Helgarpósturinn - 29.10.1987, Side 9

Helgarpósturinn - 29.10.1987, Side 9
nefna nokkur atriði. Ferðir til út- landa urðu almennar. Gjaldeyrislög- gjöfin varð frjálslegri og menn hættu að byrgja sig upp með mat að heiman í utanlandsferðum heldur fóru út og borðuðu mat innfæddra. Velmegun jókst og þjóðfélagið varð allt frjálslegra og fólki jókst sjálfs- traust. Fólk varð óhræddara við að gera tilraunir, smakka á framand- legum réttum og láta reyna á bragð- laukana, gleðja auga og ilmskynjun. Svo kom skriðan og nýir staðir bók- staflega þutu upp um þvera og endi- langa borgina. Fyrir þremur árum síðan gerðist eitthvað merkilegt í þjóðlífinu. Einn kunningi minn hefur giskað á, að fólk hafi ekki lengur talið sig hafa efni á að fjárfesta í húsi og bíl og ákveðið að eyða því sem var um- fram nauðþurftir í að dekra svolítið við sjálft sig. Það er kannski ekki verri skýring en hver önnur. En eftir allan þann uppgang sem þá varð, hefur verið tiltölulega rólegt síðustu tvö árin: Ekkert nýtt, ekkert sem ber af, ekkert sem stingur í aug- un. Maður verður var við vaxandi tilhneigingu hjá veitingamönnum til að fara reglulega utan og sjá meira, fylgjast betur með. Það hafa sprottið upp nokkrir staðir með þjóðlegum réttum til að skapa sér sérstöðu á markaðnum, austur- lenskir, franskir, ítalskir staðir. Hard Rock Cafe er þó nýjung í ytri um- gjörð, en að öðru leyti bara ham- borgari í sparifötum. HÁR STAÐALL — LÍTILL VERÐMUNUR Annars held ég að við höfum náð mjög háum staðli á þessu sviði, lín- an er mjög há. Hér finnst naumast vondur matur. Þú þarft hins vegar ekki að ganga langt í London til að finna afspyrnu vonda staði, sem egna þó gildrur fyrir túristana með hástemmdu skrumi og fyrirgangi. Þjónustan hjá okkur er líka undan- tekningalítið mjög góð. Við höfum hér mjög hæft starfsfólk, sem hefur tamið sér góða framkomu og Hótel- og veitingaskólinn hefur séð grein- inni fyrir úrvals starfsfólki sem þolir samanburð við kollega í flestum ná- lægum löndum. Mesti gallinn á veitingamenningu okkar er að mínu mati sá, hve lítill verðmunur er á glæstum og íburð- armiklum stöðum og svo þeim, sem minna láta yfir sér. Hráefnið er að vísu yfirleitt jafndýrt. En það er ekki nema eðlilegt að við borgum meira fyrir aukna þjónustu og þá fjárfest- ingu, sem hefur farið í að búa til hlý- legt og aðlaðandi umhverfi. Á þessu geta ekki verið nema tvær skýring- ar: Annaðhvort eru hinir íburðar- minni staðir með verðlag, sem ekki nær nokkurri átt, eða að samkeppn- in sé svo hörð að glæsistaðirnir verði að nálgast hina í verði til að halda viðskiptavinunum. Við vitum reyndar að samkeppn- in er geysihörð og þótt ekki sé bein- línis mikið um gjaldþrot, eru eig- endaskipti tíð á minni stöðunum. Hádegisaðsóknin hefur minnkað mjög mikið síðustu tvö árin. Og það gefur augaleið, að það er erfitt að reka veitingahús sem bara er fullt þrjá daga í viku, hefur strjáling af viðskiptavinum önnur kvöld, og litla sem enga aðsókn fyrri hluta dagsins. í STJÖRNUFLOKKI? íslensk veitingahús hafa reyndar ekki verið gæðaflokkuð. Ég er þó viss um að við eigum þó nokkra staði sem gætu náð stjörnu hjá Michelín-skránni en þó fengi senni- lega enginn tvær (hæst gefið þrjár). Raunar er það svo erlendis, að menn eru á báðum áttum um hvort þeir eigi að sækjast eftir stjörnunni. Eftir það eru gerðar svo