Helgarpósturinn - 06.08.1987, Side 18
eftir Kristján Kristjánsson
Innlent unglingaefni sjónvarps:
Ovinsælasta efnið
nokkur orö um könnun á sjónvarpsglápi barna og unglinga
Ríkisútvarpib — sjónvarp lét ný-
lega gera fyrirsig heljarmikla könn-
un á því hvernig börnum líkar þad
barnaefni sem þeim er bodiö upp á.
I könnuninni kom heilmargt í Ijós,
bœöi það sem margir þóttust vita
fyrir og eins margar athygliverðar
nýjar niðurstöður. Sú athygliverð-
asta án efa sú hvað innlent ungl-
ingaefni er óvinsœlt. Hér verður þó
ekki farið djúpt í þessa könnun, lát-
iö nœgja að byggja á henni lauslega
litla grein sem gæti flokkast undir
almenna hugvekju að kristilegum
sið, um glápið og gagnið sem hafa
má af því.
I — ALMENNT GLÁP
Börn og unglingar horfa mikið á
sjónvarp. Þetta er fullyrðing sem
engum ætti að koma á óvart. Sér-
staklega þegar tekið er tillit til þess
að það er sjónvarpstæki á öllum
heimilum. Aðeins 0,5% þeirra sem
spurðir voru í könnuninni hafa ekki
sjónvarp á sínu heimili. Og tæp 60%
hafa myndbandstæki á heimilinu.
t'að þarf þó ekki endilega að fara
saman að eiga sjónvarp og horfa á
það en það er alveg ljóst þegar þessi
könnun er skoðuð að sjónvarp er
ekki keypt sem stofustáss. Það er
keypt til að vera notað. Þannig horf-
ir aðeins um 1% barna sjaldan eða
aldrei á sjónvarpið á meðan að 7 af
hverjum 10 horfa alltaf eða oft.
Þetta segir manni ofur einfaldiega
að börn og unglingar sitja fyrir
framan skjáinn og horfa og horfa.
Þau gera þá ekki annað á meðan,
enda hefur það löngum verið haft á
orði að sjónvarp sé einhver besta
barnapía sem foreldrar geta ráðið
sér. Þess hafa enda sést dæmi nú í
seinni tíð. Allir skemmtistaðir fullir
af fólki sem á afruglara af því að það
er svo auðvelt að setja bara börnin
niður fyrir framan imbann ef
þynnkan er að drepa mann, barna-
efni allan daginn og engar áhyggjur.
Vesalings greyin, hafa sjálf ekki
rænu á því að kúka og pissa af því
það er svo spennandi í sjónvarpinu,
geta ekki borðað fyrir Jenna,
drukkið fyrir Tomma.
II - ALMENNT GLÁP
EN Á HVAÐ?
Það er helgistund þegar Fyrir-
myndarfaðir er á skjánum. Öll fjöl-
skyldan situr límd við að horfa á
hversdagslega atburðarás, krydd-
aða bröndurum úr munni föðurins,
eða til að sjá hann bíða lægri hlut i
rökræðum við konuna eða krakk-
ana. Það hefur komið fram í könn-
unum áður sem sjónvarpið hefur
látið gera að allir horfa á þessa fyrir-
myndarfamilíu. Börnin ekki síður.
Þetta er þeirra uppáhaldsefni, jafn-
vel 3—6 ára börn hafa gaman af, svo
gaman að flest þeirra horfa oft eða
alltaf. Hinsvegar nennir ekki nokk-
ur krakki að horfa á íslenskt barna-
efni; Rokkarnir geta ekki þagnað,
Unglingarnir í frumskóginum, Stóra
stundin okkar — þetta eru bara foj
þættir og mega missa sín. Skipa þrjú
efstu sætin þegar börnin eru spurð
hverju þau telji að eigi að sleppa —
jafnvel Geisli, menningarþáttur
með dáldlu ,,við erum kúlturklíkan
á stallinum" -ívafi, má sín einskis í
þessari óvinsældakönnun. Það er
auðvitað Ijóst strax að þarna hefur
Hrafni og félögum skotist. Það sem
þeir eru að gera er bara dæmt sem
ullabjakk og leiðinlegt af þeim sem
eiga að horfa á það.
Og skórinn farinn að kreppa
niðr’á sjónvarpi. Búið að vera að
reyna að framleiða barnaefni, oft
með harmkvælum, af því það eru
ekki til nógir peningar og af því að
enginn nennir að vinna þar fyrir
ónóg laun. Svo nenna börnin bara
ekkert að vera með og fara í fýlu
þegar kemur íslenskt efni. Kannski
er skýringin bara sú að það stenst
ekki samkeppnina, ekkert gaman
að horfa á fúsk, jafnvel þó það sé á
móðurmálinu.
III - ALMENNT GLÁP
OG LANDAMÆRALEYSAN
Það er þetta með íslenskuna. Allir
foreldrar urðu fegnir þegar ákveðið
var að setja íslenskt tal á barnaefni
en það er ekkert víst að börnin hafi
endilega verið jafn fegin. Þau þurfa
enga tungumálakunnáttu til að
skilja myndirnar á skjánum, mynd-
málið er alþjóðlegt og þarfnast
engra skýringa. Og það er ekkert
jafn asnalegt og að horfa á varir
hreyfast í alit öðrum takti en það
sem eyrað nemur. Það er truflandi,
passar ekki saman frekar en þegar
Bjarni Fel, úr litlum klefa ofan af
Laugaveginum, er að reyna að færa
bikarstemmningu af Wembley inn í
stofur á íslandi. Það dettur engum í
hug að börn, frekar en aðrir, gleypi
við svo einföldu trikki, bara að setja
íslenskt tal og þá er efninu reddað.
