Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 06.08.1987, Qupperneq 16

Helgarpósturinn - 06.08.1987, Qupperneq 16
eftir Garðar Sverrisson mynd Jim Smart Doktor Arnór Hannibalsson hefur nýlega sent fró sér bók þar sem hann gagnrýnir harðlega opinbera skólastefnu ó Islandi. Helgarpósturinn ræðir við Arnór um skólamól og breytingar í - þeim efnum ó liðnum órum. JAFNRETTI MISSKILIÐ Hann er þeirrar skoöunar aö skólastefnan sem íslenska ríkiö hefur fylgt síöustu áratugi eigi sér hœpnar fræöilegar forsendur. Sumar forsendur þess- arar stefnu standist ekki heimspekilega gagnrýni. Hann telur að skólastefn- an eigi ekki aö miöa að því aö jafna frammistööu nemenda, heldur kenna þeim aö nýta og rœkta ólíka hœfileika sína og efla með þeim þjóðlega vit- und. Doktor Arnór Hannibalsson, heimspekikennari við Háskóla íslands, hef- ur nýlega sent frá sér bók þar sem hann heldur m.a. ofangreindum sjónar- miðum fram. Bókin, sem heitir einfaldlega Skólastefna, hefur þegar valdið nokkrum deilum. Gagnrýnendur hafa hvort tveggja lofað hana mjög og lastað. Hér er líka um mikið og viðkvœmt hitamál að rœða þar sem milli- vegur virðist varla til. Áður en ég tek að ræða skólamáiin við Arnór ber ég undir hann þá hörðu gagnrýni sem hann hefur m.a. fengið í einu dagblaðanna. „Þetta var nú hvorki málefnaleg né rökleg gagnrýni," svar- ar Arnór. „Það er t.d. ekki rétt, að kennsla í mál- fræði sé úrelt eða að hún þurfi að valda andúð nemenda á móðurmálinu. Það er algerlega út í hött.“ Greinilegt er að Arnóri finnst þessi blaðagagn- rýni of illa grunduð til að eyða frekar á hana orð- um. En ég sþyr hann hver tilgangur bókarinnar sé. „í stuttu máli þá er ég að vekja athygli for- eldra og skólamálayfirvalda á því hver stefnan er og nauðsyn þess að breyta henni. í bókinni sýni ég fram á að skólastefnan er röng.“ TÆKNIHYGGJA En áður en lengra er haldið: Til hvers á skóli að vera? „í íslensku er til sögnin að mennta. Hún þýðir að gera menn að mönnum. En þá má spyrja: Hvað er það að vera maður? Hvernig á að gera börn að mönnum? Tilgangur skóla er að alefla hæfileika og skilning. Þau eiga rót í meðfæddu upplagi og þroskast eftir aðstæðum. Frumkvöð- ull atferlisstefnunnar, John B. Watson, sagði rétt eftir síðustu aldamót: Látið mig fá hvaða barn sem er og ég skal gera úr því snilling eða fávita. Hann hugði, að menn mætti móta með aðferð- um, sem hægt væri að lýsa nákvæmlega. Sumir frömuðir skólamála tileinkuðu sér þennan mannskilning. Hann hefur haft mikil áhrif á skólamálastefnu okkar og erlendra þjóða. At- ferlismótun beinist að þyí að efla hæfni og getu til að gera eitthvað. Á slíku er þörf í skólum. En hún er ekki hið sama og skilningur og þekking. Skólastefna í þessum anda nýtir aðferðina við alla kennslu. Náttúruvísmdi verða ríkur þáttur náms, þó skyldi lítt farið út í yztu æsar, því að vísindakenningar úreltust fljótt. Máli skipti að efla hæfni til vinnubragða." Arnór segir það gottög gilt að kenna nemend- um að afla þekkingar. En ein afleiðing þessarar stefnu sé að skólar vanræki að flytja á milli kym slóða þjóðlegan arf og þjóðleg verðmæti. „í þessu viðhorfi felst tæknihyggja. Saga, tunga og bókmenntir falla í skuggann." KENNING PIAGETS — Þessi tæknihyggja er samofin ákveðnum mannskilningi? ,,Já. Um og eftir 1970 var mjög sótt til atferlis- hyggju við mótun skólastefnu hér á landi. Síðan var einnig leitað á náðir Piagets. Kenning Piag- ets er sú, að menn þroskist í þrepum. Námsefnið hefur verið skrifað með það í huga. Ef þessum kenningum væri fylgt alveg eftir þá værum við hvorki læs né