Helgarpósturinn - 07.05.1987, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Blaðsíða 20
eftir Kristján Kristjánsson Glæsisendingar Ásgeirs Sigurvinssonar vöktu bjartsýni, e.t.v. ótimabæra, hjá íslensku áhorfendunum. ■X — med Islendingum á fótboltaleik í París Góð og hugvitsamleg höfuðföt f íslensku fánalitunum . . . fslendingar í París lágu ekki á lidi sínu kvöldid er okkar mœtuslu knattspyrnumenn öttu kappi við franska mótherja sína á Prinsavöll- um hér í borg. Pað er kannski full- djúpt tekið í árinni að segja að Is- lendingarnir hafi borið frönsku áhorfendurna ofurliði — nei, tilþess var afls- og liðsmunurinn of mikill. En þrátt fyrir að þeir íslendingar sem eru búsettir hér í París séu flestir betur að sér um bókmenntir en fót- menntir hafði nœr öllum mörlönd- um með einhverju móti tekist að nurla saman fé fyrir rándýrum að- göngumiðum. KONUR voru í greinilegum meiri- hluta í hinu litskrúðuga íslenska klappliði. Sumar þeirra höfðu sann- anlega aldrei áður inn á fótboltavöll komið og hafa kannski ekki djúpa þekkingu á offsæd og fúllbakk — en það sama gildir reyndar um suma karlmennina líka. Hina miklu lita- dýrð ber að þakka framtakssamri og listhagri konu sem hefur átt heimili í París um árabii; úr dúkum sem notaðir voru á þorrablóti ís- lendingáfélagsins í mars saumaði hún borða og fána og auk þess afar sniðugar pappírsslaufur í íslensku fánalitunum. I ofanálag tók hún at- ferli áhorfendanna íslensku uppá myndband —■ sem ekki kom svo mjög að sök, því téð atferli var að öllu leyti landi og þjóð til sóma. Landinn kom víða að til að horfa á leikinn. Það má ekki gleyma áttatíu manna hópi sem kom gagn- gert af Fróni undir ieiðsögn Þor- gríms Þráinssonar, sem fyrir ekki alllöngu var sjálfur í landsliðinu og þar áður námsmaður í Frakklandi um hríð. ÍSLENDINGS nokkurs var þó sárlega saknað af áhorfendapöllun- um og var þess víða getið í frönsk- um blöðum að það væri svipur hjá sjón að sjá hann ekki handleika þykkan sígar. Nei, Albert Guð- mundsson komst ekki á leikinn, en hann var löglega forfallaður ef taka má mark á orðum blaðamanns franska íþróttadagblaðsins L'Équipe. Téður blaðamaður fer ekki í laun- kofa með hrifningu sína á þessum „meistara tímans frá 45-55“ og segir af honum hugljúfar skemmtisögur. En blaðamaðurinn hefur notað tækifærið og hringt úr skrifstofu sinni við Faubourg Montmartre- götu i „Monsieur Albert", sem lætur þau orð falla að hann hafi spilað ný- afstaðna kosningabaráttu eins og bikarúrslitaleik. DAGINN fyrir leikinn átti ég sam- ræður við Frakka, einkum menn úr hinni ágætu stétt þjóna. Þeir voru allir á sama máli. Frakkarnir myndu gleypa íslendingana. „Nous allons manger les lslandais!" Þjóðarstoit var í veði, sært þjóðarstolt. Frakkar eru ákaflega tapsár þjóð. Franska landsliðið hafði ekki unnið leik síð- an í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó í fyrra. Það hafði ekki einu sinni skorað mark í hérumbil heilt ár. Gamlar hetjur og kempur höfðu brugðist hraksmánarlega. Liðið var næstum því örugglega fallið út úr Evr- ópukeppninni, sjálfir Evrópumeist- ararnir. FRÖKKUNUM tókst samt ekki að gleypa neina íslendinga með húð eða hári. Frammistaða okkar manna var að venju góð og náttúr- lega glæsileg sé miðað við höfða- tölu. Sumir vildu meira að segja halda því fram eftir leikinn að land- inn hefði átt besta og prúðasta leik- manninn á vellinum, Asgeir Sigur- vinsson. Og Arnór Guðjohnsen er heldur enginn eftirbátur útlenskra boltasparkara. Að lokum skáluðu Valsmenn og Káerringar, Borgaraflokksmenn og Kvennalistakonur, aðkomumenn og heimamenn fram á milda og rauða vornótt. Það fór allt fram í mesta bróðerni. Fyrir leikinn: Raðir þéttar á kaffihúsinu