Helgarpósturinn - 07.05.1987, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Blaðsíða 9
Forsagan: ÁRALÖNG VALDABARÁTTA hann hér á sídunni, telur hann að löglega hafi verið staðið að sölunni. Ástandið á Súðavík virðist vera komið á það stig, að allar lausnir á þeim erjum er hrjá þorpið, virðast vera slæmar lausnir. Það er ljóst að núverandi eigendur hafa eignast eina atvinnufyrirtæki þorpsins í óþökk hreppsbúa. Allt stefnir nú í málaferli, sem hugsanlega geta staðið yfir í nokkur ár. Næstkom- andi sveitarstjórnarkosningar munu snúast um völdin í Frosta, eins og reyndar tvennar þær síð- ustu. (Sjá grein hér í opnunni um for- sögu málsins.) Hver svo sem niðurstaða málsins verður fyrir dómstólum, er ljóst að Auðunn Karlsson oddviti og Barði Ingibjartsson hreppsnefndarmaður hafa brotið trúnað við þá sem veittu þeim umboð sitt í kosningum. Þeir héldu samningum stjórnar Frosta, sem þeir áttu sæti í sem fulltrúar kjósenda sinna, leyndum. Þeir settu málið ekki einu sinni á dagskrá hreppsnefndarfundar sem haldinn var daginn eftir að samningurinn var undirritaður. Það þurfti kröfu Halfdáns Kristjánssonar til að koma málinu á dagskrá fundarins. En þar sem ekki er hægt að ve- fengja samvisku sveitarstjórnar- manna, verður þessi trúnaðarbrestur ekki ástæða málshöfðunar vegna sölunnar á hlutabréfunum. Málshöfðunin mun beinast að aðild Auðuns Karlssonar og Ingimars Halldórssonar að sölusamningnum. Þar sátu þeir báðum megin við borðið. Þeir seldu sjálfum sér Frosta. Og þar með Súðavík. Guðmimdur Heiðarsson: RÁKU FÖÐUR MINN ÞEGAR TILBOÐ MITT BARST Frosti h/f hefur verid svo til eini atvinnurekandinn á Súðavík, allt frá því aö rœkjuvinnslan á Langeyri var innlimuð í fyrirtœkiö. Þaö fyrir- tœki átti Björgvin Bjarnason, en hann er fööurbróðir Áuðuns Karls- sonar, sem mikiö á eftir aö koma viö sögu. Frosti h/fá nú, auk frystihúss- ins og rœkjuvinnslunnar, meirihluta í Álftfirðingi h/f, útgeröarfélagi skut- togarans Bessa og rœkjutogarans Haffara. Rœtur hlutafjárkaupa Togs h/f í Frosta eru samfléttaöar atvinnu- sögu þorpsins. Þaö er illmögulegt að skilja þá atburöi sem nú eiga ser þar stað, án þess að hafa forsögu þeirra í huga. ÁRATUGA EINVELDI Börkur Ákason hafði verið fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins allt frá sjötta áratugnum, er hann tók við því af Karli Bjarnasyni, föður Auð- uns og bróður Björgvins og Matthí- asar Bjarnasonar ráðherra. Um miðjan áttunda áratuginn gaf hreppurinn Berki um þriðjunginn af sínum hlut í Frosta, og frá þeim tíma var hann svo til einráður yfir fyrir- tækinu. Hann átti um 36%, en hafði meirihluta ásamt Kristjáni Svein- björnssyni og Ólafi heitnum Gísla- syni, sem saman áttu um 13%. Vegna hluta er fyrirtækið sjálft átti dugðu þessi 49% til að halda meiri- hluta. Þetta ástand varði allt þar til hann hvarf frá því síðastliðið vor. Eins og gefur að skilja mæltist það misvel fyrir, enda þótti Börkur lítt fyrir það gefinn að hafa aðra menn með sér í ráðum. En hverjar svo sem skoðanir manna hafa verið á Berki Ákasyni, þá blómgaðist fyrirtækið undir hans stjórn. Áður en ráðist var í kaup og breytingar á Haffara, síðastliðið vor, skuldaði Frosti um 6 milljónir króna og Álftfirðingur litlu minna. Þegar gengið var frá kaupum Haffara og verksamningum um breytingar á honum greiddi fyrirtækið um 40 milljónir króna beint úr sjóðum sínum. ANDSTÆÐINGAR BARKAR VINNA KOSNINGAR Eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 1982 beitti Auðunn Karlsson, þá nýkjörinn