Helgarpósturinn - 06.08.1987, Page 8

Helgarpósturinn - 06.08.1987, Page 8
eftir Gunnar Smóra Egilsson mynd Jim Smart „Skoðanir okkar fara ekki saman“ * — uar skýringin sem Asmundur Stefánsson gaf Stefáni Gunnarssyni, bankastjóra Alþýöubankans, á þuí aö honum uar bolaö frá störfum. Stefán rekur hér sína hliö málsins. „Nokkrir af áhrifamönnum verkalýðshreyfingarinnar virðast vera þeirrar skoðunar að Alþýðubankinn hafi lokið hlutverki sínu. Þessi banki var stofnaður til þess að auðvelda launafólki aðgang að bankakerfinu. Það hefur hann gert. Alþýðubankinn hefur breytt íslensku banka- kerfi. Það er álit áhrifamanna í þeim félögum er eiga bankann, að nú sé athugandi að leggja hann niður,“ sagði Stefán Gunnarsson, fyrrverandi bankastjóri Alþýðu- bankans, / samtali viö Helgarpóstinn. Eins og kunnugt er fór Stefán í þriggja mánaöa frí frá störfum á sama tíma og nýir menn settust í bankaráöiö á aöalfundi bankans, ellefta apríl. í síöustu viku hœtti hann svo endanlega sem bankastjóri Alþýöubankans. Hver er forsaga þess, ad þú lœtur af störfum? „Fyrir aðalfundinn kom saman hópur stærstu hluthafa bankans, sem ákvað að skipta út mönnum í bankaráðinu. Mér skilst að ekki hafi allir í þessum hópi verið sammála um að allir bankaráðsmennirnir hættu. En niðurstaðan varð samt sú, sjálfsagt vegna einhverra hrossa- kaupa. Það varð strax ljóst, að einn- ig hafði verið samið um að ég hætti. Það er rétt að það komi fram að það fór engin kosning í bankaráðið fram á þessum aðalfundi. Það hefði mátt ætla siíkt af ummælum Magn- úsar Geirssonar, bankaráðsmanns, í sjónvarpinu á föstudaginn, þar sem hann sagði að átta hundruð manns kysu í bankaráðið. Hið rétta er að Ásmundur Stefánsson, sem var fundarstjóri, lýsti því yfir að það hefði orðið samkomulag milli stærstu hluthafanna um þessa skip- an bankaráðsins. Eins og í öðrum hlutafélögum geta stærstu hluthafar Alþýðubankans beitt fjármagni sínu. Ég held að sex stærstu hlut- hafar bankans geti ráðið því sem þeir vilja. MISMUNANDI SKOÐANIR Á LÍFINU OG TILVERUNNI Á mánudegi eftir aðalfundinn kom Ásmundur Stefánsson, þá ný- kjörinn bankaráðsformaður, á minn fund með þau skilaboð að banka- ráðið teldi það við hæfi að ég tæki mér þriggja mánaða orlof meðan ráðið væri að átta sig á stöðu bank- ans. Mér fannst það dálítið skrýtið að nýtt bankaráð skyldi ekki sjá sér hag í því að njóta krafta þess starfs- manns bankans sem best þekkti til. Ég fékk hins vegar engar skýringar á þessari ráðstöfun, aðrar en þær að skoðanir okkar Ásmundar færu ekki saman. Hann tilgreindi ekki hvort það væru skoðanir á banka- málum, svo allt eins gat hann hafa meint að við hefðum mismunandi skoðanir á lífinu og tilverunni. Síðar á fundi með bankaráði ósk- aði ég eftir því að fá vitneskju um framtíð mína hjá bankanum innan eins og hálfs mánaðar. Það var sam- þykkt. Reyndar tókst bankaráðinu ekki að standa við það, því ég heyrði ekkert frá þeim fyrr en 15. júlí að ég var boðaður á fund Ásmundar og Magnúsar Geirssonar. Þar óskuðu þeir eftir því, að ég segði upp störf- um. Þar sem ég vissi ekki upp á mig neina skömm vildi ég ekki gera það og bauð þeim að reka mig frekar. Það vildu þeir hins vegar ekki. Nið- urstaðan varð sú að gerður var starfsslitasamningur, þar sem kem- ur fram að ég sé hættur störfum hjá ASÍ eykur hlutafé sitt í bankanum Alþýðusamband íslands hefur auk- /ð hlutafé sitt í Alþýðubankanum um 15 milljónir króna. Þetta var samþykkt á miðstjórnarfundi sem haldinn var í byrjun júlímánadar. Þau skilyrði voru sett aö málefni bankans yrðu endurskoöuð. Liður í þessari endurskoðun eru fyrirspurnir sem bankaráðið hefur sent Samvinnu- Iðnaöar- og Lands- banka um vilja til viðrœðna um hugsanlegt samstarf eða samruna. Samkvœmt heimildum Helgar- póstsins eru þessar fyrirspurnir mjög almennt orðaðar og þess eðlis að vart er hægt að gera ráð fyrir neikvœðum viðbrögðum. Bankaráð Alþýðubankans virðist samkvæmt þessum sömu heimild- um ekki gera sér fyllilega grein fyrir hvað það vill með bankann. Innan verkalýðshreyfingarinnar eru radd- ir uppi um, að rétt sé að leggja hann niður eða sameina öðrum banka- stofnunum. Verkalýðshreyfingin eigi ekki að standa í bankarekstri. Hins vegar sagði Ragna Bergmann, 8 HELGARPÓSTURINN bankaráðsmaður og miðstjórnar- maður hjá ASÍ, í samtali við Helgar- póstinn að ekki stæði til að sameina Alþýðubankann öðrum bönkum. Hugmyndin væri sú, að kanna hvort hægt væri að koma á einhvers kon- ar samstarfi. Alþýðubankinn væri banki verkalýðshreyfingarinnar og það