Haukur - 01.04.1901, Blaðsíða 7

Haukur - 01.04.1901, Blaðsíða 7
KONtíNÖUK LEi'NILÖGEEGLUMANNANNA. hann úr kvennniannsföfcunum, sem hann var í utan yfir sínum eigin fötum, og bað frú Ruthendale að geyma þau. En sjálfur lagði hann af stað með fang- ana, er hann sagði, að myndu geta orðið sjer gagn- leg vitni, þegar loksins kæmi að því, að hann færi að „krefja Bayard Knight til reikningsskapar". Brandon fór með fangana til New York, og setti þá í varðhald. 23. kapítuli. Daginn eftir lagði Brandon enn af stað, til þess að hafa gætur á athöfnum Knights, og til þess að reyna að grafast fyrir það, hvar hann hefði falið Renie Ruthendale. En í tvo daga samfleytt var hann á hnotskóg kringum íbúðarhús Knights, án þess að hann sæi honum nokkurn tíma bregða fyrir.. Hann var þess vegna farinn að halda, að hann væri farinn burt úr borginni. En á þriðja degi kom Knight loksins út úr húsinu, og lagði af stað eftir götunni. Brandon lagði þá einnig af stað, og veitti honum eftirför. Knight fór inn í hús eitt, er var í alla staði sóma- samlegt útlits. Þar dvaldi hann í fullar tvær klukku stundir, og hjelt svo beina leið heim til sín aftur. Leynilögreglumaðurinn elti hann, þar tilhann sá hann hverfa inn um götudyrnar heima hjá sjer. Hann vildi nú komast fyrir það, hvers konar hús það væri, sem Knight hafði átt svo mikið erindi í, og sneri þess vegna aftur þangað. í næsta húsi við það var matsali einn, þýzkur að ætt og uppruna, er seldi brennivín og aðia áfenga drykki í laumi. Biandon ásetti sjer að finna f’jóðverja þennan að máli, og komast fyrir það, hvað hann vissi um hús það, er Knight kom í, og um íbúa þess. Hann skrapp heim til sín litla stund, og þegar hann kom aft.ur, hefði víst enginn getað hugsað, að þessi ræfilslegi umrenn- ingur væri sami maðurinn, eins og aldurhnigna prúð- mennið, sein fáum minútum áður var að gægjast inn um gluggana hjá Þjóðverjanum. Umrenningurinn fór inn í matsöluhúsið, og bað um eina brauðkollu. .Þegar hann ætlaði að fara að borga, ljet hann Þjóðverjann sjá, að hann hafði á sjer fulla peningapyngju. Þjóðverjinn furðaði sig auðsjáan- lega. á því, að þessi vesalingur skyldi hafa svona mikla peninga undir höndum, og fór að verða æði kumpánlegur við þennan nýja viðskiftavin sinn. Hann ljet í ljós undrun sína yfir þvi, að skiftavinur hans skyldi hafa getað grætt svona mikið i jafn bágu ár- ferði, og sagðist þá gesturinn vera Mammon sjálfur í dulargorfi, og væri hann að skygnast eftir því, hvernig þeir, sem hefðu peninga hans í veltunni færu að ráði sínu. Pjóðverjinn hló að þessu, og spurði umrenning- inn, hvort hann vildi ekki fá sjer eitthvað að drekka. „Eitthvað að drekka"? spurði umvenningurinn forviða. „Jeg hjelt ekki, að hjer væri áfengissölu- staður". „Nei, það er það ekki heldur; en jeg hefi samt ætíð einhvern leka, þegar svona ágætis rnenn Íítainn til mín“. „Rjett; þjer eruð kllra mesti sömamaður, og jeg skal gjarnan þiggja eitthvað í staupinu hjá yður'. Þjóðverjinn fór með gest sinn inn í hliðarher- bergi eitt, og þar fann hann bæði flöskur og staup. Fíkn hans í peninga umrenningsins vaknaði að nýju, þegar hann sá þá aftur. Hann gekk að því vísu og sjálfsögðu, að peningar þessir væru stolnir, og hann vissi það, að stolið fje er fljótt að fjúka. Þeir fengu sjer aftur í staupinu, og umrenningur- inn gaf honum enn þá einu sinni færi á að sjá pening- ana sína. „Þjer hafið veitt vel einhverstaðar", mælti Þjóð- verjinn. „Nei — nei, vinur minn. Jeg veit að þjev eruð hissa á því, að sjá mig með svona mikla peninga, en jeg skal hugga yður með því, að þeir eru frjálsir og vel fengnir. En því miður á jeg þá ekki. Hún systir mín, sem á heima hjerna í númer 29, á þessa peninga". „Hvað þá? Þjer eigið systur, sem á heima hjerna í númer 29?“ „Jú, ekki ber á öðru“. Það kom hálfskrítinn svipur á Þjóðverjann. Hann laut að umrenningnum, og hvíslaði að honum: „Segið mjer eitt, vinur minn, eruð þjer kunnug- ur í því húsi?“ „Nei; það er hjer um bil mánuður síðan hún systir mín fór þangað sem vinnukona, og jeg ætlaði núna fyrst að fara að heimsækja hana“. „Jæja, vinur minn. Þá ætla jeg að segja yður nokkuð", mælti Pjóðverjinn mjög íbygginn. „Pað er ýmislegt einkennilegt, sem á sjer stað í húsinu því“. „Komið þjer með svolítið meira í staupinu", mælti umrenningurinn. „Svei mjer ef þjer gerið mig ekki dauðhræddan". „Já, það er nú svona, og ef systir yðai er ráð- vönd og siðsöm st.úlka, þá ættuð þjer að sjá svo um, að hún fari sem fyrst burt úr því húsi“. „Vegna hvers?" „Jeg skal segja yður nokkuð. Fyrir hjer um bil þrem vikum var jeg á gangi seint um kvöld, og gekk jeg þá fram hjá númer 29. Fyrir utan dyrnar var vagn, og inni í vagninum heyrði jeg kvennmann æpa af skelfingu og angist". „Og sáuð þjer nokkurn?" „Já, jeg sá unga og laglega stúlku. Hún var óttalega útleikin, og þegar þeir fóru með hana inn í húsið, spyrndi hún á móti af öllu afli. Einn af mönnum þeim, sem fóru með hana inn í húsið, hafði grímu fyrir andlitinu, og hann hjelt fyrir munnin á stúlkunni, til þess að hún gæti ekki kallað á hjálp“. „Og þjer sáuð þá fara með hana inn í húsið?“ spurði leynilögreglumaðurinn, er hlustað hafði með athygli á sögu Þjóðverjans, en ljet þó ekki á öðru bera, en að það væra einungis af venjulegri forvitni. „Já, þeir fóru með hana inn i húsið. Einu sinni nokkru seinna sá jeg andlitið á henni liti við glugga einn. Hiín var fyrirtaks fríð sýnum, og jeg sárkenndi í brjósti um hana, því að hún var svo óttalega raunaleg og hræðsluleg á svipinn". „Pað er nú svo; heyrið þjer, komið þjer með eitt staup enn þá, Pjóðverji góður, og svo verð jeg nú að fara að dragnast af stað“. „Jæja; en jeg ámálga það enn einu sinni við yður: Það er bezt, að systir yðar komizt sem fyrst burt úr húsinu því“. Brandon borgaði staupið, og svo kvaddi hann og — 61 — 62 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.