Haukur - 01.04.1901, Síða 10

Haukur - 01.04.1901, Síða 10
KÓNGUBINN 08 K08NIN0ARNAE. áríðandi málefni. Allt í einu varð mjer litið á háan hatt, sem lá á gangstjettinni. Jeg skal nú segja yður það hreinskilnislega, herra dómari, að mjer er allt af meinilla við gamla hatta, og jeg held, að jeg segi ekki ofmikið, þótt jeg fullyrði það, að allir menn, und- antekningarlaust, hafi andstyggð á gömlum höttum. Menn geta blátt áfram ekki látið vera, að sparka í gamla hatta, þegar þeir verða á vegi þeirra. Flestir myndu hafa sparkað ótuktarlega í þennan gamla og ógeðslega hatt, og það gei'ði jeg líka. Jeg sparkaði í þennan gamla hatt, en jeg sparkaði líka í stóreflis stein, sem var innan í hattinum. Jeg sparkaði svo fast í steininn, að jeg datt á hrammana, og því mið- ur felldi jeg um leið ákaflega feita og digra konu, sem kom í flasið á mjer. Þegar hún datt, felldi hún stiga, sem stóð upp við húsið. Annar endinn lenti í mjer, en hinn í hesti, sem var fy-rir vagni. Hestur- inn prjónaði, svo ökumaðurinn datt íit úr vagninum. Hann datt ofan á hund, og hundurinn vældi og skrækti og beit í fótinn á ökumanninum. Svo kom maður út um götudyr einar, og barði ökumanninn fyrir það, að hann hafði dottið ofan á hundinn hans. Ökumaðurinn þreif stein, og ætlaði að kasta honum í manninn, þegar hann sneri við, en steinninn fór til allrar óhamingju inn um gluggann hjá kryddmangar- anum, og kryddmangarinn kom út á götuna. Jeg var nú staðinn upp, og ætlaði að fara að dusta til strákhnokka einn, er stóð skammt frá mjer og skelli- hló að mjer, svo að jeg hlaut að ætla, að það hefði verið hann, sem ljet steininn innan í gamla hattinn, til þess að skaprauna mjer. Jeg hljóp á eftir strákn- um, en kryddmangarinn, sem sjálfsagt hefir verið fað- ir hans, kom æðandi að mjer. Jeg varð svo forviða á þessu, að jeg baðaði út hendinni, og rak þá krydd- mangarinn nefið í hendina á mjer, svo að hann fjekk blóðnasir. . Okkur varð báðum svo bilt við þetta, að hann valt ofan í rennuna, og jeg ofan á hann. Og þegar jeg svo kom fyrir mig höndunum, til þess að standa upp, þá uppgötvaði jeg það, að jeg spyrndi höndunum í andlitið á kryddmangaranum, og þegar hann því næst í þessum sömu svifum stakk fingrinum upp í mig, þá fjekk jeg allt í einu einhvers konar krampa í kjálkana, svo að jeg beit af honum fingur- inn. En hann týndist ekki. Jeg hefi hann hjerna í vestisvasa minum, innan í hreinum pappír — gerið þjer svo vel, hjerna er hann með sömu ummerkjum, eins og jeg tók við honum. Jeg er ráðvandur mað- ur, og það sje fjarri mjer, að vilja ásælast þumalfing- ur, sem annar maður á. Nú-nú, meðan við liggj- um þarna, kemur lögregluþjónn til okkar, og þrífur i okkur. Jeg hjelt, að þetta væri einhver, sem ætlaði að myrða kryddmangarann, og með því að jeg er ætíð verndari hinna lítilsigldu, þá stóð jeg upp, og ætlaði að reyna að telja um fyrir lögregluþjóninum, og fá hann góðan. Jeg hefi máske verið helzt til ákafur í fortölutilraunum mínum, því að alit í einu varð jeg var við eitthvað milli tannanna á mjer. Jeg hrækti því út úr mjer í-lófa minn, og þá sá jeg, að það var nef — gerið þjer svo vel, hjerna er það i öðru brjefi, hreint og þokkalegt. Jeg heyri nú, að þjer segið, að jeg eigi að hafa bitið nefið af lögregluþjóninum. En slíkur sakaráburður nær ekki neinni átt, því að hvað skyldi hafa átt að geta knúð lögregluþjóninn til þess, að reka nefið upp í mig, meðan jeg var að tala við hann? Þegar svo 5 eða 6 lögregluþjónar voru komn- ir þarna utan um mig, varð jeg blátt áfram ringlað- ur af undrun, því að jeg sá að einn þeirra datt alit í einu og fótbrotnaði, og annar skellti svo hart sam- an tönnunum, að tvær þeirra brotnuðu úr honum. Gerið þjer svo vel — jeg tók þær upp, og hjerna eru þær. Jeg veit svo ekkert frekara en það, að þeir fóru með mig með sjer, og gengu svo nálægt hver öðrum, að þeir öftustu spörkuðu svo í þann yngsta, að þeir kviðslitu hann. En kviðslitið gat jeg því mið- ur ekki tekið með mjer innan í pappír. Jeg gekk sjálf- viljugur með þeim, og stend nú hjer sem ofsóttur og misvirtur sakleysingi". Dómarinn þóttist neyddur til þess, að dæma þenn- an saklausa og ólánssama mann í eins árs betrunar- hússvinnu. ----—o«oo--- „Kóngurinn“ og kosningarnar. Dönsk frásaga eftir Ingvor Bondesen, með myndum eftir Poul Steffensen. (Pramh.) Þegar Marteinn hafði bundið bátinn við bryggjuna niður undan hlöðunni á Skógum, fór hann fyrst úr stóru, gulu olíukápunni sinni með svörtu horntölunum, og síðan úr hálfslitnum vaðmálsbuxum, afskaplega víðum, og sást þá, að hann var í viðhafnar-klæðisföt- um, dökkbláum með sjómannasniði. Hann vafði vos- klæðin saman, og fleygði þeim undir afturþóftuna, steig svo á land, og stefndi heim. að húsinu með tiglþakinu og fjóru hvítu reykháfunum. Honum var vísað inn í skrifstofuna. Þar hitti hann Ristoft, er sat við skrifborðið og var að skrifa. „Komdu nú sæll! komdu nú sæll, vinur minn!“ mælti stórbóndinn einstaklega vingjarnlega, og spratt upp úr sæti sínu. Það var auðsjeð að hann hafði ekki átt von á Marteini. „Nú-nú, hvernig liður þarna yfir á eyjunni þinni? Já, við Níels skiidum nokkuð hast- arlega. Gústa og hann voru tekin upp á því, að leika hjónaefni, og það vildi jeg ekki láta eiga sjer stað. Jeg vissi, að þú myndir vera sömu skoðunar og jeg í því efni, og fallast með öllu á aðgerðir mínar. En annars er hann Niels þinn fjandi duglegur strákur, alveg eftir mínu höfði. Nú, en það getum við nú allt af talað um. Nú sem stendur höfum við nóg að gera, að hugsa um þennan kosninga-gauragang. Jeg hefi átt í sífelldum bardaga frá morgni til kvölds, síðan jeg kom heim. Eins og þjer mun kunnugt, róa vinstiimenn að því öilum árum, að korna þess- um Páli Madsen að — —“ „í’orskhausnum þeim!“ skaut Marteinn inn í; „jeg segi þorskhaus, því að það er hann, svei mjer þá“. „Hahaha!" hló stórbóndinn;. „já, það er ekkert efamál. En han’n hefir samt sem áður ailan fjöldann með sjer í sumum sóknunum, svo að jeg hefi verið — 67 68-

x

Haukur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.