Haukur - 01.04.1901, Blaðsíða 6

Haukur - 01.04.1901, Blaðsíða 6
KONITNGUR IíEYNILÖGKKGLUMANNANNA. og hjelt fyrst að húsi því, er frú Katrín átti heima í, því að þau höfðu taiað svo um, að hún skyldi verða þar á vakki, unz fantarnir kæmu, og að þaðan skyldi hún svo ginna þá í gildruna. 22. kapítuli. Frú Katrín var að eins komin lítinn spöl áleiðis, þegar hún varð þess vör, að báðir ofsækendurnir voru á hælunum á henni. Eins og gert var ráð fyrir, hjelt hún fyrst heim að húsi því, er hún bjó í, og eltu illmennin hana þangað. Þegar hún því næst lagði af stað ofan að fljótinu, sá hún að þrælmenn- in voru enn spölkorn á eftir henni, en hvergi sá hún neitt til leynilögreglumannsins. Hún fór um borð í ferjubát þann, er ætlaði yfir til Brooklyn, og er hún hafði setið litia stund í kvenn- mannaklefanum, sá hún báða fantana "koma um borð í bátinn. Svo lagði báturinn af stað. Frú Katrín litaðist um eftir leynilögreglumann- inum; en hún sá engan, er henni gæti komið til hug- ar að væri Brandon, jafnvei þótt hún vissi, að hann ætlaði að vera i dulargerfl. Fegar báturinn kom að landi hins vegar við fljótið, fór frú Katrín á land, steig upp í vagn einn, og ljet aka með sig til Evergreen-kirkjugarðsins, því að þang- að hafði förinni verið heitið. Við sáluhliðið steig hún ofan úr vagninum og fór inn í kirkjugarðinn. Pegar hún var komin nokkra faðma inn fyrir sáluhliðið, leit hún um öxl sjer, og sá þá tvo menn koma út úr lokuð- um vagni fyrir uian hliðið. Hún þekkti þá þegar. fað voru launmorðingjarnir, sem ávallt voru á hæl- unum á henni. En hvergi gat hún komið auga á Brandon. Hún varð dauðskelkuð, og þorði ekki að halda áfram. Það fór skelflngarhrollur um hana alla, er liún hugsaði til þess, að hún var þama ein með launmorðingjunum úti í kirkjugarði, fjarri aðstoð allra góðra manna. Henni datt í hug að snúa við, og reyna að kalla á ökumanninn, en þá sá hún allt í einu dökk-klædda konu eina koma frá vagninum, er var að fara af stað aftur. Kona þessi kom inn í kirkjugarðinn, og gekk fram hjá frú Katrínu án þess að líta við henni. Hún hafði svarta andlitsblæju, og var auðsæilega sorgarbúin. Bófarnir komu hægt og hægt á eftir henni inn um sáluhliðið. Frú Katrin herti upp hugann og hjelt áfram lengra inn í garðinn. Þar rak hún sig aftur á blæju- búnu konuna, er kraup þar við leiði eitt, og var auð- sæilega að lesa bænir sínar. „Er það ættingi yðar, sem hjer heflr verið jarð- aður?“ spurði frú Katrín. „Jeg hefl mikla ástæðu til þess, að krjúpa við þetta leiði", svaraði svartklædda konan. Frú Katrín þekkti málróm konunnar og hvíslaði að henni: „Þjer haflð orðið samferða bófunum". „Já, jeg veit það. Verið þjer kyr hjerna. Við skulum sjá, hvað þeir ætla sjer að gera“, svaraði svartklædda konan. Mennirnir nálguðust óðum. Þeir námu staðar skammt frá konunum, og virtust vera að bera ráð sín saman. Öðm hvoru bentu þeir á konurnar, og svo komu þeir að lokum alveg til þeirra. Annar þeirra setti sig í stellingar frami fyrir frú Katrínu og mælti: „Jeg tilkynni yður það hjer með í rjettvísinnar nafni, að þjer eruð okkar fangi". „Fangi ykkar?“ mælti frú Katrín, og ljezt verða forviða. „Já“. „Hverjir eruð þið?“ „Við erum leynilögreglumenn". „Sannið það“. Hinn þorparinn kom nú nær, og mælti: „Takið þjer hana bara, Brent. Til hvers er að vera að eyða orðum við hana?“ En nú stóð svartklædda konan úpp frá leiðinu. „Jeg trúi því naumast, að þið sjeuð leyniiög- reglumenn", mælti hún. „Takið þjer fangann, Brent", mælti sá þorparinn aftur, er siðast hafði talað. Hinn ætlaði að ráðast á frú Katrínu og taka hana, en í sama bili setti svartklædda konan sig i stellingar frammi fyrr honum. „Pið eruð ekki ieynilögreglumenn — þið eruð blátt áfram bófar“, mælti hún. Mennirnir litu í kringum sig, til þess að gæta að því, hvort nokkur sæi til þeirra. „Við höfum ekki tíma til þess, að standa hjer og þrátta við kerlingar. Gefið þjer henni þetta hjerna, Brent", mælti annar þeirra, og hafði hönd á rýting sínum. „Morðingjar!" mælti svartklædda konan; „hvað haflð þið í hyggu að gera?“ „Farið þjer frá“. 11 „Farið þjer sjálfur frá; þjer fáið ekki áð snerta þessa konu“. „Verið þjer nú ekki lengi að hugsa yður um, Brent; látið þjer þær báðar fá það, sem þær þurfa, og flýtið yður að því“. Morðinginn þreif rýting sinn, og ætlaði fyrst að reka svartklæddu konuna í gegn; en í sama bili rak hann upp óttalegt vein, og valt um koll, og einni sekúndu siðar iá hinn fanturinn við hliðina á honum. Burt Brandon hafði komið upp um sig, hver hann var. í kjólfeliingunum hafði hann geyint kylfu eina, og hann átti engan jafningja sinn í því, að handleika hana. Öðrum bófanum heppnaðist að standa upp, og ná í skammbyssu sína; en áður en hann gæti borið hana fyrir sig, hafði Brandon slegið hann aftur með kylfunni, svo að hann fjell til jarðar. Lítilli stundu síðar hafði Brandon komið hand- járnum á þá báða, og voru þeir þá meinlausir sem lömb. Leynilögreglumaðurinn hafði náð tiigangi sínum. Hann gat ekki heft þorpara þessa fyrir það eitt, að þeir reikuðu fram og aftur um strætin á eftir frú Katrínu, jafnvel þótt hann þættist vita, að það væri einungis mannaferðin á götunum, sem aftraði þeim frá að veita henni tiiræði. Hann hafði þess vegna látið frú Katrínu ginna þá á afvikinn stað, til þess að þeir skyldu sýna það beilega, hver tilgangur þeirra væri. Þegar hann hafði koinið handjárnunum á þá, fór --59 — — 60 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.