Helgarpósturinn - 06.08.1987, Síða 36
lHSeins og kunnugt er verður
Kringlan opnuð í næstu viku. Ein
helsta skrautfjöður þessarar dýrustu
og stærstu verslunarmiðstöðvar
landsins (og víðar, segja sumir) er
veitingastaðurinn Hard rock café
sem Tómas Tómasson, kenndur
við hamborgara, rekur. Tómas á
reyndar ekki nema lítinn hluta firm-
ans sjálfur, sem er í meirihlutaeign
Vífilfells, sem býr til kók, og Sig-
urðar Gísla Páimasonar hjá Hag-
kaupum. Hard rock café er sem
menn vita alþjóðieg veitingakeðja
og munu forráðamenn hennar hafa
komið hingað til lands á dögunum
til að líta augum þennan nýjasta
hlekk — og orðið hálfhverft við.
Sagt er að oft hafi þessir menn litið
fagra sali en aldrei sem nú, því þeir
hafi fullyrt að þetta íslenska útibú
veitingakeðjunnar vaeri það glæsi-
legasta og fullkomnasta sem þeir
hefðu augum litið. Fylgir sögunni að
mennirnir kalli ekki allt ömmu sína
í þessum efnum. Heildarkostnaður
við íslenska Hard rock café-staðinn
mun enda vera milli 120 og 130
milljónir króna að því er heimildir
HP herma — og hefur verið byggt
fyrir minna fé á Fróni.. .
Þ
að hefur ekki farið fram hjá
mörgum að Kringlan verður opn-
uð þann 13. ágúst. Þeir sem búist
hafa við ærlegu „flugstöðvarsvalli"
geta farið að tína til vasaklútana og
búa sig undir mikil vonbrigði. Hag-
kaupsmenn ætla nefnilega að
bregða út af viðtekinni venju, sem
Góða
helgi!
Pú átt
það skilið
SS pizzahosi ð
Grensásvegi 10, 108 R.
S:39933
felst í óhóflegri kokkteiladrykkju,
ræðuhöldum og þvíumlíku, og hafa
,,bara“ morgunkaffi. Á boðstólun-
um verður kaffi, te og djús svo og
eitthvert brauð sem rúmast án telj-
andi vandræða í lófa fullvaxins
manns. Þetta morgunkaffi er haldið
af aðstandendum Kringlunnar og
eru það starfsmenn og eigendur
ásamt fylgdarmönnum þeirra sem
munu gera sér glaðan morgun á
þennan máta. Þetta mun verða eitt-
hvað um þúsund manns. Engin
ræðuhöld eru á dagskrá nema ef svo
færi að menn fylltust einhverri
mikilli þörf til að tjá sig eftir aila
kaffidrykkjuna þá er þeim frjálst að
biðja um orðið. Morgunkaffið hefst
nákvæmlega klukkan 8.15 en hin-
um almenna borgara verður leyft að
skoða herlegheitin upp úr klukkan
tíu, en þá mun Pálmi Jónsson klippa
á þennan klassíska borða. ..
A
^^TBkðalballstaðurinn a Selfossi
er Inghóll og undir sama hatti er
grillstaðurinn Þórsnesti. Eftir síð-
ustu bæjarstjórnarkosmngar var
bæjarstjórinn, Stefán Ómar Jóns-
son, ekki endurr;áðinn, meðal ann-
ars vegna „pólitísks litarháttar" og
deilna við hitaveitustjóra bæjarins.
Síðar kom svo í ljós umdeildur
samningur hans við fyrrverandi
meirihluta um kaup á húsnæði hans
á uppsprengdu verði. Eftir að mestu
Iætin voru gengin yfir var Stefán
Omar ráðinn framkvæmdastjóri
Inghóls og Þórsnestis. Þar hugðist
hann taka reksturinn föstum tökum
en hefur átt við sífelld stjórnunar-
vandamál að etja og flestallir eldri
starfsmenn hafa hætt. Og nú kom
að því um síðustu helgi að sjálfur
Stefán Ómar sagði upp og gekk út.
Það ætlar ekki af manninum að
ganga. . .
ins og skiljanlegt er hafa
menn reynt að spá í hvað hið nýja
bankaráð Alþýðubankans og þá
einkum formaðurinn, Ásmundur
Stefánsson, ætli með bankann. Ein
kenningin er sú að þar sem Magnús
Geirsson sé að tapa áhrifum í Raf-
virkjafélaginu sé stefnt að því að
hann fái einhvern bitling hjá bank-
anum. Önnur kenning hljóðar svo
að nota eigi Alþýðubankann sem
skiptimynt til að koma KRON og
Miklagarði i góð viðskipti hjá ein-
hverjum af hinum bönkunum. Þessi
fyrirtæki standa ekki ýkja vel og ef
þau fengju skell sæti Þröstur
Ólafsson, formaður KRON og
stjórnarformaður Miklagarðs, uppi
með skömmina. . .
■ rá því var rækilega skýrt í fjöl-
miðlum hversu vel verslunar-
mannahelgin hefði farið fram. Ein-
hverjum þótti þó nóg um atganginn”
i Húsafelli — hryllilegan drykkju-
skap ungs fólks, sem lá eins og hrá-
viði um svæðið, ælandi og ömurlegt
á að líta, eins og Tíminn komst að
orði. (Hefur maður ekki heyrt þetta
áður?) Á föstudagskvöldið, fyrsta
dag Húsafellshátíðar, var sagt frá
unglingspilti sem fluttur var á spít-
ala í Reykjavík vegna ofneyslu lyfja
þar uppfrá. Nú hefur Heigarpóstur-
inn frétt að lyfið sem ungi maðurinn
bruddi í gríð og erg hafi verið töflur
sem ætlaðar eru gegn flogaveiki, en
síður tii upplyftingar. Og jú, piltur
var fluttur til Reykjavíkur með
mikilli viðhöfn. Ekki skilst okkur þó
að honum hafi orðið meinna af en
svo að hann var kominn út af spítal-
anum fáum klukkutímum síðar og
mættur upp í Húsafell daginn eftir,
hressastur manna. . .
FRAMDRIFSBILL
Á UNDRAVERÐI
Lada Samara hefur alla kosti til að bera sem
íslenskar aðstœður krefjast af fólksbíl, í
utanbœjar- sem innanbœjar akstri. Það er ekki
að ástœðulausu sem Lada Samara er
metsölubíll, því verðið er hreint undur og ekki
spilla góð greiöslukjör.
Lada Samara 5 gíra kr. 265.000.-
Lada Samara 4 gíra kr. 249.000.- I
Opið alla daga frá kl. 9—18 og laugardaga frá 1
10—\ Beinn sími söludeildar 31236 I
VERIÐ VELKOMIN i
Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur
36 HELGARPÓSTURINN