Helgarpósturinn - 06.08.1987, Síða 10

Helgarpósturinn - 06.08.1987, Síða 10
HP Ritstjórar: Halldór Halldórsson Helgi Már Arthursson Ritstjórnarfulltrúar: Egill Helgason Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaöamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Áslaug Ásgeirsdóttir, Friörik Þór Guðmundsson, Garöar Sverrisson, Gunnar Smári Egilsson, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Salvör Nordal. Ljósmyndir: Jim Smart. Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Prófarkir: Sigríöur H. Gunnarsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garöar Jensson. Augiýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson. Auglýsingar: Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Dreifing: Garðar Jensson Guörún Geirsdóttir Afgreiösla: Bryndís Hilmarsdóttir. Sendingar: Ástríöur Helga Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru í Ármúla 36, Reykjavík, sími 681511. Afgreiðsla og skrifstofa eru í Ármúla 36, sími 68 15 11. Útgefandi: Goögá hf. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaöaprent hf.______ LEIÐARI í húsnæðjsmálum Gagnbylting Alþýðusamband íslands, Vinnuveit- endasamband íslands, Verslunarráð ís- lands, forstjóri Húsnæðisstofnunar ríkis- ins, Alexander Stefánsson og nokkrir þing- menn Sjálfstæðisflokksins hafa haldið því fram í fullri alvöru, að allt sé í stakasta lagi í húsnæðismálum. Virðuleg morgunblöð — trú upplýsingaskyldu sinni við almenn- ing — hafa lagt til pláss undir efni til að undirstrika þessa skoðun — söguskoðun væri nær að kalla það. Helgarpósturinn var og er á öðru máli. Við héldum því fram pg gerum það enn, að húsnæðislánakerfið sé hrunið. Þetta er staðfest í fréttatilkynningu, sem félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurö- ardóttir, sendi út í gær. Varlegir útreikning- ar ráðherra staðfesta að umsóknir eru nú tæplega níu þúsund, en gert var ráð fyrir að þær yrðu rúmlega þrjú þúsund. Sömu varlegu útreikningar segja okkur að fjár- þörf kerfisins á fyrstu tíu mánuðunum sé á tólfta þúsund milljónir króna. Hvernig má þetta vera, spyrja menn, hélt ekki Sigurður E. Guðmundsson, for- stjóri Húsnæðisstofnunar, því fram að skrif Helgarpóstsins væru glórulaust rugl? Sakaði þáverandi félagsmálaráðherra, Alexander Stefánsson, ekki fjölmiðla um að eyðileggja þetta nýja kerfi? Og sagði ekki AsmundurStefánsson, forseti ASÍ, að nýja húsnæðiskerfið fæli í sér stórkostleg- ar félagslegar umbætur og væri bylting fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð? Það er ráð að spyrja þessa herramenn aftur. En hver eru áhrifin af þessu nýja lána- kerfi? í ágúst 1986 nam fullt lán 84% af út- borgun í 100 fm íbúð í Reykjavík. Sjö mán- uðum síðar var þetta hlutfall 66%. Á þess- um tíma hækkaði verð íbúða 24% umfram almennar verðhækkanir, þrátt fyrir fullyrð- ingar um annað. Kaupendur þurftu í ágúst að leggja fram 313 þúsund krónur til að kaupa 100 fm íbúð. Sjö mánuðum síðarvar sú upphæð 897 þúsund krónur. Þetta er ekki „bylting" í húsnæðismálum. Þetta er gagnbylting. Þess er getið í fréttatilkynningu félags- málaráðherra, að umsækjandi, sem átti fyrir fimm íbúðir, hafi sótt um lán til að kaupa sjöttu íbúðina — og fengið lánslof- orð. Á sama stað er sagt, að óbreyttur hlut- ur lífeyrissjóða og óbreytt framlag ríkis- sjóðs til félagslegra íbúðabygginga muni hafa það í för með sér að engar fram- kvæmdir verði í félagslegum íbúðabygg- ingum á næsta ári. Þetta tvennt er nöturlegasti dómur sem kveðinn hefur verið upp yfir verkalýðs- hreyfingunni á íslandi. Ábyrgðarmenn á innstæðulausum hús- næðisvíxli eru of margir til hægt sé að nefna þá með nafni, en allar helstu valda- stofnanir þjóðfélagsins lögðu blessun sína yfir þetta nýja lánakerfi. Það er í senn undr- unarefni og alvarlegur hlutur. Fljótt á litið virðast menn hafa kosið að sniðganga þá sérþekkingu sem fyrir lá um húsnæðis- markaðinn. Annaðhvort í fáti eða skiln- ingsleysi á því sem þeir voru að gera. Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, „harmaði" á sínum tíma umfjöllun Helgarpóstsins um húsnæðismál ocj sakaði blaðið um „innan- tóm æsiskrif". I öðrum fjölmiðlum hefur hann varið húsnæðislánakerfið með kjafti og klóm. Það er eðlilegt að spurt sé hvort forstjórinn viti ekkert um það sem gerist í viðkomandi stofnun, eða hvort hann hefur vísvitandi reynt að búa til nýjan raunveru- leika úr þeim sem hann hafði fyrir augun- um. Af tilkynningu ráðherra má lesa að húsnæðismál verða hitamál þriðja kjör- tímabilið í röð. Þær aðgerðir sem félags- málaráðherra grípurtil á næstu vikum ráða úrslitum um pólitíska framtíð hennar. BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Bréf til ritstjóra Rvík. 30. júlí 1987 Ágæti starfsbróðir. Eitt af því sem manni lærist fljótt í blaða- og fréttamennsku er að láta sér fátt um finnast, þótt að manni sé sveigt. En allt á sér takmörk og sem fréttastjóri Sjónvarpsins undanfarn- ar vikur get ég ekki orða bundist vegna skrifa Garðars Sverrissonar í dálkinum „Sjónvarp" í Helgarpóst- inum 30. júlí. Þar ber Garðar á borð fyrir lesendur blaðsins svo rakalaus- an þvætting um fréttastofu Sjón- varpsins að ekki verður við unað. Garðar þykist þarna vera að fjalla um fréttaflutning Sjónvarpsins af ágreiningi íslenskra og bandarískra stjórnvalda vegna hvalveiða hér við land. Ummæli hans eru með þeim endemum að sú spurning hlýtur að kvikna í hugskoti manns, hvort allt sé í lagi með skilningarvit höfundar klausunnar. Enginn sem fylgst hefur með frétt- um Sjórivarpsins af þessu máli getur með sanni haldið því fram að frétta- stofan sé „hálfgerð málpípa þeirra íslendinga sem harðar vilja ganga fram" né að hún „líti á það sem hlut- verk sitt að bakka upp sjónarmið ís- lenskra ráðamanna". Ekki eru síður fráleit og furðuleg þau ummæli Garðars að fréttastofa Sjónvarpsins gefi áhorfendum þá mynd af Banda- ríkjamönnum að þeir séu „illa upp- lýstur og móðursjúkur lýður" eða „samsafn af ríkum sérvitringum" svo að vitnað sé í orð höfundar. Fréttastofan hefur þvert á móti kostað kapps um að flytja áhorfend- um sem gleggstar fréttir af þessum málum, þar sem fram kæmu sjónar- mið sem flestra sem hlut eiga að þessu máli eða hafa látið þar til sín taka. Að sjálfsöjgðu hefur verið talað við Halldór Asgrímsson sjávarút- vegsráðherra, þótt vera megi að Garðari Sverrissyni finnist það ámælisvert, en að auki má nefna Dean Wilkinson, fulltrúa Green- peace, Árna Einarsson, einn þeirra líffræðinga sem andmælt hafa þeim veiðum sem nú eru stundaðar, Karl Lilliendahl, annan líffræðing úr sama hópi, og Helga Kristbjarnar- son, lækni og lífeðlisfræðing, full- trúa Hvalavinafélags íslands. Fieiri nöfn mætti nefna, en þessi dæmi úr umfjöllun Sjónvarpsins undanfarna daga skulu látin nægja, enda sýna þau mæta vei hversu ankannaleg ummæli Garðars Sverrissonar eru. Ljóst er því að þvættingur Garðars hittir sjálfan hann fyrir. Hann er „illa upplýstur" og hefur „orðið fyrir miklum ranghugmyndum" svo 10 HELGARPÓSTURINN að enn sé vitnað til orða hans sjálfs. Ég þykist vita að ritstjórar Helgar- póstsins hafi ekki lesið klausu hans yfir, áður en hún birtist á prenti. Kannski ættu þeir að líta yfir skrif hans