Haukur - 01.03.1901, Blaðsíða 9

Haukur - 01.03.1901, Blaðsíða 9
ÍTALLÆRIf) Á INDLANDÍ OG ORSAKIR ÍESS. sér brunn, en stóiar vatnsfovðaþvór, skurðir til þess að veita vatni á heil lijeruð, skurðir til að þurka upp stór landflæmi, þegar allt ætlar að fyllast af vatni, stíflugarðar meðfram ánurn, til þess að verja vatna- gangi og margt og margt fleira, eru allt saman fyrir- tæki, sem einstaklingnum eru ofvaxin, en sem hver einstaklingur verður að taka þátt í. Hin forna ind- verska akuryrkja — og akuryrkja hefir ætíð verið og er enn þá aðal-atvinnuvegur Indverja — var þess vegna grundvölluð á samlögum, samvinnu og sameign allra þeir ra, er áttu heima í sama sveitaþorpi eða hjeraði. Hvar sem farið er um landið, ber það vitni um gagnhugsuð stórvirki, er menn hafa unnið í sam- lögum, til þess að firra sig fári og tryggja tilveru sína. En þrátt fyrir það, þótt mikið væri gert, brást upp- skeran þó stundum að nokkru eða öllu leyti vegna einn heimta skatt af bændunum. Skatturinn var greiddur af sameign allra þorpsbúa, og miðaður við uppskeruna, hvort sem hann var greiddur í gulli eða í korni. Tekjur landstjórnarinnar vor þess vegna mikl- ar, þegar uppskeran var mikil, en litlar, þegar upp- skeran var lítil. Þannig hafði akuryrkja Indverja blómgast og þjóð- fjelagslíf þeirra tekið meiri og meiri framförum um þúsundir ára. En nú eru að eins aumlegar leifar eftir af hvorutveggja. Eins og kunnugt er, hafa Englendingar lagt landið undir sig. Árið ] 765 byrjuðu þeir á því að leggja undir sig hjeruðin við mynnið á ánni Ganges, og síðan hafa þeir lagt undir sig hvern landshlutann á fætur öðrum. Nú eiga þeir orðið öll hjeruðin með sjó fram, en uppi í landinu eru enn þá nokkur „óháð ríki“, Indverjar bíba dauba síns, eænulausir ap hungri og hor. hinna afar-langvinnu þurka. Þess vegna lögðu hverjir þorpsbúar eða hjeraðsbúar ætíð ákveðinn hluta af uppskerunni (uppskeran er þar 2 á ári og sumstaðar 3) í forðabúr, og geymdu það til slæmu áranna. Auk neyzlukorns ræktuðu þeir einnig baðmuil o. fl. Baðm- ullardúkar og silkidúkar voru verzlunarvara, er útlendir farandkaupmenn sóttust mjög eftir. Pegar óvinir rjeð- ust á eitthvert sveitaþorpið — og slíkt hefir oft borið við á Indlandi — flúðu þorpsbúar allir með búpening sinn og nægilegt nesti upp í fjöllin eða inn í skógana, og höfðust þar við um hríð. Og þótt þorpið væri brennt til kaldra kola, og akrarnir gereyddir, þegar þeir komu heim aftur, þá tók það venjulega skamman tíma, að hrófa upp kofunum og búa akrana undir nýja uppskeru. Landstjórnin, er ýmist voru innlendir höfð- ingjar eða útlendir sigurvegarar, ljetu skattheimtumann jafnvel þótt sjálfsforræði þeirra flestra sje ekki annað en nafnið eitt. Begar er Englendingar höfðu unnið sínar fyrstu sigurvinningar á Indlandi, tóku þeir að jafna niður sköttum á landsbúa. En þeir höfðu enga hugmynd um hið ga-mla þjóðskipulag Indverja, og þótt þeir þætt- ust vera að reyna að kynna sjer ýmsa mannfjelags- hætti þar á landi, báru slíkar tilraunir engan ávöxt, með því að þeir skildu ekki tungu landsmanna. Þeg- ar þeir því næst að hjer um bil 30 árum liðnum ákváðu, að Indverjar skyidu greiða tiltekna upphæð í skatt á ári hverju, höfðu þeir enn þá engan grur, um það, að landið var sameiginleg eign allra landsmanna, og þar þekktust hvorki landsdrottnar nje leiguiiðar. Englendingar hjeldu, að skattheimtumaðurinn í hverju sveitaþorpi væri landeigandinn, og bændurnir væru — 41 — — 42 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.