Helgarpósturinn - 29.10.1987, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 29.10.1987, Blaðsíða 2
VERKFALLIÐ SEM VARÐ AÐ VEITINGASTAÐ Einar Óskarsson og Peggý segja frá partýinu sem byrjaði fyrir 11 árum — og stendur enn. tómstundagamni upp í launað starf. Ég tók að mér verkefni fyrir Upplýs- ingaskrifstofu skólans og tók mynd- ir fyrir Árbókina og Námsefnis- skrána. Ég man að þetta var á fimmtudegi. Ég fór upp á efna- og líffræðideild að taka myndir úr verklegu. Kl. var orðin 4 síðdegis og Peggy var ein að vinna þarna. Ég hafði verið boðinn í partý um kvöld- ið og spurði Peggy svona af rælni hvort hún væri til í að koma með. Hún var til i það með því skilyrði að ég kæmi í partý með sér kvöldið eft- ir. Nú, og þetta partý stendur enn og síðan höfum við verið óaðskiljan- leg. GÁMAFYLLI AF KONUM Við komum heim saman um sum- arið 1977 og fórum þá að vinna við að græða upp og hreinsa fjöllin í Eyj- um eftir afleiðingar gossins ‘73. — Hér skýtur Peggy inn í: Ég hafði skrifað mömmu og sagt henni að ég væri að fara til Islands og hún skrif- aði mér til Eyja og spurði: What are you doing at the End of the world? og — bætir Einar við — þegar Peggy skrifaði henni næst bætti ég við PS: leiðrétting: at the Top... Og eins og allir vita — heldur Ein- ar áfram — er fullt af gárungum í Eyjum og þeir voru að stoppa mig á götu og spyrja, hvar ég hefði fengið Ljódlínur breska skáldsins Rudy- ard Kiplings: Austur er austur og Vestur er vestur og aldrei mun tvennd þessi mœtast og samsamast, eru ad hringsóla í kolli blada- manns, þegar hann ber uppá hjá Einari Oskarssyni og Peggý konu hans, eigendum indverska veitinga- staðarins Taj Mahal, sem þau hafa nýlega opnað í húsi Fógetans við Adalstrœti. Við höfðum hitt þau hjón kvöldið áður yfir krásum sem ilmuöu af fjarlægum löndum; Peggy var klœdd í indverska þjóöbúning- inn sari og með raudan depil á enni, sem með Indverjum mun gefa til kynna þá stöðu konunnar, að hún sé manni gefin. Kannski þess vegna höfðum við blaðamaður og ljósmyndari búist við að ganga inn á indverskt heimili og urðum því dálítið vonsviknir þegar við okkur blasti venjulegt ís- lenskt heimili með kannski svolitl- um amerískum blæ, létt, Ijóst og rúmgott. Einar býður okkur til sæt- is, snaggaralegur náungi, grannur, kvikur, ör og lætur sýnilega betur að skammt sé milli orðs og athafnar. ALLT ER BREYTT NEMA ÓLI KET Það kemur því ekki á óvart, þegar hann upplýsir að hann sé Vest- mannaeyingur, fæddur þar 1952. í Eyjum sprangaði hann til 17 ára ald- urs en þá sveiflaði hann sér yfir á meginlandið og hóf nám við menntaskólann á Laugarvatni, það- an sem hann útskrifaðist úr nátturu- fræðideild ‘73. „Ég kom þarna óhertur unglingur inn í tiltölulega verndað umhverfi. Þó var hin algera forsjárhyggja fyrri tíma á undan- haldi. Við fengum í hendur lykla að heimavistunum en framundir þenn- an tíma hafði öllum verið skylt að vera komnir inn kl.10 að kvöldi, læst milli kvenna- og karlavistar og hús- inu lokað yfir nóttina. Þetta var í il- punkti „hippatímabilsins" allir gengu á tveggja tommu þykkum sólum og í útvíðum dátabuxum, með hár á herðar niður. Þarna hefur allt breyst nema Óli Ket. Þó vona ég að allir eigi þarna eins góðan og skemmtilegan tíma og við áttum á þessum árum. Ég var algert raun- greinafrík. Okkur