oddviti, sér fyrir því, að hreppsnefndin samþykkti að selja __ hlutabréf hreppsins í Frosta h/f. í samþykkt hreppsnefndarinn- ar segir að það skuli gert til að auka áhrif fólks í byggðarlaginu á stjórn Frosta. Hins vegar væri rétt- ara að orða hugmyndina að baki þessari ákvörðun jáannig, að með henni átti að neyða Börk til að stjórna fyrirtækinu í samráði við aðra í þorpinu. Þessari samþykkt var hins vegar ekki fylgt eftir, þar sem hún hafði ekki nægan hljóm- grunn. Þar sem rekstur fyrirtækis- ins gekk vel þótti ástæðulaust að breyta þar nokkru um. Upphaf- lega kom hreppurinn inn í fyrirtæk- ið til að tryggja atvinnu í þorpinu og hún var ekki í neinni hættu undir stjórn Barkar. Þegar líða tók að sveitarstjórnar- kosningum síðastliðið vor, komu þessar raddir aftur upp á yfirborðið. Settur var saman sérstakur listi, er hafði það að yfirlýstu markmiði að auka lýðræði í atvinnumálum Súðavíkur. Það gat ekki þýtt nema eitt: að takmarka völd Barkar Áka- sonar. Forvígismenn þessa lista voru Auðunn Karlsson og Hálfdán Kristjánsson sparisjóðsstjóri. Gegn þessum lista var stillt upp lista Bark- armanna. Þriðji listinn var einnig í framboði og var listi þeirra er vildu bera klæði á vopnin og tryggja frið í atvinnumálum þorpsins. Úrslit kosninganna urðu síðan þau að Barkarmenn fengu tvo menn kjörna í hreppsnefnd, en and- stæðingar hans þrjá. Sáttamenn fengu engan annan mann kjörinn. BERKI BOLAÐ BURT Þegar úrslit kosninganna lágu fyrir kölluðu Börkur og mágur hans, Sigurður Þóröarson, sem sæti átti í stjórn Frosta, inn varamenn sína og buðu stjórn fyrirtækisins hlut sinn í því á 100 milljónir króna. Þeir lýstu sig vanhæfa til að semja við sjálfa sig fyrir hönd fyrir- tækisins og gengu þar með af fundi. I fjölmiðlum lýsti Börkur því yfir, að hann væri búinn að fá sig full- saddan af baslinu í sjávarútvegin- um. Þeir sem til þekktu vissu sem var, að hann stal í raun leiknum af hreppsnefndinni. Það var þegar bú- ið að ákveða að gera hann valda- lausan innan fyrirtækisins. Stjórn Frosta samdi síðan um verð við Börk. Nafnverð bréfa hans var 365 krónur. Frosti keypti þau af hon- um á rúmar 52 miiljónir. Helmingur borgaður á fyrsta árinu og eftir- stöðvar á sjö árum. Fyrir aðalfund, sem þá stóð fyrir, fékk Auðunn Karlsson það sam- þykkt í hreppsnefndinni að hann einn færi með atkvæði hreppsins, sem þá hafði raun einræðisvald yfir Frosta, í skjóli óvirkra hluta- bréfa í eign fyrirtækisins. A aðal- fundinum gekk Kristján Svein- björnsson, þáverandi stjórnarfor- maður, af fundi. Ástæða þess mun hafa verið sú að Kristjáni hafi ekki líkað hvernig ,,lýðræðið“ í fyrirtæk- inu safnaðist í hendurnar á Auðuni Karlssyni. Á aðalfundinum var samþykkt að Auðunn Karlsson yrði stjórnarfor- maður og var honum veitt umboð til að velja sér meðstjórnendur. Hann valdi sér við hlið Ingimar Halldórs- son, nýráðinn framkvæmdastjóra Frosta og Stein Inga Kjartansson, sveitarstjóra. AUÐUNN LEGGST í BÓL BARKAR Eftir aðalfundinn óskuðu Kristján Sveinbjörnsson og erfingjar Ólafs Gíslasonar eftir því að Frosti keypti hlut þeirra í félaginu. Það var gert og fengu þessir aðilar svipuð kjör og Börkur. Samtals hafði þá fyrirtækið keypt um 49% hiut í sjálfu sér fyrir rúmar 70 milljónir króna. I skjóli þessa óvirka hluta hafði hreppurinn algjört einræðisvald yfir fyrirtæk- inu. Þann 16. janúar í ár var síðan þorpsbúum og starfsmönnum Frosta sent tilboð um kaup á þeim hlutabréfum er fyrirtækið hafði keypt. í bréfinu voru viðtakendur beðnir að hafa samband við fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins fyrir febrúarlok. Litlar undirtektir urðu við þessu tilboði. Einstaka menn keyptu þó litla hluti. Haft var eftir Steini Inga Kjartanssyni, sveitarstjóra, þegar fresturinn var útrunninn, að engin meiri háttar tilboð hefðu borist. En þann 3. mars barst til Súðavík- ur staðfest símskeyti frá Guömundi Heiöarssyni, nema í Samvinnuskól- anum, þar sem hann óskaði eftir kaupum á 20% hlut í fyrirtækinu fyrir 30 milljónir króna. Stjórn fyrir- tækisins tók þá afstöðu að líta fram hjá þessu tilboði. (Sjá viðtal við Guð- mund hér í opnunni). Síðan gerist ekkert í málefnum Frosta og Súðavíkur fyrr en allt springur í loft upp á hreppsnefndar- fundi síðastliðinn laugardag. Vegna þrálátra sögusagna óskar þá Hálf- dán Kristjánsson eftir því að málefni Frosta verði tekin á dagskrá. í þeim umræðum viðurkennir Steinn Ingi Kjartansson að Togi h/f hafi verið seldur 45% hlutur í fyrirtækinu dag- inn áður. Aðspurður kvaðst hann ekki muna hvert söluverðið var, né hvaða kjör kaupendum voru boðin. Barði Ingibjartsson, hrepps- nefndarmaður, varamaður í stjórn Frosta og einn af hluthöfum í Togi h/f, gekk af þessum fundi vegna tengsla sinna við málið. Steinn Ingi gekk sömuleiðis af fundi. Þegar þeir höfðu vikið af fundi samþykktu þeir þrír hreppsnefndar- menn sem eftir sátu tillögu Hálfdáns Kristjánssonar um að honum yrði falið að beita öllum ráðum til að fá kaupsamningi Togs h/f á hlutum í Frosta rift. Þess má geta að þeir tveir hreppsnefndarmenn sem sátu fund- inn með Hálfdáni, eru báðir starfs- stúlkur hans í Sparisjóðnum. „Þaö sem Auðunn Karlsson lœtur hafa eftir sér í Morgunblaðinu um tilboö mitt er í öllum meginatriöum rangt," sagði Guðmundur Heiðars- son í samtali viö Helgarpóstinn. Guömundur gerði tilboö í 20% af hlutabréfum Frosta meö staöfestu símskeyti þann 28. febrúar, daginn sem tilboösfrestur rann út. ,,Ég sendi staðfest skeyti innan tímamarka. Þegar ég kom síðan til Súðavíkur í byrjun mars fór ég strax á fund Ingimars Halldórssonar, framkvæmdastjóra Frosta. Hann var þá reyndar á landsfundi Sjálf- stœðisflokksins, en ég frestaði ferð minni suður til að ná tali af honum. í samtali við hann ítrekaði ég tilboð mitt og bauðst til að leggja inn nýtt, skriflegt tilboð til áréttingar. Ingi- mar vildi hins vegar ekkert með það hafa. Eftir þetta samtal beið ég eftir svari frá stjórn Frosta við tilboði „LOGBROT“ „Ég held að það liggi nokkuö Ijóst fyrir aö Auðunn Karlsson og Ingi- mar Halldórsson hafa brotiö hluta- félagalögin meö þvíaö selja sjálfum sér fyrirtœkið," sagöi Hálfdán Krist- jánsson, hreppsnefndarmaöur og sparisjóðsstjóri á Súðavík. Hálfdáni var faliö á síöasta hreppsnefndar- fundi að leita allra ráöa til aö rifta kaupsamningi Togs h/f á hlutabréf- um í Frosta. ,,Það er skýrt íekið fram í 56. og 60 gr. almennra laga um hlutafélög að stjórnarmenn og framkvæmda- stjórar megi ekki taka þátt í samn- ingsgerð fyrir hönd félagsins ef þeir hafa sjálfir verulegra hagsmuna að gæta. Auk þess segir að félagsstjórn megi ekki gera neinar þær ráðstaf- anir, sem bersýnilega eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa. Ég fæ ekki betur séð en þeir Auð- unn og Ingimar hafi þverbrotið þessi ákvæði í öllum þessum kaup- um.