Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 06.08.1987, Qupperneq 9

Helgarpósturinn - 06.08.1987, Qupperneq 9
greiddan með þeim hætti. Þarna erum við kannski komin að ástæðunum fyrir rekstrarhallanum. Það var ákvörðun fyrrverandi bankaráðs og mín að reyna að stækka bankann svo hann væri bet- ur í stakk búinn að mæta kröfum nýju laganna. Auk áhrifa frá háum innlánsvöxtum voru afskriftir á ár- inu hærri en áður, vegna nýrra tækja sem óumflýjanlegt var að taka í gagnið. Það var hins vegar trú okkar að áhrif af þessu hefðu lagst af meiri þunga á rekstur bankans á síðasta ári en á komandi árum. Við stefndum að því að bankinn yrði orðinn öflugur þegar aðlögunartími laganna rennur út árið 1991.“ VERKALÝÐSHÖLLIN Á AKUREYRI DÝR Pað hefur einnig veriö talaö um rangar fjárfestingar? ,,Að sumu leyti eiga fjárfesting- arnar rætur sínar að rekja til þess- arar stækkunar á bankanum. Við trúðum því að til þess að stækka bankann þyrfti að fjölga afgreiðslu- stöðum. Sú fjárfesting sem réttmæt- ast er að gagnrýna er útibú bankans á Akureyri. Bankaráðið leit hins vegar þannig á, að það væri félags- legt verkefni að taka þátt í byggingu hins stóra húss, eða hallar, verka- lýðsfélaganna þar. Þetta hús reynd- ist síðan mjög dýrt og Alþýðubank- inn á engu minni sök en aðrir í því.“ Hvaö meö útlánin? „Bankaeftirlitið gerði ekki at- hugasemdir við útlán bankans í síð- ustu reglubundinni athugun sinni á bankanum, utan útláns til eins aðila. Bankaeftirlitið gerði athugasemdir við tryggingar bankans og þær hafa nú verið lagfærðar. Þetta er stór að- ili sem þarf mikið fé. En eins og ann- ars staðar í bankakerfinu getur ver- ið erfitt að eiga við slíka aðila. Aðrar bankastofnanir vilja ekki lána þeim sem eru í viðskiptum hjá okkur. Það vill því oft verða svo að bankar sitja uppi með erfiða viðskiptavini. Fyrir utan þennan tiltekna aðila gerði Bankaeftirlitið engar athugasemdir við útlán bankans." LAUNAFÓLK STENDUR EKKI UNDIR HÆSTU VÖXTUM Þú hefur haft orö á þér fyrir aö taka betur á móti venjulegum launaþrœlum en aörir bankastjór- ar. Áttu von á því aö þeir hafi tapaö þessu skjóli í kjölfar þeirra breyt- inga sem standa yfir í bankanum? „Það er rétt að við höfum reynt að láta bankann standa undir nafni. Þetta er banki launafólks. Hann var stofnaður til þess að auðvelda því aðgang að bankakerfinu. Þó mikið hafi breyst síðan held ég að því hlut- verki sé ekki að fullu lokið. Við höf- um því reynt að ganga ekki hart að launafólki og haft útlánsvexti til þess lága. Venjulegt launafólk stendur ekki undir hæstu útláns- vöxtum. Við töldum því rétt að reyna að græða á öðrum viðskipt- um. Ef það er hins vegar stefna nú- verandi bankaráðs að bankinn eigi fyrst og fremst að skila hagnaði af allri starfsemi sinni, þá hljóta önnur sjónarmið að ráða en þau sem ríkt hafa.“ Áttuö þú og fyrrverandi bankaráö í einhverjum samskipataöröugleik- um? Var eitthvaö sem gaf tilefni til aö cetla að þú heföir ekki hlítt ákvöröunum hins nýja bankaráðs? „Nei. Ég vil að það komi skýrt fram að ég átti afskaplega góð sam- skipti við fyrrverandi bankaráð og sakna þess góða og heiðarlega fólks. Ég átti líka mjög góð sam- skipti við allt starfsfólk bankans. Eina skýringin sem ég hef fengið á því frá bankaráðinu að þeir treysti sér ekki til að vinna með mér er sú, að skoðanir okkar Ásmundar Stef- ánssonar fari ekki saman. HLÝTUR AÐ VERA VOND ÁKVÖRÐUN Ég þykist hins vegar vita að nú- verandi bankaráð ætli að framfylgja annarri stefnu í málefnum bankans en ég hef tekið þátt í að móta. Það má því kannski segja að ég sé að sumu leyti heppinn. Ég þarf ekki að taka þátt í því að rífa niður eigin verk. En að sjálfsögðu ber ég enn hlýjan hug til bankans." Pú varst bankastjóri Alþýöu- bankans í ellefu ár. Hvernig tilfinn- ing er það aö hverfa frá störfum meö þessum hœtti? „Það skapast að sjálfsögðu eins konar tómarúm hjá mér, eins og ég hafi misst góðan vin. En ég lít með þakklæti til þessara ára og þess fólks sem ég fékk að starfa með. Eins og ég sagði áðan ber ég hlýjan hug til bankans og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í uppbygg- ingu hans.