Helgarpósturinn - 06.08.1987, Page 4
YFIRHEYRSLA
nafn: Vilhjálmur Egilsson staða: Framkvæmdastjóri Verzlunarráðsins og formaður SUS
heimilishagir: Kvæntur Ragnhildi Pálu Ófeigsdóttur, 3 börn bifreið Ek um á Dodge K '82
heimilisfang: Sólvallagata 51 áhugamál. Stjórnmál í víðum skilningi laun: Nóg til að lifa af
Illa haldið á Deningamálunum
eftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir Jim Smort
Verzlunarráð íslands hefur gagnrýnt fyrstu aðgerðir ríkisstjómarinnar. Ráðið
talar um þenslu, 20—30% verðbólgu og hættu á sundmngu á vinnumarkaðinum. I
stjórnamiyndunarviðræðunum sendi ráðið þingmönnum „minnisatriði" starfs-
hóps á þess vegum, skipuðum 9 ungum mönnum af hægri væng stjórnmálanna.
Álitsgerð ráðsins nú bendir til þess að hin nýja ríkisstjórn hafi ekki tekið mikið
mark á minnisatriðum starfshópsins. Hér i yfirheyrslu er Vilhjólmur Egilsson, fyrr-
um hagfræðingur VSÍ, núverandi framkvæmdastjóri Verzlunarráðsins, formaður
Sambands ungra sjálfstæðismanna og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
— Verzlunarráðið sendi minnisatriði 9
manna starfshóps, álitsgerð um horf-
urnar í efnahagsmálunum, til þing-
manna þegar stjórnarmyndunarviðræð-
ur voru í algleymingi. Er vaninn að
reyna að hafa slík áhrif á stjórnarmynd-
un?
„Já, ég held að flestir sem hafa áhuga á
stjórnmálum, hvar í flokki sem þeir standa
eða hjá hverjum þeir vinna, reyni að hafa
áhrif á þróun mála. Ég tel það mjög eðlilegt."
— ÁHtsgerðin, sem fjallar um þenslu,
sundrungu á vinnumarkaðinum og
aukna verðbólgu, ber mjög keim af trún-
aðarplaggi starfshópsins til þingmanna.
Var alls ekkert farið að ykkar ráðum?
„Minnisatriði starfshópsins voru á ábyrgð
hans sjálfs og voru ekkert trúnaðarmál, allir
þingmenn fengu þessi minnisatriði send og
það sem þingmenn fá er venjulega ekki trún-
aðarmál. En þetta álit Verzlunarráðsins nú er
að sjálfsögðu í samræmi við hitt eins og
ástæða þótti til, Verzlunarráðið skiptir ekki
um stefnu á örfáum vikum. Verzlunarráðið
tekur undir þessa þróun í frjálsræðisátt sem
er í stefnuyfirlýsingunni, en hins vegar var í
minnisblöðum starfshópsins frá því í vor var-
að mikið við skattahækkunum, sem nú eru
komnar fram sem fyrsta skref ríkisstjórnar-
innar til að eyða fjárlagahallanum á þremur
árum. Áhrifin eru líka að koma í Ijós þessa
dagana og þau eru óheppileg."
— I starfshópi Verzlunarráðsins voru
meðal annarra þú, Þórarinn V. Þórarins-
son frá VSÍ, Ólafur Davíðsson frá iðnrek-
endum og Sigurbjörn Magnússon,
starfsmaður þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins. Hvað fékk akkúrat þessa
menn saman í hóp?
„Ég held að þessi hópur eigi í sjálfu sér
margt sameiginlegt, fyrst og fremst þó auð-
vitað áhugann á því að huga að þessum mál-
um og gera eitthvað í málunum. En þetta eru
líka félagsmenn í Verzlunarráðinu."
— Þarna eru menn frá samtökum
vinnuveitenda, sem tala drjúgum um
þensluáhrif á verðbólguhraðann. Verða
þessi áhrif rakin til annars en kjara-
samninga vinnuveitenda og launþega í
vetur og kosningayfirlýsinga fráfarandi
stjórnarflokka?
