Helgarpósturinn - 06.08.1987, Side 23

Helgarpósturinn - 06.08.1987, Side 23
Genesis Eroticae í Hafnargalleríi Ungur myndhöggvari, Haraldur Jónsson, opnar á föstudaginn sína fyrstu einkasýningu í Hafnargallerí- inu. Haraldur lauk námi við mynd- mótunardeild MHÍ í vor og er einn þeirra fjölmörgu ungu listamanna sem galleríið hefur lagt metnað sinn í að kynna á undangengnum mán- uðum. A sýningunni er Haraldur með bókverk til sýnis sem heitir Genesis Eroticae, bókin er gerð í 6 mismun- andi eintökum og er um grafík- þrykk að ræða þar sem spila saman orð og mynd. Út frá þessari bók, eða öllu heldur þema hennar, eru svo skúlptúrarnir unnir og út frá þeim hefur Haraldur gert myndband sem einnig verður sýnt gestum í gallerí- inu. Tengslin milli myndbandsins og skúlptúranna felast einkum í því að skúlptúrarnir eru hreyfanlegir, þeir eru gerðir úr tveimur hlutum, járni og tré, sem er þannig samsett að hægt er að setja verkin í mismun- andi stöður þannig að um bæði kyrrstöðu og hreyfingu verður að ræða í sömu mund. Þessir þrír miðl- ar sem Haraldur vinnur með, bókin, skúlptúrinn og myndbandið, mynda þannig eina heild og eru saman- lagt í radn og veru eitt verk. Verkin eru öll unnin á þessu ári, en á haust- mánuðum fer höfundurinn til frek- ara náms í Þýskalandi. Sýningin stendur til 15. þessa mánaðar og er opin á venjulegum verslunartíma. LISTASAFN ASÍ mun næsta hálfa mánuðinn sýna ýmsar perlur úr eigu safnsins þeim sem þangað leggja leið sína. Þar ber að sjálf- sögðu mest á eldri meisturum en einnig verða til sýnis verk yngri manna. Listasafnið var stofnað árið 1961 með höfðinglegri gjöf Ragnars í Smára Jónssonar, en hann gaf ís- lenskum verkamönnum 120 mál- verk eftir ýmsa af fremstu lista- mönnum þjóðarinnar. Meðal þeirra má nefna Asgrím Jónsson, Gunn- laug Scheving, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson og svo þá sem yngri eru, t.d. Porvald Skúlason og Svav- ar Guðnason. Síðar hafa safninu bæst fjölmargar gjafir og ber fremst að telja að Margrét Jónsdóttir, ekkja Þórbergs Þórðarsonar, gaf safninu málverkasafn þeirra hjóna. I þeirri gjöf eru mest áberandi þeir sem fram komu á sjónarsviðið um miðja öldina og ber safn þeirra Margrétar og Þórbergs mjög persónuleg ein- kenni. A undanförnum árum hefur auk- ist sá þáttur í starfsemi Listasafnsins, að til sýnis í safninu eru verk sem ekki eru í eigu þess, heldur eru utan- aðkomandi. Verk safnsins hafa hins- vegar verið sýnd á vinnustöðum, starfsfólki og gestum þeirra til ynd- isauka. Mikil brögð hafa hinsvegar verið að því að gestir safnsins vilji fá að sjá þau verk sem eru í eigu þess en ekki þær tímabundnu sýningar sem prýða sali hverju sinni. Af þeim sökum er þessi sýning haldin nú og ber að þessu sinni mest á verkum úr stofngjöf Ragnars í Smára. Safnið er opið 16—20 virka daga og 14—22 um helgar og sýningin stendur til 23. ágúst. LISTVIÐBURÐIR Árbæjarsafnið er opið alla daga nenía mánudaga frá kl. 10—18. M.a. eru í safninu sýn- ing á gömlum slökkviliðsbílum, sýn- ing á Reykjavíkurlíkönum og sýning á fornleifauppgreftri í Reykjavík. Tónleikar í kirkju safnsins sunnudag kl. 15.00. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Opið alla daga nema laugardaga frá 13.30 — 16.00. Yfir stendur sumar- sýning á úrvali verka Ásgríms Jóns- sonar. Ásmundarsafn Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar, opið daglega frá 10—16. Gallerí Borg Frjálst upphengi að hætti hússins, gamlir meistarar v/Austurvöll og nýir v/Austurstræti. Gallerí Gangskör Frjálst upphengi meðlima gallerís- ins. Opið frá 12—18 virka daga og 14—18 um helgar. Gallerí Grjót Samsýning aðstandenda. Málverk, grafík, skúlptúr, silfur o.fl. Galleri Svart á hvítu Lokað um skeið vegna breytinga og lagfæringa. Einkasýningar hefjast 15. ágúst. Gallerí Langbrók Textíll Vefnaður, tauþrykk, myndir, fatnað- ur o.fl. á Bókhlöðustíg 2. Gallerí Vesturgata 17 Sumarsýning Listmálarafélagsins. Margir af okkar fremstu málurum með sölusýningu á verkum sínum. Opið virka daga frá 9—17. Hafnargallerí Haraldur Jónsson verður með skúlp- túr, bókverk og myndband frá föstu- deginum 8. til 15. ágúst. Krákan Unnur Svavarsdóttir sýnir akrýl- og pastelmyndir. Kjarvalsstaðir Sýning á norrænni hönnun í vestur- sal. I öðrum sölum árviss Kjarvals- sýning. Listasafn ASÍ Sýning stendur yfir á verkum i eigu safnsins og kennir þar margvíslegra grasa og fróðlegra. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30—16.00. Höggmynda- garðurinn er opinn daglega frá kl. 10—17. Norræna húsið Frans Widerberg, norskur málari og grafíker, sýnir málverk í kjallara og grafík í anddyri. Sýningin opnuð 8 ágúst og stendur út mánuðinn. Nýlistasafnið við Vatnsstig Samsýning þeirra Húberts Nóa Jóhannessonar og Þorvalds Þor- steinssonar. Sýningin stendurfrá 30. júlí til 9. ágúst og safnið er opið 16—20 á virkum dögum og 14—20 um helgar. KVIKMYNDAHUSIN ★★★★ Bláa Betty (Betty Blue) Mynd um hrikalegar geðsveiflur sem fá miðurfagran endi. Sýnd í Bíó- húsinu kl. 5, 7.30 og 10. Blátt flauel (Blue Velvet). Sýnd kl. 9 í Bíóhöllinni. Herbergi með útsýni (Room with a View). Notalegur sjarmi kl. 7 i Regn- boganum. Herdeildin (Platoon). Nánast óþarfi að dásama hana öllu frekar. Kl. 3, 5.20, 9 og 11.15 í Regnboganum. ★★★ Krókódíla-Dundee (Crocodile Dundee). Létt ævintýri kl. 5 og 9 í Bióborg. Þrir vinir (Three Amigos). Hrein og bein fyndni. Kl. 3.10, 5.10 í Regnbog- anum. Morguninn eftir (The Morning After). Áfengisvandamál kl. 5,7,9 og 11 í Bíóhöllinni. Arizona yngri (Raising Arizona). Frumlegur og bráðskemmtilegur ærslaleikur. Kl. 7 og 11 í Bíóborginni. Angel Heart Yfirþyrmandi blóðstraumar og galdraviðbjóður í einni mögnuðustu hrollvekju siðari tíma. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. Á eyðieyju (Castaway). Paradís á jörð hverfist í mótsögn sína. Sýnd kl. 9 og 11.15 í Regnboganum. Logandi hræddur (The Living Day- lights). Nýjasta Bond-myndin og er bara vel heppnuð þó hann sé hættur við fjöllífi blessaður. Sýnd í Bíóhöll- inni kl. 5, 7.30 og 10. Ottó (Otto: Der Film) Endursýnd mynd, full af fyndni og skemmtileg- heitum. Sýnd kl. 3, 5, 9 og 11.15 í Regnboganum. Villtir dagar (Something Wild) Bráðskemmtileg mynd sem er í senn spennandi og fyndin. Ærslafull. Sýnd kl. 7, 9 og 11.10 í Háskólabíói. ★★ Dauðinn á skriðbeltunum (Wheels of Terror) kl. 9.10 og 11.10 i Regnbog- anum. Wisdom. Hasarmynd, unglinga- stjarnan Emilio Estevez farinn að skrifa og leikstýra sjálfur. í Stjörnu- bíói kl. 5 og 9. Morgan kemur heim (Morgan Stewart's Coming Home). Unglinga og/eða foreldravandamál afgreitt á fjörugan hátt. Sýnd kl. 7, og 11 í Bíó- höllinni. Innbrotsþjófurinn (Burglar). Grín- mynd með Whoopi Goldberg í Bíó- höllinni kl. 5, 7, 9 og 11. ★ Hættuástand (Critical Condition), grínmynd kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15 í