“ Nú hefur bankaráöinu og banka- stjóranum veriö bolaö út á stuttum tíma. Hvaöa áhrif heldur þú aö þetta hafi á bankann? „Banki er ekki bara hús. Banki er samansafn af viðskiptasambönd- um. Þau hafa byggst upp á mörgum árum og eru oft bundin ákveðnum persónum. Það hlýtur því að vera vond ákvörðun að skipta svona út allri yfirstjórn bankans á einu bretti.“ ÍSLAND DÝRASTA LAND í HEIMI? eftir Jónínu Leósdóttur SEX FLOSKUR I BELGIU FYRIR EINA Á ÍSLANDI! Samanburður ó verði leiddi í Ijós að hægt er að kaupa 17 ófengisflöskur í Belgíu, tæplega 15 ó Bretlandi og um 9 í Danmörku fyrir útsöluverð 5 flaskna fró ÁTVR. í Belgíu fóst og sex lítrar af „alvöru'' bjór fyrir sama verð og þrír lítrar af pilsner ó íslandi. Margir íslendingar, sem dvalið hafa erlendis og vanist þar á að nota létt vín í meira mæli en tíðk- ast hefur hér á landi, hafa verið argir út í neyslustýringuna hjá Áfengisverslun ríkisins. Léttar vín- tegundir hafa nefnilega löngum þótt óeðlilega dýrar á Islandi og í litlu samræmi við það, sem menn þekkja frá útlöndum. í könnun okkar á verði víntegunda meðal nokkurra nágrannaþjóða kom líka í ljós, að þetta er engin ímyndun: Við fengjum sex Martíníflöskur í Belgíu, rúmlega fimm á Bretlandi, þrjár í Danmörku og tvær í Sví- þjóð fyrir verð einnar á íslandi. Svipaða sögu er að segja um Liebfraumilch-hvítvín. Fyrir verð einnar slíkrar flösku á Islandi fást landi, tvær og half í Danmörku og tvær í Svíþjóð. Það er þó ekki þar með sagt, að sterkari drykkir hafi verið beinlín- is ódýrir í „ríkinu”. Smirnoff-vodk- inn er hér á þreföldu verði miðað við Belgíu, rúmlega tvöföldu mið- að við Bretland og í Danmörku fæst ein og hálf slík flaska fyrir eina á íslandi. Þó bjór fáist auðvitað ekki enn hér á landi gátum við ekki stillt okkur um að kanna verðið á þeim eftirsótta miði, fyrst áfengir drykk- ir voru til umfjöllunar. Niðurstaða þeirrar athugunar var m.a. sú, að á íslandi kaupum við 3 lítra af óáfengum pilsner fyrir sama verð og Belgar kaupa 6 lítra af „alvöru" bjór! Allir vita hve mikil verðmæti felast í íslenskri tungu og það á greinilega einnig við um hið þrykkta orð. Hvergi kosta dagblöð nokkuð í námunda við það, sem þau gera hér á landi. Danmörk kemst næst okkur, en þó eru dag- blöð þar helmingi ódýrari en á Is- landi, og það er athyglisvert að sjá verðið á prentmálinu á Bretlands- eyjum. Það þekkist heldur ekki annars staðar en hér, að síðdegis- blöð séu dýrari en morgunblöð. Hvernig sem á því stendur. Vasabrotsbókin „First Among Equals" eftir Jeffrey Archer var að sjálfsögðu ódýrust í framleiðslu- landinu, Bretlandi. Um 6 krónur bætast við verðið þegar hún er komin yfir Ermarsund til Belgíu, en við ferðalagið til Islands bætt- ust 166 krónur við hverja kilju. Verðlaginu á Newsweek en hins vegar viljandi haldið á sem líkustu róli, eins og fram kemur á forsíðu þess í viku hverri. Þar reyndist ís- lenska verðið vera næstlægst, sem gerði þetta erlenda tímarit að ljósa punktinum í könnuninni að þessu sinni. Hvort það er þyrstum ís- lendingum nægileg huggun er hins vegar fremur ólíklegt! Það hefur löngum verið vinsælt meðal ríkisstjórna hér á landi að hækka verð á áfengi, enda eru íslendingar þess fyllilega meðvitaðir, að dropinn frá ÁTVR er dýr- mætur. En að hann væri jafndýr og fram kemur í sam- anburðarkönnun HP á verði áfengis í nokkrum Evrópulöndum hefur eflaust fáa grunað. Munurinn er t.d. töluvert meiri en fram kom í könnunum okkar á verði mjólkurafurða og hreinlætisvarnings í júlímán- uði. Og var hann þó verulegur... fjórar í Belgíu, þrjár og hálf á Bret- Verö i íslenskum krónum 'V ísland Belgía Bretland Danmörk Svíþjóö Smirnoff-vodka 75 cl 1220 383 463 770 969 Martini^dry) 1 I. 850 142 159 276 433 Remy Martin VSOP 2090 921 1088 1952 2498 Liebfraumilch 75 cl 370 90 105 149 187 MUMM-kampavín 1100 759 762 852 1228 6 {V: I) bjórdósir —- pilsner á islandi 378 190 205 252 412 1 pk. amerískar sigarettur 116 68 93 143 . 96 1 pk. innlendar/ódýrari sigarettur 108 59 88 140 81 1 eintak söluhátt morgunblað 50 20 16 25 24 1 eintak söluhátt eftirmiðdagsblað 55 20 12 > 25 21 1 eintak Newsweek 1 eintak ensk vasabrotsbók 80 96 75 88 90 („First Among Equals'O e. J. Archer 1 384 224 218 276 403 HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.