„Ef þú spyrð um þensluáhrifin sem nú eru'
í gangi, þá eru þau að sjálfsögðu að hluta til
vegna þess að ekki hefur verið tekið nægi-
lega vel á peningamálunum á undanförnum
árum, en að sumu leyti erum við líka að tala
um góðærisverki, vegna þess hversu vel hef-
ur gengið í sjávarútveginum, sem fært hefur
mikla tekjuaukningu. Þetta er kannski meg-
inskýringin. Kjarasamningarnir sem gerðir
voru meðan ég var hagfræðingur hjá Vinnu-
veitendasambandinu eru heid ég ekki skýr-
ing á þenslunni, þeir hafa verið hóflegustu
samningar sem gerðir hafa verið í langan
tíma, samningar sem þó hafa jafnframt gert
mest fyrir láglaunafólkið í nánast allri samn-
ingasögunni!"
— Þensla, sundrung, verðbólga, góð-
ærisverkir. Er verið að undirbúa launa-
fólk undir kaupmáttarskerðingu?
„Þvert á móti. Við leggjum einmitt áhersiu
á nauðsyn þess að það séu hagvöxtur og
tekjuaukning í þjóðfélaginu. Við erum að
benda á að það þurfi að nást utan um ríkisút-
gjöldin og takmarka skattahækkanir einmitt
til þess að hægt sé að halda kaupmættinum
uppi. Það er okkar markmið."
— Ýmislegt í álitsgerðinni þykir orka
tvímælis, t.d. sú fullyrðing að „hin mikla
vaxtaniðurgreiðsla á lánum Bygginga-
sjóðs ríkisins stefni framtíð nýja hús-
næðislánakerfisins í hættu“. Þetta er
kerfi sem þið í VSÍ tókuð þátt í að setja
á laggirnar. Er ekki hrun kerfisins miklu
fremur gróft vanmat ykkar og annarra á
húsnæðisþörfinni, samanber nær þre-
falt fleiri umsóknir en gengið var út frá?
„Ég átti sem hagfræðingur VSÍ á sínum
tíma þátt í að koma þessu kerfi á laggirnar.
Það sem átt er við með vaxtaniðurgreiðslu
er einfaldlega það, að hún kostar peninga.
Og eftir því sem hún er meiri þá kostar hún
meiri peninga. Ef þessi niðurgreiðsla minnk-
ar ekki verður úr mikil byrði fyrir ríkissjóð.
Þetta sjá allir. Húsnæðislánakerfið er annars
engan veginn hrunið og kerfið komið til að
vera. En það ríkir mikil bjartsýni hjá ungu
fólki í þjóðfélaginu, menn vilja byggja og
endurnýja. Það er allt á fullu á bygginga-
markaðinum. Þetta jafnar sig út held ég, það
verða engir erfiðleikar að fjármagna það
sem áætlað var í þetta. En ef hins vegar á að
setja meiri pening í þetta, til að byggja allt að
þrefalt fleiri íbúðir á ári en gert hefur verið,
þá er ekki verið að gera neinum greiða, því
þá hækkar mjög verðið á nýju húsnæði. Það
er best að þetta fái að síga inn með þeim
hætti sem hefur verið gert. Nú er allt á fullu
og erfitt að ná í iðnaðarmenn. Hvernig ætli
þetta yrði ef ætti að fara að hella í þetta miiij-
örðum króna í viðbót?"
— Svartsýnin hjá Verzlunarráðinu, tal-
ið um sundrungu og aukna verðbólgu.
Er Vilhjálmur varaþingmaður Sjálfstæð-
isflokksins og formaður SUS jaífn svart-
sýnn og Vilhjálmur framkvæmdastjóri
Verzlunarráðsins?
„Þessi svartsýni er ekki hið eina sem kem-
ur fram í plaggi Verzlunarráðsins. Við sjáum
fram á vissa erfiðleika og það er ekkert öðru
vísi en allir aðrir sjá sem eitthvað hafa fylgst
með stjórnmálum — það sjá allir fram á að
ríkisstjórnin þarf að glíma við mörg mjög erf-
ið vandamál. Með þessu áliti er fyrst og
fremst verið að draga fram þessi vandamál.
Ég held að ríkisstjórnin geti náð árangri, en
hún verður að taka á honum stóra sínum,
það sjá allir. Verzlunarráðið sér — og það sjá
allir — að þessir nýju skattar leiða til verð-
hækkana og þá er spurningin hvort það leiði
til kauphækkana og aftur til verðhækkana —
að þannig komi aftur til víxlhækkana verð-
lags og launa. Það er engin þjóðarsátt um
skattahækkanir en jafnframt eru uppi kröfur
á ríkið um aukin útgjöld. Það er ekki létt að
eiga við þessa hluti og lygi að halda öðru
fram og Verzlunarráðið óskar ríkisstjórninni
velfarnaðar við að leysa þessi erfiðu vanda-
mál."