Regnboganum. Meiriháttar mái (Terminal Expos- ure). Ljósmyndarar reyna að leysa morðgátu. Kl. 5,7,9 og 11 í Laugarás- bíói. 0 Lögregluskólinn 4. Langþreytt grín- mynd kl. 5 og 9 í Bíóhöllinni. NÝJAR Velgengni er besta vörnin (Success is the best Revenge). Um mann sem gengur vel í starfi en heimilisbölið er þyngra en tárum taki. Kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 í Regnboganum. Gustur (The Wind). Hryllingsmynd um ungan rithöfund sem finnur ekki næði til starfa. Kl. 5, 7,9 og 11 í Laug- arásbíói. Andaborð. Mynd um dularfulla anda og yfirnáttúrulega hluti sem hræða. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Laugarásbíói. Gustur.Hrollvekja um ungan rithöf- und sem lendir í ýmsu óskemmti- legu. Kl. 5, 7, 9 og 11 í Laugarásbíói. Óvænt stefnumót (Blind Date). Ný gamanmynd frá Blake Edwards með hinni kynþokkafullu Kim Basinger. Kl. 5, 7, 9 og 11 í Stjörnubíói. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miðlungs ★ þolanleg O mjög vond KVIKMYNDIR Glæfraspil Háskólabíó: Something Wild (Villtir dagar). ★★★ Bandarísk. Árgerð 1986. Framleiðendur: Jonathan Demme, Kenneth Utt. Leikstjórn: Jonathan Demme. Handrit: E. Max Frye. Kvikmyndun: Tak Fujimoto. Aðalhlutverk: Melanie Griffith, Jeff Daniels, Ray Liotta o.fl. Hún kemur svo sannarlega skemmtilega á óvart þessi óvið- jafnanlega litla perla Jonathans Demme. Myndin hefur flest það til að bera er talist getur höfuðprýði allra vel frambærilegra afþreying- armynda: Handritsgerðin er bæði frumleg og bráðskemmtileg, þó svo að þar gæti að vísu nokkurra áhrifa úr eldri afurðum road- movie-hefðarinnar, leikstjórn Demmes er prýðilega yfirveguð og samleikur þeirra Daniels og Griffiths, og umfram allt Ray Liotta í hlutverki höfuðskúrksins með hinum mestu ágætum. Something Wild hefst á litlu veit- ingahúsi einhvers staðar í New York, hvar Charles Driggs, nýorð- inn varaforseti virðulegs fjármála- fyrirtækis, situr yfir málsverði. Hann fær skyndilega þá hugdettu að stinga af frá reikningnum, en er ekki kominn langt þá er hann er stöðvaður af bráðmyndarlegri ungri konu, Lulu Hankel að nafni, er séð hefur til hans og hótar jafn- framt að koma upp um þetta ótímabæra skammarstrik hans. Eftir stundarþref þar á gangstétt- inni fyrir framan veitingahúsið býðst hún um síðir til að aka hon- um í vinnuna, sem hann og þiggur með þökkum sér allsendis ómeð- vitaður um að þeirri ferð muni ekki ljúka fyrr en að þremur dög- um liðnum. Og umfram allt eftir ævintýri og svaðilfarir svo miklar að ekki einu sinni villtustu draum- eftir Ólaf Angantýsson um hans sjálfs er þar við að jafna. Áður en hann veit orðið af hefur Lulu tekið strikið út úr borginni og linnir ekki ferðinni fyrr en í New Jersey, hvar hún rænir áfengis- verslun á meðan Charles gefur einkaritara sínum dagskipanir gegnum síma. Þegar veslings Charles er loks- ins fyrir alvöru farinn að njóta ferðarinnar og hins nýfengna frelsis, og í ofanálag orðinn yfir sig ástfanginn af stúlkukindinni, kem- ur fyrst verulegt babb í bátinn; hún reynist vera gift einhverjum af náttsvartari höfuðskúrkum og tukthúslimum bæjarins. Snýst því lokauppgjör þessarar dæmalausu litlu kvikmyndar ekki einvörð- ungu um það hvort hann skuli freista þess að ná þessari dís drauma sinna frá eiginmanninum, heldur umfram allt hvernig það megi takast án þess að líftóran fjúki veg allra vega. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.