Helgarpósturinn - 06.08.1987, Side 22
Leikfélag Akureyrar
á kúpunni?
Sýnendur í galleríinu saman komnir á góðri stundu. Frá vinstri: Helgi Þorgils, Georg Guðni, Sigurður Örlygsson og
Sveinn Björnsson. Margrét Auðuns í fylkingarbroddi.
Gallerí Svart á hvítu
samheiti við gæði
Gallerí Svart á hvítu hefur nýlega
opinberað haustdagskrá sína. Kenn-
ir þar margra merkra grasa sem
endranær en galleríið var opnað í
nóvember í fyrra og hefur á stuttum
tíma náð að festa sig í vitund manna
sem gallerí með metnaðarfulla
stefnu í sýningarhaldi. Af þeim sök-
um fékk HP Jón Þórisson, einn af
eigendum þess, í stutt spjall.
Jón sagði að reksturinn hefði
gengið vel og aðsókn verið góð. Að
vísu tæki tíma að vinna markað og
kynna fyrirtækið og auðvitað væri
óskandi að fleiri keyptu nútímalist
markvisst. Hann sagði að það hefði
verið stefnan frá upphafi að leggja
einkum áherslu á ungu kynslóðina.
Þar væru spennandi hlutir að gerast
og gróska mikil. Galleríið hefði
reynt að halda uppi háum gæða-
standard í sýningarhaldi og með
þeim hætti reynt að vinna traust
fólks þannig að í framtíðinni yrði
Gallerí Svart á hvítu samnefnari
gæða í hugum manna. Þeir hefðu
reynt að fara nýjar leiðir í umboðs-
sölu á verkum, m.a. með því að selja
til fyrirtækja, en hefðu ekki valið
sýningar með fjárhagsleg sjónar-
mið til hliðsjónar. Þeir tækju fyrst og
fremst inn það sem þeim þætti
spennandi.
í framtíðinni stefndu þeir á, sagði
Jón, að geta boðið myndlistarmönn-
um að sýna. Það væri óhæfa að þeir
þyrftu að borga fyrir að sýna verk
sín meðan aðrir listamenn fengju
greitt fyrir að koma fram með sín
verk. Jón sagðist að lokum vera
þess fullviss að í framtíðinni kæmu
fleiri gallerí sem byggð væru á sama
grundvelli og Svart á hvítu, þar sem
galleríin sæju algerlega um allt sem
við kæmi sýningunum. Listamenn-
irnir þyrftu ekki annað en vinna.
Eins og fyrr sagði er haustdagskrá
gallerísins ljós og fyrstur verður
eldri herramaður úr Hafnarfirði,
Sveinn Björnsson, sem sýnir frá 15.
ágúst fram í byrjun september. Síð-
an fylgja í kjölfarið Helgi Þorgils
Fridjónsson, Sigurður Orlygsson,
Georg Gudni og Margrél Auduns-
dóllir og er þá dagskráin fyllt fram
til 22. nóvember.
Þad hefur borist til eyrna lands-
manna ad Leikfélag Akureyrar eigi í
miklum fjárhagskröggum og jafn-
vel ad starf félagsins í vetur geti ekki
ordid meö óbreyttum hœtti. HP
haföi samband viö Pétur Einarsson
leikhússtjóra og spuröi hann út í
málid.
Pétur sagði að það væri einfald-
lega verið að fara fram á að Leikfé-
laginu yrði skapaður raunhæfur
starfsgrundvöllur. Hann játti því að
fjárhagsvandi félagsins spilaði mjög
inn í framtíðarplön fyrir næsta leik-
ár, hins vegar sagði hann þetta ekki
nýtt vandamál, þetta hefði komið
upp áður. Varðandi það hvort lokun
lægi fyrir ef þetta mál leystist ekki
sagðist hann ekkert vilja fullyrða en
að það væri auðvitað ljóst að ef fjár-
hagsvandinn leystist ekki þyrftu að
koma til drastískar breytingar á
rekstri leikhússins. Málið snerist
hins vegar aðallega um að þau yrðu
ekki höfð útundan, það væri ekki
Leikhússtjórinn glaðbeittur í hópi
samstarfsmanna sinna í upphafi
næstliðins leikárs. Ekki er öruggt að
leikhúsfólkið á Akureyri brosi jafn-
breitt í vetur.
hægt að fara fram á að leikhúsið fyr-
ir norðan væri þrisvar sinnum ódýr-
ara í rekstri en leikhúsin í Reykjavík.
Slíkt væri bara absúrd að halda
fram. Varðandi aðsóknina síðasta
vetur sagði hann að hún hefði verið
rétt í meðallagi, það væru miklar
sveiflur í aðsókn á Akureyri en það
væri líka ljóst að Leikfélag Akureyr-
ar þjónaði miklu mannfærra svæði
en sunnanhúsin og gæti þess vegna
ekki halað inn jafnmikið af fólki á
sýningar þó þær gengju vel á þeirra
mælikvarða. Aðspurður sagði leik-
hússtjórinn að enn væri ekki búið
að ganga frá vetrarprógramminu
endanlega, m.a. vegna þess að slík
óvissa væri í fjármálunum að ekki
hefði verið hægt að ganga endan-
lega frá ráðningu leikara.