— í kjallaragrein í DV á þridjudag
kemur áberandi fram að þú hefðir frem-
ur kosið að fá samstjórn Sjálfstæðis-
flokks, Alþýðuflokks og Alþýðubanda-
lags en núverandi stjórnarmynstur.
Liggur vandinn kannski í Framsóknar-
flokknum?
„Nú erum við náttúrulega að tala um mína
persónulegu skoðun um æskilega ríkisstjórn
og það er mín skoðun en ekki Verzlun-
arráðsins. Ég tel vissulega að Framsókn
hefði mátt fá frí, en þvi miður reyndist ekki
vera raunhæfur kostur fyrir hendi án þátt-
töku Framsóknarflokksins og því fór sem
fór.“
— Hinir ungu álitsgjafar líta mjög til
niðurskurðar ríkisútgjalda og söíu rík-
isfyrirtækja og eigna. Þetta er mjög í
anda stefnu ungra sjálfstæðismanna um
árabil um „báknið burt“ — með löngum
tillögulista í þessa áttina. Fátt eitt hefur
gerst í þessa veru þótt Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi verið fjögur ár í stjórn
með lykilráðuneytin og nú bólar ekki á
slíkum tillögum, þótt bæði Þorsteinn og
Friðrik séu komnir í ráðherrastól. Eru
ungir sjálfstæðismenn ekki orðnir lang-
þreyttir og vondaufir?
„Það má segja sem svo að þessi barátta
fyrir minni ríkisumsvifum og lækkun ríkisút-
gjalda, þessi stöðuga barátta við tregðulög-
málin, sem eru ótrúlega lífseig og sterk, að
hún gangi hægt og árangurinn sé lítt sjáan-
legur. Hins vegar má segja varðandi síðustu
ríkisstjórn að ríkisútgjöldunum hafi verið
haldið nokkuð í skefjum, þótt sumt hafi
gengið illa en annað betur. Ég held að það
verði ekki undan því vikist hjá hinni nýju
stjórn að taka á hlutunum og treysti ég Þor-
steini og Friðriki manna best til að sjá til þess
að eitthvað gerist í þeim efnum."
— En var ekki aðstaða flokksins til
þessa betri í síðustu stjórn, hann með
lykilráðuneyti og lagði upp með langan
ríkissölulista?
„Þá gerðist það í fyrsta skiptið síðan ég fór
að fylgjast með pólitík að ríkið beinlínis seldi
fyrirtæki og hlutabréf í öðrum fyrirtækjum.
Eg held að þróuninni hafi verið snúið við
hvað þetta snertir. En auðvitað var þetta
bara fyrsta skrefið og auðvitað er ég jafn
óþolinmóður og margir aðrir hvað það varð-
ar hversu hægt þessu miðar."
— Þú ert á förum úr formannsstól
Sambands ungra sjálfstæðismanna. Þeir
Árni Sigfússon og Sigurbjörn Magnús-
son hafa deilt hart um stólinn og ekki
vandað kveðjurnar. Er þetta hegðunar-
mynstur deilna og klofnings óhjákvæmi-
legt hjá sjálfstæðismönnum?
„Ég tek ekki undir þessa lýsingu á kosn-
ingabaráttu þeirra vina minna Sigurbjörns
og Árna. Það er mjög eðlilegt að það sé kosið
á milli manna í SUS, sem er stærsta stjórn-
málasamband ungs fólks í landinu. Þar hefur
ekki verið kosið reyndar á milli manna frá
því Jón Magnússon var kjörinn formaður fyr-
ir um 10 árum og því kominn tími til má
segja. Ég sé ekki að þessi kosning sé klofn-
ingur innan okkar raða.“
— Nú hefur hins vegar Sjálfstæðis-
flokkurinn klofnað svo um munar með
stofnun Borgaraflokksins, sem aftur
hefur stofnað Félag ungra borgara. Haf-
ið þið misst marga félaga yfir til þeirra?
„Ég hef ekki orðið var við miklar úrsagnir
hjá okkur og enn eru allir forystumenn okk-
ar unglingahreyfingar innan okkar raða. Ég
efast þó ekki um að margir sem starfa innan
Borgaraflokksins hafi áður starfað innan
Sjálfstæðisflokksins og séu ungir sjálfstæðis-
menn í hjarta sínu. Ég vona að þeir sjái sig
um hönd og komi aftur til starfa hjá Sjálf-
stæðisflokknum."