Helgarpósturinn - 06.08.1987, Side 15

Helgarpósturinn - 06.08.1987, Side 15
Gisting Veitingasala Bar Bíó Fundarsalir Rádstefnur Dans HÖTEL VALASKJÁLF EGILSSTÖÐUM Sími: 97-1500 málið, virðist ekkert innlegg eiga í þessa umræðu, nema viðurkenna og sætta sig við ríkjandi ástand. Finnst mér þjóðkirkjan hafa sýnt það með greinargerð frá nýafstað- inni prestastefnu, þar sem höfðað er til allra kristinna manna, bæði gagn- kynhneigðra sem samkynhneigðra, að sýna gætni í kynlífsmálum. Hvernig geta þessir fulltrúar þjóð- kirkjunnar lagt blessun sína yfir samkynhneigt fólk og þannig viður- kennt það umyrðalaust sem kristið fólk? Kynvilla er röng. Við sjáum það í Biblíunni og náttúran sjálf kennir okkur að slíkt er óeðli. I 21.—22. versi í 2. kafla Rómverja- bréfsins sjáum við m.a. túlkun Bibl- íunnar á kynvillu, þar sem kynvilla er talin óeðlileg, kvenfólk sagt breyta eðlilegum samförum í óeðli- legar og karlmenn sagðir fremja „skömm" með hvor öðrum. Biblían kennir jafnframt að Guð elskar manninn og vill leysa hann undan oki syndarinnar. Syndin er allt það sem með manninum býr, sem er í andstöðu við heilagan persónuleika Skaparans. Syndin er því frekar hvað við erum heldur en það sem við gerum. Syndin er til staðar í upp- runa okkar og eðli, og allar illar gjörðir okkar eru aðeins afleiðing syndugs eðlis okkar. Guð vill frelsa okkur og gefa þeim nýja vitund sem elska hann. í hljóðvarpsviðtali um daginn var prestur nokkur spurður að því hver væri afstaða þjóðkirkjunnar til óvígðrar sambúðar. Eftir litla þögn svaraði presturinn: „Ég get því mið- ur ekki svarað þessu." „Á Drottins degi“, sem er blaðsíða í stærsta dag- blaði landsins, var vitnað í erindi prests eins frá síðustu prestastefnu. Þar segir þessi prestur að sú fjöl- skyldumynd sem Biblían dregur fram sé orðin úrelt. Kristið fólk stendur á öndinni og horfir agndofa á vígða embættismenn kirkjunnar versla þannig með hornsteina krist- ins siðgæðis. Sumir gætu haldið að trúarofsi og þröngsýni hefðu náð tökum á mér. Svo er ekki. Þetta er aðeins einiæg sannfæring mín og hana byggi ég á orði Guðs. Þótt margt hafi breyst í íslensku þjóðfélagi og hvað ofan- greint mál varðar, og ekki til hins betra, megum við ekki versla með orð Guðs og útþynna það, þar til það fellur að gjörðum okkar. Við getum ekki sagt syndina eðlilega. Okkur þætti lítil hjálp í þeim lækni sem segði við okkur sjúk: „Ég ætla ekki að lækna þig því það er eðlilegt og rétt að þú sért sjúkur." Að lokum þetta: Ritningin segir í Orðskviðum Salómons: „Að vera allra vinur er til tjóns." Svo virðist sem þjóðkirkjan leggi allt í sölurnar til þess að halda friðinn og styggja enga „meðlimi" sína, og sé þá reiðu- búin að nota hentistefnu við útlegg- ingu á Guðs orði. Orð Guðs verður því bitlaust og lífvana og kemur ekki því til leiðar sem til var ætlast: lífi, lækningu og lausn." ‘A ( HeimttisjœWJhf HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.