Helgarpósturinn - 06.08.1987, Síða 2

Helgarpósturinn - 06.08.1987, Síða 2
UNDIR SÓLINNI Efnahagsleg skemmtiatriði — Jæja, þá er þessu blessunarlega lokið, sagði kunningi minn úr stétt verslunar- manna við mig og átti auðvitað við verslun- armannahelgina. Hann virtist feginn. Ég spurði hann hvort hann hefði ekki lagt land undir fót, ,,á þessari mestu ferðahelgi ársins". — Nei, sagði hann. Eins og kollegar mínir flestir varégof önnum kafinn til þess að geta notið míns stéttarlega frídags, að þessu sinni. Ég var að verðmerkja allt upp á nýtt í búð- inni minni, út af þessum nýjum reglum um söluskattinn. Ég nenni ekki að rekja þennan hluta sam- ræðnanna í neinum smáatriðum, en kaup- maðurinn gerðist langorður um þá tækni- legu örðugleika, sem voru á því að fram- fyigja nýju söluskattsreglunum. — Það var þó lán í óláni, að þetta bar upp á þessa miklu ferðahelgi, sagði hinn bitri við- skiptajöfur loksins og hafði nú gleymt fyrri beiskleika sínum yfir því að hafa misst af frí- degi stéttar sinnar, — það voru allir kúnn- arnir á fylieríi úti í sveit, svo við höfðum næði til þess að verðmerkja allan lagerinn. Nú kom aðvífandi kjósandi einn, skatt- borgari og fjölskyldufaðir. Fuilur þykkju og beiskju spurði hann verslunarmanninn hverflynda, hvort honum þætti það ekki hart að þurfa að eyða sínum stéttarlega frídegi til þess að undirbúa aukna skattheimtu fyrir ríkið. — Svo færðu ekki einu sinni borgað fyrir innheimtuna, ofan á allt annað. Finnst þér þetta ekki fyrir neðan allar hellur, sagði skattborgarinn, fölur af bræði. — Ja, ekki þætti mér verra að fá þóknun fyrir innheimtuna, sagði verslunarmaðurinn og vottaði nú ekki fyrir geðshræringu í rödd hans. — En finnst þér þetta ekki fyrir neðan allar heilur, að tala ekki um annað en blessað góð- ærið í heilt ár og skeila svo skyndilega á mann svona skattahækkunum. Og það á matvörur! Kaupmaðurinn hafði nú fullkomlega náð jafnvægi að nýju. Hann brosti vorkunnsam- iega að geðshræringu skattborgarans og bar sig eins og sá sem betur veit. — Kannski er það fyrir neðan allar hellur, en það var iíka allt fyrirsjáanlegt. Skattborgarinn starði um stund á kaup- manninn og leit síðan til mín, eins og hann væri að leita sér liðveislu gegn ranglæti heimsins. Ég lét sem ég sæi hann ekki. Það var augljóst, af yfirlætislegu fasi kaup- mannsins, að hann taldi sig hafa undirtökin í þessari viðureign. — Hvað meinarðu? Það var góðæri! Skattborgarinn beiski var nú að verða ör- væntingarfullur. — Hvernig á maður að geta séð fyrir, að góðæri leiði til meiri skattpíningar? Ég meina... sko...! Þegar einhver segir: „Ég meina... sko!, er það óbrigðult merki um það að hann er alls ekki viss um hvað hann meinar og skilur enn fremur ekki hvað viðmælandinn er að fara. áhersiu á orð sín, en fann ekkert, svo hann lét sér nægja að slá krepptum hnefa hægri handar í lófa þeirrar vinstri. — Það eina sem skiptir ináli er viljinn til þess að hafa það gott! Mér fannst ég hafa heyrt eitthvað þessu líkt áður og skattborgarinn bitri muldraði: „Vilji er allt sem þarf...“ eða eitthvað á þá leið. En hagspekingurinn var nú kominn á fulla ferð og lét okkur ekki tefja sig eða ergja. — Staðreyndin er sú, að það er bara leiðin- legt að sýna stöðuga ábyrgðartilfinningu og fyrirhyggju. Ef maður bindur sig alltaf við það að eiga fyrir skuldum og stofna aldrei til nýrra skuldbindinga, fyrr en þær eldri eru greiddar að fullu, verður lífið hundleiðinlegt! Það er hægt að kúga þjóðina til slíks leið- indalífs um stund, kannski í nokkur ár, en svo verður fólkið bara leitt á þessari nísku og vill fá að njóta lífsins. — Það sem gerist er einfaldlega það að þjóðin nær þegjandi