talandi fyrr en um 12 ára aldur. Sú formúla er höfð eftir Piaget, að á þeim aldri geti menn farið að hugsa sértækt eða óhlutstætt. Þessi formúla er hrein fjarstæða. Orð tungunnar eru safn óhlutstæðra hugtaka. Vissulega þrosk- ast hæfileikinn til að hugsa smám saman. Þessi kenning um, að börnum sé fyrirmunað að hugsa óhlutbundið fyrir 12 ára aldur, er líklega tals- verð einföldun á því, sem Piaget hefur skrifað um þroskaferil barna." í bókinni Skólastefnu fjallar Arnór um flestar mikilvægustu hliðar skólanámsins. Hann ræðir inntak þess, kröfur og aðferðir. Arnór er þeirrar skoðunar að námsinntak hafi horfið í skuggann fyrir aðferðum. Við ræðum um aðferðir, m.a. um hinn svokallaða „opna” skóla. BLANDAÐIR BEKKIR „Engin ein aðferð er sú eina rétta. Aðferð á að laga eftir nemendum og aðstæðum. Ein kenn- ing er sú, að börn læri meira og betur af beinni reynslu en af bókum og fyrir tilstilli hins talaða orðs. Hugmyndin er að fara að eins og vísinda- menn, að taka hluti, bera þá saman og draga síð- an ályktanir. En vísindamenn komast sjaldan að merkilegum niðurstöðum með skoðun einni saman. Það þýðir til dæmis lítið fyrir jarðfræð- ing að skoða eldfjöll án þess að hafa aflað sér einhverrar fyrirfram fræðiþekkingar um við- fangsefnið. Menn komast ekki að nýmælum með því einu að hlaupa út um víðan völl, heldur með því að finna betri skýringu og setja hana í fræðilegt samhengi. Til þess þarf hugkvæmni og virka þekkingu. Það eitt að þukla hluti gefur skólabörnum rýra þekkingu. Reynslu þarf að skilja í hugtakalegu samhengi. Skoðun ein leiðir ekki til fræðilegs skilnings. Hið einhliða reynslu- viðhorf er undirpúkkað með þeirri þroskakenn- ingu sem höfð er eftir Piaget, að börn geti ekki hugsað óhlutstætt." Nú víkjum við frá kennsluaðferðum og að bekkjaskipan, blönduðum bekkjum. Arnór seg- ir, að það hafi verið röng ákvörðun að skipa svo fyrir, að allir bekkir í öllum skólum skyldu vera blandaðir. Þetta ætti að fara eftir aðstæðum. Það er erfitt fyrir einn kennara að ráða við stóran blandaðan hóp. Skólarnir eiga að ráða þessu sjálfir. Blöndun og röðun geta verið með ýmsu móti. Aðalatriðið er að skólinn lagi sig að þörf- um nemandans. ( ÞÁ BRESTUR ÞREKIÐ Skólar landsins veita sérkennslu þeim nem- endum sem erfiðast eiga með nám. Eg spyr Arn- ór um stöðu þeirra, sem eiga auðvelt með nám. Eru þeir illa settir í skólakerfinu? „Ég álít að það sé misskilið jafnrétti að ætla að láta alla læra það sama á sama tíma og að það þurfi einungis að hjálpa þeim sem minna mega sín — hinir geti bjargað sér sjálfir." — Gera þeir það ekki? „Nei ekki alltaf. Oft bælast niður hæfileikar sem annars myndu nýtast bæði þjóðfélaginu og þessum einstaklingum sjálfum. Ég hef marg- sinnis rekið mig á, að vel gefnir nemendur venj- ast á að hafa ekkert fyrir náminu. Þeir fá bara sínar háu einkunnir án þess að hafa nokkuð fyr- ir því. En þegar kemur að því að þeir þurfa að taka á, til dæmis í háskóla, þá brestur þá þrek. Kröfur um harða vinnu koma þeim að óvörum. Einkunnir þeirra hrapa og þeir missa kjark. Ég hef lýst þeirri skoðun, að hver nemandi, hvernig sem hann er af Guði gerður, eigi að fá verkefni við sitt hæfi — verkefni sem reynir á kraftana. I því skyni er í sumum tilvikum hent- ugt að flokka menn eftir getu, en það þarf þó ekki að vera almenn regla. Sumir álíta sam- keppni hættulega. Enginn má skara fram úr og fá viðurkenningu fyrir það. En hvernig er lífið? Menn keppa við aðra og keppast sjálfir við að ná tökum á verkefnum. Mönnum finnst sjálfsagt að íþróttamenn og skákmenn keppi, en bregðast öndverðir