Helgarpósturinn - 06.08.1987, Síða 29

Helgarpósturinn - 06.08.1987, Síða 29
Magnús Jóhannesson siglingamálstjóri skrifar undir dómsskýrslu, þeir feðgar til vinstri. Siglingamalastjóri situr og skelfur HP fylgist með fógetaaögerð í deilu JL-hússins hf. og Siglingamálastofnunar. Forsvarsmenn JL vilja stofnunina út úr húsinu. Skrúfað fyrir heita vatnið og leigusamningi rift. Stofnunin fer hvergi. Fjórða hæð JL-hússins er það sem deilt er um, Siglingamálastofnun leigir þar feiknamikið húsnæði. Fyrir 6 árum leigdi Loftur Jónsson Siglingamálastofnun hluta af hús- nœdi sínu á Hringbraut 121. Sam- kvœmt samningnum leigdi stofnun- in húsid til tólfára, frá 1.10. 1980 ad telja. En sambúd þessara aöila hef- ur ekki gengid þrautalaust þennan tíma sem liðinn er frá þvísamningar voru gerðir. I apríl sídastliðnum brá svo við að Loftur lét loka fyrir heita vatnið hjá Siglingamálastofnun, eða hluta hennar, að því er hann taldi vegna vanefnda á greiðslum al þeirra hálfu. Opnað var fyrir vatnið aftur, en nú hafa Loftur, sem eigandi hússins, og sonur hans, Jón Loftsson, sem forstjóri JL-hússins hf., látið loka fyrir vatnið að nýju. Siglinga- málastofnun gerði þá kröfu til fógeta að hann kœmi á staðinn og opnaði fyrir vatnið og mœtti fulltrúi fógeta, Anna Karlsdóttir, ískrifstofu Lofts Jónssonar til að framkvœma þessa fógetaaðgerð. Loft var lævi blandið þegar Anna steig í skrifstofu Lofts ásamt fríðu föruneyti. Voru þar í fylgd með henni vottur sem var á hennar veg- um, lögfræðingur úr samgöngu- ráðuneytinu, Ragnhildur Hjaltadótt- ir og Magnús Jóhannesson siglinga- málastjóri fyrir hönd stofnunarinn- ar. Að auki voru mættir annar starfs- maður Siglingamálastofnunar svo og fulltrúi Hitaveitu Reykjavíkur. Ósk- aði Loftur eftir því að nærvera hans yrði skýrð og var sagt að hann myndi sjá um að opna fyrir vatnið yrði það niðurstaða dómsins að svo skyldi gera. Af hálfu eigenda húss- ins og JL-hússins hf. voru þar staddir þeir feðgar Loftur og Jón. Fulltrúi fógeta óskaði eftir því að fjölmiðlamenn vikju úr herberginu en þeir feðgar neituðu því. Hófst þá fulltrúinn handa við að skýra hvað stæði til en fór jafnframt fram á að ekki yrðu leyfðar myndatökur. Hófst þá málflutningur og eftir nokkurt karp og þæfing varð niður- staða málsins ljós. Jón Loftsson fór fram á fyrir hönd JL-hússins hf. að hann fengi frest, sem honum ber samkvæmt lögum, til að skila inn greinargerð um málið. Byggði hann þá kröfu sína á meintum vanskilum Siglingamálastofnunar á greiðslu hitareiknings og að auki kom fram í máli þeirra feðga að þeir teldu stofn- unina hafa brotið leigusamning þann sem gerður var í upphafi. Það varð síðan að niðurstöðu að frestur yrði veittur til 20. ágúst og skyldi þá JL-húsið skila inn greinargerð og samþykkti Ragnhildur það fyrir hönd Siglingamálastofnunarinnar. Þangað til verða starfsmenn hennar að sætta sig við að sitja í kulda við vinnu sína. Það er þó rétt að taka fram að ekki er búið að taka allt heitt vatn af stofnuninni, aðeins í vestasta hlutanum þar sem siglinga- málastjóri m.a. hefur skrifstofu sína. SEX ÁRA ERJUR Segja má að erjur leigusala og leigutaka hafi hafist strax eftir að samningurinn þeirra í millum var fyrst gerður. Forsaga málsins er sú, að sögn Lofts, að Siglingamálastofn- unin gerði tilboð