Helgarpósturinn - 29.10.1987, Síða 3
verið að ryðjast inn á markaðinn í V-
Evrópu þessi árin og íslendingar
kynnst þeim þar, auk þess sem ferð-
um íslendinga til Austurlanda fjær
hefur fjölgað mjög og margir kynnst
þessari matargerðarlist á uppruna-
legum slóðum. En Peggý á allan
heiðurinn af því að þetta skyldi
verða að veruleika. Ég var hrifinn af
hugmyndinni, en óaði alltaf við
áhættunni. Hún kýldi á þetta — og
dæmið sýnist ætla að ganga upp.
En hvaö er þaö, sem fœr tvo líf- og
efnafrœöinga frá Vestmannaeyjum
og Guyana, menntaöa í Bandaríkj-
unum, til aö setja á fót og reka ind-
verskan matsölustaö í Reykjavík?
VERKFALL OG
MISGENGI
Það eru nú tilviljanir og kringum-
stæður sem hafa hrundið okkur út í
þetta. Ætli kennaraverkfallið ‘85
hafi ekki riðið baggamuninn. Af-
staða mín til þess var svolítið tví-
bent. Annars vegar ofbauð mér
verkfallið sjálft og fannst það ósann-
gjarnt gagnvart nemendum. Hins
vegar ofbuðu mér þau kjör sem
kennurum var boðið upp á. Ég yfir-
gaf kennsluna og fór að vinna hjá
fyrirtækinu Entek í Hveragerði.
Þetta fyrirtæki framleiðir gúmmí-
slöngur og ég fór á námskeið á
þeirra vegum í Englandi í áveitu-
verkfræði. Starfaði svo hjá því eftir
heimkomuna sem sölumaður og
tæknilegur ráðgjafi.
Um svipað leyti seldum við íbúð-
ina okkar og keyptum okkur raðhús
uppi í Mosfellssveit. Og þá lentum
við í því sama og margir aðrir: Lánin
hækkuðu og hækkuðu á sama tíma
og íbúðaverðið hrundi. Það varð því
að taka heljarstökk út í óvissuna til
að bjarga því sem bjargað yrði.
ALÞJÓÐLEG
FJÖLSKYLDA
Það hafði verið draumur minn allt
frá 78, þegar ég kom hingað fyrst
að setja hér upp indverskan mat-
sölustað. Nú þegar sá draumur er
orðinn að veruleika lít ég alla tilver-
una bjartari augum. Eg kem úr
stórri fjölskyldu. Mamma og ein
systir mín búa nú í Vancouver í Kan-
ada. Ein systirin býr í Kaliforníu,
tvær hafa búið í London í yfir tutt-
ugu ár. Svo á ég systur og bróður hér
í Reykjavík. Hann aðstoðar okkur
Einar núna við veitingareksturinn.
Blaöamaöur rifjar nú upp endur-
minningar frá yngri árum þegar
Cheddi Jagan og flokkur hans PPP
böröust fyrir sjálfstœöi Guyana og
hann var í miklu uppáhaldi á vinstri
kantinum i stjórnmálunum um all-
an heim.
CIA OG SÓSÍALISMINN
Já honum var komið frá að undir-
lagi CIA. En þá tók ekki betra við,
hvorki fyrir Bandaríkin né íbúana.
Flokkur Burnhams braust til valda
og byggði fylgi sitt nær eingöngu á
negrunum og andúð á öðrum kyn-
þáttum. Hann lýsti Guyana sósíal-
ískt lýðveldi og efnahagur landsins
hrundi saman. Sjálfur lifði hann í bí-
lífi, byggði hallir yfir sig og klíku-
bræður sína og ferðaðist um í sérbú-
inni einkaþotu, Júmbó 747. Allir
sem efni hafa á hafa komið sér í burt
og margir þeirra skilið eftir miklar
eignir, þar sem ekki er hægt að
koma þeim í raunverulegan gjald-
eyri. Biðraðir eru við hverja verslun
og þó kannski lengstu biðraðirnar
við vegabréfaskrifstofurnar og
ferðaskrifstofur.