við, þegar nemendur í skóla keppa." SPEGILL ÞJÖÐLÍFSINS — Skilar skólakerfið síður menntuðu fólki nú en áður? „Fjölmargir framhaldsskólamenn segja, að hlutverk þeirra sé að veita almenna menntun. Almenn menntun hlýtur að skiptast í þrennt. Fyrst og fremst er hún fólgin í því að innleiða nemendur í hefðir, sögu og móðurmál þjóðar sinnar. í öðru lagi að ná tökum á vísindum eða fræðigreinum. Og í þriðja lagi á hún að vera starfsþjálfun. Þetta þrennt skarast verulega. Síðustu ár hefur miðað að því að rýra kennslu í móðurmáli, sögu og hefðbundnum húmanísk- um greinum. Dregið hefur verið úr kröfum. Samræmd próf eru útbúin svo, að vart á nokkur að falla. Samt ná ekki allir prófi. Síðan er því log- ið að mönnum að brautin sé bein til stúdents- prófs. Framhaldsskólinn lækkar risið. í háskóla fellur stór hópur eða hverfur frá námi eftir fyrsta ár. Það fráhvarf á margar skýringar. Háskóla- nám hentar ekki öllum. Lélegur undirbúningur er hluti skýringarinnar." — Hvaða máli skipta greinar eins og heim- speki og listir, til dæmis? Vanmetur skólakerfið gildi þessara greina? „Skilningur á þessum efnum er eðlisþáttur menntunar. Einhliða áherzla hefur verið lögð á raunvisindi, eðlisfræði, líffræði og stærðfræði. Skólum ber að stuðla að því að menn verði virk- ir þátttakendur í menningarlífi. Þeir ættu að gera meira fyrir greinar eins og tónlist og mynd- list, leiklist og dans. Kennsla í þessum greinum fer mest fram utan hins hefðbundna skólakerfis. Listir og bókmenntir eru spegill þjóðlífsins. Menn auðga eigið líf með því að njóta þeirra. Kennsla í þeim á að vera þáttur í að leiða nem- endur í heim eigin þjóðmenningar.“ MÁL BÓKMENNTA OG BÆNDA — En heimspekin? Skiptir hún máli fyrir menntun barna og unglinga? „Heimspeki á mikið erindi til barna sem þjálf- un í rökhugsun. Hún er mjög gagnleg við að þjálfa krakka í að rökræða, til dæmis siðferðileg álitamál, og við að gera greinarmun á persónu- legum fordómum og rökstyðjanlegum skoðun- um. í lögum segir, að skólinn eigi að búa nem- endur undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Til þess þarf rökfestu í hugsun. Ef menn kunna ekki að leiða saman hesta sína verður þessu mark- miði varla náð. Heimspeki á því erindi í skóla.“ — í bókinni Skólastefnu gagnrýnir þú harð- lega afstöðu skólayfirvalda til móðurmáls og sögu. Hvers vegna leggur þú svona mikla áherslu á að þessar greinar mæti ekki afgangi? „Til er nokkuð sem heitir hin sígilda mennta- hugsjón. Margir hafa talið, að vísindi og tækni hafi gert hana úrelta. Hvarvetna um Vesturlönd vakna menn upp við þann draum, að það eru menning og hefðir hverrar þjóðar, sem skipta mestu máli fyrir menntun manna. Það er mis- notkun á vísindum og tækni ef þau ryðja burt þjóðlegum menningarverðmætum í skólum og verða til að slíta menn upp af eigin rótum. Móð- urmál, saga og bókmenntir eru kjarni almennr- ar menntunar. Ég hef gagnrýnt það viðhorf, sem er sótt til atferlis- og tæknihyggju, að móður- málskennsla sé málatferlismótun eingöngu. En það þýðir, að börn eru þjálfuð í að nýta þann orðaforða, sem þau hafa, til að tjá sig. Kennari á ekki að kenna vandað orðfæri. Þetta er rangt. íslenzkukennsla á að miða að því að nemendur tileinki sér sígilt orðfæri íslenzkt. Það er mál bókmenntanna og mál bænda, svo sem það var fram á síðustu ár. — Það viðmið á einnig að hafa við kennslu erlendra mála: Það er mikilvægt að menn læri að snúa erlendu orðfæri (nú einkum ensku) á gott íslenzkt mái.“ — Nú tala menn um málfarslega hnignun fjöl-

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.