Helgarpósturinn - 06.08.1987, Page 26
INNLEND YFIRSYN
Eins og glöggskyggnir menn gerðu ráð
fyrir eru nýju lögin um veitingu prestakalla
þegar farin að valda úlfúð. Hafa menn nú
jafnvel á orði að enginn viti hvað átt hefur
fyrr en misst hefur. Prestskosningar hafi
vissulega oft verið sársaukafullar en með
hinum nýju lögum og ákvörðun yfirvalda um
nafnleynd séum við komin úr öskunni í eld-
inn. Fámennisvald og spilling leysi nú af
hólmi hinar lýðræðislegu leikreglur.
Við veitingu Hjallaprestakalls í Kópavogi
ákvað Ólafur Skúlason prófastur að nafn-
leynd skyldi viðhöfð um umsækjendur. Var
það gert í samráði við biskup. Þessir aðilar
líta svo á að af anda nýju laganna verði ekki
dregin önnur ályktun en að nafnleynd skuli
viðhöfð. í samtali við Helgarpóstinn sagði
Ólafur Skúlason að það sem fyrir þeim hefði
vakað með nafnleynd hefði verið að losna
við það Sem gerði gömlu lögin ómöguleg, en
það hefði einkum verið þrennt.
í fyrsta lagi, sagði Ólafur, hefði söfmkðin-
um með gömlu lögunum verið skipt upp í
andstæðar fylkingar og slíkt hefði jafnan
reynst nýkjörnum presti fjötur um fót. I ann-
an stað hefðu hin gömlu lög att prestum sam-
an eins og stjórnmálamönnum í prófkjöri. í
þriðja lagi ef prestur væri að fara frá einu
brauði og sækja um annað þá losnaði um
hann — söfnuðurinn vissi að hann hefði hug
á öðru brauði. Kæmist hann svo ekki að, yrði
starfið í prestakallinu erfiðara en áður.
Nafnleyndina kvað Ólafur standa í beinu
og rökréttu sambandi við anda þeirra laga-
breytinga sem gerðar voru. Annar viðmæl-
andi HP sagði að þessi túlkun væri út í hött.
Aldrei áður hefði verið viðhöfð nafnleynd og
hafi löggjafinn viljað gera breytingu þar á þá
hlyti þess að sjá stað í hinum nýju lögum. Svo
væri hins vegar ekki og samkvæmt allri laga-
hefð bæri að líta svo á að nöfn umsækjenda
væru áfram opinber nema skýrt væri kveðið
á um annað.
Nýju lögin um veitingu prestakalla gera
ráð fyrir því að kosið sé um umsækjendur ef
minnst fjórðungur sóknarbarna fer fram á
það innan viku frá því að sóknarnefnd hefur
„Greinilegt er að jafnt
gagnrýnendum sem
fylgjendum hinna nýju
laga er fullkomlega ljóst
að þessu „lýðræðis-
ákvæði“ er ekki og var
aldrei ætlað að ganga
upp. Því var einungis
ætlað að gefa ólýð-
ræðislegri breytingu
lýðræðislegan blæ.“
Kirkjan leyst undan lýðræðinu
valið sér prest. Við þetta ákvæði hafa menn
margt að athuga.
í fyrsta lagi gagnrýna menn að sóknarbörn
fá aðeins örfáa daga til að ráðfæra sig um
niðurstöðu sóknarnefndar og taka ákvörðun
um að krefjast kosninga. 1 öðru lagi hafa
menn gagnrýnt að safna þurfi saman minnst
25% sóknarbarna til að krefjast kosninga.
Þetta sé óvenju stórt hlutfall og alls ekki
vinnandi vegur í hinum stærri prestaköllum.
I raun væri hér um hreint sýndarákvæði að
ræða, lýðræði sem nánast útilokað væri að
nýta sér. Við þetta bætist að ef sóknarbörn
vita almennt ekki hverjir umsækjendur eru
þá gera þau vart meira en glöggva sig á þeim
þann vikutíma sem þau hafa til að krefjast
prestskosninga. í þriðja lagi benda menn á
að séu hefðbundnar prestskosningar af hinu
illa séu þær alveg óbærilegar eftir að safnað-
arstjórn er búin að velja prest. Umsækjanda
sem hafnað er sé þá gert að fara í stríð við
sigurvegarann.
