Helgarpósturinn - 06.08.1987, Síða 19

Helgarpósturinn - 06.08.1987, Síða 19
Dagbókin hennar Dúllu Kæra dagbók! Þetta var nú meiri verslunar- mannahelgin, maöur. Það skrítna er, að aðalafleiðingin af djamminu er sú, að ég er hætt við að fara í hjúkrun eftir menntó. (Ef Guð lofar, 7-9-13 og allt það...) Ég þurfti nefni- lega að redda svo mörgum, sem voru veikir af brennivíni eða höfðu meitt sig einhvern veginn út af fyll- eríinu. Bömmerinn! Það voru alltaf manneskjur ælandi eða skælandi í kringum mann og þegar enginn annar skipti sér af þessu fannst mér endilega að allir ætluðust til að ÉG gerði eitthvað í málunum. Ég var bara á kafi í að þrífa upp ælu og hreinsa sár og svo brotnaði meira- segja handleggur á strák í næsta tjaldi! Þá hélt ég nú að hún Dúlla litla hennar mömmu sinnar myndi fá áfall... Þetta var opið brot, alveg ferlega ógeðslegt, og Bella og Krist- ín hlupu bara öskrandi út í buskann. Strákarnir voru fullir og tóku þetta ekkert alvarlega, svo ég þurfti að drusla gaurnum niður í sjúkraskýli. Alein! Eg er viss um að honum hefði blætt út, ef ég hefði ekki verið þarna. Það þýðir hins vegar ekkert að monta sig af björgunarafrekinu hérna heima, því gömlu hjónin myndu missa vitið ef þau heyrðu minnst á fyllerí. (Ég sagði auðvitað að krakkarnir, sem ég var með, hefðu verið bláedrú. Og náttúru- lega líka litli engillinn þeirra með vængbroddana, sem voru bókstaf- lega til vandræða innan klæða!) En núna lít ég bara á björtu hliðarnar og er guðsfegin að hafa séð hvað það getur verið vidbjódslegt að hjúkra fólki. Ég skil hins vegar ekkert í því af hverju ég tek það alltaf til mín, þeg- ar eitthvað þarf að gera! Ég meina það. Þetta er einhver breinglun (brenglun... breynglun?? Æ, þessi stafsetning...) Það er bara svo erfitt fyrir mig að segja NEI. Sérstaklega við mömmu og pabba, af því að maður á helst að hlýða foreldrum sínum. Og ömmu á Einimelnum, af því að hún er nú svo gömul. (Það þarf nú kannski að takast til endur- skoðunar fyrst hún er svo spræk að geta gift sig og allt!) Svo reynir mað- ur auðvitað að gera það sem maður getur fyrir vinkonur sínar. En þá er bara enginn tími eftir fyrir mig sjálfa. Þetta er ekkert grín, heldur mjög alvarlegt vandamál. Það geta nefni- lega orðið ferlegar flækjur úr því, þegar maður segir JÁ við alla og hlutirnir fara að stangast á. T.d. þeg- ar ég er búin að lofa að fara í bíó með mömmu (af því að hún er með bíó-sýki út af óléttunni og pabbi borgar mér fyrir það) og að fara í hjólatúr með Bellu framhjá húsinu þar sem Óli sæti á heima. Þá versna málín, maður! Ég hef nú heyrt, að þetta sé sjúkdómur. Og það eru til námskeið fyrir fólk, sem vill læra að segja nei. Stebba systir á enska bók um svoleiðis. Hún heitir „Don’t say yes when you want to say no’’ og er örugglega frábær, en ég má ekki fá hana lánaða. Það var einhver spes gæi, sem gaf Stebbu bókina, og þess vegna er hún heilög. Eða kannski er hún bara búin að læra svona vel að segja nei? Ég verð að skreppa í síðustu inn- kaupin fyrir ömmu í bili. Hún og kallinn eru að fara í brúðkaupsferð til Ibiza eftir helgina. Mamma segir að þar sé allt fullt af brjóstaberum stelpum og það sé brjálæði af ömmu að fara innan um svoleiðis sam- keppni. Ég held hún sé bara öfund- sjúk af því að pabbi nennir ekki einu sinni með hana til Vestmannaeyja. Bless, Dúlla. PS Þegar ég er búin að komast í bókina hjá Stebbu ætla ég að byrja á því að neita að fara út í búð fyrir ömmu. Nú á hún ogeðslega leiðin- legan kall og það fylgdi bíll með honum. Hvers vegna á ég þá að hætta lífinu fyrir hana í öllum veðr- um? Ég bara spyr. ÓDÝR OG HAGKVÆM VIÐARVÖRN SEM ENDIST KJÖRVARI er hefðbundin viðarvöm og til í mörgum litum. Ef einkenni viðarins eiga að halda sér, er best að verja hann með Kjörvara. Ódýr viðarvörn 1 Smokkur Hann gœti reddad þér ip GEGN EYÐNI r Pú ættirað leggja nýja póstnúmerið vel á minnið svo þú getir notað það næst þegar þú sendir bréf í h verfið. Með því móti sparast tími og fyrir- höfn og þú flýtir fýrir sendingunni. PÓSTUR OG SÍMI KRINGLUNNI 103 REYKJAVÍK Mundu nýja póstnúmerið 103 og fyrir pósthólf 123. Nýtt pósthús. f* að er fleira nýtt á þessum slóðum. x Pann 13. ágúst nk. opnum við nýtt póstútibú í Kringlunni. Það verður í vist- legu umhverfi og mun veita alla alm- enna póstþjónustu auk póstfaxþjónustu Afgreiðslutíminn verður virka daga frá kl. 8.30 til 18.00. Við bjóðum þig vel- komin í nýja póstútibúið okkar. Ný söludeild 5amhliða nýja póstútibúinu munum við opna söludeild í Kringlunni. í söludeildinni verða á boðstólum fjöl- margar tegundir vandaðra símtækja og annarbúnaður tengdur síma. Auk þess mun söludeildin veita símnotend- um alla þjónustu varðandi nýja síma og flutning á símum. OG NÆSTA NAGRENNI HEFUR FENGIÐ PÓSTNÚMERIÐ 103 < ‘cn HELGARPÓSTURINN 1L

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.