Helgarpósturinn - 22.12.1987, Side 17
Egill Ólafsson sem aðalsögupersónan Jean Val Jean á hér í höggi við fjandmann sinn, lögreglumanninn Javernier, sem leikinn er af Jóhanni Sigurðarsyni.
Opnar nýjan heim í leikhúsinu
Á annan dag jóla frumsýnir þjóö-
leikhúsiö Vesalingana eftir sögu
franska rithöfundarins Victors
Hugo. Þessi sýning er á margan hátt
óvenjuleg, hún er ekki eins og hefd-
bundin leiksýning, ekki hetdur eins
og söngleikur eða ópera. Einhvers
staðar þarna mitt á milli standa
Vesalingarnir, ein vidamesta, ef ekki
sú viðamesta, uppfœrsla sem Þjód-
leikhúsid hefur fœrst í fang. Um
þrjátíu leikarar, tuttugu manna
hljómsveit og svo allir hinir sem
standa aö tjaldabaki. Benedikt
Árnason leikstjóri hefur haldið utan
um allt heila galleríið:
Það urðu margir til þess að segja
við okkur að þetta væri ekki hægt.
Að við gætum ekki mannað sýning-
una, að hún væri of flókin tækni-
lega, bæði hljóðið og leikmyndin.
Ég vona að annað komi í ljós. Það er
reyndar skemmtilegt að við notum í
þetta eingöngu fólk úr Þjóðleikhús-
inu, sýningin er byggð í kringum
okkar leikara, og aðrir sem við sögu
koma hafa allir komið hér við áður.
En þaö er rétt, sýningin er feikna-
lega flókin, t.d. hvað varðar hljóð og
hljóðblöndun. Það er ekki í henni
eitt einasta talað orð og það tók leik-
arana langan tíma að átta sig á sam-
spili leiksins og söngsins og finna
leiktaktinn sem passar við músík-
ina. Við kynntum verkið síðastliðið
vor en að vísu var þýðingin ekki til-
búin þá. Síðan hófum við æfingar í
haust en við höfum ekki haft allan
hópinn saman nema síðustu tvo
mánuði eða svo.“
— Er þetta með erfiðari verkefn-
um sem þú hefur fengist við?
,,Ja, einhvern veginn hefur maður
þjálfað sig upp og haft það mottó að
hvert verkefni væri það skemmti-
legasta sem maður hefur fengist við.
Það er eina leiðin til að vinna verkið
eins og það á skilið. Það má kannski
segja að í Vesalingunum hafi verið
fleiri þræðir sem þurfti að hnýta
saman — eins og ég var að segja er
hvert orð sungið sem er óvanalegt
og það skapar önnur vandamál.
Leikararnir eru bundnari en ella.
Músíkin og textinn gera miklar kröf-
ur til aga í túlkun, það er ekki hægt
að spinna sig áfram, og þetta gerir
kröfur til mikillar tækni, bæði í söng
og leik. Venjulega er annaðhvort
söngurinn eða leikurinn ofan á en
þarna verður þetta að vera í jafn-
vægi. Við höfum reynt að lita allan
sönginn með leik, það er nauðsyn-
Benedikt Árnason: — Margir urðu til
að draga úr okkur kjarkinn.
legt til sagan komist til skila. Við
erum jú fyrst og fremst að segja
sögu á eins trúverðugan hátt og
unnt er innan ramma texta og tón-
listar."
— Þekkirðu eitthvað til upp-
færslnanna á Vesalingunum erlend-
is?
„Já, ég sá sýninguna í London og
varð yfir mig hrifinn af því að hægt
skyldi vera að taka svona merkilega
klassík og gera úr henni nútímaleg-
an söngleik þar sem hvergi er horfið
frá kjarna sögunnar. Þetta er ótrú-
lega trúverðugur Victor Hugo. Mér
fannst eins og það væri að opnast
nýr heimur í leikhúsinu með þessari
ensku uppfærslu á Vesalingunum
þar sem tekin eru klassísk verk og
spunnið í kringum þau án þess að
glata inntakinu um leið og menn
nota sér músíkina á dramatískari
hátt en gert hefur verið.
En varðandi það hvort okkar upp-
færsla sé á einhvern hátt eins og
þær sem settar hafa verið upp er-
lendis þá er ég ekki dómbær á það.
Það sem líkist, ef það líkist, er senni-
lega ekki annað en að verið er að
segja sömu söguna. Hins vegar
kemur okkar túlkun ekki að utan,
við höfum algerlega óbundnar
hendur nema hvað við fylgjum text-
anum og tónlistinni. Leikmynd,
búningar, lýsing og fleira er allt
öðruvísi."
Eins og fyrr sagði er frumsýningin
annan í jólum og ljóst er að sýningar
verða margar því þegar er búið að
selja miða alveg fram í mars. það er
enda ekki ástæða til annars en að
hvetja fólk til að drífa sig í leikhúsið
því hér er á ferðinni alveg hreint
stórskemmtileg sýning. 1 helstu
hlutverkum eru Egill Ólafsson,
Sverrir Guðjónsson, Sigrún Waage,
Edda Heiðrún Backman, Aðalsteinn
Bergdal, Ragnheiður Steindórsdótt-
ir, Sigurður Sigurjónsson og Lilja
Þórisdóttir. íslensk þýðing er eftir
Böðvar Guðmundsson, hljómsveit-
arstjóri er Sæbjörn Jónsson, Agnes
Löve var æfingarstjóri tónlistar,
dansa samdi Ingibjörg Björnsdóttir,
leikmyndir og bdninga gerir Karl
Aspelund, lýsing er eftir Pál Ragn-
arsson og hljóðblöndun er í höndum
Jonathans Dean, en hann hefur
unnið að hljóðblöndun verksins
bæði í Bandaríkjunum og á Bret-
landi. KK
HELGARPÓSTURINN 17
Skuplukonur sameinast í söng og virðast ekki hýreygar.