Helgarpósturinn - 07.05.1987, Blaðsíða 38

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Blaðsíða 38
HELGARDAGSKRÁIN Föstudagur 8. maí 18.30 Nilli Hólmgeirsson. 18.55 Litlu Prúöuleikararnir. 19.15 Á döfinni. 19.25 Fróttaágrip á táknmáli. 19.30 Poppkorn. 20.00 Fréttir. 20.40 Rokkarnir. Hljómsveitin Fullt hús gesta kynnt. 21.15 Mike Hammer. 22.05 Seinni fróttir. 22.15 Duldar hvatir (Freud) ★★★ Banda- rísk bíómynd frá árinu 1963 s/h. Leik- stjóri John Huston. Aðalhlutverk Montgomery Clift, Susannah York, Larry Parksog Susan Kohner. Myndin lýsir þeim árum þegar Sigmund Freud, sem nefndur hefur veriö faðir sálfræðinnar, var að þreifa fyrir sér með dáleiðslu og sálkönnun. Hann finnur margt skylt meö sjálfum sér og ungri stúlku sem hann stundar og sannfærist um að sefasýki hennar eigi sér orsakir í barnæsku hennar. 00.20 Dagskráriok. Fimmtudagur 7. maí 5 17.00 Myndrokk. § 18.00 Knattspyrna. 19.00 Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.05 Opin lína. 20.25 Ljósbrot. 21.05 Morögáta. §21.55 Af bæíborg. § 22.05 Blaö skilur bakka og egg (Raz- or's Edge). ★ Bandarísk mynd frá ár- inu 1984, byggð á sögu W. Somerset Maugham. Þegar Larry Darrell snýr aftur heim úr seinni heimsstyrjöldinni bíður hans falleg stúlka og vellaunað starf. En Larry getur ekki gleymt hörm- ungum stríðsinsog honum finnst lífið tilgangslaust. Hann yfirgefur fjöl- skyldu sína og vini og leggur upp í langa ferö í leit að sannleikanum. Að- alhlutverk: Bill Murray, Theresa Russ- el, Catherine Hicks. Leikstjórn: John Byrum. § 00.10 Magnum Pl. § 00.55 Dagskrárlok. Laugardagur 9. maí 1987 16.00 iþróttir. 17.30 Litli græni karlinn — lokaþáttur. 17.45 Garörækt. 2. Harðgerð sumarblóm. 18.15 Fróttir og veður. 19.00 Söngvakeppni sjónvarpsstööva í Evrópu 1987. Bein útsending frá Bruxelles þar sem þessi árlega keppni er haldin í 32. sinn með þátttöku 22 þjóöa. íslendingar taka nú þátt í keppninni öðru sinni með laginu „Hægt og hljótt" eftir Valgeir Guð- jónsson sem Halla Margrét Árnadóttir syngur. Kolbrún Haröardóttir lýsir keppninni sem verður útvarpað sam- tímis. 21.55 Lottó. 22.00 Fyrirmyndarfaðir. 22.30 Taumleysi (Written on the Wind) ★★★ Bandarísk bíómynd frá árinu 1956. Leikstjóri Douglas Sirk. Aöal- hlutverk Lauren Bacall, Rock Hudson, Robert Stack og Dorothy Malone. Einkaritari giftist vinnuveitanda sínum sem er olíugreifi og þekktur glaum- gosi. Hann er þó ekki eini svarti sauö- urinn í fjölskyldunni eins og brúðurin á eftir að kynnast. 00.15 Dagskrárlok. Föstudagur 8. maí § 17.00 Kvöldfróttir (Newsat Eleven). ★★ Bandarísk sjónvarpsmynd frá árinu 1983. Leikstjóri og höfundur hand- rits er Mike Robe. I kvöldfréttum segir fréttamaður frá ástarsambandi kennara og nemanda við gagn- fræöaskóla, og verða úr þessu mikl- ar fjölmiðladeilur. Aöalhlutverk: Martin Sheen, Eric Ross og Barbara Babcock. § 18.30 Myndrokk. 19.05 Teiknimynd. 19.30 Fróttir. 