Helgarpósturinn - 06.08.1987, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 06.08.1987, Blaðsíða 25
Er hægt að hugsa sér nokkuð betra en tandurhreint loftið, kristaltært vatnið, niðinn fossum og fjöllin blá, hesta og kýr á beit, angan af nýslegnu grasinu, og eftirvæntinguna að borða góðan mat og hvíla sig eftir velheppnaðan dag í sveitasælunni. Tuttugu Eddu hótel um allt land gera þessa eftirvæntingu að veruleika. Hótel Edda fyrir þá sem unna íslenskri náttúru. V ið höfum haft spurnir af þvi, að Alþýðuflokksþingmenn og jafnvel ráðherrar hafi mikið verið á ferðinni á Vogi á síðustu vikum. Bæði Jón Baldvin Hannibalsson, Sighvatur Björgvinsson og Jón Sæmundur Sigurjónsson hafa dvalið á meðferðarstöðinni í nokkr- ar klukkustundir, setið fyrirlestra og rabbað við sjúklingana. Heimsóknir pólitíkusa eru svo sem ekkert óþekkt fyrirbæri á Vogi, en þær ber venjulega upp á vikurnar fyrir kosn- ingar og standa ekki ýkja fengi yfir. Sú hugmynd hefur skotið upp koll- inum, að kratarnir séu þarna að sækja styrk vegna erfiðra fráhvarfs- einkenna í kjölfar þess að stjórnar- andstöðuvíman rann af þeim og blá- kaldur stjórnarseturaunveruleikinn tók við.. . Þ. jóðþekktir einstaklingar eru núorðið ekki síður eitir á röndum hér á landi en í útlöndum. Þeir eru myndaðir í bak og fyrir á með- göngutímanum, fæðingardeildinni og annars staðar, þar sem til þeirra næst, þó þeir séu svo sem ekki að afreka neitt sérstakt. Bókaforlagið Vaka gaf fyrir nokkrum árum út bók með uppáhaldsmataruppskrift- um fræga fólksins og nú höfum við frétt að önnur slík bók sé á leiðinni hjá sörrm útgáfu. Það eru hjónin Einar Örn Stefánsson og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sem hafa umsjón með gerð bókarinnar. .. 38 sinnum í hverri viku Danmörk, Noregur og Svfþjóð taka þér ávallt opnum örmum, allt árið um kring. Þegar um er að ræða menningarlíf, náttúrufegurð og vinalegt andrúmsloft eru fá lönd sem taka Norðurlöndunum fram - svo mikið er víst. Taktu þér ferð á hendur, til góðra granna, og þú munt njóta þess. Flugleiðir halda uppi reglubundnu áætlunarflugi til fimm borga í Skandinavíu, 38 sinnum í viku. * Miðað er við háannatíma, júní, júlí, ágúst. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIDIR FLUGLEIDIR ___fyrir þig__ Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Álfabakka 10. Upplýsingasími 25100 3xBERGEN PEX kr. 15.850 3xGAUTAB0RG PEX kr. 17.200 17 x KAUPMANNAHOFN PEX kr. 17.010, 8x0SL0 PEX kr. 15.850 7 x STOKKHOLMUR PEX kr. 19.820

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.