Aðspurður hvort vika væri ekki stuttur
tími fyrir söfnuð að gera það upp við sig
hvort hann vildi kosningar og til að safna liði
svarar Ólafur Skúlason: ,,Við verðum nátt-
úrulega að gera okkur grein fyrir því að við
erum að vona að fyrra ákvæði gildi. Við er-
um ekkert að ýta undir almennar kosningar.
Við erum að reyna að komast hjá þeim."
Greinilegt er að jafnt gagnrýnendum sem
fylgjendum hinna nýju laga er fullkomlega
ljóst að þessu „lýðræðisákvæði" er ekki og
var aldrei ætlað að ganga upp. Því var ein-
ungis ætlað að gefa ólýðræðislegri breytingu
lýðræðislegan blæ.
Við val prests í Hjallaprestakalli í Kópavogi
var hvort tveggja horft framhjá menntun og
reynslu. Heimildarmenn HP fullyrða að
meint vinstri slagsíða tveggja umsækjenda
hafi orðið þeim fjötur um fót. í safnaðar-
stjórn Hjallaprestakalls sitji einvala lið hægri
manna sem hafi talið stjórnmálaskoðanir
Kristjáns Einars Þorvarðarsonar, umsækj-
andans sem fyrir valinu varð, standa næst
sínum eigin.
Þessi gagnrýni leiðir hugann að skipan
safnaðarstjórna yfirleitt, ekki síst á þéttbýlis-
svæðum. Endurspegla þær sóknirnar sem
þær stýra? Varla. í Reykjavík til dæmis eru
safnaðarstjórnir fjarri því að endurspegla
þær skoðanir og starfsstéttir sem búa í við-
komandi prestaköllum. Óbreyttir launa-
menn eru til dæmis ekki fyrirferðarmikiir í
safnaðarstjórnum. Með allri virðingu fyrir
safnaðarstjórnum eru þær yfirleitt saman-
safn vel stæðra manna sem ganga í jakkaföt-
um hversdags og kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Ógjörningur er að ætla þessum fáu einstakl-
ingum að endurspegla vilja og smekk, vonir
og þrár allra sóknarbarna.
Prestur sem HP ræddi við sagði að ákafa-
fólk í trúmálum hefði í auknum mæli
farið til náms í guðfræði við Háskóla Islands.
Alla jafna væri þetta mjög hægrisinnað fólk.
í samkeppni um prestakall væri það líklegra
en annað til að falla hinni dæmigerðu safn-
aðarstjórn í geð. Þröngsýni þessa fólks væri
hins vegar svo mikil að í almennum prests-
kosningum ætti það litla möguleika gegn
venjulegum presti.
Afnám prestskosninga hefur fram til þessa
fyrst og fremst verið áhugamál presta sjálfra.
Almenningur hefur aldrei verið spurður um
það hvort hann vilji afsala sér þeim lýðræðis-
lega rétti sem prestskosningar eru. Innan
prestastéttarinnar hefur því mjög verið hald-
ið á loft að niðurstöður prestskosninga séu
oft i engu samræmi við starfsreynslu og
þekkingu frambjóðenda. Til að vinna prests-
kosningar þurfi menn öðru fremur að vera
ungir og líflegir með eigulega konu sér við
hiið.
Hér er um grundvallaratriði að ræða. Taki
fólk einhverja eiginleika fram yfir þá eigin-
Ieika sem prestum sjálfum þykir mest um
verðir vaknar sú spurning hverjir eigi að
ráða. Á meðan kirkjan er ríkisrekin og kost-
uð af almenningi er ekki óeðlilegt að þessi
sami almenningur kveði upp úr um það
hvernig prest hann vill. Eins og í öðru lýð-
ræðislegu vali getur niðurstaðan vitaskuld
orðið sársaukafull. Spurningin er hins vegar
sú hvort slíkur sársauki er ekki heilbrigðari
og léttbærari til langframa en það baktjalda-
makk sem stjórnmálamenn og prestar
kunna að hafa kallað yfir okkur með hinum
nýju lögum. Á ríkisrekin kirkja ekki að hlíta
leikreglum lýðræðis?
ERLEND YFIRSYN
Flotaæfing undir heitinu „Aðgerð píslar-
vætti" hófst fyrir og á strandlengju írans að
Persaflóa og Ómansflóa, samtímis því að
fyrsta flugvélin af mörgum, fermd föllnum
og særðum írönskum pílagrímum, hélt frá
Saudi-Arabíu til Teheran. Nafn æfingarinnar
á að tengja aðgerðir og viðbúnað byltingar-
varða við fjölfarna, alþjóðlega siglingaleið
afdrifum hundraða pílagríma í átökum á
helgasta bletti sem islamstrú veit.