20.00 Opin lína. 20.20 Klassapíur. § 20.45 Hasarleikur (Moonlighting). § 21.20 Æskuárin (Fast Times At Ridge- mont High). ★★ Grínmynd frá árinu 1982, byggð á samnefndri bók sem náði miklum vinsældum. Sagt er frá nokkrum unglingum í menntaskóla, vandamálum þeirra í samskiptum við hitt kynið og öðrum vaxtarverkjum. Tónlist ( myndinni er flutt af Jackson Browne, The Go-Go's, Graham Nash, Cars o.fl. Aðalhlutverk: Sean Penn, Jennifer Jason Leigh, Judge Rein- hold og Phoebe Cates. Leikstjóri er Amy Heckerling. §23.45 3 konur (3 Women) ★★★★ Bandarísk mynd frá árinu 1977. Leikstjóri er Robert Altman og meö aðalhlutverkin fara Sissy Spacek, Shelley Duvall og Janice Rule. Sér- kennileg, ung kona fær vinnu á heimili fyrir aldraða. Hún myndar fljótlega náið samband viö sam- starfskonu sína sem lifir eftir for- skriftum kvennablaða. Inn í mynd- ina bætist dularfull listakona og mynda þessar þrjár konur óvenjuleg tengsl sín á milli. § 01.45 Sweeney. § 02.35 Myndrokk. § 03.00 Dagskrárlok. Laugardagur 9. maí § 09.00-11.00 Teiknimyndir. § 11.00 Börn lögregluforingjans. • § 11.30 Fimmtán ára. § 12.00 Hlé. § 16.00 ÆttarveldiÖ (Dynasty). § 16.45 Myndrokk. § 17.05 Bíladella (Automania). § 17.30 NBA — körfuboltinn. 19.00 Teiknimynd. 19.30 Fróttir. 20.00 Allt er þegar þrennt er. 20.25 Undirheimar Miami (Miarni Vice). § 21.15 Bráðum kemur betri tíö (We'll Meet Again). § 22.15 Nútímasamband (Modern Rom- ance) ★★ Bandarísk sjónvarps- mynd frá 1980. Robert og Mary eiga í ástarsambandi sem stundum hefur verið lýst með oröunum „haltu mér, slepptu mér". Aðalhlutverk: Albert Brooks og Kathryn Harrold. Leik- stjórn: Albert Brooks. § 23.45 Dreginn á tálar (Betrayed By Inno- cence). Bandarísk mynd frá 1986. Myndin fjallar um hjón sem vinna bæði mikið og gefa sér ekki tíma til að hlúa að ástinni í hjónabandinu. Inn (líf þeirra kemur unglingsstúlka sem táldregur eiginmanninn. Þegar faðir stúlkunnar fréttir af sambandi þeirra, ákærir hann manninn fyrir að hafa mök við stúlku undir lögaldri. Aðalhlutverk: Barry Bostwick, Lee Purcell, Cristen Kauffman. Leik- stjórn: Elliot Silverstein. § 01.25 Myndrokk. § 03.00 Dagskrárlok. © Fimmtudagur 7. maí 19.00 Kvöldfróttir. Daglegt mál. 19.45 At utan. 20.00 Leikrit: ,,Spor í sandi" eftir Lelde Stumbre. 21.15 Gestur í útvarpssal. 21.30 Hamrahlíöarkórinn syngur lög eftir Atla Heimi Sveinsson. 22.00 Fróttir. 22.20 Töframaöurinn frá Granada. 23.00 Túlkun í tónlist. 24.00 Fróttir. MEÐMÆLI Hvað getur maöur sagt? Þarf að benda á Söngvakeppni Evrópu á ríkisrásar- sjónvarpsstööinni? Halla og Valgeir draumaprins? Ef þetta er um of er á sama tíma Miami Vice hinum megin. Góö kvennamynd á Stöö 2 föstudags- kveldiö. Föstudagur 8. maí 07.03 Morgunvaktin. 09.00 Fróttir. 09.05 Morgunstund barnanna: ,,Veröld- in er alltaf ný" eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur. 10.00 Fróttir. 10.30 Mór eru fornu minnin kær. 11.00 Fróttir. 