Helgarpósturinn - 07.05.1987, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Blaðsíða 24
KRISTJAN Fyrsta einkasýning hans í 20 ár vígir nýjan sal FÍM í Garðastræti. JUKKAR ERU SIGURSTRANG LEGIR í BRUSSEL Kristján Davídsson vígir hinn nýja sal Félags íslenshra myndlistar- manna að Garðastrœti 6 við opnun salarins á morgun, föstudag 8. maí. A sýningunni verður Kristján með 20 verk, allt frekar stórar olíumynd- EVRÓVISION ’87 íslendingar cetla ekki að vinna Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva aftur. Fyrirfram. Því hafa Halla Margrét Árnadóttir og Valgeir Guðjónsson það vonandi bara gott í Briissel vitandi það að af þeim er ekki krafist hins ill- mögulega. Þau hafa sett markið á fimmtánda sætið og œtla ekkert að verða neitt voðalega svekkt þó að því verði ekki náð. Um þetta leyti í fyrra var þjóðin Eurovision-óð. Eða öllu heldur -drukkin. Síðan komu miklir timb- urmenn og vondir. Og þegar sjón- varpið auglýsti eftir lögum í keppnina í ár bárust ekki einu sinni eitt hundrað lög. Meira að segja innan við sextíu. Þau tíu sem komust í undanúrslit voru samt slarkfær og merkilegt nokk sigr- aði það lagið sem óskyldast var því formúlupoppi sem flestir telja að bjóða eigi upp á í lokaslagnum. Því miður virðast mér dómnefndir annarra þjóða ekki vera í upp- reisnarhug líkt og hér á landi. Meginhluti laganna sem keppa er samkvæmt formúlunni lítið og lé- legt lag með sterku og grípandi viðlagi. Hún hefur virkað vel hing- að til og hvers vegna þá að breyta? Aðeins ein þjóð gefur formúl- unni langt nef með okkur. Israels- menn. Þeir tefla fram grínurum, þaulvönum atvinnumönnum að því er virðist, með nauðaómerki- legt tjútt tjútt tra la la la sem verð- ur þó býsna skemmtilegt þegar sviðsframkoma grínaranna tveggja bætist ofan á lagið. ísraels- menn eru raunar óþekkta stærðin Það mæðir alla jafna mikið á kynninum í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstööva. Hann þarf að hafa showið á valdi sínu og láta sér hvergi bregða við óvœntar aðstœður, vera hrað- mœlskur á ótal tungur, aðlaðandi og helst skemmtilegur. Þessum kostum ku Viktor Lazlo, kynnirinn í Belgíu, vera búinn. Konur hafa alla jafna kynnt söngvakeppnina. Það hrukku því margir við og hugðu Belga nú ætla að vinda sér í jafnréttisbarátt- una af krafti er spurðist að Viktor væri nafn kynnisins í ár. En um hægðist er kom í ljós að Viktor Lazlo var og er ung söngkona, fyrrverandi fyrirsæta og mælt á ensku, frönsku, hollensku, þýsku og ítölsku eftir nám í háskólanum í Brussel. 24 HELGARPÓSTURINN ir og hafa nokkrar þeirra verið sýnd- ar víða um heim, m.a. í Listamið- stöð Norðurlanda í Helsinki, í Berg- en og Sao Paulo í BrasiHu á árinu 1985. Að sögn Kristjáns hefur hann ekki í söngvakeppninni þetta árið. Þeir gætu hvort heldur sem er unnið eða orðið í neðsta sæti allt eftir því hvernig húmorinn leggst í dóm- nefndir þeirra þjóða sem eru með að þessu sinni. Það er ákaflega mismunandi hvernig húmor einn- ar þjóðarinnar leggst í þá næstu. Samanber það að stundum eigum við erfitt með að brosa að því sem Dönum þykir drepfyndið og öfugt. Ég varð fyrir vonbrigðum með framlag annarra Norðurlanda- þjóða að þessu sinni. Svíar tefldu djarft í fyrra með rokkarann hressa E’de det hár du kallar kár- lek? Bleik var óskaplega brugðið að þessu sinni og tæpast á salsan Boogaloo eftir að verða ofarlega í ár. Danir sem eitt sinn sendu Bamses venner í keppnina bjóða nú upp á lag sem allt eins gæti hafa verið á þýskum vinsældalista á sjötta áratugnum. Finnar virðast hafa hrist saman Gleðibankann og Rockylagið Eye Of The Tiger. Út- koman er eitt það ómerkilegasta sem þeir hafa komið með um langt skeið. Sennilega hef ég verið sáttastur við framlag Norðmanna vegna þess að ég er löngu hættur að búast við neinu úr þeirri átt- inni. Kate Gulbrandsen sýnist mér því sigurstranglegust söngvara af Norðurlöndunum. Tæpast blandar hún sér þó í toppbaráttuna. Til þess sýnist mér lagið hennar