Pétur bætti svo við að lokum að
hann væri samt bjartsýnn á að þetta
mál allt leystist seinni hluta mánað-
arins.
Því má svo bæta við að þrátt fyrir
þetta allt hafa þeir Leikféíagsmenn
þegar hafð æfingar á fyrsta verkefni
þessa leikárs sem er afmælissýning
í tilefni af 125 ára afmæli Akureyrar-
bæjar. Verkið á aðeins að sýna
þrisvar sinnum, á afmælisdaginn,
29. ágúst, og svo tvisvar daginn eftir
og verður það sýnt í menningarmið-
stöð þeirra norðanmanna, Skemm-
unni, eins og húsið er í daglegu máli
kallað. Þetta er að sögn mikið og
fjörlegt verk þar sem saman fer leik-
ur, söngur og önnur dagskrá sem er
lauslega byggð á sögu bæjarins.
Leikfélagið hefur af þessu tilefni
fengið til liðs við sig marga eldri fé-
laga og að auki taka þátt í verkinu
heilu lúðrasveitirnar og kórarnir.
KK
MÁL OG MENNING er
þekkt fyrir að gefa út vandaðar
skáldsögur og ekki síður fyrir
yngstu lesendurna, börn og ungl-
inga, enda sú deild í öruggum hönd-
um Silju Aöalsteinsdóttur. Nú er
væntanleg frá félaginu skáldsaga
eftir Guölaugu Richter sem miðuð
er við stálpaða krakka og unglinga
en að því er sögur herma ekki síður
skemmtileg aflestrar fyrir þá sem
eldri eru. Guðlaug hefur áður gefið
út barnabók, Þetta er nú einum of,
sem hlaut góðar viðtökur þeirra
sem hana lásu. Sú saga gerðist á
Grímsstaöaholtinu um 1960 og er
einskonar upprifjun á bernsku þó
höfundur sé ekki sjálf í miðpunkti
sögunnar. Guðlaug hefur hinsvegar
snúið sér að öðru tímabili að þessu
sinni. Sagan sem hún hefur skrifað
gerist nefnilega á þjóöveldisöld og
mun vera fyrsta alvarlega tilraunin
til að skrifa sögu frá þeim tíma fyrir
þennan lesendahóp. Söguþráðurinn
er að öllu leyti uppspunninn þó fyrir
komi ýmis minni sem mönnum
munu þykja kunnugleg úr íslend-
ingasögum.
í .. GALLERÍ VESTUR-
GOTU 17 stendur yfir sumar-
sýning á vegum Listmálarafélags-
ins, sem er samsýning á verkum 14
af félögum þess. Þetta er sölusýning
og er sá háttur hafður á að kaupend-
ur geta fengið verk sem þeir kaupa
heim með sér strax og eru þá ný
verk sett upp í staðinn. Þarna eiga
verk margir af þekktari listmálurum
þjóðarinnar og er því samankominn
mikill fjöldi öndvegisverka margra
öndvegismálara. Þeir sem eiga
myndir eru: Karl Kvaran, Pétur Már,
Bragi Ásgeirsson, Ágúst Petersen,
Jóhannes Jóhannesson, Siguröur
Sigurösson, Björn Birnir, Kristján
Davíösson, Guömunda Andrésdótt-
ir, Hafsteinn Austmann, Gunnar
Örn, Einar Þorláksson, Valtýr Pét-
ursson og Elías B. Halldórsson. Sýn-
ingin er opin virka daga kl. 9—17 en
lokað er um helgar. Hún stendur til
15. september.
TONLIST
eftir Atla Heimi Sveinsson
Popp og klassík
I vitund fólks virðist augljóst að
músík greinist amk í tvennt; það
sem í daglegu tali er nefnt
„klassík" og „popp“. Þessi tvískipt-
ing listarinnar er líka til á öðrum
sviðum; við greinum á milli bók-
anna um Morgan Kane og Tómas
Jónsson, þótt Louis Masterson
(sem ku vera venjulegur norskur
sveitamaður) og Guðbergur
Bergsson séu báðir samtímahöf-
undar. Talað er um afþreyingar- og
fagurbókmenntir. Og í öðrum list-
greinum, leiklist, myndlist, er
sama upp á teningnum.
Það er málvenja að tala um
klassík og popp, en þessi hugtök
eru ekki góð; þau lýs^ ekki fyrir-
brigðinu. Klassík er í rauninni ekki
annað en ákveðið tímabil í músík,
frá 1750—1825, á undan var
barokkin á eftir kom rómantíkin.
Orðið „sígilt" er vandræðaorð;
engin mannanna verk gilda að ei-
lífu. Og sama er að segja um orðið
„popp", dregið af enskunni: popul-
ar; almennur eða vinsæll. En það
hefur verið vísvitandi rangþýtt, af
áhangendum þessarar músíkteg-
undar, og nefnt alþýðutónlist.
