Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 06.08.1987, Qupperneq 28

Helgarpósturinn - 06.08.1987, Qupperneq 28
eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur mynd Jim Smart DYNAMISEZ ^ VOTRE CO FFURE EN JOUANT LA COUPE EN COULEUR Un* coup« : un Ctlp t'orieinattié de co nouveau ser- vtco couteur, c est qu'ii s adspts é ia coupa, Mteux. tl ta personnatisa, te ftnattee gráce a des effets cte coutaw sobnte- tneot, intettijemmoot tocaíisés. t» coupo - vit », efle acquiert dcnstté, rahef. force. Atout roa- jeur ; & chapoe coupe corres- pood une rnéthoöe O appflca- tion différeme (Clip Plumes, Clip Voitos. Ciip Vaguas} Oonc un rísuttat rlifféront : des ptu- mos Oe coulour tocaiisées sur lcs poinies d'une coope courte etíhée. des vuites de couleur juste en surface pour iitumtner un carré iisse. des vagoas cte coutoor pour soultgner !os on- dulations d'une coiffure soupte ou booctée. A criaque r.oupo on peut donc changer de rjip au gré de ses riumeurs ot do ses ccops de cceur, en touie compticité avec son coiffeur. Autro avantage. tes Ctlps Cou- teur sont une tochnique d« co- loration partiette. douco ct trés suoiilo qui joue te naturet avec brio. Ouoite qoe soii votre base (mémo |r»s toncee). vou» »o- w un résuital partait, vos che- veu* prendronf de t éctat de 1» lumiére. de l esprti. Solon vofre envie et la teinie chotsie (II y en a hutt, do Miel au Noir Prcrfond en passanf par l Ambre et le Víoltne) ct on tenani hien súr compte de* conseifs dc votre coiffeor (lut sool connalt trés exactement la couleur dc votre bese). vous pouvei obtenir un fortdu lommeux comme des of- fets de contrasie plus spocta- cuHnres De ptos, tes Ctips Couloor évo- tuent oien dans le temps. Méme aprés plusieurs snam- pcotngs. l’offet couteur con- serve tcuto son intonsité. se fond avoc éctaf dans ia couieur naluretle des choveux Cetle souptesse, cotte douceur certe taciiité i vtvre (comms ii n'y » pa» de changement radi- cal de couteur ot que tes effets cooteur scnt parfiels. iI n'y a pas d effet raclnes) rendont les Ciips Couleur accessibies i tous. Aussl bien aux jeunes qu'aux femmes-femmes. m»>s aussl sux bommes tout eussi soucioox quo nous d« leur look (méme s'iis ne I admeltent pas votontíers i). C'est !» lormule tdéale pour toules celtes qut norit encore jamais osé tou- crier A ta cooieut de leurs che- veux. Les Chps Couteur, realt- sés par un proleastonnel. sau- ront tes convaincre. Une lormut* exprea* pour un éclet tmmédlal Dé'nier point Important. les Clips Couleur, c'ost aussi une créme de coloration partielie qut agit on vrngt mmutes «t dont l'appttcaiion che: le cotf- feur est taciliíðe par un maiériel apéciatemem cooeo pour ce support créme une mtni brosse et un crayon pour mieux localiser le produit et permetfre une plus grande fi- nesse d'exöcufion. Avec en ptus des quatités cosmðtique» _ do douceur et de rospect du cheveu. Besuttat : feffet cou- leur est naturel. tes crioveux brillants et souples. La coope vii et vitre avec éclat et été- gance, rehausséo d'uoo nou- voile personnailté. Dés aujoord'hul. che: votre coltfeur, v>ve? votre coupe en cooloor! Anna Herdís Eiríksdóttir Anna Björk Eðvarðsdóttir 28 HELGARPÓSTURINN „Vilt þú slást í hópinn?“ Þannig hljóðaði auglýsing eftir fyrirsætum, sem birtist í dagblöðunum í októberbyrjun. