Helgarpósturinn - 22.12.1987, Síða 22

Helgarpósturinn - 22.12.1987, Síða 22
Af afrekum ársins EFTIR ÞÓRMUND BERGSSON KNATTSPYRNA OG HAND* BOLTISKARA FRAM ÚR Um þetta leyti á ári huerju líta menn gjarnan um öxl og kanna at- burdiþess árs sem senn er ad Itda og reyna aö gera sér grein fyrir afrek- um einstakra íþróttamanna og -greina, gjarnan til þess aö komast ad nidurstödu um hvar mestu afrek- in uoru unnin. Eins og sönnum bladamanni sœmir um áramót œtla ég líka ad renna mér í nokkur þau íþróttaafrek sem mér finnst standa upp úr á þessu ári. Listi eda upp- talning sem þessi verdur aldrei tœm- andi huad þá að menn séu sammála um huer séu mestu afrekin eða af- reksmennirnir. Eftir áramót munu Samtök íþróttafréttamanna útnefna íþróttamann ársins 1987 ogþá kem- ur uœntanlega í Ijós huern eða huerja þessir menn, sem stöðugt eru í snertingu við íþróttirnar, velja sem afreksmanneskju ársins. Á afrekalistanum hafa tvær íþróttagreinar skarað fram úr á þessu ári. Knattspyrna og hand- knattleikur. Á undanförnum árum hafa keppnismenn í einstaklings- greinum skarað fram úr og unnið til verðlauna þeirra er íþróttafrétta- menn veita ár hvert. Nú virðist sem sagt komið að einhverjum úr hóp- íþróttagreinum. Hvort það verður handknattleiksmaður eða knatt- spyrnumaður er ekki gott að segja, en vissulega má búast við að ein- staklingar úr þessum íþróttum setji mark sitt á vai íþróttamanns ársins ásamt mörgu ágætu afreksfólki. íslenska landsliðið í knattspyrnu stóð sig um margt með ágætum á árinu. Liðið fékk að vísu slæman skell gegn A-Þjóðverjum á Laugar- dalsvelli sem frægt er orðið en tveir sigrar á frændum vorum Norð- mönnum með stuttu millibili urðu þess valdandi að iiðið fékk fleiri stig í riðli til Evrópukeppninnar en fyrr og sigraði á útivelli, sem er afrek hjá okkar knattspyrnulandsliði. Þá stóð ólympíuliðið sig með eindæmum vel og þar setti vissulega svip sinn á að leikmenn voru flestir úr 1. deild- inni hér á landi, sem fór fram með miklum ágætum í sumar. íslensku félagsliðin stóðu sig ágætlega í Evrópukeppninni nema Frammar- ar, sem mættu algjörum ofjörlum sínum. Bæði Skagamenn og Valsar- ar áttu góða möguleika á að komast í aðra umferð en voru óheppnir. Af þeim einstaklingum sem bar hvað hæst í knattspyrnunni á árinu má nefna Arnór Guðjohnsen, sem varð belgískur meistari með liði sínu Anderlecht og varð bæði markahæsti leikmaður í Belgíu og kosinn besti leikmaður deildarinn- ar. Frábært afrek sem vissulega svipar til afreks Ásgeirs Sigurvins- sonar er hann leiddi Stuttgart til sig- urs í þýsku 1. deildinni og hlaut að Iaunum titiiinn íþróttamaður ársins á íslandi. Á innlendri grund spilaði Pétur Ormslev mjög vel í sumar og leiddi sína menn til sigurs í bikar- keppni KSÍ. Ekki síðri voru Vals- mennirnir Sævar Jónsson og Guðni Bergsson, sem leiddu Valsmenn til sigurs á íslandsmótinu, og þá má ekki gleyma Pétri Péturssyni og Ólafi Þórðarsyni, sem báðir spiluðu mjög vel i sumar. Pétur fyrri hluta sumarsins en Ólafur síðari hlutann. Þá má heldur ekki gleyma Gunnari Gíslasyni, sem varð norskur meist- ari, og Bjarna