Haukur - 01.03.1901, Blaðsíða 11

Haukur - 01.03.1901, Blaðsíða 11
„Kóng’urinn“ og kosning’arnar. Dönsk frásaga eftir Ingvor Bondesen, með mynduiá eftir Poul Steffensen. (Framh.) „Hvað ertu að segja, drengur, hvernig stendur á því ?“ spurði Marteinn og tók að hnykla brúnirnar. „Jeg skal segja þjer allt eins og er“, mælti Níels, fleygði hattinum sínum á borðið og settist við ytri enda borðsins, andspænis föður sínum. „Ristoft kom heim í gær. Peir hafa tekið sjer hvíld, þingmennirnir“. „Nú, og hvað svo?“ „Meðan hann var fjarverandi, hafði jeg gert nokk- uð, sem honum mislíkaði, og þess vegna rak hann mig undir eins i burt, þegar hann kom heim“. „Sje svo, að þú hafir gert þig sekan um nokkurn strákskap, eða nokkuð þess konar“, mælti Marteinn og iðaði í sætinu, „þá skal jeg láta þig vita það, Níels, að jeg sje aldrei glaðan dag framar. Jeg vistaði þig hjá honum Rístótta, vegna þess að hann þurfti á verk- stjóra að halda, sem honum væri óhætt að treysta, meðan hann væri á þinginu, og jeg sagði honum, að jeg skyldi ábyrgjast þig í alla staði. Hváð er það, sem þú hefur gert þig sekan um, drengur?" „Jeg hafði trúlofazt henni Ágústu, og það sagði jeg honum". „Henni Ágústu Rístótt! Henni Rístótta Gústu!“ sagði Marteinn auðsæilega forviða, og varð allt í einu glaðlegri á svipinn. „Er það ailt og sumt, sem þú ert gerður rækur fyrir?" „Já. Jeg hafði satt að segja ekki hugsað mjer, að hann myndi bregðast svona reiður við því En, hjálpi mjer, hvað hann gat orðið vondur. Hann sagði afdráttarlaust, að við skyldum aldrei ná saman, meðan hann væri ofan jarðar". „Sagði Rístótti það? spurði Marteinn, og rak í rogastanz. ' „Jeg vissi vel, að hann hefir þessi síðustu árin verið að reyna að spyrða hana saman við son veiði- stjórans í Árbæ, en Gústa hefir svo oft sagt mjer, að hún vildi hvorki heyra þann flysjung nje sjá, hvað sem henni væri boðið tii þess. Og svo hafði jeg satt að segja hugsað mjer, að jeg væri Gústu fullkomlega samboðinn". „En ertu það máske ekki?“ „Nei, ekki þótti honum það. Jeg hefl hvorki mannabrag nje menntun á við hana. Hann sagði, að jeg væri duglegur, og gæti orðið góður iandbóndi, og slíkt gæti verið gott með öðru góðu. En ef hann ætti að segja mjer sína skoðun blátt áfram, þá væru til gjár, sem ekki væri hægt að komast yfir, ogskilrúm, sem ekki yrði komizt í gegnum, og svo væri líka gamalt máltæki, sem segði, að jafningjar Ijekju bezt “. „Sagði Rístótti það?“ „Já, jeg get ekki talið upp allt það, sem hann sagði. En jeg man það, að hann lauk máli sínu á þessa leið: Það er bezt, að þjer takið saman piöggin yðar í kvöld; í fyrra málið farið þjer hjeðan. fjer segið fólkinu hjerna, að faðir yðar viiji fá yður heim til sín í sumar, meðan mestar sjeu annirnar, og að jeg hafl þess vegna leyft yður að fara heim. Jeg hefi að öllu öðru leyti, en þessu, verið mjög ánægður með yður, og vil ekki gera yður neina minnkun. Jeg hefl lengi ætlað Gústu öðrum manni, og slík bernskubrögð, sem þessi, skulu ekki koma í veg fyrir það, sem jeg hefl einu sinni áformað". „Nú hefi jeg aldrei á minni lífsfæddri æfi heyrt annað eins,“ mælti Marteinn stillilega, og kveikti í pípunni sinni. „Hver skyldi hafa getað hugsað sjer það, fyrir svo sem flmmtíu árum, að Rístótti ætti að verða slíkur stór-burgeis á elliárum sínum. Þá var hann munaðarlaust barn, sem ekkei t lá annað fyrir, en sveitin, og tók þá faðir minn hann, og ól hann upp í gustukaskyni. Og hann ólst upp hjerna á heimilinu, og aldrei var neinn munur gerður á honum og mjer, að því er fæði og klæði snerti, jafnvei þótt jeg væri einkabarn föður míns. Og svo þegar það kom í ljós, að hann var hneigður fyrir bækur, og búið var að kristna hann, þá kom faðir minn honum fyrir á amts- skrifstofunni, og borgaði með honum, og svo hjelt hann áfi am að borga með honum, þangað til hann var búinn að taka próf og var orðinn útlærður mála- flutningsmaður". „ Já, það getum við hvorugur talið okkir til gildis nú“, svaraði Níels hægt og stillilega. „Hefði Ristoft ekki sjálfur haft bæði gáfur og vilja, þá hefðu þessi fáu hundruð dala, sem afl minn kostaði upp á hann, ekki komið að mikiu liði“. „Það er hverju orði sannara. En mjer datt þetta svona bara í hug, af því hann fór að tala um að „jafningjar" ljekju bezt. Hann varð svo skrifstofufuli- trúi hjá honum Brún gamla kansellíráði, og átti þá ekki meira en það, að hann gat rjett njeð naumind- um keypt sjer spjátrungsprik, og svo reigsaði hann á hverjum sunnudegi út að Skógum, og kom sjer inn undir hjá gömlu maddömu Jenssen, þar til hann að iok- um gat krækt í einkadóttur hennar, og fjekk svo jörð- ina í kaupbæti. En gamla maddama Jenssen — já, hún var allt af kölluð maddama; en annars var hún bara blátt áfram bóndakona, alveg eins og konurnar hjerna á eyjunni, og dóttirin, sem varð maddama Rístótt, hún nefir heldur aidrei lært annað tungumál, heldur en okkar góða og gamla og fláa Fjónbúamál. Hvaðan hefir svo þessi mikli mismunur og þessi fyrir- mennska komið?“ „Ristoft er eðlilega hreykinn af þvi, að hnfa sjálf- ur rutt sjer braut í lífinu. Og svo reynir hann að hafa á sjer höfðingjabrag, til þess að láta sem minnst bera á því, af hvaða bergi hann er brotinn. Mjer dettur ekki í hug að segja, að þetta sje rjett gert af honurn. En jeg virði hann samt sem áður mikils. Hann er ekki einungis vel að sjer í iögurn og öllu þesskonar, heldur hefir hann líka, síðan hann varð bóndi, gert Skógana að fyrirmyndarbúgarði. Bæði sem búnaðarfuiltrúi og þingmaður hefir hann einnig sýnt írábæran dugi:að“. „Hefirðu ekki eldspýtur, Níels? Svei mjer ef jeg gleymi ekki alveg að reykja". Marteinn kveikti i pípunni sinni, og saug hana af öilum kröftum. Hann starði út um gluggann á bú- garðinn hins vegar við sundið, og mátti þá snöggvast sjá bi-egða fyrir glettulegum og kænskulegum dráttum kringum munnvikin á honum, og við ytri augnakrók- — 46 — — 46 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.