þótti fyrir neðan virðingu okkar að sóa miklum tíma í tungumálanám. Þessa galt ég þeg- ar ég síðar hélt utan til háskóla- náms. Undirstaðan reyndist þó traust og á nokkrum mánuðum vann ég upp það, sem mér var áfátt með vegarnesti að heiman. AÐ KENNA OG KENNA Eftir stúdentspróf lá leiðin til Bandaríkjanna í nám í efnafræði og líffræði við háskólann í Shippens- burg í Pennsylvaníu og síðar við Penn State University og háskólann í Maryland. Eg lauk BA-prófi í líf- fræði og MA í efnafræði. Eftir prófið kenndi ég og vann við rannsóknir við Hershey Medical Center, sem kakóhringurinn heimsfrægi hafði gefið Penn. State með því skilyrði að það yrði reist í heimaborg hringsins. Þessi rannsóknastofnun var tekin í notkun ‘74—75, en ég var þar árið ‘76. Eftir þetta fór ég heim og hóf kennslu við mitt gamla Alma Mater á Laugarvatni. Upphaflega ætlaði ég að vera þar eitt ár, en þau urðu sex áður en yfir lauk. Einn veturinn komst ég upp í að kenna 56 tíma á viku í 13 greinum. Það atvikaðist raunar þannig, að Peggy hafði tekið að sér kennslu sem hlutastarf við Héraðsskólann. Þennan vetur var hún ófrisk að Ragnheiði Lúcil og þegar leið á meðgöngutímann kenndi hún vanlíðunar og óþæg- inda. Ég tók því að mér að kenna fyrir hana, enda mátti til sanns veg- ar færa, að allt væri þetta mér að kenna. — Hér gerir Einar hlé á máli sínu og það vottar fyrir brosi í augn- krókunum, meðan hann endur- skoðar í huga sér þennan velheppn- aða orðaleik. EFNAFRÆÐI OG ÁST En hvernig og hvar bar það til að Austrið og Vestrið hittust? Það má segja, að það hafi byrjað með smellum. Ég er með ólæknandi Ijósmyndadellu. í Shippensburg sá ég mér leik á borði að snúa þessu Vígalegir matreiðslumenn og langt að komnir. Kunnáttumenn í að kveikja eid t æðum manna og iðrum með fun- heitum kryddjurtum og öðrum austurlenskum uppátækjum. Einar Óskarsson og Peggý kona hans ásamt dætrunum Ragnheiði Lucil og Katrínu Soffíu. Austrið og Vestrið mæt- ast í Reykjavík — og það ber árangur. hana þessa. Og ég svaraði í sama dúr: Keypti hana á þrælamarkaði. Þá svaraði einn náunginn um hæl: Djöfull ertu vitlaus maður. í þinum sporum hefði ég komið heim með heilan gám! Haustið ‘78 komum við svo al- komin heim og ég byrjaði að kenna á Laugarvatni. NORÐUR OG UPP Nú snýr blm. máli sínu til Peggýjar og spyr, hvernig henni hafi litist á? Mér fannst þetta alveg hræðilegt í fyrstu, segir hún á nær lýtalausri ís- lensku en þó með heyranlegum er- lendum hreim. Það var svo kalt hérna að ég hélt hreinlega að ég lifði það ekki af — og alltaf rok og rigning. Ég er frá bresku Guyana og ólst þar upp til 17 ára aldurs og það- an fór ég svo til St. Thomas á Virgin Islands (Meyjareyjum, fyrrum danskri nýlendu). Svo fékk ég styrk til að komast þaðan til Shippens- burg. Ég hef þannig verið að smá- feta mig norðar og nú er ég farin að venjast rokinu og rigningunni. Við Einar fórum saman til Guyana fyrir sjö, átta árum. Þá fannst mér hitinn alveg óþolandi og stóð á því fastar en fótunum að aldrei hefði hitinn verið svona óbærilegur þegar ég var ung. Þá heldur Einar áfram: Meðan við vorum á Laugarvatni keyptum við fokhelt hús í Þorlákshöfn. Ég skaust svo niðureftir eftir kennslu og um helgar og ataðist í byggingunni. Þegar hún var tilbúin undir tréverk seldum við og keyptum