Helgarpósturinn - 22.12.1987, Síða 23

Helgarpósturinn - 22.12.1987, Síða 23
FRÉTTAPÓSTUR Lánsloforð seld Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sagði á Alþingi á miðvikudag, að vitað væri um sölu 148 einstaklinga á láns- loforðum Byggingarsjóðs ríkisins, samtals að upphæð 150 milljónir króna. Afföll i sölu næmu samtals 12 milljónum og sölulaun 3 milljónum. Rýrnun við sölu væri því samtals 15 milljónir króna. Þessar upplýsingar komu fram þegar hús- næðisfrumvarp ríkisstjórnarinnar var til fyrstu umræðu í efri deild Alþingis. Jóhanna Sigurðardóttir staðhæfði að fjármagnsstreymi af þessum sökum út á hinn almenna markað hefði aukið þenslu og hækkað húsnæðisverð. Hún sagði jafnframt að hefði húsnæðislánakerfið verið opnað á ný, að öðru óhreyttu, hefði það þýtt afgreiðslu á 4.000 um- sóknum með tilheyrandi lánsloforðum og markaðsáhrifum. • Eftir að hreytingar á aðflutningsgjöldum um næstu ára- mót komu til umræðu hefur gifurleg sala verið á ýmiss kon- ar heimilistækjum. Meðal annars seldi verslun ein á fjórða hundrað þvottavélar á 10 dögum. • Enn hætist fyrirtæki í hóp þeirra sem hætta fatafram- leiðslu hér á landi. Nú er það fyrirtækið Henson-sportfatn- aður sem hefur ákveðið að hætta rekstri saumastofu sinnar, Hennes hf., á Akranesi. Nú starfa þar 30 manns, aðallega konur. Henson hefur boðið Akranesbæ að yfirtaka rekstur- inn, en ef því hoði verður ekki tekið og aðrir aðilar fást ekki til að taka við rekstrinum verður óskað eftir gjaldþrota- skiptum Hennes hf. Fyrirtækið hefur verið talið glæsileg- asta og best úthúna saumastofa landsins. Eigandi fyrirtæk- isins, Halldór Einarsson, segir ákvörðunina tekna af illri nauðsyn enda standi hann í haráttu með fyrirtæki sitt í Reykjavik þar sem 30 manns starfa. • Á fundi sameinaðs þings á fimmtudag var Gaukur Jör- undsson prófessor kjörinn umboðsmaður Alþingis til næstu fjögurra ára. Gaukur tekur við embættinu í hyrjun næsta árs og er hann fyrsti maður til að gegna því. Umboðs- manni Alþingis er samkvæmt lögum ætlað að gæta réttar einstaklinga gagnvart stjórnvöldum. • Fjármálaráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, segir að tekjuáætlun f járlagafrumvarpsins muni hækka óvenjulega lítið við þessa fjárlagaafgreiðslu og mjög auðvelt sé að meta skattstofninn varðandi tolla, vörugjald og söluskatt. Fjár- málaráðherra segir það vera verkefni Þjóðhagsstofnunar að meta tekjustofnana fyrir þriðju umræðu fjárlaga og þar með eftirspurnaráhrif skattkerfisbreytinganna og veltu- breytingar i þjóðfólaginu miðað við reynslu þessa árs. End- urskoðuð tekjuáætlun liggur ekki fyrir í endanlegri mynd, en samkvæmt mati fjármálaráðuneytisins og Þjóðhags- stofnunar mun ekki mikilla breytinga að vænta á tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins. • Tímaritið „The Economist" hefur gefið út sérblað þar sem m.a. er yfirlit yfir það sem sérfræðingar telja að búast megi við að gerist í einstökum ríkjum og í alþjóðamálum á næsta ári. í ritinu er stutt klausa um ísland, þar sem fullyrt er að ríkisstjórnin komist ekki hjá því að fella gengi krónunnar. • Slysatiðni barna og unglinga hér á landi er með þvi hæsta sem þekkist í heiminum og hefur slysum á börnum og ungl- ingum fjölgað hér meðan dregið hefur úr slysatíðni