Helgarpósturinn - 29.10.1987, Page 5

Helgarpósturinn - 29.10.1987, Page 5
merkjalífsskalanum. Fólk er með fatamerki utan á sér Menn bera fatamerkin utan á sér og verða að eiga réttu tegundirnar af víni, bílum og kryddi og hafa borðað á öllum réttu veitingahúsun- um. Ég hef hins vegar fyrst og frerrist áhuga á því sem maður gerir sjálfur, er hollt og hefur menningarsögu- legt gildi. Eg fer til annarra landa til að kynnast því hvað fólk borðar heima hjá sér, sækist ekki eftir stöð- um með alþjóðlegu yfirbragði held- ur heimamat, sem gefur spegil- mynd af því, sem er veitt og ræktað í viðkomandi héraði. Og ég held að þetta gæti gerst hér. Við getum að vísu ekki státað af löngum innlend- um hefðum, þegar við — fyrir út- lend áhrif — tökum að hagnýta okk- ur til matargerðar ýmsar fisk- og skeldýrategundir, sem nóg er af víða kringum landið. En við eigum að beina athyglinni að því, sem við eigum heima fyrir og í næsta ná- grenni og afla okkur fræðslu og upp- lýsinga um, hvernig breyta má mörgu þessu í eftirsótt lostæti. Þessi hreyfing fær nú öflugan framgang t. d. í Þýskalandi, og í Danmörku hef- ur athygli manna upp á síðkastið mjög beinst að mismun í matargerð hinna ýmsu héraða. Þarna held ég okkar framtíð liggi og þá er matar- framtíðin spennandi. Sigrún Davíðsdóttir er orðin vel kunn af skrifum sínum um hollan og góðan mat og gefur út bók um þetta efni í haust. Hún tekur heimamat fram yfir al- heimsyfirbragð. sjálfu sér merkilegt fyrirbæri, þegar farið er að hugsa út í það. Aðrar þjóðir hafa sinn karakterlausa trauðmai, eú VÍð hÖÍSJMl b'jið til skyndimat úr þjóðlegri hefð. í LAUSU LOFTI Utan þessarar hefðar erum við í lausu lofti hvað matarmenningu áhrærir. Á ofanverðri síðustu öld og öndverðri þessari taka dönsk áhrif að ryðja sér til rúms. Efnaheimilin í landinu drógu í öllu dám af danskri miðstéttarmenningu og fyrstu mat- reiðslubækurnar eru sniðnar eftir dönskum hefðum. Ennþá eimir verulega eftir af þessari dönsku matarmenningu. Jólamaturinn er dæmigerður í þessu sambandi. Kjöt- meti er orðið breytilegra en áður var, en „sultutauið", grænu baunirn- ar, rauðkálið og brúnuðu kartöflurn- ar leyna ekki uppruna sínum og grjónagrauturinn kemur svo eins og punktur yfir i-ið. Hangikjötið er að vísu rammíslenskt, en venjulega framreitt í dönskum ramma með svokölluðum „uppstúf". Dönsku áhrifin eru núna á hröðu undanhaldi. í hollustuumræðunni er matur af þessu tagi yfirleitt ekki hátt skrifaður. Þó finnst mér þessi mikla umræða um hollustu ekki hafa skilað sér neitt óskaplega vel hér á landi. Sykurneyslan hér er alveg rosaleg og við þömbum þau reiðinnar býsn af gosdrykkjum. Mér er kunnugt um að veitingahús sem taka mið af hollustu hafa átt erfitt uppdráttar og ekki náð að þrífast. BARNA- OG UNGLINGA- MATUR Að undanförnu hefur verið mikil og víðtæk umræða um mat hér á landi og er það í sjálfu sér ánægju- efni. Við erum það sem við borðum. Og það er hollt að hugleiða, hvað maður setur ofan í sig og aðra. Sér- ■T| staklega er þýðingarmikið að hugsa vel fyrir mat fyrir börn og unglinga. Það er mikið um að börn borði ein — og það er erfitt að fjarstýra því hvað þau borða. Það má því ekki vera undir neinum tilviljunum kom- ið hvað er í ísskápnum, eða hita- skápnum og það verður að vera nóg til þess að börnin freistist ekki til að seðja hungrið með vafasömu skyndibitabrasi. Og svo er það mjólkurþambið. Til skamms tíma áttum við raunar ekki um aðra drykki að velja en mjólk og blávatn, þar sem ávaxtasafar hverskonar voru okkur framandi. Og það er öruggt, að sú mikla umræða, sem varð fyrir nokkrum árum um óholl- ustu mjólkur hefur ekki álmennt náð inn á heimillP. þ.ér á landi. Ég sé fólk draga að sér þessi reiðinnaí býsn af mjólk fyrir hverja helgi, 7—10 potta kannski. Að drekka mjólk með mat er óþekkt annars staðar. Mjólkin er svo matarmikil að hún tekur frá matnum sé hennar neytt með. Það er illa til fundið að venja krakka á að drekka mjólk með mat. Þau verða að drekka mikla mjólk — en er þetta ekki ein- um of mikið af því góða? „SMART" TÓMSTUNDAIÐJA — HOLLUR HEIMAMATUR En öll þessi mikla umræða um mat hefur verið harla ófrjó. Það er orðið ,,smart“ að hafa mat sem tóm- stundaiðju, þetta er hluti af vöru- Höfum á boðstólum borðbúnað fyrir hótel og veitingasali. COMENDA upp- þvottavélar af ýmsum stærðum. Einnig ALUMINOX rafmagns- og gaseldunar- tæki. Síðast en ekki síst MELITTA kaffivélar sem kaiiaðar haís verið „Rolls Rovce" kaffivélanna, en þær eru nú í notkun á mörgum stöðum, þ.á.m. ESJUBERGI. BUÐIN KÁRSN ESBRAUT 106 SSLen sími 91-641418 indretning aps HELGARPÓSTURINN B-5

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.