Sigurðssyni, sem varði mark Brann af snilld, sem varð til þess að honum bauðst staða hjá fyrrum Evrópumeisturum Gautaborgar. Handknattleiksmenn okkar voru í sviðsljósinu allt árið með þátttöku á afar sterkum mótum um allan heim. Liðið sigraði m.a. Júgósiava á heimavelii þeirra og lagði A-Þjóð- verja að velli í sömu keppni. Liðið sýndi svo ekki verður um villst að það er í hópi 6—10 bestu handknatt- ieiksliða heims og þeir piltar sem spila með liðinu leggja alveg ótrú- lega mikið á sig. Æfingar eru eins og hjá atvinnumönnum og leikir spil- aðir í kippum svo stundum virðist manni sem of mikið sé lagt á pilt- ana. Okkar menn hafa náð mjög góðum árangri með þeim liðum sem þeir spila með. Kristján Arason spilar með sterkasta liði Þýskalands og hefur m.a. fengið þann dóm hjá kunnum handknattleiksmanni að hann sé besti leikmaður í heimi!! Alfreð Gíslason varð þýskur meist- ari með Essen og skarar fram úr í þýskum handknattleik þar sem fé- Iagsiið standa mjög framariega. Leikmenn eins og Þorgils Óttar, fyr- irliði islenska landsliðsins, og fleiri leikmenn sem spila hér á heimavelli hafa staðið sig með afbrigðum vel *og handknattleikurinn sjaldan verið betri eða meira spennandi en ein- mitt nú. Margir ungir leikmenn eru einnig að koma upp og framtíðin ætti að vera björt sé haldið rétt á spöðunum. Af öðrum afrekum má nefna frá- bæra frammistöðu Jóns Páls Sig- marssonar, sem skellti hverjum ris- anum af öðrum í kraftakeppni bæði hér á landi og erlendis. Hann er jú sterkasti maður heims og reyndar heldur meira en það. Jón er líka skemmtilegur keppnismaður og helgar sig íþrótt sinni af alúð. Pétur Guðmundsson spilar í NBA- deildinni í körfuknattleik í Banda- ríkjunum og það að komast á bekk- inn þar er mikið afrek. Pétur gerir enn betur og er einn af aðalmönn- unum í liði San Antonio Spurs, sem gengur betur en efni stóðu til í deild- inni. Aðrir körfuknattleiksmenn hafa nú ekki skilið eftir sig slóð af- reka, en þó má ekki gleyma liði Njarðvíkinga sem tapar varla leik undir stjórn Vals ingimundarsonar utan vallar eða innan. Eðvarð Þór Eðvarðsson sund- kappi er í hópi bestu Evrópubúa í baksundi og vann mörg gullafrek á þessu ári. Hann er okkar fremsti sundmaður ásamt Ragnheiði Run- ólfsdóttur sem einnig vann mörg frábær afrekin. Bjarni Friðriksson júdókappi virð- ist vera að ná sér á strik í júdóinu nú seinnipart ársins en tryggir sér þó varla nein verðlaun út á það. Einar Vilhjálmsson átti um tíma Norður- landametið í spjótkasti í sumar en hafði að öðru leyti heldur hægt um sig. Vésteinn Hafsteinsson komst á skrá yfir bestu kringlukastara heims en aðrir frjálsíþróttamenn voru í ró- legri kantinum. Þessi upptalning gefur okkur að- eins innsýn í það sem ég man eftir í fljótu bragði að setti svip sinn á þetta íþróttaár. Ég vil endurtaka það sem ég sagði fyrst að hópíþróttirnar handknattleikur og knattspyrna sköruðu nokkuð fram úr á árinu og kæmi mér ekki á óvart þó einhver innan þeirra raða hreppti titilinn Iþróttamaður ársins hjá íþrótta- fréttamönnum. ■ 141 *|fíj IpÍpl ^|h| 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.