“ Til hvaöa aögeröa mun hrepps- nefndin grípa? „Við munum í samráði við lög- menn okkar finna leiðir. Auðunn og félagar sitja enn sem fastast á kaup- ,,Þaö var staðiö löglega aö þess- um kaupum og viö berum engan kvíðboga gagnvart samþykkt síö- asta hreppsnefndarfundarj' sagöi Auðunn Karlsson, oddviti, stjórnar- formaöurí Frosta ogeinn afhluthöf- um í Togi h/f í samtali við Helgar- póstinn. „Þessi samþykkt er runnin undan rifjum öfundarmanna. Það er ekk- ert athugavert við hvernig staðið var að samningunum. Nokkrir lykil- menn í fyrirtækinu tóku sig saman og ákváðu að leggja fjármagn inn í fyrirtækið. Það þurfti að gera, vegna þess fjármagns sem streymt hefur úr byggðarlaginu eftir sölu á hlutum nokkurra manna. Þetta var gert með framtíð atvinnulífs í byggðarlaginu í huga, ekki vegna persónulegra hagsmuna. Ásakanir um annað eru ekkert annað en róg- ur.“ Finnst þér þá ekkert athugavert viö aö þú sem fulltrúi hreppsins í stjórn félagsins seljir sjálfum þér og mínu. Þeir hafa enn ekki séð ástæðu til að senda mér það. Reyndar hef ég ekki heyrt orð frá þeim mönnum. Einu viðbrögðin voru þau að dag- inn sem tilboð mitt barst til Súðavík- ur og Ingimar leysti það út af póst- húsinu var föður mínum sagt upp störfum. Það var 3. mars og verður það að teljast einkennilegt að víkja manni úr starfi fyrsta virka dag mánaðar." En nú hafa forsvarsmenn Frosta haldiö því fram aö ekkert mark vœri takandi á símskeyti frá skólastrák. Hvernig œtlaöir þú aö fjármagna þessar 30 milljónir? „Það er rétt að ég er ekki mikill eignamaður. Ég neita því ekki að það stóðu menn á bak við mig.“ Sögur segja aö þaö hafi veriö Sambandiö? „Það er ekki rétt. Þetta voru ein- staklingar sem áhuga hafa á at- vinnumálum Súðavíkur." samningi og öilum heimildum um söluna. Þeir hafa ekki einu sinni sent hlutafélagaskrá stofnsamning Togs h/f. Það er ekki fyrr en við höf- um fengið þessi plögg að við getum hafið raunverulegan málatilbún- ing." Telur þú aö enn sé meirihluti fyrir því í hreppsnefndinni aö rifta kaup- unum? „Já. Þósvo Auðunnsjái ekki sóma sinn í því að víkja vegna tengsla sinna við málið, þá er meirihluti fyr- ir samþykkt síðasta fundar. Steinn Ingi Kjartansson, sveitarstjóri og Baröi Ingibjartsson, hluthafi í Togi h/f, eru það miklir heiðursmenn að þeir munu aldrei ganga svo langt að fara að greiða atkvæði um eigin vanhæfni." Meirihlutinn er þá ekki bundinn viö starfsstúlkur þínar úr Spari- sjóönum? „Þær eru, eins og aðrir sveitar- stjórnarmenn, ekki bundnar af neinu öðru en eigin samvisku. Ég tel ástæðulaust að vefengja afstöðu þeirra. Auk þess er ég sannfærður um að það muni koma fram á borg- arafundinum á sunnudaginn að það er mikill meirihluti þorpsbúa sam- þykkur afstöðu okkar." félögum þínum meirihlutavald í fé- laginu? „Nei. Þetta var gert með hag fyrir- tækisins að leiðarljósi. Mér sem stjórnarmanni bar að taka ákvarð- anir í ljósi þess og það gerði ég. En það er ekki rétt að við höfum selt meirihluta í félaginu. Tog h/f á nú minni hlut en hreppurinn." En einstaklingar innan Togs h/f eiga persónulega það sem á vantar. „Já, en það er ekki þar með sagt að við séum með meirihluta. Það byggist á því hvort við höldum ein- ingu innan okkar raða.“ Hvernig œtlar Tog h/f aö standa undir þeim skuldbindingum sem þaö hefur nú tekið á sig? „Það er okkar mál, hvers fyrir sig. Við eigum okkar eignir og við eru tekjuháir." Ert þú tekjuhár og eignamikill? „Égvil ekki svara spurningum um mín eigin fjármál. En ég tel mig hafa fundið leiðir til að fjármagna minn hluta af hlutabréfunum í Togi h/f.“ Hálfdán Kristjánsson, sparisjóðsstjóri Auðunn Karlsson, oddviti og stjórnarformaður Frosta: „ÓTTUMST EKKI HREPPSNEFNDINA“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.