Þetta á ekkert skylt við alþýðu
manna, fremur en „húsmóðir í
Vesturbænum". Þetta er sérhæfð-
ur, staðlaður skjótgróðaiðnaður.
Það mætti alveg eins kalla bláar
gallabuxur „alþýðubrækur", af því
svo margir (þám ég) klæðast þeim
oft. Annars er poppið svokallaða,
í flestum tilvikum, nákvæmlega
sama og það sem fyrrum var kall-
að dægurlaga- eða slagaratónlist.
Innihald vörunnar breytist ekkert
þrátt fyrir nýja nafngift. „Fjalla-
lamb“ og „viílibráð" eru ekkert
annað en gamla lambakjetið.
Onnur orð, sem notuð eru, svo
sem „æðri tónlist", eru heldur ekki
góð. Allt sem ekki flokkaðist þar
undir væri þá „óæðra“. Sama er að
segja um „alvarlega tónlist". Allt
annað væri þá „óalvarlegt" eða
kannski „gálaust". „Létt tónlist" er
heldur ekki gott hugtak. Er þá allt
annað þungt? Menn tala um
„þungt rokk“ og ,,léttan“ Mozart.
Sannleikurinn er sá að öll þessi
hugtök skarast margvíslega. Og
ekkert þeirra lýsir fyrirbrigðinu.
Þessi tvískipting tónlistarinnar
er eldri en ætla mætti. Lengi vel
var greint á milli andlegrar, þeas
kirkjulegrar, tónlistar og þeirrar
veraldlegu. Veraldleg áhrif voru
ekki vel séð innan kirkjunnar, og
voru klerkar vel á verði. Passíur
Bachs þóttu td alltof veraldlegar.
Hinir léttúðugu sögðu að kirkju-
músíkin væri úrelt, leiðinleg og
óskiljanleg, en þeir trúuðu töldu
veraldlega músík léttvæga, frum-
stæða og forgengilega. Kannski
höfðu báðir nokkuð til síns máls.
Því ekki að nefna þetta músík A
og músík B? eða X og Y, eða 1 og
2; eitthvað sem er óháð gildismati.
Ég held því fram að báðar tegund-
ir séu jafngóðar, eigi jafn mikinn
rétt á sér. Dægurlag hefur allt ann-
að hlutverk í samfélaginu heldur
en sinfónískt tónverk. Það er
hvorki betra né verra, aðeins
öðruvísi.
Dægurlagið þarf að vera auð-
lært. Það er reglubundið að upp-
byggingu, fjórir taktar plús fjórir,
hljómagangur er einfaldur: aðal-
sæti hljómanna, einstaka skipti-
forhljómar og örlítið krómatískt
krydd. (Afsakið fagmálið.) Laglín-
an spannar lítið svið; stuttar síend-
urteknar hendingar, oft sekvens-
eraðar. Kontrapúnktísk hugsun er
nær óþekkt.
Dægurlagið má ekki vera
óvanalegt, það verður að þvera
þægilegt, vekja upp „ljúfar" minn-
ingar. Enda fjalla textar oft um
„ást", „fegurð", ,,vor“, ,,sól“ — eitt-
hvað notalegt. Það þarf enga ein-
beitingu né umhugsun til að með-
taka þennan boðskap. Hann síast
inn fyrirhafnarlaust. Það verður
að vera unnt að dansa eftir dægur-
flugunni, smávegis og „saklaus"
erótík gerir þetta allt huggulegra.
Lagið er hægt að raula við rakstur-
inn, banka taktinn við matborðið.
Dægurflugan (eða „eyrnaormur-
inn“ eins og Þjóðverjar kalla það)
hringsólar í hausnum á manni
smátíma; svo tekur önnur við, og
svo koll af kolli.
Hlutverk hinnar tegundarinnar
er allt annað. Til að hlusta á, og
meðtaka, strengjakvartett eftir
Beethoven þarf maður að einbeita
sér. Formið kann að vera svo flók-
ið, eigindirnar svo margvíslegar,
skipan þeirra svo óvanaleg, að
hlustandi nær ekki áttum fyrr en
eftir margendurtekna heyrn. Og
hann má ekki verða fyrir truflun-
um. Það kann að taka tíma fyrir
þjálfað eyra að fylgjast með mynd-
breytingum og úrvinnslu efnisins.
Svo kemur fleira til, þám saman-
burður; við önnur verk Beethov-
ens, við aðra strengjakvartetta
osfrv. Allt krefst þetta nokkurrar
andlegrar fyrirhafnar, og skap-
andi hugmyndaflugs.
Ég býst við að sérhver músík-
alskur maður njóti beggja teg-
unda, í mismunandi mæli, eftir
eðli og upplagi, háð stað og tíma.
Takmark þeirra sem iðka músík er
að stefna að sem mestum gæðum
á hvorum vettvangi.
22 HELGARPÓSTURINN