11.05 Samhljómur. 12.20 Hádegisfréttir. 14.00 Miödegissagan. 14.30 Nýtt undir nálinni. 15.00 Fróttir. 15.10 Landpósturinn. 16.00 Fróttir. 16.05 Dagbókin. 16.20 Barnaútvarpiö. 17.00 Fróttir. 17.05 Síödegistónleikar. 17.40 Torgiö — Viðburðir helgarinnar. 19.00 Kvöldfróttir. 20.00 Sónata í A-dúr op. 47 eftir Ludwig van Beethoven. 20.40 Kvöldvaka. 21.35 Sígild dægurlög. 22.00 Fróttir. 22.20 Hljómplöturabb. 23.00 Andvaka. 24.00 Fróttir. 00.10 Næturstund í dúr og moll. 01.00 Dagskrárlok. Laugardagur 9. maí 07.03 ,,Góðan dag, góöir hlustendur". 09.00 Fróttir. 09.30 í morgunmund. 10.00 Fróttir. 10.25 Óskalög sjúklinga. 11.00 Vísindaþátturinn. 11.40 Næst á dagskrá. 12.00 Hór og nú. 14.00 Sinna. 15.00 Tónspegill. 16.00 Fróttir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Ljóöatónleikar Peters Schreiers 1. ágúst í fyrra. 18.00 fslenskt mál. 18.30 Kvöldfróttir. 19.00 Söngvakeppni sjónvarpsstööva í Evrópu. Bein útsending frá Bruxelles samtengd útsendingu Sjónvarpsins. 22.00 Fróttir. 22.20 Tónmál. 23.00 Harmoníkuþáttur. 23.30 Danslög. 24.00 Fróttir. 00.05 Miönæturtónleikar. 01.00 Dagskrárlok. ár Fimmtudagur 7. maí 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Vinsældalisti rásar 2. 20.30 í gestastofu. 22.05 Straumar. 23.00 Viö rúmstokkinn. 00.10 Næturútvarp. 02.00 Á frívaktinni. Föstudagur 8. maí 00.10 Næturútvarp. 06.00 I bítið. 09.05 Morgunþáttur. 12.20 Hádegisfróttir. 12.45 Á milli mála. 16.05 Hringiöan. 19.00 Kvöldfróttir. 19.30 Lög unga fólksins. 21.00 Merkisberar. 22.05 Fjörkippir. 23.00 Hin hliöin. 00.10 Næturútvarp. Laugardagur 9. maí 01.00 Næturútvarp. 06.00 I bítiö. 09.03 Tíu dropar. 11.00 Lukkupotturinn. 12.45 Listapopp. 14.00 Poppgátan. 15.00 Við rásmarkið. 17.00 Savanna, Ríó og hin tríóin. 18.00 Fróttir á ensku. 18.10 Hitaö upp fyrir söngvakeppnina. 18.30 Kvöldfróttir. 18.45 Tilbrigöi. 20.00 Með sínu lagi. 21.00 Á mörkunum. 22.05 Snúningur. 00.05 Næturútvarp. vö-y WYL GJANÍ Fimmtudagur 7. maí 19.00 Anna Björk Birgisdóttir á Flóa- markaöi Bylgjunnar. 20.00 Jónína Leósdóttir á fimmtudegi. 21.30 Spurningaleikur Bylgjunnar. 23.00 Vökulok. 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Föstudagur 8. maí 07.00 Á fætur með Sigurði G. Tómas- syni. 09.00 Páll Þorsteinsson á léttum nót- um. 12.00 Fróttir. 12.10 Þorsteinn J. Vilhjálmsson á há- degi. 14.00 Pótur Steinn á róttri bylgjulengd. 17.00 Ásta R. Jóhannesdóttir í Reykja- vfk síðdegis. 19.00 Anna Björk Birgisdóttir á Flóa- markaði Bylgjunnar. 22.00 Haraldur Gíslason. 03.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Laugardagur 9. maí 08.00 Valdís Gunnarsdóttir. 12.00 Fróttir. 12.10 ÁsgeirTómasson á lóttum laugar- degi. 15.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. 17.00 Laugardagspopp á Bylgjunni með Þorsteini Ásgeirssyni. 19.00 Rósa Guðbjartsdóttir. 21.00 Anna Þorláksdóttir í laugardags- skapi. 23.00 Þorsteinn Ásgeirsson. 