Helgarpósturinn - 22.12.1987, Side 16

Helgarpósturinn - 22.12.1987, Side 16
óvart. Það er dásamlega fjölskrúð- ugt. ÞJAÐIST AF FRETTAÞORSTA Þegar mér var tilkynnt að ég yrði sendur til íslands hafði ég takmark- aða þekkingu á þjóðlífinu hérna. En ég útvegaði mér bækur um sögu landsins og las það sem ég komst yf- ir af íslendingasögunum. Þannig afl- aði ég mér þekkingar, en vitneskja mín hafði áður takmarkast af því sem við fréttum um ykkur í Þorska- stríöunum. T.d. að þið lifðuð mest- megnis af fiskveiðum. En ég var þó aldrei á því stigi að halda að þið vær- uð eskimóar og byggjuð í snjóhús- um! Ég vissi auðvitað um víkingana frá Noregi. Þegar við sögðum vinum og kunningjum frá því að við vær- um á leið til íslands voru viðbrögðin öll á einn veg: „Frábært, þá komum við i heimsókn!" Heimsóknirnar urðu líka svo margar, að það keyrði næstum um þverbak. Frá júní og fram í september ieið t.d. varla sá dagur, að ekki væri einhver vinur eða ættingi hjá okkur. Síðustu gest- irnir voru hérna í október ogJ)eir, sem komu lengst að, voru frá Astra- líu og Sudur-Aíríku. Allir sögðust hafa látið sig dreyma um að koma til íslands og fyrst þeim stóð til boða ókeypis gisting, nú þá létu þeir auð- vitað verða af því. Ég býst fastlega við því að þetta verði eins hjá okkur næsta sumar. Það er víða meira félagslíf í tengsl- um við utanríkisþjónustuna en hér á íslandi, en við hjónin höfum þó nóg við að vera. Á sumrin förum við í gönguferðir niður í fjöru, könnum ókunna dali og leitum að fossum. Á veturna er mun meira um að vera. Við höfum mjög gaman af tónlist og maður gæti auðveldlega verið á tónleikum alla daga vikunnar! Þeg- ar færi gefst förum við líka á göngu- skíði, en við látum brekkurnar eiga sig. Hins vegar hefur ekki verið mik- ill snjór frá því að við komum. Ég les þar að auki mikið á veturna og ein- staka sinnum sauma ég líka út. Það er tómstundaiðja, sem ég komst upp á lagið með í Áfríku fyrir allnokkr- um árum. Ég veiktist og varð að liggja í rúminu í sex vikur og mér leiddist alveg óskaplega. Þá fór ég að leggja stund á útsaum. Það er einstaklega róandi. Fyrir tveimur mánuðum festi ég kaup á gervihnattamóttökutæki og get séð 6 erlendar sjónvarpsstöðvar. Ég fékk nefnilega ekki svalað frétta- þorsta mínum nægilega, því það getur verið erfitt að ná breska út- varpinu og blöðin eru um fimm daga á leiðinni. Og ég er ekki orð- inn nógu góður í íslensku til þess að geta notfært mér sjónvarpsstöðv- arnar ykkar og dagblöðin aö ein- hverju gagni. Tungumálaerfiðleik- arnir hafa líka komið í veg fyrir að við færum í leikhús hérna, nema hvað við sáum Land míns födur hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Okkur tókst sæmilega að fylgja þræðinum, enda var mikið um tónlist og söng." Að endingu bað ég sendiherrann að draga saman annars vegar það jákvæða og hins vegar það nei- kvæða við að dvelja á Islandi. Mark Fenger Chapman leysti vitaskuld úr þeirri þraut með sömu elskulegheit- unum og öllum öðrum spurningum blaðamanns: „Það jákvæða tengist hiklaust náttúrunni hérna. Náttúrufegurðin er alveg einstök, uppspretta ómældrar ánægju. Ef ég á að nefna eitthvað neikvætt væri það líklega fjarlægðin frá Bretlandi og megin- landi Evrópu. Þó ekki hvað varðar tímalengd, heldur ferðakostnað. Svipað flug innan Evrópu er oftast mun ódýrara en fargjaldið milli ís- lands og annarra landa. Þess vegna finnur maður til svolítillar einangr- unar og þetta er á vissan hátt haml- andi. Maður hoppar ekkert upp í flugvél hérna nema hafa ærna ástæðu til þess!“ Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. BRunnBðniFÉLDG jsumos BI LÍFTRYGGING GAGNKVÍMT TRYGGINGAFÉLAG VERÐ KR. 300.00 SÍMAHAPPDRÆTTI STYRKTARFÉLAGS LAMAÐRA OG miði nr.. ?????? FATLAÐRA 1987 Vinningar: 11 BIFREIÐAR SAMTALS AÐ VERÐMÆTI5 MILUÓNIR KRÓNA 1. vinningur VOLVO 244 2. -6. vinningur NISSAN SUNNY SEDAN 7.-11. vinningur NISSAN MARCH GL. I VOLVO NISSAN SUNNY NISSAN MICRA GL DREGIÐ 24. DESEMBER 1987 UPPLÝSINGAR í SÍMA 686690 OG Á SKRIFSTOFU FÉLAGSINS í SÍMA 84999 DRÆTTI HEFUR ALDREI VERIÐ FRESTAÐ 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.