Helgarpósturinn - 06.08.1987, Page 3

Helgarpósturinn - 06.08.1987, Page 3
FYRST OG FREMST Berkovski að leika eitthvað upp- byggilegt á slaghörpu sem þar stóð í horni, líklega tónaljóð eftir Liszt ellegar Mahler. Berkovski varð við þeirri bón, og bað Jón Óttar þá viðstadda matargesti að þegja sem fastast — með allnokkr- um þjósti, að því er við höfum frétt. Ulfamaðurinn lét sér víst ekki segjast og hélt áfram spjalli við stjörnumenn. Þá mun Jón Óttar hafa gerst nokkuð uppvöðslusam- ur og látið falla miður falleg orð um Ulf. Sá mun hafa svarað því til að hann teldi aðdróttanir Jóns Ótt- ars ekki svaraverðar, hann hefði kynnst of mörgum sjónvarpsstjór- um til að elta við þá ólar. Við svo búið er sagt að stjörnumenn hafi gengið á braut, en þó ekki án þess að láta þess getið að málsverður- inn endasleppi skyldi skrifast á 'Stöð tvö.. . ÆTTSTÓR er Dauíd Scheving Thorsteinsson iðnrekandi með ein- dæmum. Það þarf ekki að fara marga ættliði aftur í fortíðina til að finna helstu og mestu ættar- nöfn íslandssögunnar. Hann er sambland af Scheving- og Thor- steinsson-æilum, meðal annars kominn af eða venslaður Hannesi Hafstein fyrsta ráðherra íslands, Magnúsi Stephensen landshöfð- ingja, Páli Melsted amtmanni, Guð- mundi Scheving sýslumanni, Christan Havsteen kaupfélags- stjóra, Eggerti Briem Viðeyjar- bónda, Pétri Eggerz sendiherra, hann er frændi Jóns Thors ráðu- neytisstjóra og Arnars Johnson forstjóra, tengdasonur Geirs Borg og Guðrúnar Ragnars frá Akur- eyri. Þá má fljótlega finna ættar- nöfnin Flygenring, Waage og Zoéga. Eitthvert nafntogaðasta ættmenni Davíðs var afabróðir- inn, Pétur Jens Thorsteinsson, sem stofnaði Milljónafélagid með höfði Thorsœttarinnar, Thor Jensen, og sameinuðust þar tvö stórveldi. Ekki einvörðungu í viðskiptum, heldur ekki síður í hjónaböndum; sonur Thors, Hilmar, kvæntist Elísabetu, dótturdóttur Péturs. Sonur Thors, Lorentz, kvæntist Gydu, dótturdóttur Péturs. Dóttur- sonur Péturs, Pétur Ó. Johnson, kvæntist Margréti Þ. Hallgrímsson, dótturdóttur Thors, og Örn Ó. Johnson, dóttursonur Péturs, kvæntist Margréti Þ. Thors, sonar- dóttur Thors. Ruglingslegt? Ekki nema von. En út úr þessum ættar- hrærigraut er Davíð iðnrekandi sem sagt að búa til nýtt Milljónafé- lag. .. NÝLEGA barst inn á ritstjórn HP heljarmikið veggspjald sem gert er á vegum Sjóvár og að auki undirskrifað af Davíd Scheving fyrir hönd Sólar hf. Veggmyndin er inn- legg í baráttuna gegn vímuefnum og á henni má sjá ungan mann sem veit ekki sitt rjúkandi ráð vegna þess að vímuefni eru að honum rétt úr öllum áttum. Þannig sjást hendur rétta pillur, hasspípur, heróín og fleira að varnarlausum unglingnum. Hitt er annað mál að allir þeir sem halda á dópinu eru í teinóttum jakka- fötum og hvítum skyrtum. Það er því ljóst að boðskapur myndar- innar er ekki síður sá að það séu hvítflibbarnir sem sjá um að dreifa dópinu. . . OG þá mun loks vera fundin upp óbrigðul aðferð til að velja ráð- herra, eða það segir orðrómur