Helgarpósturinn - 06.08.1987, Síða 30

Helgarpósturinn - 06.08.1987, Síða 30
MAL OG MENNING Um kurteisi (3) í tveimur síðustu þáttum hefi ég einkum rætt um orðin kurteis og hœverskur og rakið þau til eriendra hirðsiða. En víkjum nú að allt öðru. Orðið prúdur merkir í nútímamáli „kurteis" eða að minnsta kosti er orðið haft um tiltekna tegund af kurteisi. Þetta orð er gamalt tökuorð, komið inn í íslenzku að minnsta kosti um árið 1000, eins og síðar verður nánara rakið. Mér þykir trúlegt, að orðið sé hingað komið úr fornensku prút „stoltur", en það er sama orð og proud „stolt- ur, hreykinn" í nútímaensku. Aðrir hyggja þó, að orðið prúdur hafi borizt hingað á norðurslóðir úr fornfrönsku prud „hraustur". Til grundvallar liggur miðaldalatína produs „fimur; gagnlegur", sem orðið er til úr latínu providus, en það orð merkir í rauninni „for- sjáll“ (af lat. video „ég sé“, skylt íslenzku vit og vita). I elztu textum, sem orðið prúður kemur fyrir í, virðist það alls ekki merkja „kurteis", enda verður með engu móti séð, að það eigi rætur að rekja til hirðsiða. í eiztu dæmunum um orðið, sem eru frá því skömmu eftir 1000, merkir það „fríður sýnum", t.d. talar Sighvatur Þórðarson um prúðar ekkjur og raunar notar Þjóðólfur Arnórsson sama orðalag alllöngu síðar. Má vel vera, að hann hafi lært þetta orðaval af Sighvati. Miklu yngri dæmi eru um það, að prúður merki „hugrakkur". Sú merking kemur fyrir í Eiríksdrápu Markúss Skeggjasonar (frá 1104): Auði gœddu allvald prúðan ítrir menn, þeirs hnoggvi slíta, þ.e. ágætir (ítrir) menn, sem sýna örlæti (hneggvi slíta), gáfu hugrökkum (prúðum) konungi (allvald) gjaf- ir, sbr. íslenzk fornrit XXXVI, 212. En þótt þær tvær merkingar, sem ég hefi nú rakið, séu algengastar í orðinu prúður ósamsettu í fornu máli, verður ráðið af forn- ritum, þar sem prúður er síðari liður sam- setts orðs, að merkingin hlýtur að vera „kurteis, hæverskur". Má þar til nefna orðin háttprúður, látprúður, hirðprúður (um guð- hræddan mann) og siðprúður. Og meira að segja má finna dæmi þess, að merkingin „kurteis" komi fyrir í orðinu ósamsettu, sbr. t.d.: Hann var hverjum manni kurteisari. At því varhann kallaðr Asbjörn prúði. Flateyja- bók II, 5 (útgáfa frá 1945). Orðið prýöi er vandamál út af fyrir sig. Sumir málfræðingar telja, að það sé tökuorð úr fornensku prýte, sem er raunar sama orð- ið og pride „dramb" í nútímaensku. Þetta þarf þó ekki að vera. Athuga ber, að orð- myndunarkennd íslendinga til forna hefir að líkindum náð til þess, að þeir mynduðu orð með ,,hljóðvarpi“. Þeir hafa trúlega haft til- finningu fyrir því, að eins og rýma er mynd- að af rúmur, ætti sögnin af prúður að vera prýða og samsvarandi nafnorð þá prýði. Þannig gætu orðin prýða og prýði verið ís- lenzkar nýmyndanir. Slík síðbúin „hljóð- vörp“ eru enn til í íslenzku. Þannig er t.d. menntskœlingur myndað af menntaskóli, og ekki hafa menn hikað við að mynda fleirtöl- una blœkur af blók, sem er enskt tökuorð (bloke). En um orðmyndunarkennd forfeðra okkar er líklega bezt að fullyrða sem minnst. Þá er það einnig athyglisvert um orðið prýði, að það merkir ekki eitt sér „kurteisi", en hins vegar er það títt, að orðið nálgist þá merkingu í samsettum orðum. í þeim hópi eru m.a. orðin háttprýði, látprýöi og sið- prýði. Þá er sömuleiðis eftirtektarvert, að sögnin prýða hefir ekki fengið neina kurteis- ismerkingu. Hún er ávallt notuð í merking- unni „fegra“. Fleiri tökuorð eru notuð í merkingunni „kurteis" en þau, sem nú hafa verið talin. Mætti þar til nefna orðið hupplegur, sem til- greint er í Orðabók Menningarsjóðs og talið vont mál í útgáfunni frá 1983, en engin at- hugasemd gerð við í útgáfunni frá 1963. Mér er tamari