04.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. ÚTVARP Meðfœrileikinn Útvarpsstöðvunum fjölgar hægt og síg- andi. Útvarp Norðurland fór í loftið nýver- ið — og óska ég þeim norðanmönnum til hamingju með þetta framtak til aukinnar (og vonandi bættrar) fjölmiðiunar á Stór- Akureyrarsvæðinu (sem er nýtt hugtak sem ég læt hér flakka af landsbyggðarást minni). Hljóðvarp Ólafs Laufdals, Þorgeirs AsWaldssonar og félaga hefur svo göngu sína innan tíðar á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Fyrir eru útvarp ríkisins, Bylgjan og Rúvak nyrðra, auk trúarstöðvarinnar Alfa (sem ég hlusta sífelit meira á vegna ljúfrar tónlistar og á allan hátt hentugs og við- kunnanlegs undirspils í amstri hversdags- ins. Framhaldsskólanemar hafa svo reynt með sér Útrás með ágætum árangri. Því er þetta upptalið að ég hefi undanfarna daga — og eftir því sem fjölgun útvarpsstöðv- anna hefur oftar borið á góma — leitt hug- ann að því hverjir það verði sem hagnist helst á þessari þróun í íslenskri fjölmiðlun. Og niðurstaðan? Jú, eru það ekki blessuð blöðin — lesmálið? Ég hygg svo. Yfirburðir lesmálsins yfir rafvædda miðla þykja mér verða æ meira áberandi eftir því sem öldur Ijósvakans verðauppteknari. Það eru eink- um tvenn rök sem vert er að staðnæmast við, þessari skoðun til framdráttar. Annars vegar heyrast mér nýju stöðvarnar helst dafna á hraða og snerpu. Þær eru gjarnan fyrri til og áhrifameiri en blöðin, en eftir stendur með meira áberandi hætti en áður, hvað lesmálið er ítarlegra og málefnalegra en ljósvakamiðlarnir, sem oftast gára að- eins yfirborð hlutanna. Annar höfuðkostur pressunnar sem ég hygg að fólk taki æ betur eftir sem rafmiðl- unum fjölgar er að blöðin getur maður les- ið hvenær sem er og hvar sem er, jafnvel hvernig sem er. Rafmiðlarnir eru vitaskuld ekki eins meðfærilegir og það sem ræður kannski meiru um notkun þeirra: dagskrá þeirra líður hjá, án þess að notandinn geti nokkru breytt þar um. Það er ekki hann sem ræður notkuninni, heldur er skammt- urinn tæmdur oní hann. Menn fletta ein- faldlega ekki fram og til baka í þessum miðlum. Rafmiðlarnir negla menn. Og auðvitað þolir nútímamaðurinn þetta ekki. Hann vill vera frjáls, eins og dæmin sanna. Hann hefur ímugust á því þegar dagskrárliðir eru færðir til, þegar hann missir af útvarpsfréttum og nær hann gleymir veðurfréttum. Altso — hann þolir ekki að sér sé stjórnað svona. En hvernig bregðast rafmiðlarnir við þessum eðla ókosti sínum? Höldum okkur við útvarp, af því þetta heitir útvarpspistill. Hvernig losa útvarpsstöðvar um dagskrá sína, sveigja hana og kippa henni úr þeim geirnegldu skorðum sínum, án þess þó að raska íhalds- semi hlustandans sem vill þáttinn sinn á réttum tíma? Ég veit ekki alveg — en hef samt smá til- lögu... Hún er einfaldlega fólgin í því að endurtaka og endurflytja dagskrárliði oftar og betur en mér heyrist vera gert. Hlust- endur