framvegis, svo að þau verði Helgarpóstinum ekki til frekari vansa. Hann á betra skilið. Með bestu kveðjum, Helgi H. Jónsson varafréttastjóri Sjónvarpsins. Athugasemd blaðamanns Af einstakri yfirvegun hefur Helgi H. Jónsson „fréttastjóri sjónvarps undanfarnar vikur" gert athuga- semd við skrif mín um fréttir í hval- veiðiskyni undanfarna mánuði. Fréttastjórinn þykist vita að ritstjór- ar HP hafi ekki lesið dálk minn áður en hann birtist. Ég verð aö hryggja hann með því að tveir samstarfs- menn mínir, þar af annar ritstjórinn, lásu þennan dálk áður en hann birt- ist og vildu báðir kveðið hafa, enda orð í tíma töluð. Fréttastjóri sjónvarpsins veltir upp þeirri spurningu „hvort allt sé í lagi með skilningarvit höfundar". Ef hann í fullri alvöru heldur að gagn- rýni mín sé sprottin af einstaklings- bundinni fötlun vaknar sú spurning hvers vegna verið er að senda út at- hugasemd. Sjá ekki allir fullfrískir áhorfendur að fréttastofa sjónvarps heldur sig fast við kjarna málsins? Nei, auðvitað ekki. Auðvitað sér hver fullfrískur áhorfandi að sjón- varpið hefur farið út um víðan völl og þvælt hvalveiðideiluna með alls- kyns aukaatriðum. Áður en hvalveiðideilan er á enda verða fréttastjórar sjónvarps að gera sér grein fyrir því um hvað hún snýst. Hún snýst hvorki um sjálf- stæði íslendinga né heldur um það hvort réttara sé að veiða hvali eða friða. Hún snýst um það, og það eitt, hvort við íslendingar erum að fara í kringum okkar eigin samþykkt um tímabundna stöðvun hvalveiða, samþykkt sem við skrifuðum undir af fúsum og frjálsum vilja. Deilan snýst um það hvort vísindaleg nauð- syn krefjist þess að við rekum heila hvalstöö í miðju hvalbeiðibanni, okkar eigin banni. Endalaus viðtöl um hvalaverndun og sjálfstæði ís- lendinga koma þessum kjarna máls- ins nákvæmlega ekkert við. Þau eru einungis til þess fallin að slá ryki í augu fólks. I stað þess að amast við gagnrýni minni ættu fréttastjórar sjónvarps að snúa sér betur að kjarna málsins og upplýsa áhorfendur, m.a. um þá fyrirlitningu sem við höfum bakað okkur í samfélagi þjóðanna. Gardar Sverrisson Athugasemd í Helgarpóstinum sem kom út 30. júlí sl. er klausa um Erfðafjársjóð. Þar kemur fram að aldrei sé birt hvert fé úr sjóði þessum renni og sagt að félagsmálaráðherra hafi sjóðinn til ráðstöfunar. Af þessu tilefni vill ráðuneytið taka fram eftirfarandi og óskar að því sé komið á framfæri í næsta tbl. Helgarpóstsins: Reikningar Erfðafjársjóðs eru ár- lega birtir með reikningum Trygg- ingastofnunar ríkisins og eru að- gengilegir öllum sem vilja kynna sér þá. Félagsmálaráðherra úthlutar engum fjármunum úr Erfðafjár- sjóði. Samkv. lögum um málefni fatlaðra nr. 41/1983 renna tekjur Erfðafjársjóðs í Framkvæmdasjóð fatlaðra. Raunar hefur það orðið þannig í framkvæmdinni að aðeins hluti teknanna hefur runnið í þann sjóð, en hinn hlutinn beint í ríkis- sjóð. F.h.r. Húnbogi Þorsteinsson LAUSNIR Á SKÁKÞRAUTUM 65 Nielsen 1. De7! Nú er svartur í leikþröng. Kóngurinn getur ekki hreyft sig og biskupinn má sig heldur ekki mik- ið hræra vegna Dxg7. 