar koma til með að rannsaka þetta tímabil, þá munu þeir segja að þetta sé tímabilið sem stofnana- hyggjan leið undir lok og lýðræðið efldist. Auðvitað tekur þetta allt sinn tíma, en þetta er að gerast og þessi þróun tekur á sig margvíslegar myndir. Þannig varð Borgaraflokk- urinn ekki til þegar Helena Alberts- dóttir kom til landsins heldur þegar þúsund manns mættu á fund í Þórs- kaffi. Þá varð til hreyfing og á henni byggði Borgaraflokkurinn. Hvað sem um þá hreyfingu svo má segja pólitískt. Fyrir rúmlega fimm árum sagði við mig maður að frjálshyggjan

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.