ætti hann að vera áfram. Eins og fram kemur í viðtali við Stefán Gunnarsson, fyrrverandi bankastjóra Alþýðubankans, hér á síðunni átti hallarbyltingin í Alþýðu- bankanum sér nokkurn aðdrag- anda. Þeir sem að henni stóðu höfðu auk þess tryggt sér farsælan endi áður en þeir hófu aðgerðir. Fyrir aðalfundinn var unnið að því að grafa undan fyrrverandi bankaráði og bankastjóra. Einkum var þessum aðilum núið um nasir að hafa ýtt bankanum út í vafasamar fjárfestingar. Þar voru tilgreind kaup bankans á húsi Helga Guð- mundssonar, þekkts alþýðubanda- lagsmanns úr verkalýðshreyfing- unni, á Akureyri, kaup á húsi Pólar- prjóns á Blönduósi og þátttaka bankans í verkalýðshöllinni á Akur- eyri. Þessar fjárfestingar voru taldar vera ein helsta ástæðan fyrir bágri stöðu bankans og ellefu milljón króna tapi á síðasta ári. Eftir þá þrjá mánuði sem hið nýja bankaráð tók sér til að kanna rekst- ur bankans hafa bankaráðsmenn lýst því yfir að bankinn standi nú vel. Reksturinn sé nú mun betri en í fyrra. Slíkt getur varla talist núver- andi bankaráði til tekna, þar sem það hefur ekki gripið til neinna þeirra ráðstafana er gætu rétt stöðu bankans svo vel við. Róttækustu að- gerðir ráðsins hafa hingað til verið að bola bankastjóranum frá störf- um. í ávarpi sínu í síðustu ársskýrslu Alþýðubankans segir Benedikt Davíðsson, fráfarandi formaður bankaráðs, meðal annars: „Fyrirsjáanlegt er því að annað- hvort verður að hægja nokkuð á ferðinni í fjárfestingar- og út- breiðslustarfseminni eða gera veru- legt átak til eflingar eiginfjárstöð- unni. Hvert sem framhaldið verður er nauðsynlegt að fulltrúar verka- lýðsfélaganna, sem fjalla um mál- efni bankans, geri sér og sínum um- bjóðendum glögga grein fyrir því verkefni sem við er að glíma, ann- ars vegar að auka þjónustuna en hins vegar að efla stofnunina." Núverandi bankaráð hefur tekið upp þráðinn með þeim hætti að ráð- ast ekki í frekari fjárfestingar- og útbreiðslustarfsemi. Það hefur leit- að til sjóða ASÍ til að efla eiginfjár- stöðuna. Áætlanir þess um framtíð bankans fara hins vegar leynt. Samningaumleitanir við aðrar bankastofnanir eru í raun ekki nema enn einn þátturinn í þeirri umræðu sem lengi hefur átt sér stað um fækkun og sameiningu banka. Af fyrstu útspilum Alþýðubankans að ráða verður þess langt að bíða að niðurstaða fáist úr þessum viðræð- um, nema þær hafi verið jafn vel skipulagðar á bak við tjöldin og hall- arbyltingin sjálf. -gse bankanum og með hvaða skilmál- um.“ STAÐA BANKANS EKKI SLÆM Nú hefur komið fram í máli núver- andi bankaráðs að bankinn standi illa. Er þetta rétt? „Ég held að það sé ekki rétt og skaði í raun bankann. Staða bank- ans er í sjálfu sér ekki slæm og hún er ekki eins bág og látið er í veðri vaka. Bankinn á eigið fé upp á eitt hundrað milljónir króna. Þó alltaf séu einhver útlán sem geta verið hættuleg, þá á bankinn ekki háar upphæðir útistandandi í slíkum lán- um. Vandi bankans tengist lögum um viðskiptabanka sem tóku gildi á síð- asta ári. Þar er kveðið á um hversu mikið fastafé bankar megi eiga mið- að við eigið fé og eins að eigið fé bankanna sé minnst 5% af niður; stöðutölum efnahagsreiknings. I þessu felst vandi bankans. Vegna mikillar aukningar á innlánum á síðustu árum hækka niðurstöðutöl- ur efnhagsreiknings. Það kallar þá á aukið eigið fé, annaðhvort með hlutafjáraukningu eða meiri hagn- aði. Rekstrarhalli á einu ári getur hins vegar ekki verið óskaplegt vanda- mál, ef sýnt er að hægt sé að vinna hann upp aftur. Það töpuðu aðrar peningastofnanir fé á síðasta ári. Sparisjóður Keflavíkur tapaði níu milljónum króna. Sparisjóður Hvammstanga tapaði álíka og við, eða ellefu milljónum, þó þar séu ekki nema um tvö hundruð milljóna króna innlán. FENGU ARÐINN GREIDDAN MEÐ HÆRRI VÖXTUM Þær aðgerðir sem ég hefði viljað sjá til að mæta þessum halla væru að hluthafarnir legðu fram aukið eigið fé. Slíkt þarf að gerast á vissu árabili. Aðlögunartímabil iaganna rennur út árið 1991 og fyrir þann tíma þyrftu hluthafarnir að leggja fram fé til bankans. Það er ef til vill erfitt að heimta það af þeim á sama tíma og þeir fá ekki greiddan út arð af sínu hlutafé. En ein af ástæðunum fyrir hallanum var sú að ákveðið var að hækka innlánsvexti til að freista þess að stækka bankann. Þeir sem höfðu mestan hag af því voru þeir sem áttu mest af fé bundnu í bankanum. Það eru í mörgum tilfellum jafnframt hlut- hafar bankans. Svo það má segja að þeir hafi fengið arð af hlutafé sínu

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.