Helgarpósturinn - 07.05.1987, Blaðsíða 31
styr um stöðu framkvæmdastjóra
Alþýðuflokksins. Akveðið var að
leggja titil þennan niður og var það
túlkað á þann hátt að Jón Baldvin
Hannibalsson formaður væri að
losa sig við þáverandi fram-
kvæmdastjóra, Kristínu Guð-
mundsdóttur. Um svipað leyti var
BÍLALEIGA
Útibú í kringum landið
REYKJAVÍK:.....91-31815/686915
AKUREYRI:...... 96-21715/23515
BORGARNES:.............93-7618
BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR: ....95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489
HÚSAVÍK:........96-41940/41594
EGILSSTAÐIR:...........97-1550
VOPNAFJÖRÐUR: .....97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303
Borðapantanir
í síma 11340.
Ámundi Ámundason ráðinn og
fékk titilinn „útbreiðslustjóri", sem
var nýtt heiti yfir sama starf. En fyrir
rúmu ári var gamli titillinn tekinn
upp aftur og ungur maður, Jón
Baldur Lorange, gerður að fram-
kvæmdastjóra. Nú hefur Jón þessi
hins vegar fyrir nokkru sent inn
uppsagnarbréf sitt eftir ítrekaða
árekstra við fyrrnefndan Ámunda.
Jón telur hendur sínar bundnar og
mun hafa sett fram ákveðin skilyrði
fyrir því að halda áfram. Ef að líkum
lætur stefnir hins vegar í að Ámundi
sjái gamlan draum rætast, að fá að
bera titilinn framkvæmdastjóri Al-
þýðuflokksins.. .
að mat hefur komið fram í
Helgarpóstinum að lítið hafi verið
fjallað um og gert úr sigri Borgara-
flokksins í nýafstöðnum þingkosn-
ingum. Smám saman birtast þó til-
raunir til greiningar á fyrirbærinu.
Um næstu helgi kemur út tímaritið
Þjóðlíf og er þar aðalgreinin stjórn-
málafræðileg úttekt á Borgara-
flokknum. Greinin nefnist „Vargöld
í Valhöll" og er eftir dr. Svan Krist-
jánsson, sem telja verður einn
helsta „sérfræðing landsins" í Sjálf-
stæðisflokknum! Svanur rekur
framboð Borgaraflokksins til djúp-
stæðs klofnings innan Sjálfstæðis-
flokksins allar götur frá 1970, eða
sama ári og Albert Guðmundsson
hóf göngu sína í pólitík fyrir alvöru.
Svanur kemst að þeirri niðurstöðu
að þessi áralangi klofningur og við-
hald hans hafi lagt grundvöllinn að
góðum árangri Borgaraflokksins og
tryggt Alberti öruggt fylgi...
l^£inkaviðtölin streyma inn ásíð-
ur tímaritanna og er nú orðið svo,
sjálfsagt sakir samkeppninnar í
þessum geira fjölmiðlunar, að varla
kemurnúúttímaritöðruvísi enþað
státi að minnsta kosti af einu ítar-
legu spjalli við heimsfrægan mann.
Einna ríkast hefur Mannlíf gengið
fram í þessu efni og gerir enn, því í
næsta tölublaði þess, sem kemur út
um helgina, mun vera að finna at-
hyglisvert viðtal við breska leikar-
ann Nigel Hawthorne sem íslend-
ingar þekkja svo vel frá mánudags-
kvöldunum í lífi sínu. Hann leikur
sem kunnugt er ráðuneytisstjórann
sir Humphrey í þeim dæmalaust
dásamlegu gamanþáttum Já, for-
sætisráðherra, sem eru eitt best
heppnaða sjónvarpsefni Breta um
langt árabil (og er þó af gæðunum
að taka úr þeirri áttinni). Haw-
thorne er einnig góðkunnur sviðs-
leikari í landi hennar hátignar, eins
og hann segir meðal annars frá í við-
talinu við Mannlíf, sem Ásgeir
Friðgeirsson, fréttaritari útvarps í
London, tók fyrir Mannlíf ytra . . .
A
^^^^ðdaendur danskrar dægur-
tónlistar geta andað léttar. Þáttur-
inn, sem sýndur var sl. sunnudag
með Kim Larsen og Bellami verð-
ur að öllum líkindum endursýndur
fljótlega á kvölddagskrá Sjónvarps-
ins. Sjónvarpið hefur a.m.k. tryggt
sér rétt til endursýningar þáttar-
ins . . .
A
næstunni verður gengið
frá ráðningu stjórnmálaritstjóra Al-
þýðublaðsins. Árni Gunnarsson
var ábyrgur fyrir stjórnmálaskrifum
blaðsins, en eftir að hann náði kjöri
til Alþingis hefur hann ekki komið
nærri blaðinu. Ingólfur Margeirs-
son hefur séð um rekstur ritstjórnar
um skeið ogskv. heimildumHP verð-
ur gengið formlega frá ráðningu
hans sem stjórnmálaritstjóra innan
skamms. Er það flokksstjórn Al-
þýðuflokks sem ræður ritstjóra. Fyr-
irhuguð er 100% stækkun blaðsins í
lok mánaðarins, þ.e. blaðið fer í átta
síður daglega. Þykir mönnum að
Ingólfi hafi tekist að hressa vel uppá
blaðið, sem á sér merkilega sögu í
blaðabransanum. . .
OG HIN
SÍGILDA
FIMM GÖMSÆTIR
SJÁVARRÉTTIR!
þú valio
um
fimm
gómsæt
sjávar-
rétti
SKELJAGRATIN
RÆKJUBÖKUR
RÆKJURÚLLUR
SJÁVARRÉTTUR
MORNAY