Helgarpósturinn - 29.10.1987, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 29.10.1987, Blaðsíða 7
:i. Þessi sjálfvirka vélasamstæða er nýjasta egur, veröleggur og sker oststykkin af meiri IAÐURINN I i ICEPPNI í mjókurdrykkju. Eykur hengi við aukna rauðvínssölu? En ostaval hefur líka aukist mjög mikið á allra seinustu árum og Osta og smjörsalan hefur tekið þátt í al- þjóðlegum sýningum. Síðast í fyrra fengu íslenskir ostar viðurkenning- ar á alþjóðadómssvningi:; r/iácons- •ttí Bandailkjiinum. Rjómaostur frá Mjólkurbúi Flóamanna fékk 98 stig af 100 mögulegum. Gauda-ostur frá Húsavík fékk 97,6 stig af 100 mögu- legum og skagfirskur Maribostur fékk 97,6 stig. „Við leggjum töluvert uppúr þess- um samanburði," sagði Óskar. „Við erum einir á markaðinum hérna og megum ekki verða of ánægðir með okkar framleiðlsu. Við þurfum mat annarra á því sem við erum að gera." MJOLKURBU GETA SAMEINAST! Osta og smjörsalan er sameign 17 mjólkurbúa, stofnuð 1958 og er því þrítug. Fyrirtækið sér um að selja smjör, osta og ýmsar aðrar úr- vinnsluvörur mjólkurbúanna. Þess- ir 17 eigendur OSS eru á Selfossi, Borgarnesi, Búðardal, Patreksfirði, Isafirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Þórshöfn, Vopnafirði, Egilsstöðum, Norðfirði, Djúpavogi og Höfn. Þessi fjöldi hefur verið óbreyttur síðastlið- in 20 ár en staðsetning mjólkurbúa á landinu hefur tekið mið af vega- kerfi fyrri tíma og margir telja að þeim megi nú fækka til aukinnar hagræðingar. Aðspurður út í þessi mál sagði Óskar að í dag væri af- kastageta starfandi mjólkurbúa miklu meiri en þyrfti til innanlands- neyslu eins og mjólkurframleiðslan er miðuð við. Auk þess væri vega- kerfi mun betra en verið hefur og því væri góður grundvöllur fyrir því að sameina bú. Samkvæmt frétt í nýjasta tölu- blaði Bændablaðsins hafa komið upp hugmyndir um að mjólkurbú- unum verði fækkað niður í 7. Þá verði bú í Borgarnesi, á Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Selfossi og tvö bú á Vestfjörðum. í sömu frétt segir frá því að sama nefnd og vann umtalaða sláturhúsaskýrslu fyrr á árinu er nú með mjólkurbúaskýrslu á lokastigi vinnslu. Mjólkurbúin hafa með sér verðmiðlunarkerfi þannig að hár framleiðslukostnaður hjá einu greiðist niður af öðru sem er betur í sveit sett. HEIMSMET Heimsmet eru aukageta íslensku þjóðarinnar og slegin í öllu sem nöfnum tjáir að nefna. í mjólkinni stöndum við ansi nærri slíku ef við höfum pálmann ekki bara í höndun- um. Ef mjólkurneysla hér er borin saman við velmegunarþjóðir í ná- grenni okkar þá erum við fremstir, með um það bil 205,9 lítra á mann á ári en Finnar fylgja fast á eftir með 199,4 lítra. Hjá Irurn nemur neyslan 185 lítrum, Norðmönnum 168 og Svíar eru harla linir við búkollu því þeir drekka ekki nema 150 lítra á ári. Fyrir 15 til 20 árum var mjólkur- drykkjan meiri, en síðan dróst hún saman. Það hefur aftur orðið aukn- ing á allra seinustu árum og þar hef- ur mikið að segja sú aukning sem við sögðum frá í ostasölu. Ef til vill hafa auglýsingar líka haft sitt að segja. Óskar er formaður Mjólkur- dagsnefndar sem sér um að kynna mjólkina og hann taldi allt hafa skil- að sér; — vöruþróun, auglýsingar og góður tæknibúnaður til að mæta kröfum markaðarins. irum S og lasta GRÆNAR BAlíNíR SMÁA8 ... þær eru svo ómötstæðilegar þessar litlu, grænu og sætu frá ORA! HELGARPÓSTURINN B-7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.