Helgarpósturinn - 06.08.1987, Side 35

Helgarpósturinn - 06.08.1987, Side 35
FRÉTTAPÓSTUR Ísskot/Icescot Pyrrum framkvæmdastjóri skoska fisksölufyrirtækisins Icescot hefur verið kærður af nokkrum meðeigendum sín- um fyrir meint auðgunarbrot. Maðurinn er einn stærsti hluthafi fyrirtækisins auk þess að vera stjórnarformaður og einn eigandi ísskot, en Icescot er einn stærsti hluthafinn í því fyrirtæki. Rekstur fyrirtækisins hefur ekki gengið sem skyldi og varð það til þess að óánægðir hluthafar tóku dag- legan rekstur í sínar hendur og hófust handa við að endur- skipuleggja hann. Framkvæmdastjórinn er sakaður um að hafa notað fjármuni fyrirtækisins til að greiða persónuleg- ar skuldir og einnig að hafa skammtað sjálfum sér heldur mikil laun. Einnig eru til rannsóknar hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins viðskipti framkvæmdastjórans við bróður sinn. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi hefur nú leikið mótleik og kært núverandi framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins og sakað um fiskstuld og stuld á hrognum og lifur. Guðmundur J. Guðmundsson Guðmundur J. Guðmundsson, formaður verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar og fyrrum þingmaður Alþýðubanda- lagsins, hefur nú sagt sig úr flokknum, en hann hefur verið í Alþýðubandalaginu og áður Sósialistaflokknum í alls 43 ár. Ástæðuna fyrir úrsögninni kveður Guðmundur vera hið leiðinlega andrúmsloft sem riki nú i flokknum. Guðmund- ur hefur ekki verið virkur meðlimur í rúmlega ár en hann studdi þó flokkinn í síðustu kosningum þó hann tæki ekki þátt í kosningabaráttunni beint. Brugg í siðustu viku geröi lögreglan upptæka afkastamikla bruggverksmiðju í Breiðholti. Lagði lögreglan hald á um 600 lítra af bruggi og um 88 lítra af áfengi. Var styrkleiki þess allt frá 40% upp í nær hreinan vinanda sem mældist 90%. Mennirnir, sem eru fimm talsins, hafa játað að hafa lagt í um 1720 litra þegar allt er talið. Gangverðið á áfenginu var venjulega um 1000 krónur fyrir 1,5 lítra. Hvalastofninn Um þessar mundir er að ljúka hér við land umfangsmik- illi hvalatalningu og hafa verið taldir 4000 hvalir. Þessi taln- ing er unnin i samvinnu við Norðmenn, Færeyinga, Dani og Spánverja og er ætlunin aö kynna niðurstöðurnar sem fást á næsta fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins en hann verður hald- inn í maí á næstaári. Sérfræðingar sem unnið hafa við þessa talningu telja langt frá því að hvalurinn sé að deyja út eins og ýmis náttúruverndarsamtök halda fram. Verslunarmannahelgin Mesta ferðahelgi landsins var um síðustu helgi með til- heyrandi útihátíðum og flakki. Fjölmennasta útihátíðin var i Húsafelli, þar sem talið er að um 10.000 manns hafi verið að skemmta sér þegar mest var, og næstfjölmennasta hátíð- in var þjóðhátiðin i Vestmannaeyjum og voru þar um 7—8000 manns. Fámennasti staðurinn var án efa Gaukur- inn i Þjórsárdal þar sem varð að aflýsa auglýstri dagskrá vegna mannfæðar. Annars gekk helgin stórslysalaust fyrir sig, jafnvel þó fólk hafi bleytt svolítið upp í innyflunum. Eiturlyfjasmygl Handteknir hafa verið í Svíþjóð fjórir íslendingar sem grunaðir eru um fíkniefnasmygl. Mál þetta kom upp þegar 53 ára gamall íslendingur var handtekinn fyrir að hafa i fór- um sínum 1,3 kíló af amfetamíni í Kaupmannahöfn. Tveir Islendinganna verða framseldir til Kaupmannahafnar en hin tvö sitja nú i gæsluvarðhaldi í Malmö í Svíþjóð. Sviptur réttindum Bygginganefnd Reykjavíkur hefur svipt Ólaf S. Björnsson húsasmíðameistara leyfi til þess að undirrita bygginga- nefndarteikningar og þar með leyfi til starfa í Reykjavík, vegna brota á byggingareglugerð við framkvæmdir við Ham- arshúsið svokallaða á Tryggvagötu 4—6. Ólafur mun hafa breytt verulega samþykktum teikningum við endurbygg- ingu hússins og ekki staðið við skuldbindingar sínar við eig- endur íbúða í húsinu. í dómsorði var meðal annars kveðið svo á að Ólafur skyldi sjá til þess að nýir menn tækju að sér að ganga frá því sem bygginganefnd finnst á vanta og skal þeim framkvæmdum lokið eigi siðar en 26. ágúst, annars komi til dagsektir að upphæð 10.000 krónur. Einnig fékk hönnuður lagna og pípulagningameistari alvarlega áminn- ingu. • Skattskrá fyrir áriö 1987 var lögð fram á fimmtudaginn í síðustu viku. Skattakóngur Reykjavikur er sem fyrr Þor- valdur Guðmundsson forstjóri, en það fyrirtæki sem greiðir mest allra í opinber gjöld er íslenskir aðalverktakar í Kefla- vik og þurfa þeir að greiða 153,2 milljónir á árinu. • Nýtt hótel hefur verið opnað í Reykjavík og tilheyrir það Holiday Inn-hótelkeðjunni. Þetta er fyrsta Holiday Inn- hótelið sem opnað er á Norðurlöndum. • Þann 8. september næstkomandi verður tekin í notkun ný 50 krónumynt og er við því að búast að seðlarnir taki að hverfa upp frá því. • Nýtt megrunaræði hefur gripið um sig hér á landi og er það fólgið í því að fólk fastar í einhvern tíma og fær sér síðan stólpípu kvölds og morgna. Þetta hefur valdið því að pípurn- ar eru að seljast upp í bænum. • Markaður fyrir íslenskan fisk hefur hrunið í Þýskalandi í kjölfar þess að þýskir fjölmiðlar skýrðu frá því að eitraðir ormar hefðu fundist í fiski frá Danmörku sem veiddur er i Norðursjónum. Talið er að það taki nokkurn tíma að byggja markaðinn upp aftur. • Sauðfé á landinu hefur fækkað um 18% á síðastliðnum 10 árum. • Tíu prósenta söluskattur á matvöru gekk í gildi þann 1. ágúst og þurftu margir sem starfa við verslunarstörf að eyða verslunarmannahelginni og frídegi verslunarmanna við það að verðmerkja vörur upp á nýtt. os Langholtsvegi 109 (í Fóstbræðraheimilinu) Sækjum og sendum Greióslukorta þjónusta Sími 688177 Tökum hunda ígœslu til lengri eða skemmri dvalar Hundagæsluheimili Hundavinafélags fslands og Hundaræktarfélags fslands Arnarstöðum, Hraungerðishreppi 801 Selfoss — Símar: 99-1031 og 99-1030 KERASTASE 'FRÁ L’ORÉAL PARÍS ÁTT ÞÚ í ERFIÐLEIKUM MEÐ HÁRIÐ. LEITAÐU RÁÐA HJÁ HÁRGREIÐSLU- MEISTARANUM. SPURÐU HANN UM KERASTASE. FÆST AÐEINS Á HÁRSNYRTISTOFUM. HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.