vera allt of venjulegt. Því var lýst yfir síðastliðið haust í Bretlandi að hér eftir yrði Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva tekin alvarlega þar í landi. Vanda skyldi val lagsins og Viktor Lazlo hefur verið at- vinnumaður í sönglistinni síðan árið 1983 er hún var uppgötvuð af sama manninum og kom Plastic Bertrand á framfæri. Það er ein- mitt Plastic þessi sem keppir fyrir hönd Luxembourgara á laugar- dagskvöldið. Fyrsta smáskífa Viktors var Casanova. Hún komst á topp tíu í Belgíu og Frakklandi. Næsta lag, Backdoor Man, var notað í kvikmyndina A Mort CArbitre. Loks kom svo breiðskíf- an She út árið 1985. Hún var ná- lægt því að vinna söngkonunni platínuplötu í Belgíu, seldist í á annað hundrað þúsund eintökum í Frakklandi og tugum þúsunda í Japan svo að dæmi séu tekin. Þessi plata hefur nú verið endurút- gefin vegna skyndilegrar athygli sem beinist að Viktor Lazlo. senda með það ,,alvöru“ poppara til Brússel. Hér á árum áður kepptu fyrir Bretlands hönd stjörnur á borð við Sandie Shaw, Lulu, Mary Hopkin, The Shadows, New Seekers, Cliff Richard og Olivia Newton-John. Allt fólk sem hafði slegið í gegn áður en það hélt á vit Eurovision. Ekki reyndist fulltrúi Breta í ár merkilegri músíkant en hefur komið frá eyj- unum mörg undanfarin ár. lrar tefla þó fram sigurvegara ársins 1980, Johnny Logan, og virðast talsvert sigurstranglegri en grann- ar þeirra. Johnny Logan getur vart talist með poppstjörnum þótt eitt sinn hafi hann sigrað í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. í keppninni í ár eru nokkrir söngv- arar af stærri gráðu. Til dæmis ítalirnir Umberto Tozzi (Ti amo) og Raf. Þá gerði fulltrúi Luxem- bourgara, Belginn Plastic Bert- rand, góða lukku árið 1978 með lagið Ca Plane Pour Moi. Aðrir hafa mér vitanlega ekki getið sér prð á alþjóða vettvangi. Hvorki Italir né Luxembourgarar sýnast mér geta náð efstu sætunum. Frakkar og Spánverjar, margfaldar sigurþjóðir, eru einnig í miðju- moðinu og virðast ekki til stór- ræðanna í þetta skiptið. Fyrir ári síðan spáði ég fyrir um úrslitin í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Mér tókst bæði vel og illa upp. Bjóst við að íslend- ingar og Belgar myndu bítast um sigursætið. Belgar unnu og okkar fólk lenti neðar! Enn skal þess freistað að spá eftir að hafa horft Söngstíll hennar er djassað popp og róleg lög í svipuðum stíl og Sade syngur. Ekta síðkvölds- tónlist með öðrum orðum. Nýjasta LP platan sem heitir Viktor Lazlp kom út rétt fyrir mánaðamótin. Á henni er tónlistin nokkuð hraðari og hressilegri en á She. Meðal ann- arra sem koma fram á nýju plöt- unni eru Bunny DeBarge, Toots Thielemans og Mike Miller gítar- leikari. James Ingram syngur með Viktor Lazlo í laginu Breathless sem kom út á smáskífu í síðasta mánuði. Viktor syngur það ein- mitt í beinni útsendingu á laugar- dagskvöldið áður en keppnin sjálf hefst. Betri auglýsingu getur upp- rennandi söngkona vart hugsað sér. Reiknað er með að um sex hundruð milljón manns fylgist með Söngvakeppni evrópskra og hlustað nokkrum sinnum á lög- in tuttugu og tvö sem verða með að þessu sinni. Röðin er þessi: 1. Júgóslavía 2. Þýskaland 3. ísrael 4. Sviss 5. írland 6. Belgía 7. Luxembourg Lögin í fimmta til sjöunda sæt- inu þóttu mér reyndar ósköp svip- uð að „gæðum“ svo að röðin er þessi nánast fyrir tilviljun. Sjálf- sagt er það bara gamla þjóðernis- remban og minnimáttarkenndin sem er á ferðinni þegar ég fæ það á tilfinninguna að Hægt og hljótt eigi eftir að komast ofar en í fimm- tánda sætið. Að mínu mati eigum við skrambi góða fulltrúa í þessari illræmdu eða kannski heldur mjögsvoumdeildu söngvakeppni. Fulltrúa sem sætta sig ekki við að feta einföldustu leiðina að mark- inu. Hugurinn verður í Brússel að kvöldi þess níunda. Viktor Lazlo, kynnirinn með karlmanns- nafnið — og fimm tungumál á hreinu. sjónvarpsstöðva í ár. Rétt er að vekja athygli á öðru lagi af plötunni Viktor Lazlo með Viktor