í húsnæðið án þess að það væri auglýst til leigu. Samn- ingur tókst með málsaðilum um að leigt yrði skrifstofuhúsnæði, tæpir 780 fm, og að auki geymsluhúsnæði 460 fm. Leiga skyldi greiðast fyrir- fram, fyrstu átján mánuði við stað- festingu samningsins og áritun af hálfu Fjárlaga- og hagsýslustofnun- ar. Þegar samningurinn kom til baka í hendur Lofti Jónssyni hafði hins- vegar fermetrafjöldanum á geymsluhúsnæðinu verið breytt. Hann var farinn úr 460 í tæpa 317 fm. Loftur telur að um brot hafi ver- ið að ræða því samningurinn var þegar undirskrifaður með fyrr- nefndu tölunni og að auki hafi menn frá stofnuninni sjálfir tekið út hús- næðið og mælt hátt og lágt. Sigl- ingamálastjóri, Magnús Jóhannes- son, sem reyndar gegndi ekki þeirri stöðu þá, hélt því hinsvegar fram að þarna hefði verið um eðlilegan hlut að ræða. Hluti húsnæðisins sé undir súð og nái ekki tiltekinni lágmarks- hæð svo greiðsluskylt sé, skv. húsa- leigulögum. leftir Kristjón Kristjánsson Greiðsla fyrir þessa átján mánuði sem borga átti fyrirfram barst síðan ekki Lofti fyrr en 75 dögum síðar en áætlað var, að hans sögn, og hleypti það þegar illu blóði í samskiptin milli leigusala og leigutaka. Síðan hefur gengið á með linnulitlum skærum og erjum varðandi ýmsa hluta samningsins og framkvæmd hans og almenna umgengni um húsið. Kemur þar margt til, Loftur og Jón telja að stofnunin hafi van- rækt greiðslur til þeirra, skuldi þeim fyrir hita og hafi skuldað húsaleigu á tímabilinu til skemmri tíma, gangi illa um húsnæðið og fleira. Siglinga- málastjóri og lögfræðingur hans vildu lítið um málið segja annað en það að þau teldu að stofnunin hefði staðið við allt það sem segir í samn- ingnum og að auki staðið fullkom- myndir Jim SmartHHBBBBBBBi lega í skilum varðandi greiðslur á hita, rafmagni og húsaleigu. ÁFRAMHALDANDi MÁLÞÓF Ljóst er að standa mun málþóf milli deiluaðila lengi enn. Þegar hef- ur verið krafist útburðar af hálfu leigusala í þrígang, en alltaf verið synjað. Leigusamningnum, sem að öllu óbreyttu hefði átt að gilda til ársins 1992, hefur verið rift og eru þeir feðgar ákveðnir í að koma Sigl- ingamálastofnun út úr húsinu. Hið opinbera stendur þó fast á sínu og telur að það hafi staðið við skyldur sínar gagnvart lei • ala og fer þvi hvergi. Málið er fL enda stendur þar fullyrðing ge ullyrðingu og að auki virðast de lilar ekki vera sammála um túli í hinum upp- runalega leigu ngi. Þannig vildu fulltrúar 1 ika halda því fram að ákvæði nningi um að þeim sé heimilt a ia upp sérhita- mæla ef þau þ<. ,ka væri ekki bindandi og þe.i ■ æri það ekki skylt. Jón Loftsso<< neldur hinsveg- ar því gagnstæða fram, að þeim sé það skylt að setja upp sérmæli fyrir heitt vatn og faðir h is telur að þeg- ar samningurinn • gerður hafi það verið ljóst að skyldi verða. Þeim feðgum finnsi iál til komið að verkið verði klárac nda séu komin 7 ár frá samnings ðinni. M.a. af þeim sökum hafa skrúfað fyrir heita vatnið til Si. ngamálastofn- unarinnar, en af k.. i stofnunarinn- ar til fógetaaðgerö. í vatnsmálinu má sjá að hún er <essu algerlega ósammála. Það er ] í allt útlit fyrir að deilurnar un< eiguhúsnæðið haldi áfram þótt æigendur telji sig hafa rift leigusa. ingnum á lög- legan hátt. HELGA 'URINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.