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Um 400 manns létu skrá sig til fyrirsætustarfa og umboðsskrifstofan „Fyrir- sœtarí' varð að veruleika. „Markmiðið er að leyfa öllum sem vilja að spreyta sig á fyrirsætustörf- um,“ sagði Anna Björk Edvardsdótt- ir, framkvæmdastjóri Fyrirsætunn- ar, en Anna Björk er sjálf vel kynnt sem fyrirsæta og starfaði lengi við það. Hún er einnig þekkt sem Feg- urðardrottning íslands 1977. „Fyrirsætan er umboð fyrir fólk sem vill taka þátt í fyrirsætustörfum hérna heima og í því samband ger- um við engar útlitskröfur. Við tök- um við öllum sem óska eftir að vera hjá okkur á skrá. Til okkar leita aug- lýsingastofur og kvikmyndagerðar- félög, sem eru að leita að nýjum andlitum fyrir sjónvarpsauglýsingar og blaðaauglýsingar. Hugmyndin að stofnun fyrirtækisins er komin frá Guðjóni Magnússyni, meðeig- anda mínum, sem hafði séð sam- hliða fyrirtæki í Árósum í Dan- mörku, þar sem hann var við nám. Við ákváðum að slá til og prófa, auglýstum eftir fólki til að koma á skrá og viðbrögðin urðu ótrúleg. Um fjögur hundruð nöfn komu höfðu samband strax eftir fyrstu auglýsinguna og síðan höfum við aðeins auglýst tvisvar. Nú eru á milli 600 og 700 manns á skrá hjá okkur. Auglýsingar virka oft trúverðugri ef það er „venjulegt" fólk í þeim, ekki eingöngu mjög fallegt fólk. Þannig höfum við búið til heilu fjölskyld- urnar eftir skrám okkar. Það er fólk sem aldrei fyrr hefur sést og aldrei komið nálægt fyrirsætustörfum áð- ur.“ Anna Björk sagði að almennt væri fólk ekki feimið við að sitja fyr- ir á myndum í fyrsta skipti: „Það fólk sem er til í að reyna þessi störf er yfirleitt fólk sem er ekki feimið og á auðvelt með að umgangast aðra. Þetta fólk er ekki í leit að frægð og frama, það er miklu fremur að leita eftir tilbreytingu í lífinu, prófa eitt- hvað nýtt, og þar að auki eru þessi störf vel launuð.“ SAMSTARF VIÐ FRANSKA UMBOÐS- SKRIFSTOFU Af þeim sem skráðu sig í upphafi hjá Fyrirsætunni hafa miili 70 og 80 manns fengið vinnu: „Það er ekki hægt að tryggja að allir fái vinnu, en þó er enginn vafi á aö þaö borgar sig að vera á skrá, hafi fólk á annað borð áhuga á þessum störfum," seg- ir Anna Björk. Meðal þeirra fyrstu sem skráðir voru hjá fyrirtækinu var 19 ára Reykjavíkurmær, Anna Herdís Eiríksdóttir: „Við gátum ekki útvegað henni neitt að gera sem sýnir kannski best hversu mismunandi það er eftir hverju verið er að leita," segir Anna Björk. „í vetur komst ég í samvinnu við þekkta, franska umboðsskrif- stofu, Crystal, sem var að leita að fyrirsætum um allan heim. Mér var falið að finna íslenskar stúlkur til fyrirsætustarfa. Skilyrðin voru þau að þær væru yfir 1.74 cm á hæð og hefðu það útlit sem mest er í tísku um þessar mundir, þ.e. stór augu, þykkar varir og sakleysislegt útlit. Þá var ekki nóg að hún væri falleg þegar búið væri að farða hana, myndirnar sem sendar voru til Par- ísar urðu að sýna stúlkurnar algjör- lega „hvítskúraðar" í framan. Ég fletti möppunum mínum og fann tíu stúlkur sem uppfylltu kröfurnar. Við héldum síðan keppni í Kvosinni 2. apríl þar sem íslensk dómnefnd valdi Onnu Herdísi úr hópnum og forsvarsmenn Crystai í París komu hingað til lands og Anna Herdís varð einnig fyrir valinu hjá þeim. Verðlaunin voru ferð til Parísar og samningur hjá umboðsskrifstofunni Crystal." SIGURVEGARI SLÆR í GEGN í PARÍS Það átti ýmislegt eftir að breytast í lífi Önnu Herdísar frá þeim tíma sem hún skráði sig hjá Fyrirsætunni og fram til dagsins í dag: „Ég fylgdi Önnu Herdísi til Parísar og hjálpaði