Lazlo. Það heitir Hey Baby Cool. Þar leikur hljómsveit Count Basies með söngkonunni og Frank Foster útsetjari Franks Sinatra og Sarah Vaughan sér um þá hlið mála fyrir Lazlo. Meðan keppendur svitna við að vekja á sér athygli í Brússel fyrir keppnina stendur Viktor Lazlo reyndar einnig í sama slagnum. Hún hélt hljómleika í Cirque Royal í fyrrakvöld og í gær var hún með blaðamannafund á Astoria hótel- inu í Brússel til að kynna sig og plötu sína. Ef þú færð ekki að keppa í Eurovision fáðu þá að verða kynnir og það getur komið ferlinum vel sé rétt úr spilað. Úr MUSIC & MEDIA haldið einkasýningu í fjöldamörg ár eða ekki frá því Bogasalur var lagð- ur niður í forsetatíð Kristjáns Eld- járn. Kristján segist ekki hafa fundið annan sal sem sér hefði þótt henta eins vel til sýninga fyrr en þá nú en hann segir að sér lítist mjög vel á nýja sal félagsins: „Þetta verður skemmtilegt gallerí og ég tel gott fyrir bæjarbúa að fá sýningarsal svona miðsvæðis." Aðspurður um hvort hann máli öðruvísi eftir því sem hann eldist kveðst Kristján ekki telja svo vera því hann hafi nýlega fundið mynd heima hjá sér sem hefði grafist bak við í um tuttugu ár og af henni megi sjá að hann sé í aðalatriðum enn að fást við ná- kvæmlega það sama. „Ég var með ekki ósvipuð verk á sýningunni í Bogasalnum 1968 og ég er með núna,“ segir hann. Þótt Kristján hafi ekki haldið einkasýningu í um tuttugu ár hefur hann tekið þátt í mörgum samsýn- ingum víða um heim með „Septem- hópnum" sem hann er félagi í. Hann segist vera stoltur, ánægður og þakklátur fyrir að hafa verið boðið að sýna fyrstur listmálara í hinum nýja sal FIM. -AKM FELAG íslenskra myndlistar- manna opnar á föstudag nýjan sýn- ingarsal að Garðastræti 6. FIM hefur ekki rekið sýningarsal í mörg ár eða frá því um 1981 er þeir leigðu út sal sinn að Laugarnesvegi 112. Nú hef- ur félagið selt húseignina og fest kaup á hentugum sal en eins og kunnugt er hefur eftirspurn eftir sýningarplássi aukist upp á síðkast- ið en framboð sýningarsala þá jafn- framt minnkað sbr. þegar Listmuna- húsið lokaði. Félagið hyggst hafa opnunartíma sinn kl. 14—19 alla daga vikunnar og mun hver ný sýn- ing opna á föstudögum en þeir opn- unardagar hafa ekki tíðkast hér- lendis þótt föstudagarnir séu al- gengir opnunardagar til dæmis í Kaupmannahöfn. Salurinn að Garðastræti 6 var áður í eigu Bún- aðarbankans og hefur FÍM unnið að breytingum og lagfæringum upp á síðkastið til að færa húsnæðið í það horf er henta þykir fyrir góðan sýn- ingarsal. Nýtt gólf hefur verið lagt úr massivu parketi sem félagarnir hafa olíuborið og ljós í salnum gefa frá sér dagsbirtu. FIM-salurinn verð- ur til leigu fyrir félagsmenn og aðra myndlistarmenn og er áætlað að hver sýning standi í hálfan mánuð. FRANK Ponzi listfræðingur, sem hefur verið búsettur hérlendis nokkur undanfarin ár, lætur ekki hátt með rannsóknir sínar og skrif um íslenska myndlist, en þau eru þó eitthvert merkilegasta innlegg í menningarsögu okkar eftir stríð. Ponzi á þejgar að baki þrjú verk um myndlist Islendinga (með enskum og íslenskum texta) sem öll hafa komið út hjá Almenna bókafélag- inu. Þetta eru bækurnar um braut- ryðjandann Finn Jónsson, ísland á 18. öld og ísland á 19. öld en síðast- talda bókin kom út fyrir síðustu jól. Því er á þetta minnst að Almenna bókafélagið tók nýlega þátt í The Art Historical Bookfair, bókasýningu listfræðinga, sem haldin var í Vic- toria og Albert Museum í London í marslok. Áðurnefndar bækur Ponzi, sem voru framlag AB á sýningunni, vöktu mikla athygli og þau eintök sem til voru seldust upp. í síðustu tveimur eintökum af hinu mikil virta menningarriti Times Literary Supplement, sem fer víða um heim, hefur og verið vakin sérstök athygli á íslandi á 19. öld, meðal annars með því að skipa henni á lista yfir athyglisverðustu myndlistarbæk- urnar um þessar mundir. KYNNIR SONGVAKEPPNINNAR ER SJÁLFUR POPPSTJARNA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.