Ég ólst upp til 10 ára aldurs hjá afa
mínum á eyjunni Leguan í mynni
fljótsins Esoquibo. Hann rak búskap,
hafði stórar hrísgrjónaekrur, vín-
verslun og litla sjoppu. Þetta var dá-
lítið frumstætt þarna, t.d. ekkert raf-
magn eða önnur nútímaþægindi.
Tíu ára gömul fékk ég styrk til skóla-
náms í Georgetown. Þaðan fór ég
svo til London og fékk þar GCE frá
London University. Pabbi og
mamma voru þá skilin og hann var
orðinn verkfræðingur hjá Vegagerð
ríkisins í St. Thomas. Hann útvegaði
mér styrk til náms þar, sem aftur
gerði mér kleift að fá styrk til náms
í Shippensburg, þar sem við Einar
hittumst.
Ástandið hefur farið stöðugt
versnandi heima í Guyana. Að vísu
er Burnham dauður, en gaurinn
sem tók við af honum er sama
manngerðin, herinn er einkaher
valdhafans og lífvörður og einkum
beitt gegn íbúum landsins. Þau okk-
ar, úr minni fjölskyldu, sem komist
hafa úr landi og komið undir sig fót-
unum erlendis, hafa rétt hinum
hjálparhönd til að sleppa líka og
þannig höfum við tfnst úr landi
hvert af öðru og dreifst um heiminn.
Húsið okkar í Georgetown stendur
autt og engin leið að selja það.
Kannski rennur einhvern tíma upp
betri tíð og einhver okkar geta snúið
aftur? Hver veit?
Það tók bróður minn 1 1/2 ár að
fá vegabréfsáritun og komast úr
landi. í gærkvöld uppgötvaði Einar
að passinn hans var útrunninn.
Hann skrapp niðrí bæ í morgun og
hafði kippt þessu í lag eftir klukku-
tíma.
MEÐ BITRA SVEÐJU
Já, segir Einar. Peggý þurfti að
standa í alls konar veseni til að ná
Tóní bróður sínum út. Ástandið
þarna er þannig, að skór kosta mán-
aðarlaun fyrir þann sem er svo
heppinn að fá atvinnu. Eggið kostar
klukkutíma laun. Fyrir sjö árum fór-
um við Peggý í heimsókn þangað
suðreftir. Ég var með myndavélina í
ól um hálsinn eins og venjulega,
þegar ég fór með Tóní á markaðinn.
Þar hittum við tvo náunga sem
ágirntust myndavélina og kváðust
vilja kaupa hana. Þegar ég neitaði,
spurðu þeir hvort ég vildi gefa hana.
Eg neitaði enn. Skömmu síðar vakti
Tóní athygli mína á því að þessir ná-
ungar fylgdu okkur eftir og var nú
annar þeirra kominn með stóra og
bitra sveðju í hönd. Allt í einu segir
Tóní: Hlaupum. Við tókum til fót-
anna og komumst út á nærliggjandi
götu, vorum svo stálheppnir að
leigubíll átti leið framhjá í sömu svif-
um og hentum okkur upp í hann og
sluppum með skrekkinn. En þarna
skall hurð nærri hælum.
Meö þetta kveöjum viö þau hjón
og dœturnar tvœr. Þarna hefur
tveimur efnafrœöingum tekist aö af-
sanna kennisetningu Kiplings og
fengiö formáluna til aö ganga upp.
Austriö og Vestriö hafa mœst — í
Reykjavík. Og sú eining œtti aö
bœta svolitlu kryddi í tilveruna fyrir
Reykvíkinga.
&
Sérverslun
með
svínakjöt
KFJINGLAN 8-12
SÍMI 689555
9
P ff JP ; ' r: r:" r r;
FIMIVI GOMSÆTIR
c IAIIAI1RFTTIRI
l# m m\ mm il C I I I mm m
þú va
um
góms
sjávar
réíti
SKELJAGRATSN
R/EKJUBÖKUR
RÆKJURÚLLUR
SJÁVARRÉTTUR
MORNAY
0G HIN
SÍGILDA
SJÁVARRÉTTABAKA
MARSKA
HELGARPÓSTURINN B-3