í ná- grannalöndunum. Hæst er tíðni slysa á gangandi vegfarend- um og heimaslys eru einnig algeng meðal barna og ungl- inga, einkum í aldurshópnum 5—9 ára. • Skrifstofa borgarstjóra lét gangast fyrir skoðanakönnun meðal borgarbúa um hundahald. í ljós kom að rúmlega 66% þeirra Reykvíkinga, sem afstöðu tóku, telja tilraun með hundahald i Reykjavík hafa tekist vel, en 33,8% telja hana hafa tekist illa. • Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra sagði í umræðum um kostnað við byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar að hann væri þeirrar skoðunar að því hvernig staðið væri að opinberum framkvæmdum væri ábótavant og sagðist telja að betra skipulag þyrfti í þeim efnum. • Sláturleyfishafar áttu að gera upp að fullu við bændur vegna sauðfjárinnleggs i haust fyrir 15. desember, en það var ekki gert og segja sláturleyfishafarnir að ríkið hafi ekki tryggt þeim fjármagn til að standa við þetta lagaákvæði. Starfsmenn landbúnaðarráðuneytisins unnu í síðustu viku að útreikningum á skiptingu svokallaðs staðgreiðsluláns ríkisins til sláturleyfishafa og á lánið, 674 milljónir, ásamt afurðalánum bankanna að gera sláturleyfishöfum kleift að gera upp að fullu við sauðf járbændur. Þó er ekki víst að bændur fái innlegg sitt greitt að fullu þar sem forsvarmenn sláturleyfishafa segjast ekki hafa fengið fjármagn til að standa undir vinnslukostnaðinum, auk þess sem þeir séu með mikið fé bundið í vaxta- og geymslukostnaði fyrir ríkið. • Nýkjörið útvarpsráð hélt sinn fyrsta fund á föstudag. Þar var samþykkt að beina þeim tilmælum til yfirmanna frétta- stofa sjónvarps og útvarps að unnið verði markvisst að því að auka stórlega hlut kvenna sem viðmælenda í fréttum og fréttatengdum þáttum í Ríkisútvarpinu. Tilmæli þessi komu í kjölfar niðurstöðu könnunar sem sýndi að hlutur kvenna í fréttum sl. 20 ár er aðeins 13% og þá jafnan í mjög afmörkuðum málaflokkum. Þá staðfesti útvarpsráð auglýs- ingabann á HP vegna Stefáns Jóhanns-málsins. • Síðdegis á laugardag afgreiddi neðri deild Alþingis sem lög frumvarp um Húsnæðisstofnun ríkisins. Frumvarpið var samþykkt með 26 samhljóða atkvæðum en þingmenn Borg- araflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. • Eftir að upp úr samningaviðræðum stjórnar og stjórnar- andstöðunnar slitnaði á sunnudag þykir liklegt að Alþingi muni starfa milli jóla og nýárs og að líkindum einnig í janúar. Andlát: Guðmundur í. Guðmundsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, lést á heimili sínu aðfaranótt laugardags. Guðmundur var 78 ára að aldri. Hann var fyrst kjörinn á Alþingi árið 1942 fyrir Alþýðuflokkinn og sat þar til ársins 1965. Hann var utanríkisráðherra á árunum 1956—58 og utanríkis- og fjármálaráðherra '58—59. Guðmundur var síðan utanríkisráðherra frá 1959—1965, er hann var skip- aður sendiherra. CANON = GÆÐI TÝLI = ÞJÓNUSTA ÚTSÖLUSTAÐIR FÓKUS, Lækjargötu JAPIS, Kringlunni KASK, Hornafirði LEO-LITMYNDIR, Isafirði LJÓSMYNDABÚÐIN, Laugavegi 118 NYJA FILMUHÚSIÐ, Akureyri TÝLI, Austurstræti <•> LÍTT'INN HJÁ ÓLA — Keflavík Einkaumboð á íslandi _____________f; IJh____________ Austurstræti 3 im’Jttl F S. 10966 Jg LITRÍK ÞJÓNUSTA Opiö 10—18.45 Laugardaga og sunnudaga 10—16 HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.