missa af ótrúlega stórum þætti af vönduðu og merkilegu dagskrárefni af því þeir höfðu ekki tíma til að hlusta þegar efn- ið var sent út. Snjöllum bútum úr viðtölum, hluta erinda, skemmtilegum stemmning- um og brotum úr þáttum er vel hægt að skjóta inn á milli atriða, án þess að raska dagskránni. Það er ekki nauðsynlegt að endurtaka heila þætti, þá efni er á annað borð sent aftur út í loftið. SJÓNVARP eftir Helga Mó Arthursson Fantasía í frændgarði Tvær danskar sjónvarpsútsendingar settu svip á dagskrá Sjónvarpsins í vikunni. Ögmundur Jónasson var með þátt um hús- tökumenn í Kaupmannahöfn s.l. mánudag og síðdegis á sunnudag var þáttur frá danska sjónvarpinu um Kim Larsen í Tívolí. Þáttur Ögmundar var um fantasíuna og frelsið. Hann var um atvinnuleysi og afleið- ingar þess, en umfram allt um umburðar- lyndi eða skort á því, allt eftir því hvernig menn líta á það. Hann fjallaði um neyslu- þjóðfélag og það, að eiga þess kost að skapa sér lífsskilyrði á eigin forsendum ut- an gfansveraldarinnar. Heimur hústöku- manna er annar heimur. Ekki ýkja fjarlæg- ur í tíma og rúmi, og enda þótt hann sé ekki til hér er hann áhugaverður. Óðurinn til fantasíunnar, boðskapur Eriks Clausen sem lesinn var upp í þættinum kom skemmtilega þvert á þá hugsun sem ríkj- andi er hér og ég fór að velta því fyrir mér hvernig gæti staðið á því að mörg sjónar- miðanna sem þarna komu fram rúmast svo illa í íslenskri menningu eða veruleika. Þáttur Ögmundar var vandaður, þáttur af þeirri gerð sem sæmir Sjónvarpinu. Hann veitti okkur innsýn í annan öðru vísi heim. Inn í danska veröld. Og síðan er það Kim Larsen. Þar sáum við líka annan heim. Framandi fyrir utanaðkomandi, einlægan og athygl- isverðan. Við sáum Larsen, þennan hrjúfa — sumir myndu segja grófa — vísnarokk- ara flytja nokkur lög af plötunni Forklædt som voksen. Og auðvitað fór hann á kost- um um sviðið. Og allt galleríið með honum. Erik, áðurnefndur, Clausen, Leif Sylvester og vinirnir. Sannkölluð ánægjustund fyrir framan tækið. Og svo er það slagarakeppni evrópsku sjónvarpsstöðvanna. Kvöldið sem við sá- um Kim Larsen trylla um sviðið í Tívolí var fréttaþáttur um það sem hæst ber í ís- lensku menningarlífi nú, slagarakeppnina í Belgíu. Islenskir stuðmenn á leið til Brúss- el. Og mér datt sem snöggvast í hug, að hér lenti allt i hrammi hagsmuna og auglýs- enda, enda væntanlega fáir sem geta tekið undir með Kim Larsen þar sem hann kyrj- ar: Vi er dem de andre ikke maa lege med/vi der det daarlige selskab/vi har en svag karakter og en billig fantasi /der er da godt at vi blev födt/för aborten blev fri.. . Annars þótti mér skondið, en skiljanlegt, að Sjónvarpið skyldi ekki merkja sér hús- næðisþátt Ögmundar, eins og allt sem stofnunin sendir frá sér nú. Kannski efni og efnistök rúmist ekki innan þess ramma sem stofnunin setur sér. 38 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.