samstöðu um að efna til góðæris, þegar nógu margir eru orðnir Ieiðir á blankheitunum. — Nei, heyrðu mig nú, mótmælti skatt- borgarinn, sárhneykslaður. — Heldurðu að þetta hafi bara verið einhverskonar skemmtiatriði... — Einmitt! Hagfræðilegt skemmtiatriði! Nú var kaupmaðurinn orðinn æstur og hrifinn af kenningu sinni um eðli góðæra. — Það sem gerist er einfaldlega það, að þjóðin tekur sér frí frá hversdagsleikanum og lifir um efni fram um stund. Við köllum það góðæri, en við gætum eins kallað það frí, eða stutt skemmtiatriði. Svo kemur að því, að þessu skemmtiatriði lýkur og þá verðum við auðvitað að borga aukaálögur. En hvað með það? Þegar okkur fer að leiðast að bera þessa fjárhagslegu ábyrgð lýsum við yfir góðæri aftur í smátíma, til þess að slappa af. Góðæri eru nefnilega nauðsynleg, þess vegna verður að búa þau til. Kaupmaðurinn brosti sigri hrósandi til okkar, þar sem við stóðum og reyndum að skilja þessa nýju heimsmynd, sem hann hafði dregið upp. Skattborgarinn kinkaði stöðugt kolli, undr- andi á svip og hvíslaði öðru hverju: „Já, já! Já, já!“ Kaupmaðurinn hnippti loksins í skattborg- arann og minnti hann á að hann skuldaði enn fyrir úttekt síðasta mánaðar hjá sér. — Já, já, svaraði skattborgarinn og brosti breitt. — En ég var einmitt að hugsa um það, hvað ég er orðinn leiður á þessum skuldum sem ég er alltaf að borga. Ég held að ég þurfi frí, enda fann ég aldrei fyrir góðærinu, sem var að ljúka. Ég ætla að lýsa yfir mínu eigin, prívatgóðæri strax í dag. Og satt að segja, held ég að það verði langt góðæri. Að mirtnsta kosti sé ég ekki fyrir endann á því. Svo hljóp hann heim á leið, til að segja kon- unni sinni gleðitíðindin, og ég forðaði mér líka, því mér ofbauð orðbragð kaupmanns- ins. HE L 61 SlG Kaupmaðurinn beið nokkrar sekúndur, til þess að gera það alveg ljóst að skattborgar- inn var rökþrota. Svo brosti hann með góð- látlegri fyrirlitningu og útskýrði stöðu mála fyrir skattborgaranum, eins og þolinmóður kennari fyrir treggáfuðum nemanda. — Þú hefur í huga einhverja landbúnaðar- skilgreiningu á góðæri. Troðfullar hlöður af ilmandi töðu, rjómagul mjólkin streymandi úr júgrum lausmjólka kúa, allar ærnar tví- lembdar og þrílembdar, fullar heimtur að hausti og meðalfallþunginn algert heims- met. Slíkar skilgreiningar á góðæri eiga ekki við lengur! Reyndar myndi slíkt leiða til hall- æris, því þetta myndi kosta svo mikið í niður- greiðslum og haugagreftri. Þú verður að at- huga það, að nú er langt liðið á tuttugustu öldina! Skattborgarinn athugaði það í nokkrar sekúndur, en það sást á svip hans að hann skildi samt ekki hvað hinn hagspaki kaup- maður var að fara. Svo kaupmaðurinn hélt fjvA ? miNNT/5T HKKERT T) foE.TTR í KRFFINU 1 yv\oR6un/ -HFNN yqSí ...60L-JDIO DULo- AUGALEIÐ JÓN ÓSKAR útlistunum sínum áfram. — Góðærið hefur ekkert með veðrið að gera. Það getur auðvitað farið saman góðæri og gott sumar. En Island er svoddan veðra- víti að slíkt væri hreinasta undantekning. Það er miklu líklegra að fari saman góðæri og rigningasumar. Kaupmaðurinn þagnaði nú andartak, spennti greipar og leit til himins. Það flögraði að mér andartak, að hann væri að biðjast fyrir, en raunar var hann bara að rifja upp hvað hann var eiginlega að tala um. Svo mundi hann það. — Já! Góðæri er eiginlega hugarástand. Maður heyrir stjórnmálamenn auðvitað tala um óvenju hagstæð ytri skilyrði, góðar markaðsaðstæður, jákvæða gengisþróun, aukna framleiðni, minnkandi tilkostnað, góð aflabrögð og allt það. En það er ekkert að marka. Hinn hagspaki kaupmaður leitaði að ein- hverju til þess að banka á, til þess að leggja 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.