Haukur - 01.04.1901, Blaðsíða 9

Haukur - 01.04.1901, Blaðsíða 9
ÓLÁJíSMABUR. William Booth sem bindindis-ræðumaður. Flestir af lesendum „Hauks hins unga* hafa sjálfsagt heyrt getið um William Boolit, stofnanda og „hershöfðingja" „hjálpræðishersins". Hann hefir ætíð verið lífið og sálin í „ hjálpræðishernum “, og er það enn þá, þótt hann sje nú tekinn að eldast. Hann er alhindindismaður, eins og allir „liðsmenn" hans og „fyrirliðar" i „hjálpræðishernum", og heflr hann hald- ið margar skörulegar bindindisræður um dagana. Mörg kjarnyrði um bindindismálið eru eftir honum höfð. Hjer er ofurlítið sýnishorn af einni slíkri ræðu eftir hann: „Yjer lifum á tímum sýninganna. Allir halda sýningar, og alt hugsan- legt er sett á sýning- ar. Nýlega var með- al annars liaidin sýning á öllum hinum fullkomn- ustu, nýjustu og beztu vjelum, áhöldum og að- ferðum, sem bruggarar og veitingamenn, nota til þess að framleiða áfenga drykki og verða af með þá. Jeg vil nú stinga upp á því, að þessir sömu herrar haldi næst- komandi ár aðra sýningu, og sýni þá áhrif þau, er vjelar þessar og aðferð- ir og áfengi það, sem með þeim hefir verið framleitt, heflr haft á mannkynið. í*eir gætu t. d. safnað saman öll- um föngum úr Lundún- um og þar í grenndinni, öllum vitfirringum og þurfamönnum, semgróðafyrirtæki þeirra heflr látið lenda í hegningarhúsunum, vitflrringaspítölunum og þurfa- mannahælunum. Til þess að gera sýninguna áhrifa- meiri, ættu þeir svo á degi hverjum að láta konur drykkjurútanna, ekkjur og börn, ganga í hátíðagöngu um sýningarsvæðið, í tötrum sínum og berandi utan á sjer einkenni allrar eymdar sinnar og vesaldóms. Og ef þeir þættust þurfa að gera sýninguna enn þá hlutsjálegri, gætu þeir sýnt nokkur eintök af frábær- um drykkjurútum, með öllum sínum rjettu einkennum; i og til þess að gera sýninguna fjörugri og viðhafnar- meiri, ættu þeir að veita öllum hópnum áfenga drykki, svo að menn fengju að heyra uppáhalds-blótsyrðin og skammaryrðin þeirra, og sjá dálítið sýnishorn af fjör- ugum áflogum og svo fáein morð, er hefðu sakamáls- viðureign í för með sjer, og svo, — sem eðlilegan enda á sýningunni: — gálga með tilheyrandi og til- hlýðilegum sökudólg. — Slík sýning gæti eflaust ver- ið mjög fróðleg, og geflð mönnum tilefni til ýmsra hugleiðinga". í lyfjabúðinni. Eftir Chr. Volander Samtal þetta átti sjer nýskeð stað í lyfjabúð einni í Svíþjóð: Lyfsalinn: Jeg sá að hjer kom áðan maðurmeð lyfseðil, sem þjer afgreidduð á 3 mínútum. Hvers vegna gerðuð þjer það? Nemandinn: Pað var bara ein flaska af karból- vatni. Jeg þurfti ekki að gera annað, en láta 12 grömm af karbólsýru í flöskuna, og fylla hanna svo með vatni. Lyfsalinn: Það er svo. Látið það bara aldrei framar heyrast til yðar, að þjer þurflð ekki að gera annað en þetta og þetta. Þjereigið ekki að afgreiða neinn lyfjamiða á skemmri tíma, en hálfri klukkustund, því annars heldur kaupandinn, að það sje einskisvirði, sem hann fær fyrir peningana sina. Jafnvel þótt ein- hver komi með lyfseðil upp á salt og vatn eða sódakökur, þá eigið þjer að horfa mjög alvöru- geflnn og hugsandi á lyfseðilinn, eins og það sje eitthvað, sem mjög slæmt sje að útbúa; svo komið þjer með seðilinn til mín, og svo lesum við hann í sam- einingu og hristum höf- uðin. Því næst farið þjer aftur til mannsins, og spyrjið hann, hvort það sje alveg bráðnauðsynlegt, að hann fái meðulin í dag. Og segi hann já, þá segið þjer, að þjer skuluð gera það, sem þjer getið til þess, að verða búinn að útbúa þau fyrir kvöldið, en það sje mjög illt og sein- legt, að eiga við þau. Takið þjer eftir, lyfjaseðil, sem svo mikið umstang þarf við, virðir kanpandinn háu verði. Hann tekur við meðulunum, og kvartar ekki um það, að verðið sje of hátt. En látið mig um fram allt ekki sjá það til yðar framar, að þjer afgreiðið lyfjamiða á einum þrem mínútum, því að éf þjer gerið það, þá get jeg elcki notað yður hjer. r Olánsmaður. Maður einn í Lundúnum, sem er að ýmsu leyti einkennilegur, var nýskeð kallaður fyrir rjett, og sak- aður um áflog og ólæti á strætunum. Dómarinn skoraði á hann, að segja hvernig allt hefði gengið til, og gaf hann þá svo hljóðandi munnlega skýrslu: „Klukkan tíu í gærkvöld labbaði jeg í hægðum mínum eftir götunni, og var þá að brjóta heilann um — 65 — — 66 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.