orðmyndin hufflegur, sem einnig er tilgreind í OM, talin vont mál i báðum framangreindum útgáfum. Báðar orðmyndir tel ég slettur, sem einungis eigi við í sérstök- um stíl. Orðin eiga rætur að rekja til dönsku hoflig og eru þá samróta orðinu hœverskur, sem fjallað var um í síðasta þætti, þar sem þau eru leidd af þýzku Hof „hirð". Líklegra er, að orðmyndin hufflegur sé upprunalegri í íslenzku, enda líkist hún meira dönsku fyrirmyndinni. Þess ber þó að geta, að breyt- ingin pp verður //'kemur fyrir í nokkrum is- lenzkum orðum, t.d. soppa verður soffa. Um þetta hefi ég skrifað í tímaritið íslenskt mál I, en rek það ekki nánara hér. Af nýyrðum, sem heyra undir sama merk- ingarsvæði og kurteisi, mætti nefna orðin háttvís og háttvísi. Bjarni Vilhjálmsson minn- ist á þessi orð í hinni merku ritgerð sinni Orðasmíð Sigurðar skólameistara. Honum farast svo orð: háttleysa: „Gyðjan (þ.e. Rán) yrkir stund- um háttleysu í uppalningum sínum...“ (II 287). Ath. neðanmáls: „Háttleysa= (d.) Taktloshed; háttvísi= (d.) Takt.“ Orðið háttleysa er gamalt í málinu sem brag- fræðilegt hugtak (sjá orðabók Blöndals), enda ber framangreint orðalag Sigurðar því vitni. Það er myndrænt, minnir á orðaleik. Ekki er ég þess fullviss, að hann hafi myndað orðin háttvís og háttvísi, en vel má það þó vera. Orð eins og forðum, bls. 55. Bjarni talar hér varlega, eins og vönduð- um málfræðingi sæmir. En ég get bætt því við, að Sigurður skólameistari sagði mér sjálfur, að hann hefði myndað orðin háttvís og háttvísi yfir það, sem á dönsku kallaðist taktfuld og takt. Þessa frásögn Sigurðar dett- ur mér ekki í hug að rengja. Hann lagði það ekki í vana sinn að skreyta sig með annarra fjöðrum. HVAD ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? HAUÐUR HELGA STEFÁNSDÓTTIR, RITARI HJÁ MS „Eg œtla að njóta góða veðursins, það er að segja ef það helst, og fara út úr bœnum. Á sumrin reyni ég alltaf að fara eitthvað út fyrir borgarmörkin um helgar og njóta nátt- úrunhar. Uppáhaldsstaðurinn er Þórsmörk og þangað fer a.m.k. einu sinni á hverju sumri. Einnig fer ég alltaf norður og núna er ég nýkomin frá Skagafirði og Eyjafirði. Ég tek aldrei sumarfrí á sumrin heldur tek ég það í svartasta skammdeginu og fer þá yfir- leitt til útlanda. Sumarfríið mun ég taka í febrúar og fer þá til Svíþjóðar og Danmerkur í svona tvœr vikur. Mér finnst synd að taka fríið á sumrin þvi þá fer það yfirleitt í vitleysu og maður hangir bara heima hjá sér." STJÖRNUSPÁ HELGINA 7,—9.ÁGÚST b;i:un'j;ii:FTFITggflZ— Notaðu föstudaginn, ef þú æt lar að byrja á nýju tóm- stundagamni, sem síðar gæti orðið tekjulind. Daginn eftir þarftu að sýna mikla aðgát og gæta þess að særa ekki tilfinningar fólks. Stuttar ferðir reynast til einskis og líklegt að þú lendir i ágreiningi vegna fjár- mála. Ástamálin ganga brösótt og vináttusamband gæti skaddast varanlega um þessa helgi. rremijmz Þú verður að skilja, að einhversem þér þykir ákaflega vænt um er undir miklu álagi. Hann leikur sér ekki að þvi að standa í vegi fyrir framkvæmdum. Þú hefur aflað þér upplýsinga, sem valda því að þér finnst ákveðnir aðilar ekki trausts verðir. Ovænt atvik munu færa þér fleiri tromp á hendi, en mikið virðist komið undir samningaviðræðum annarra. Láttu samt ekki draga þig miklu lengur á niðurstöðu. TVÍBURARNIR (22/5-21/61 Þú ættir að vera í fínu formi núna og þess vegna er tilvalið að benda félögum á það hve ósanngjarnir og þröngsýnir þeir hafa verið. Framtíð þín er björt og raunar hefur þú aldrei haft jaf ngott vald á tilfinning- unum og verið jafnviss um eigin hæfileika. Það kem- ur hins vegar illa við aðra að sjá styrk þinn og sjálf- stæði, en þeir hefðu átt að sjá þig í réttu Ijósi