Aux Trois Obus andspænis Prinsaleikvanginum. eftir Egil Helgason * Islensk ki á kross Skyndilega eru íslendingar orðnir Evrópumeisturunum í knattspyrnu hafi ekki verið þau góðu úrslit sem t ur að vakna hvort þetta hafi ekki vet eftir, hvprt við séum ekki að reisa : að litla ísland standi upp í hárinu á sviðinu. Nú þegar Islendingar hafa lokið helmingi þeirra leikja sem þeir eiga að leika í undán- keppni Evrópumeistaramótsins í knattspyrrru er ekki úr vegi að staldra við og velta fyrir sér því sem á undan hefur farið og því sem éftir kemur. Engum blandast hugur um að við fórum vel af stað í Evrópukeppninni að þessu sinni, gerd- um jafntefli við tvær af sterkustu knattspyrnu- þjóðum heimsins í tveimur Ieikjum hér heima en síðan hefur heldur hallað undan fæti. Fyrst tap, 0—2, gegn lélegu austur-þýsku liði og svo síðast annað tap með sama mun fyrir Frökk- um. Það sem fyrir liggur eru tveir leikir við frændur okkar, Norðmenn, heima og heiman og leikir gegn austantjaldsþjóðunum, Sovét- mönnum ytra og Austur-Þjóðverjum heima. Fjórum leikjum lokið og fjórir leikir eftir og ár- angurinn til þessa tvö stig eða 25%. Vafalítið eru um það skiptar skoðanir hvort þessi árangur er góður eða ekki, margir munu telja að við hefðum með réttu lagi átt að ná stigi af A-Þjóðverjum, þeir hafi ekki verið slíkár bógar að það hafi verið ómögulegt. Hins ber þó að geta að við tefldum ekki fram okkar sterkasta liði og lékum þar að auki ekkert sér- lega vel. En þeir eru líka til sem telja að það hefði litlu skipt þó við hefðum teflt fram sterk- ara liði en við gerðum, það hefði engu breytt því enn sem komið er séum við hreinlega ekki nógu sterkir til að ná stigi af góðum þjóðum á útivelli. Þessvegna er eðlilegt að spurt sé, mitt í allri fjölmiðlaumræðunni um leikinn við Frakka, hvað má telja raunhæft að við tökum mörg stig úr riðlinum? Og ekki síður hvers krefjumst við sem stöndum utan vallar, af liðinu? VIÐ HVERJA Á AÐ MIÐA? Er til að mynda eðlilegt að við fáum fjögur til fimm stig úr riðli af þessari styrkleikagráðu, er eðlilegt að við tökum fleiri, sex, sjö, átta? Miðað við stöðuna eins og hún er í dag þá er ekki óeðlilegt að ætla að við getum náð fjórum stigum, jafnvel fimm ef vel gengur og sex ef allt gengur upp. Hitt er svo annað mál hvort styrkleiki okkar liðs, miðað við önnur lið í riðl- inum og sömuleiðis aðrar smáþjóðir, gefur til kynna að við eigum að geta fengið meira en fjögur stig svo sanngjarnt geti talist. Og í fram- haldi af því er líka spurning við hvaða þjóðir við eigum að miða okkur þegar við veltum svona málum upp. Eigum við að miða okkur við aðrar Norðurlandaþjóðir, er það eðlilegt, eða eigum við að miða okkur við Lúxemborg- ara, Tyrki og þvíumlíka? Þjóðir sem gjarna hafa verið settar í sama styrkleikaflokk og við. Ef við miðum okkur við hinar Norðurlanda- þjóðirnar, á þessu sviði sem svo mörgum öðr- um, kemur í ljós að við stöndum okkur mun betur en Finnar, hugsanlega jafn vel og Norð- menn en sýnu lakar en Svíar og Danir. Mörg- um kann að þykja það undarlegur samanburð- ur að bera íslenska landsliðið saman við það danska, sem er eitt það sterkasta í Evrópu um þessar mundir og þá ekki síður við það sænska, sem m.a. getur státað af silfurverð- launum á HM fyrir þrjátíu árum og mjög góð- um árangri æ síðan. En hins ber að gæta að það eru ekki mörg ár síðan Danir eignuðust veru- lega gott landslið. Fyrir 20 árum og jafnvel.10 voru þeir á svipuðu plani og við erum nú.'<Þeir áttu marga sæmilega atvinnumenn víðs vegar um álfuna en engan verulega góðan og lands- liðið þeirra sótti ekki gull í greipar margraann- arra en þeirra sem voru miklu lélegri. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.