1 - Bg6 2 De3 # 1 — g6 2 Dh4# 1 — g5 2 Df8# 66 Blumenthal Lykilleikurinn er ótrúlegur: 1. Rh8! Kc4 2 Rf7 Kb5 3 Rd6# Kd43 Db4# Mátin eru óvænt og kórrétt, ridd- arinn verður að fara þennan krók, því að 1 Re5 mundi patta kónginn. Ph4 er nauðsynlegt, það kemur í veg fyrir aðra lausn: 1 Rh4 2 Rf5 .og 3 Rd6. llEiinhverju sinni var sagt að á ís- landi væru tvær tegundir bygginga sem ekkert væri til sparað hvað teikningar og smíðar varðaði; kirkjur og bensínstöðvar. Þessi mannvirki eiga sennilega ekkert annað sameiginlegt og víst er til dæmis að mikill er munur þar á byggingarhraða: Á meðan bensín- stöðvar spretta upp úr jörðinni eins og gorkúlur silast kirkjurnar eins og sniglar úr moldu. Þessar líkingar úr fræðum jurta og dýra þekkja Akur- eyringar, en nú á örfáum mánuðum hafa þrjár glæsilegar bensínstöðvar risið úr jörðu á meðan ný sóknar- kirkja úti í Glerárþorpi hefur bætt við sig þetta einum glugga og vegg á síðustu árum og þarf mörg önnur til áður en verki lýkur. Tvær þessara nýju bensínstöðva eru frá Esso í rekstri Kennedy-bræðranna svo- kölluðu,_ Skúla, Birgis og Vil- helms Ágústssona, og hefur önn- ur þeirra þegar verið opnuð við Höfðahlíð m.a. með fullkominni þvottastöð. Utar í sama hverfi, við Hörgárbraut, var ný Shellstöð opn- uð nokkru áður og vann þar með nokkuð æðislegt byggingarstríð um það hvort olíufélaganna yrði fyrra til að opna nýja stöð á Akureyri. Þriðja bensínstöðin sem enn er í byggingu er á nýjum gatnamótum Drottningarbrautar og Leiruvegar, en hún mun að sögn kunnugra slá hinum við hvað glæsileika viðvíkur. Uppi á þaki einnar byggingarinnar á þessum sérstaka stað úti á mótum Pollsins (botn Eyjafjarðar) og ósa Eyjafjarðarár verður sérinnréttaður veitingastaður með hvolfþaki úr gleri, sá fyrsti sinnar tegundar á bensínstöð hérlendis og vafalítið þó víðar væri leitað. Svo undrast menn hátt bensínverð á íslandi. . . l haust verður Hallgrímur Dal- berg sjötugur og hættir sem ráðu- neytisstjóri félagsmálaráðuneytis. Þar er sem kunnugt er sest að völd- um konan og jafnréttissinninn Jó- hanna Sigurðardóttir. Má heita öruggt að Jóhanna sjái til þess að fyrsti kvenkyns ráðuneytisstjórinn sjái dagsins ljós. Reikna má með því að sá kvenmaður verði af kratískum toga. Ef engin slík hæf finnst í sjálfu ráðuneytinu verður að leita út íyrir það. Og eftir smávægilegar þreifing- ar komu fljótlega upp nokkrir val- kostir þar sem líklegastar þóttu Guðríður Þorsteinsdóttir, lög- fræðingur og fyrrum formaður Jafn- réttisráðs, og Kristín Guðmunds- dóttir, fyrrum framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins og núverandi for- maður Bandalags kvenna... l^rframlög til Þjóðarbókhlöð- unnar á þessu ári munu nema eitt- hvað nálægt 40 milljónum. Sam- kvæmt ákvörðun byggingarnefndar hússins rennur þessi peningur til lóðarframkvæmda og ber þar hæst mikla grjóthlaðningu umhverfis hlöðuna og síki milli hennar og hússins sjálfs. Síki þetta hefur reynd- ar þegar fengið viðurnefnið Þágu- fallssíki til vitnis um helsta vanda íslenskunnar á okkar dögum. Að gamni slepptu finnst mörgum áhugamanninum um íslenskatungu og menningu sem téðum tugmillj- ónum hefði betur verið ráðstafað innanhúss en utan svo starfsemi bókhlöðunnar gæti hafist fyrr en ella og væri það íslenskum fræðum frekar til framdráttar en fagur garð- ur. . . wit eirsem gistuíSkaftafellium verslunarmannahelgina urðu fyrir heldur óviðkunnanlegri reynslu. Af ótta við almennt fy llerí í þjóðgarðin- um læstu þjóðgarðsverðirnir þá sem gistu á tjaldstæðinu inni á laug- ardagsnóttina. í hliðinu að tjald- stæðinu er vanalega keðja á næt- urnar til að hefta óþarfa bílaumferð. Það mun hins vegar ekki hafa gerst áður að á hana hafi verið settur hengilás. Ástæðan fyrir því að það var gert á laugardagskvöldið var sú að dansibal! var haldið í sveitinni. Þeir sem ekki höfðu ekið út af tjald- stæðinu fyrir klukkan ellefu komust því ekki út af því fyrr en klukkan sjö á sunnudagsmorgun. Þjóðgarður- inn í Skaftafelli er því vel verndaður og stofufangelsi jafnvel beitt til að halda í horfinu. . .

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.