henni að koma sér fyrir," segir Anna Björk. „Daginn eftir fór hún með möppuna sína til fyrirtækja og tíu dögum síðar fékk hún fyrsta verk- efnið sitt hjá snyrtivörufyrirtæki. Fyrsta verk umboðsskrifstofunnar var að klippa hár hennar í þá sídd sem þeim fannst hæfa best útliti hennar. Síðan hefur Önnu Herdísi gengið ótrúlega vel. Hún hefur stöð- uga vinnu og er afar eftirsótt. Meðal þess sem hún hefur afrekað er að komast á heilsíðumynd hjá hinu virta blaði Elle þar sem hún auglýsir hárlit fyrir EOréal með grein um hárlitun. Hún hefur verið á ferð og flugi, m.a. setið fyrir á auglýsinga- myndum í Nice og á Ítalíu og í októ- ber fer hún í myndatökur fyrir Chanel, þannig að allt stefnir í að í vetur verði hún orðin dýrasta fyrir- sætan hjá Crystal. Það hafa ekki margar náð eins langt á skömmum tíma. Þá hafa verið teknar af henni plakatmyndir fyrir tískufyrirtækið Kookai og verða þær hengdar upp víða um París sem og í Japan." FYRIRSÆTAN ÖÐRUVÍSI UMBOÐSSKRIFSTOFA Vinnutíminn hjá Önnu Björk er langur og hún segir að ekki sé hægt að tala um níu til fimm-vinnu, þótt skrifstofan sé einkum opin á þeim tíma: „Það er oft hringt á kvöldin og um helgar ef það vantar fyrirsætur með litlum fyrirvara," segir hún. Hvort samkeppnin sé mikil hér á landi milli umboðsaðila segir hún: „Já hún er kannski svolítil á milli umboðanna en það má segja að Fyr- irsætan sé öðruvísi. Við erum ekki með þessi þekktu andlit heldur ein- göngu fólk sem ekki hefur sést áður, og það gerir það líka að verkum að samkeppni milli fyrirsætanna hjá okkur er engin.“ Hún segir þá sem eru á skrá vera á öllum aldri og úr öllum þjóðfélags- stigum: „Yngsti meðlimur Fyrirsæt- unnar er 2ja ára og sá elsti 65 ára,“ segir hún. „Það þarf auðvitað svolít- inn kjark til að láta skrá sig í störf sem þessi og það er til dæmis alls ekki auðvelt fyrir fertuga karlmenn að senda inn mynd af sér. Það gerir það líka að verkum að færra er af karlmönnum á skrá en æskilegt væri. Táningar eru duglegastir við að senda inn myndir af sér, en það er minna fyrir unglingana að gera en þá eldri." ...ANNARS HEFÐI EINHVER ANNAR GERT ÞETTA! Anna Björk viðurkennir að það hafi verið stórt stökk að fara út í stofnun Fyrirsætunnar: „Auðvitað var þetta áhætta," segir hún bros- andi. „En ef ég hefði ekki farið út í þetta hefði ég nagað mig í handar- bökin síðar því ég er viss um að ein- hver annar hefði hrint þessu í fram- kvæmd. Þörfin fyrir svona starfsemi er greinilega til staðar hér á landi eins og annars staðar." Hún ítrekar að allir geti verið með sem þess óska: „Það eina sem fólk þarf að gera er að senda okkur ný- Íega mynd af sér ásamt helstu upp- lýsingum," segir hún og leggur áherslu á að engar kröfur eru gerð- ar til útlits: „Fólk þarf bara að treysta sér til að vinna með fólki sem það hefur aldrei séð áður og þetta starf gefur marga möguleika." Þá segir hún að „Fyrirsætan" muni aftur halda fyrirsætukeppni næsta vor og þau séu þegar farin að leita að stúlkum til að taka þátt í þeirri keppni. „Skilyrðin þar eru: 16—19 ára stúlkur, yfir 1.74 á hæð og ekk- ert annað,“ segir hún. „Stúlkurnar þurfa alls ekki að vera vanar að sitja fyrir því ef sú sem vinnur hefur aldrei fengist við störf af þessu tagi áður sér Crystal um þjálfunina. Sig- urvegarinn fær samning hjá Crystal og ef vel gengur opnast þannig möguleikar á eftirsóttu og vel laun- uðu starfi."

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.