Yfirmaður írönsku æfingarinnar sagði í
dagskipun eftir fyrsta æfingardaginn, að eld-
flaugar væru í skotstöðu og mannafli í við-
bragðsstöðu á viðkvæmustu skikum strand-
lengjunnar. Ekkert væri stríðsmönnum
islamskrar byltingar að vanbúnaði að greiða
„alþjóðlegum hrokagikkjum" höggin sem
þeir ættu skilið.
Um sömu mundir fór þó skipið Gas Prince
frá Kuwait óáreitt um Hormuzsund í mynni
Persaflóa undir bandarískum fána og banda-
rískri flotavernd með farm af fljótandi gasi til
Japans. íranska klerkastjórnin er óspör á
stór orð til að kynda undir trúarmóði og bar-
áttuvilja, en fer sér hægt að fylgja þeim eftir
í verki.
Fyrsta ferð olíuskipa Kuwait um Persaflóa
undir bandarískri flotavernd tókst líka svo
óhönduglega sem verða mátti, án þess Iranir
þyrftu að hafa sig beint í frammi. Risaolíu-
skipið Bridgeton, 401.382 tonn að burðar-
magni, sigldi á tundurdufl í þröngum ál við
eyna Farsi. Gerði sprengingin 18 metra langt
og fjögurra metra breitt gat á fjögur af 31
farmhólfi skipsins.
Á daginn kom að bandarísku herskipin
þrjú, sem fylgdu fyrstu skipum Kuwait undir
bandarískum fána, voru gagnslaus til að leita
uppi tundurdufl. Vopnabúnaður þeirra og
leitartæki beinast að kafbátum, flugvélum
og herskipum. Þar á ofan er byrðingur
bandarísku freigátanna svo veikur, að tund-
urdufl á borð við það sem Bridgeton lenti á
gæti hæglega sökkt þeim. Það var því fanga-
ráð yfirforingja bandarísku flotadeildarinnar
að láta laskað olíuskipið sigla á undan það
sem eftir var til Kuwait, en fylgdarskipin
halda í halarófu í humátt á eftir því, svo ris-
inn tæki á sig hættuna af frekari tundurdufla-
eftir Magnús Torfa Óiafsson
Tundurdufl og pílagrímar eru
helstu vopnin sem klerka-
stjórn írans treystir sár til að
beita.
Biðstaða á háskasvæðinu
umhverfis Persaflóa
sprengingum. Þar með var skipið sem átti að
verja orðið að tundurduflaslæðara fyrir her-
skip í háska.
Flotaforusta og ríkisstjórn Bandaríkjanna
hafa hlotið hneisu af þessum atburði og því
ástandi sem hann leiddi í Ijós. Á daginn kom
að hvorki landvarnaráðuneytið né flotar
stjórnin hafði gefið minnsta gaum hættunni
af tundurduflum á siglingaleiðinni um Persa-
flóa. Höfðu dufl þó skemmt nokkur skip og
tundurduflaslæðarar frá Saudi-Arabíu og
Sovétríkjunum verið að verki við að leita
uppi duflalagnir.
Þar á ofan reyndist Bandaríkjafloti ráða
yfir alls þrem tundurduflaslæðurum í not-
hæfu ástandi, og sá sem næst var vettvangi
hélt sig í Charleston í Suður-Karólínu á
Atlantshafsströnd Bandaríkjanna. Áform
um að endurnýja skipakost flotans til tundur-
duflaslæðingar höfðu lent í útideyfu, af því
engum aðmírálnum þykir nein fremd í að
vera orðaður við smíði eða yfirstjórn svo
lítilsigldra farkosta.
Bridgeton Iá þegar síðast fréttist i Kuwait,
og ríkti togstreita um framhald á ferðum
skipsins. Stjórnvöld í Kuwait vilja láta ferma
óskemmdu hólfin olíu og losa hana í smærri
skip, sem bíða farma utan Hormuzsunds, áð-
ur en skipið fer í viðgerð í Dubai eða
Bahrein. Bandarísku flotaforingjarnir telja
hins vegar of mikla áhættu tekna með því að
ferma svo laskað skip olíu, og vilja að það
fari tómt til viðgerðar á annanhvorn þeirra
staða, sem áður voru nefndir, og eru þeir
einu við Persaflóa með flotkvíar færar um að
taka við risaskipum.