sem þessa dagana hringsólar um höfuðborgina. Meginreglan er þessi: Greindarvísitala ráðherra- efnis skal að öllu jöfnu vera hærri en skóstærð hans. Þegar aðstoðar- ráðherra á í hlut er skyrtunúmerið látið duga. . . EINS og vænta mátti hlífðu um- ferðarpredikarar landsmönnum lítt um nýafstaðna verslunarmanna- helgi. Feiknlegur viðbúnaður var á þeirra vegum og í tíma og ótíma gjömmuðu sérstakir útsendarar í þartilgerðri miðstöð í útvarpið og lýstu af mikilli nákvæmni síðustu slysum og óhöppum sem orðið höfðu. Þegar líða tók á mánudag- inn tóku umferðarsjúklingarnir að vara menn við gífurlegri umferð sem væri alveg að fara að mynd- ast við innkeyrsluna í höfuðborg- ina. Ekki leið á löngu þangað til hver fréttastofan á fætur annarri hafði bitið á agnið og fljúgandi, keyrandi, hlaupandi og gangandi fréttamenn sáust hvarvetna við borgarmörkin skimandi eftir um- ferðinni sem var alltaf handan við næsta hól. Lítið gerðist þó það sem eftir lifði dagsins og um kvöldið varð þula í Ríkisútvarpinu að tilkynna að umferðin hefði bara aldrei orðið jafnmikil og búist var við. Þetta var akkúrat í þá mund þegar Óli H. og félagar hans voru að læðast heim. Hnípn- ir í bragði urðu þeir að viður- kenna að umferðin hefði verið mest á þeirra eigin umferðarmið- stöð en það mátti auðvitað lengi vona. . . SMARTSKOT NÆRRI lá að til handalögmáls kæmi milli tveggja fjölmiðlahetja á vertshúsinu Arnarhóli um helgina. Voru þar saman komnir við eitt háborð foringjar af Stöð tvö, þeir Páll Magnússon fréttastjóri og Jón Óttar Ragnarsson stöðvarstjóri, auk Martins Berkovski píanóleik- ara. Við annað borð sátu stjörnu- menn, þeir Björgvin Halldórsson, Jón Axel Egilsson og gestur þeirra, ameríski plötusnúðurinn Wolfman Jack. Segir sagan að Jón Óttar hafi beðið borðfélaga sinn HELGARPÚSTURINN UMMALIVIKUNNAR DV-gúrka Hestar áttu í ati, en allt var það í plati. Góðar eru gúrkur, Hrafn Gunnlaugsson er skúrkur. Niðri ,,Er ekki erfitt ad draga fram lífid — ég á vid salerni, rennandi vatn og svoleiöis?" ONUNDUR BJÖRNSSON í ÞÆTTI UM SUMARBÚSTAÐI í SJÓNVARPI SL. SUNNUDAGSKVÖLD Ólafur S. Andrésson Já, ég myndi segja það, þær eru a.m.k. miklu fjölbreyttari en menn hafa látið sér detta í hug hingaö til. Hvað eru hverabakteríur? Það eru hitaþolnar bakteríur sem lifa í hitaveituvatninu hér á landi, svo og í hverum og heitum lindum. Þessar bakteríur eru ekki frumbjarga, það er þær verða að fá nær- ingu frá öðrum, þannig að þær eru ekki neðstar í fæðukeðj- unni. Þessar bakteríur lifa á ýmsum lífrænum leifum sem er að finna í heita vatninu. Hafa þessar bakteríur verið lítið rannsakaðar? Rannsóknirnar eru frekar nýjar af nálinni, einfaldlega vegna þess að þær aðferðir sem notaðar eru við rannsókn- irnar eru mjög flóknar og voru ekki til staðar fyrr en fyrir svona tíu árum. Aðferðirnar eru þróaðar að mestu leyti af Bandaríkjamönnum og Bretum og er sífellt verið að bæta við þær. Hve langt eru þessar rannsóknir á veg komnar? Grunnvinnan er að miklu