gífurlegar kröfur og svo verður það lífsspurs- mál að halda henni, því það er betra að hafa aldrei fengið hana, heldur en að vera sæmdur henni og missa hana. MATREIÐSLUSKÓLI Þið hjónin eruð núna að hœtta með Gestgjafann? Já, eftir sjö ára útgáfustarfsemi finnst okkur tími til að breyta til. Viðtökurnar hafa þó alla tíð verið mikið betri en við þorðum að vona í upphafi. Við vorum þó bjartsýn og gáfum hann strax út í 8000 eintök- um. En hann fór fljótlega upp í 13000 seld eintök og megnið af því var lausasala, sem ég tel betri mæli- kvarða á gæði en áskriftir. Áskrif- endur fyrirgefa þótt eitt og eitt blað valdi vonbrigðum, en ef þú heldur lausasölunni í þessum mæli, þá hlýt- ur þú einfaldlega að vera með gott blað. Við höfum því aldrei auglýst eða gengist fyrir áskriftarherferðum með simhringingum eða öðrum hætti, en látið nægja að biaðiö aug- lýsti sig sjálft. Hvað á nú að takast fyrir hendur? Við hjónin höfum verið að hug- leiða að koma á matreiðsluskóla, þar sem hægt væri að taka stutt námskeið um allt sem viðkemur mat og stefnum að því að hefja starfsemina í jan.—feb. næstkom- andi. Við höfum orðið vör við mik- inn áhuga. Það færist mikið i vöxt að fólk bjóði heim vinum og kunn- ingjum og freisti þess að koma þeim á óvart með nýstárlegum réttum, eða með því að reiða þá fram með nýjum, frumlegum og smekklegum hætti. En það ríkir mikil vanþekk- ing um jafnvel undirstöðuatriði eins og að leggja á borð, auk þess sem al- mennum borðsiðum okkar er oft mjög áfátt. Einkum er unga fólkið oft mjög illa að sér um þessa hluti. Þetta er þó þáttur í menningu okkar ekki ómerkari en hver annar. UM LÆRI OG FISK Áttu einhverjar ráðleggingar fyrir lesendur Helgarpóstsins? Það er þá helst eitthvað mjög al- menns eðlis. Ef ég á von á gestum um helgi og ætla t.d. að hafa lamba- læri kaupi ég það ekki seinna en föstudaginn í vikunni á undan — helst tíu dögum fyrr og set það frosið inn í ísskáp (hitastig ca. 2 gráður á morgnana). Það er annars ekki vitlaust fyrir fólk að eiga tvo ísskápa, annan minni, sem geymt er í og opnaður kannski svona tvisvar í viku. í honum má t.d. geyma mjólk í 7—8 daga en gengið um hinn dag- lega. Með fisk þarf að gæta þess vel að setja hann strax í vask, skafa hann og skola og taka himnur og blóð úr hrygg og hvítþvo. Öll rotnun byrjar ævinlega í blóðinu og með þessu auka menn geymsluþol fisksins töluvert. Raunar ættu sjómenn að hafa á skafti slægingarhnífsins áhald svipað teskeið, sem þeir gætu notað til þessa og þannig fært mun betri fisk að landi. Annars er það skrítið með þessa fiskiþjóð, hvað hún hefur verið sein að taka við sér að ísa allan fisk í kassa. Við erum enn með hugann við magn en ekki gæði, þótt það síðarnefnda gefi nú til dags ævinlega meira í aðra hönd. Og því betra hráefni, því betri mat- ur. Það ættum við alltaf að hafa hug- fast. veitinga í notalegu umhveifi Okkar er ánægjan að bjóða yður til borðs í sérstæðu umhverfi í hjarta borgarinnar, þar sem þér njótið þjónustu og góðra veitinga. Sérstakur morgunverðarseðill er frá kl. 9:30 - 11:00 og síðdegis eru á boðstólum kaffiveitingar auk smá- rétta. I hádegi og á kvöldin bjóðum við Ijúffengar máltíðir, þ.á m. fjölbreytta sjávarrétti sem eru okkar stolt. Leigjum út veislusalinn Litlu-Brekku HELGARPÓSTURINN B-9

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.