Kannski er það jafn ómerkilegt,
kannski ómerkilegra. Enda setja
börnin það ekki hátt að auka barna-
efni með íslensku tali — þau vilja
hinsvegar fá meira af alíslensku efni
og þá væntanlega af allt öðrum toga
en það sem hingað til hefur verið
borið á borð fyrir þau.
Kannski er það líka bara misskiln-
ingur í fullorðna fólkinu að börn séu
fávitar og hafi bara gaman af létt-
meti. Kannski hafa börn og ungling-
ar bara lítið gaman af einhæfu
músíkefni og aulabröndurum í
bland. Það virðist að minnsta kosti
vera svo, því það sem þeim finnst
helst vanta í sjónvarpið sitt eru dýra-
og náttúrulífsmyndir og fræðsluefni
ýmiskonar. Kemur kannski flatt upp
á dagskrárgerðarmenn sem hingað
til hafa lagt metnað sinn í að klippa
saman músíkmyndbönd.
IV-ALMENNT GLÁP OG
GAGNIÐ SEM HAFA
MÁ AF ÞVÍ
Það dettur engum heilvita manni
í hug að segja að sjónvarp sé slæmt
í sjálfu sér. Það væri það sama og
segja að öil okkar menning væri
einskis virði. Það stendur nefnilega
í lærðri grein einhvers staðar að við
séum nú þegar búin að framselja í
hendur sjónvarpsins allt sem er bita-
stætt í okkar menningu. Stjórnmál-
in, ekki dettur neinum lengur í hug
að hafa umræður í útvarpi, alveg
vonlaust að sjá ekki fólkið sem er að
tala og horfa á það reiðast og ergja
sig. Trúmálin, messan á sunnudög-
um alveg steindauð og búin að vera
í hálfa öld enda þeir sem raunveru-
lega trúa á Jesúm Krist búnir að sjá
að hann getur ekki lengur, blessað-
ur, staðið fyrir utan sjónvarpið, ekki
seinna vænna að dubba hann upp
og draga í beina útsendingu í gegn-
um útvalda sendla hans hér á jörð.
Upplýsingin í heild sinni orðin
marklaus í hugum fólks nema að
myndin komi með talinu og ef til vili
er það líka farið að snúast við.
Börnin líka búin að læra inn á
þetta og finnst sniðugt að segja já
við skólasjónvarpi, vitandi að sjón-
varp er til margra hluta nytsamt. Sjá
ekki annað en að kennsla í gegnum
sjónvarpið sé ídeal. Þau eru líka
löngu búin að skilja að í öllu efni
sem þar fer í gegn er ákveðin af-
þreying og þau geta bara alls ekki
fundið neitt slíkt í úreltum kennslu-
bókum skólakerfisins. Skólasjón-
varp verður í þeirra augum lausnin
á vandanum, losna við leiðindin en
læra samt. Fullorðnir skrifa upp á
þessa formúlu í þeirri von að þetta
sé það sem koma skal og hér í heimi
vefengja menn ekki þaö sem koma
skal nema vera nöldrarar og niður-
rifsseggir.
V — ALMENNT GLÁP
Á AUGLÝSINGAR
Auglýsingar eru eitthvert athyglis-
verðasta efni sem sjónvarp sýnir.
Það finnst öllum, iíka börnum. Það
er fátt í sjónvarpsdagskránni sem
höfðar jafnmikið til þeirra og aug-
lýsingar. Nú má auðvitað til sanns
vegar færa að stór hluti auglýsinga
sé íslenskt efni en það bara hjálpar
sjónvarpinu lítið því það gerir ekki
auglýsingar. Það bara sýnir þær. Og
allir vita að auglýsingar hafa áhrif,
sjónvarpsauglýsingar fnest. Allir
vita líka að auglýsingar eru bara
draumur um betra líf á tuttugu
sekúndum í lit, með penu brosi og
kurteislegu kynferðislegu ívafi.
Veruleikinn er ósjaldan jafn brengl-
aður og í auglýsingum, satt að segja
er hann ekki brenglaður, hann er
miklu frekar á hvolfi. Veruleiki
Tomma og Jenna er ekki brenglað-
ur miðað við veruleika auglýsinga
en samt dettur engu guðhræddu
foreldri í hug að setja börnin í bað
þegar auglýsingarnar eru, allir
þurfa að læra að segja það með
blómum eða verða nýir menn með
Jovan.
Þannig hefur miðiliinn sjáifur
misst stjórn á því sem hann er að
sýna — það gildir einu hvort hann
reynir að byggja upp einhverja
áreiðanlega heimsmynd hjá barni,
með því að ota að því hversdagsleg-
um myndum úr lífi annarra barna,
kannski fátækum. Það sér hvort
sem er strax það sem segir í textan-
um: Lífið í litum og sinemaskóp, allt
gengur betur með kók.
Hvada efni viltu fella nidur?
Háskaslódir
Geisli
Poppkorn
Nilli Hólmgeirs
Spznskukennsla
Úr myndabókinni
Á framabraut
Ungl. í frumsk.
Stóra stundin
Rokkarnir
Fjöldi
18 HELGARPÓSTURINN