fyrr. Föstudagurinn er góður þegar fjármál eru annars vegar, þó um einhverjartafir geti orðið að ræða. Þau mál eru hins vegar varhugaverðari daginn eftir og þá er best að sýna fyllstu aðgát. Allar sameiginlegar fjárreiður eru sérlega viðkvæmar þessa dagana og ekki ótrúlegt að til harðra skoðanaskipta komi í því sambandi. Það fer mikið fyrir tilfinningunum á sunnudag. Ljón á öllum aldri ættu að rækta mikilvæg, persónu- leg sambönd. Horfstu í augu við þá staðreynd, að þú getur ekki verið stoð og stytta allra í kringum þig. Trúlega er ákveðnum kafla í lífi þínu að Ijúka. Hafðu ekki áhyggjur þó svo einhverjar tafir verði og láttu það fyrir alla muni ekki koma niður á heilsunni. Þú finnur fyrir sambandsleysi við vissan aðila, en held- urðu að hann hefði nokkurn tímann getað uppfyllt þarfir þínar? Þú hefur gott tækifæri til að takast á við þá, sem staðið hafa í vegi fyrir þér. Það hentaði þér eflaust betur að vera opnari og hreinskilnari, en það er hægt að gera mun meira með því að vinna undir yfirborð- inu, sérstaklega þegar tilfinningamál eru annars vegar. Láttu ástvini eða félaga ekki að hafa áhrif á dómgreind þína eða neyða þig tii að hafna góðu til- boði. rmniim 111111— Eitthvað verður til að kynda undir réttlætiskennd þinni á föstudag og er hún þó ærin fyrir. Þér veitist ekki auðvelt að leita uppi ánægju á laugardag og ást- vinir gætu reynst á öndverðum meiði varðandi ákveðið atriði. Þú skalt nota alla þína kænsku á sunnudag, ef þú vilt komast hjá alvarlegum sprung- um i annars gott vináttusamband. Vandamál á til- finningasviðinu gætu aukist. SPORÐDREKINN (23/10-22/n Þú ættir að hugsa um framtíðaröryggi þitt á föstu- dag. Samstarfsmenn þínir munu verða sammála þér og það kemur sér vel við þessar bollaleggingar. Á laugardag gæti komið blettur á orðstir þinn og ásta- málunum fylgir nokkur hætta. Vandaðu val þitt á kunningjum. Ættingjar gætu orðið sárir á sunnudag, ef þeir eru látnir sitja á hakanum. BOGMAÐURINN (23/11-21/12; Erfiðleikarnir undanfarið hafa kannski valdið því, að þú hefur misst áhugann á verkefni, sem hefur ferða- iag í för með sér. Það væri hins vegar synd að hætta við núna, þegar möguleikarnir eru svona margir. Þú hefur orðið fyrir vonbrigðum og þurft að aðlagast nýjum aðstæðum, en þú sérð að eitthvað enn betra kemur í staðinn. Ekki reyna að neyða fólk til að vera opinskátt og hreinskilið. Það eru aðrar leiðir til þess. STEINGEITIN (22/12-21/1 Þér væri hollt að leita ráða hjá eldra og reyndara fólki á föstudag. Og ef þú þekkir einhvern, sem er veikur, er líklegt að viðkomandi fari að batna um helgina. Laugardagurinn verður hins vegar erfiðurog þú ættir ekki að hefja nýtt ástarsamband daginn þann. Þú hefur fjárhagsáhyggjur á sunnudag og gætir lent í rifrildi, sem snýst að einhverju leyti um peninga. VATNSBERINN (22/1-19/2 Ákveddu nú að láta aldrei aftur traðka á þér! Næsta vika gæti orðið mjög erfið á tilfinningasviðinu, en þú verður að koma fólki í skilning um að þú ræður þér sjálfur. Ástvinir þínir eru undir miklu álagi, svo þú skalt ekki taka það sem þeir segja nærri þér. Treystu dómgreind þinni og komdu öllum á óvart, þvi að- stæður eru þér afar hagstæðar um þessar mundir. Snúðu af þér aðila, sem notfærir sér örlæti þitt. FISKARNIR 12012—2013] Þú hefur komist að einhverju, sem bendir til þess að illa hafi verið komið fram við þig af vinnufélögum. Lóttu þetta þó ekki setja þig út af laginu, því bráðum fréttirðu svolítið, sem snýr dæminu við. Vertu opinn fyrir hugmyndum og gáðu hvort eitthvað kemur ekki í Ijós, sem hefur ferðalög i för með sér. Farðu hins vegar varlega, þegar ný verkefni í vinnunni eru ann- ars vegar. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.