okkur litla íbúð í Reykjavík. Á Laugarvatni var svo takmarkað atvinnuframboð og Peggý fékk lítið við sitt hæfi að gera. Hún vann um tíma í kaupfélaginu, fékkst svolítið við kennslu o.s.frv., en nú bauðst henni fjögurra ára rannsóknarverkefni við Landspítal- ann. Við fluttum þess vegna til Reykjavíkur ‘84. Peggý vann á rann- sóknastofu Háskólans á Keldnaholti og á kvöldin í Mandarín i Kópavogi. Þá fór hún að láta í ljós hugmyndina um að eignast eigin veitingastað. Við fréttum af lausu húsnæði í Kjör- garði og vorum að hugsa um að setja þar upp indverskan stað en fatabúðareigendurnir þarna í kring voru ekki sérlega hrifnir af hug- myndinni og vildu fá tryggingu fyrir því að krydd- og matarlyktin settust ekki í fatnað og vefnaðarvöru. Svo að við hættum við. SÆLKERI OG FÓGETI Næst gerist það, að ég hitti Jón Hjaltason á förnum vegi. Ég var þá farinn að vinna fyrir Entek. Samtali okkar lauk svo, að við ákváðum að leigja af honum Sælkerann og byrj- uðum með hann um haustið ‘85. Enn vorum við að hugsa um ind- verskan matsölustað, en þegar við skoðuðum málið þá var þess að gæta að þessi staður hafði verið byggður upp sem ítalskur staður og getið sér gott orð sem slíkur, gekk vel og var í góðum rekstri. Margra ára starfi yrði því hent á glæ og mik- il áhætta tekin með að byggja allt upp að nýju frá grunni. En meðan við vorum með Sælkerann á leigu var hann seldur að okkur forspurð- um. Við gerðum raunar tilboð þegar við fréttum af þessu, en það var of seint. Við fórum að líta í kringum okkur og um tíma litum við E1 Som- brero hýru auga, en það strandaði á því að eigandi hússins fékkst ekki til að gera við okkur leigusamning til 5 ára og okkur fannst of ótryggt að vera með þetta til styttri tíma. Þá kom Fógetadæmið inn í myndina og við tókum við honum 1. maí '86 og rákum Sælkerann jafnframt til 1. feb. i ár. TAJ MAHAL — TANDOVRI Við eignuðumst síðari dótturina í vetur. Það var búin að vera óheyri- leg vinna að vera með tvo staði sam- tímis. En Peggý lét ekki deigan síga. Okkur fannst matartraffíkin vera farin að minnka hjá okkur og fórum að hugleiða hvaða breytingar væri hægt að gera til að snúa þessari þró- un við. Bak við Fógetann var geymsluloft sem eitt sinn hafði verið lagerpláss, þegar Silli & Valdi versl- uðu í húsinu. Mér datt í hug að þarna mætti koma upp aðstöðu fyr- ir fundi og hópa, en hafa annars op- ið fyrir almenna gesti. En Peggý kom enn með hugmyndina um ind- verskan stað. Við skelltum okkur svo til London og kynntum okkur staði af þessu tagi þar og náðum sambandi við tvo indverska mat- reiðslumenn, sem voru tilbúnir að slá til og innleiða austurlenska mat- argerð norður undir heimskauts- baug. Við opnuðuin svo Taj Mahal 4.sept. og erum ánægð með undir- tektirnar. Mjög margir hafa sýnt þessu áhuga og það hefur verið jöfn og mikil traffík. Að vísu hefur verið mest að gera um helgar en þó furð- anlega margir notfært sér þá ró og næði, sem oft má finna í miðri viku. Fólk hefur farið ánægt út og margir pantað borð fram í timann um leið og þeir hafa gengið út. Ég held að við höfum hitt á óskastund. Þetta var akkúrat tímabært núna, en hefðum við t.d. farið af stað fyrir 3 árum hefði þessu getað brugðið til beggja vona. Indverskir staðir hafa B-2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.