leyti búin en hún er unnin að mestu leyti af Líffræðistofnun Háskólans. Það er búið aö setja fram klassíska skilgreiningu á þessum bakteríum. Við hér á Keldum erum hins vegar komnir stutt með að skil- greina þær enn frekar, við eigum eftir að flokka þær í hópa og ættir og finna stöðu þeirra í þróunarröðinni. Markmiðið er að búa til þekkingargrunn sem síðan er hægt að nota til frekari rannsókna. Verður hægt að nota niðurstöðurnar á hagkvæman hátt? Við vinnum að því að einangra hitaþolna hvatbera (ensím) sem síðar verður ef til vill hægt að hafa til ýmissa iðnaðarnota. Hafa rannsóknirnar gengið vel? Já, a.m.k. núna upp á síðkastið. Það voru einhverjir erfið- leikar í byrjun en svo skiptum við um aðferðir og fórum að nota þær aðferðir sem upphaflega stóð til að nota. Þegar við gerðum þaö fór allt að ganga mun betur. Eru rannsóknir á bakteríum stór hluti af vísindarann- sóknunum í heild? Þæreru mjög stórhluti. Þróunarkenningin byggirá þess- um rannsóknum að miklu leyti því stefnan hefur verið sú frá upphafi að flokka lífríkið niður í smærri einingar og reyna að finna samhengið á milli einstakra þátta þess. Er langt síðan þið byrjuðuð á þessum rannsóknum? Við byrjuðum fyrir um einu og hálfu ári og fengum fyrst niðurstöður fyrir um það bil ári. Það er síðan ætlunin að halda þeim áfram eitthvað fram á næsta sumar. Nú fékkst þú 350.000 krónur frá Vísindasjóðnum til þess að vinna að þessu verkefni. Er það nóg? Það dugir alveg fyrir þessu rannsóknarverkefni. Þess má líka geta að ég fékk viðbótarstyrk frá Háskólanum að upp- hæð 100.000 krónur þannig að þetta dugir alveg. Þessar rannsóknir eru frekar dýrar, þar sem ýmis dýr efni eru not- uð í tilraunir. Á móti kemur að við höfum ódýrum og góð- um vinnukrafti á að skipa sem eru nemendur í raunvísinda- deild Háskólans. Nemendur koma hingað og vinna að rannsóknarverkefnum í tengslum við námið og fá þá ekkert kaup fyrir vinnu sína. Einnig vinna alltaf einhverjir nemendur hér í fríum og þeir eru á lágu kaupi. Þessar rann- sóknir eru heldur ekki tímafrekar þannig að tími sparast. Það má eiginlega segja að rannsóknir á bakteríum séu rannsóknir sem henta vel óþolinmóðum því maður þarf ekki að bíða lengi eftir niðurstöðunum. Hvað er það sem er svona skemmtilegt við líffræðina? Ætli það sé ekki helst það að maður er í sífellu að komast að einhverju nýju og þannig svala forvitninni. Þetta er alveg tilvalið fag fyrir forvitið fólk. Það þarf mikla þolinmæði og þrautseigju til að vera vísindamaður því oft kemur það fyrir að maður rekst á vegg sem maður heldur að sé ómögulegt að komast framhjá. Þá langar mann bara til að hætta þessu öllu saman. Þetta kemur jafnvel fyrir upp í fjórum sinnum á ári og þá er bara að bíta á jaxlinn. Ólafur S. Andrésson líffræðingur er einn þeirra sem hlutu styrk frá Vísindasjóði og var hann veittur til þess að stunda rannsóknir á ættfræði hverabaktería. Eru hverabakteríur ættstórar? HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.