Bandaríkjastjórn hefur fengið afsvar hjá
einum fjórum Vestur-Evrópuríkjum, sem
hún bað um að senda tundurduflaslæðara til
Persaflóa. Fangaráð Weinbergers landvarna-
ráðherra er að láta selflytja átta þyrlur til
tundurduflaleitar á vettvang. Hvorki Kuwait
né Saudi-Arabía fást til að veita þyrlunum
stöðvar hér á landi. Þær fara því fyrst til eyj-
arinnar Diego Garcia á Indlandshafi, en
komast ekki í gagnið að Persaflóa að heldur,
fyrr en þangað er komið landgöngu- og
þyrluskipið Guadalcanal að gerast lending-
arpallur. Vélarnar eru svo þungar, að þær
geta ekki lent á freigátunum, sem fyrir eru.
Meðan regluleg sigling olíuskipa frá
Kuwait undir bandarískri flotavernd er í bið-
stöðu af þessum sökum varð óskyldur at-
burður til að auka enn viðsjár milli byltingar-
stjórnar shiítaklerka í íran og súnnítaríkisins
Saudi-Arabíu. Viðureign lögreglumanna í
hinni helgu borg Mekka og pílagríma frá íran
síðastliðinn föstudag lauk með því að hundr-
uð manna biðu bana.
Pílagrímsförin hajj til borganna þar sem
Múhameð spámaður lifði og bar fram opin-
berun sína er höfuðviðburður trúarársins hjá
múslímum. Þá flykkjast trúaðir til Mekka og
Medína svo milljónum skiptir, klæðast píla-
grimaskikkjum og taka án manngreinarálits
þátt í hátíðahöldum og athöfnum, sem ekki
eiga síst að vera til marks um bræðralag
þeirra.
Konungsætt Saudi-Arabíu hefur lagt metn-
að sinn í að taka myndarlega á móti pila-
grímaskaranum og skipuleggja helgiathafn-
irnar sem best. Sérstök áhersla er lögð á að
halda hreina trúarhátíð án flokkadrátta.
Frá því byltingin varð í íran hafa shiíta-
klerkarnir, sem þar ráða, verið í opinberri
andstöðu við þennan súnnítaskilning á hajj
og lagt sig fram að brjóta gegn honum. Þeir
hafa gert íranska pílagríma út með áróðurs-
efni í máli og myndum og falið leiðtogum
þeirra að safna liðinu saman til pólitískra
fjöldafunda á helgistöðum. Út af þessu kom
til átaka milli lögreglu og íranskra pílagríma
í hitteðfyrra, en á föstudaginn keyrði um
þverbak.
Yfirvöld í Saudi-Arabíu segja að á fimmta
hundrað manns hafi troðist undir til bana við
bænahúsið mikla í Mekka, þegar leiðtogar
150.000 íranskra pílagríma neituðu að hætta
fjöldafundi til fordæmingar á Bandaríkjun-
um, Sovétríkjunum og öðrum óvinum
islams. Þvert á móti réðust þeir gegn lögregl-
unni og kveiktu í bílum hennar. Gripu þá lög-
reglumenn til barefla, múgæði náði tökum á
þvögunni og fólk tróðst undir í hrönnum,
einkum aldraðir og fatlaðir, sem írönsku for-
sprakkarnir höfðu sett í miðja fylkingu sína.
í Teheran er því haldið fram, að saudi-
arabíska lögreglan hafi beitt skotvopnum og
tala látinna nemi sex hundruðum. Hefur
áróður frá Teheran gegn konungsætt Saudi-
Arabíu verið hertur um allan helming. Því er
heitið að Fadh konungi og öllu hans hyski
skuli gert ólíft meðal múslíma.
Eins og endranær er torvelt að greina á
milli, hvað í málflutningi íransklerka er
alvara og hvað er orðagjálfur og yfirvarp,
sniðið eftir þörfum valdabaráttunnar, sem sí-
fellt kraumar í byltingarstjórninni, og snýst
um hver klíkuforinginn standi best að vígi að
hrifsa völdin eftir að Khomeini fellur frá. Svo
er að sjá sem íranski ofsinn hafi þjappað
stjórnum arabarikja fastar saman en fyrr.
Þykir sérstökum tíðindum sæta að Assad
Sýrlandsforseti simaði í Fadh konung og lýsti
vilja sínum til að bera sáttarorð á milli stjórn-
anna í Riyadh og Teheran.
26 HELGARPÓSTURINN