Helgarpósturinn - 06.08.1987, Page 12

Helgarpósturinn - 06.08.1987, Page 12
eftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smart AMY ENGILBERTS LES IÍR UNDIRSKRIFT RÁÐHERRANNA ELLEFU, SEM UM ÞESSAR MUNDIR HAFA SETIÐ VIÐ VÖLD í EINN MÁNUÐ Amy Engilberts: „Einungis Stein- grímur, Halldór og Jóhann eru verulega úthaldsgóö." HEITAR TILFINNINGAR EN LÍTIÐ ÚTHALD Pegar Jim Smart var aö festa nýju rikisstjórnina á filmu í Rádherra- bústadnum fyrir mánudi tók hann líka mynd af opinni gestabók, sem þar var. Við fórum með Ijós- myndina til Amy Engilberts, sem las ár skriftinni ýmislegt athyglis- vert um ráðherrana ellefu. Þad er ekkert nýtt, aö menn hafi áhuga á skrift og því, sem úr henni má lesa. Hér á landi er þó engin hefð í þeim fræðum eins og meðal margra annarra þjóða, t.d. í austurlöndum og víða á megin- landi Evrópu. Þar starfa rithandar- sérfræðingar hjá mörgum stór- fyrirtækjum, jafnvel líka hjá hinu opinbera, og veita starfsmanna- stjórum ráðgjöf við ráðningar. Rit- handarlestur hefur þar að auki verið notaður árum saman tii að ganga úr skugga um persónuieika tilvonandi starfsmanna bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Og sagt er, að Rússar beiti þessum fræðum óspart á skrift vestrænna ráða- manna, hvað sem til er í siíkum staðhæfingum. Þeir, sem trúaðir eru á rithandar- lestur, segja að í skrift manna komi ýmislegt upp á yfirborðið; t.d. hvað við hræðumst, hve ákaft við þráum að komast áfram í lífinu, langanir okkar og draumar og helstu persónueinkenni. Og það eru ekki upp til hópa furðu- fuglar eða sígaunar, sem halda þessu á loft. Menn eins og Goethe, Arthur Conan Doyle og Edgar Allan Poe voru t.d. allir áhuga- samir um rithandarlestur, og fræðin eru kennd við ýmsa viður- kennda skóla, svo sem London herranna ellefu. Það skal þó tekið fram, að undirskriftin ein segir ekki alla söguna um viðkomandi einstakling og þess vegna verður persónulýsingin í mjög grófum dráttum. Ef vel á að vera þarf rit- handarsérfræðingurinn að hafa svo sem eina síðu af rituðum texta frá ýmsum tímaskeiðum persón- unnar. Pað er athyglisvert, að Amy segir fimm ráðherranna vera afskaplega tilfinningaríkar persónur: Stein- grím Hermannsson, Birgi ísleif Gunnarsson, Friðrik Sophusson, Jón Baldvin Hannibalsson og Jó- hönnu Sigurðardóttur. Einungis þrír ráðherrar teljast hins vegar úthaldsgóðir og þraut- seigir. Það eru þau Steingrímur, Halldór og Jóhanna. Matthías Á. Mathiesen kemst þó nálægt þeim hvað þetta varðar, en ekki jafnaf- dráttarlaust og þremenningarnir. Lítum þá á umsögnina, sem ríkis- stjórnin fékk hjá Amy Engilberts: Ríkisstjórn íslands. Amy Engilberts athugaði fyrir Helgarpóstinn hvaö undirskrift ráðherranna gæfi til kynna um þeirra innri mann. School of Economics (LSE) og fleiri. Amy Engilberts lærði í Frakklandi að lesa úr rithendi fólks. Við sýndum Amy myndina af gesta- bókinni í Ráðherrabústaðnum og báðum hana að segja okkur hvað hún læsi úr skrift nýju ráð- ÞORSTEINN PÁLSSON: Þorsteinn hefur flókna skrift. Hún bendir tii að hann sé á varðbergi gagnvart öðru fólki, allvarkár og lokaður persónuleiki. Hann er mjög drífandi þegar starfið er annars vegar, en heldur öðrum frá sér. Þessi tilhneiging Þorsteins til að vernda sig fyrir umhverfinu getur valdið því, að hann reynist erfiður í samstarfi. STEINGRÍMUR HERMANNSSON: Steingrímur er tilfinningamaður. Hann er bjartsýnn að eðlisfari og nokkuð jafnlyndur. Honum hættir hins vegar stundum til að sýna mikla þrjósku. BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON: Birgir ísleifur er viðkvæmur og tilfinningaríkur maður. Hann er þó afar varkár í tilfinningamálum og verður að teljast lokaður persónu- leiki. Mikið jafnaðargeð einkennir einnig Birgi Isleif. JÓN SIGURÐSSON: Jón vinnur hratt og gefur sér lítinn tíma til að slaka á, enda liggur honum líka töluvert á. Hann er framkvæmdasamur maður, sem metur starf sitt og stefnu í lífinu framar öllu öðru. FRIÐRIK SOPHUSSON: Friðrik hefur klassíska skrift. Hann er tilfinningaríkur, næmur og afar íhaldssamur maður. Friðrik hefur mjög mikla tilhneigingu til að láta undan, þegar til lengdar lætur. Baráttuhugurinn fjarar sem sagt auðveldlega út. GUÐMUNDUR BJARNASON: Guðmundur er lokaður persónu- leiki og svolítið tvískiptur. Hann er mjög hrifnæmur og gæti verið list- rænn. Það hentar honum best að fara diplómatískar leiðir og sýna varkárni fremur en hörku. Þetta gæti bent til þess að hann væri allsveigjanlegur í samstarfi. Guð- mundur er sáttfús maður að eðlis- fari. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON: Jón Baldvin er maður tilfinning- anna, sem hann lætur oft stjórna sér um of. Hann er fullur hug- sjóna, næstum byltingarsinni, en skortir úthald. Þó er hann vinnu- samur og snöggur og liggur mikið á. En fullfljótfær og skortir nauð- synlega þolinmæði og biðlund. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR: Jóhanna hefur úthaldið, sem Jón Baldvin skortir. Hún er sjálfri sér samkvæm, trú hugsjónum sínum og kemur til dyranna eins og hún er klædd. Valdabarátta á afar illa við hana, því Jóhanna er enginn refur. Hún er mjög tilfinningarík hugsjónamanneskja, sem hefur bæði þrjósku og seiglu til að fylgja baráttumálum sínum eftir. Þannig rituðu ráðherrarnir ellefu nafnið sitt í gestabók Ráðherrabústaðarins þann 8. júlí síðastliðinn. MATTHÍAS Á. MATHIESEN: Matthías er flókinn persónuleiki, hrifnæmur og örgeðja. Hann leggur mikið upp úr því að komast áfram í lífinu og lætur ekki undan fyrr en í fulla hnefana. Matthías getur líka búið yfir tölu- verðu úthaldi, ef því er að skipta. JÓN HELGASON: Jón er hefðbundin persóna. Hann er varkár og allþrjóskur. Skap- mikill er hann, en trygglyndur. Jón Helgason hefur trúlega verið þreyttur eða á annan hátt illa fyrir kallaður, þegar hann skrifaði nafnið sitt í gestabókina. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON: Halldór er mjög viljasterkur og ákveðinn maður, en getur verið svolítið þrjóskur. Hann er fram- kvæmdasamur og drífandi, en stundum fljótfær. Það skiptir Halldór miklu máli að komast áfram í lífinu og honum hættir til að byrgja tilfinningar sínar inni. 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.