Haukur - 01.07.1902, Blaðsíða 1

Haukur - 01.07.1902, Blaðsíða 1
Hver var morðinginn? Frakknesk leynilögreglu-saga, eftir Emile Gaboriau. (Framh.) „Hvað var það?" spurði dómarinrj. Sjómaðurinn hugsaði sig um. „Það kemur engum við, nema mjer, og-------" „Heyrið þjer, vinur minn", mælti dómarinn, „þjer eruð ráðvandur og heiðvirður maður, eða það ímynda jeg mjer; já, jeg er meira að segja viss um, að svo er. En einu sinni á æfi yðar hafið þjer fyrir áeggjun konunnar yðar drýgt slæma yfirsjón. Bætið nú fyrir þessa yfirsjón með því, að segja sannleikann. Öllu, sem þjer segið mjer frá, og ekki stendur í Tjeinu sambandi við glæpinn, skal verða haldið leyndu. Jeg skal meira að segja gleyma því öllu. Þjer þurfið þess vegna ekkert að óttast. Og ef yður skyldi þykja einhver læging í því, að þurfa að minnast á sumt af því, þá getið þjer skoðað það sem hegningu fyrir það, sem við hefir borið". „Jeg hefi því miður fengið meira en nóga ráðn- ingu", svaraði sjómaðurinn, „og það er langt síðan erfiðleikar mínir byrjuðu. Þegar við komum heirn, keypti jeg lóðarskömmina fyrir margfalt meira, heldur en hún var verð. Og þegar jeg gekk um hana i fyrsta skifti og fann, að hún var mín eign, þá var lán mitt á enda. Þegar hana vantaði peninga, skrifaði hún bara greif- anum eða hórunni hans, og svo hjelt svallið áfram. Það var óttalegt líferni. Nágrannarnir fyrirlitu mig og sneru við mjer bakinu. Þeir hjeldu að jeg væri sam- sekur henni, eða þá biátt áfram heybrók. Og allir furðuðu sig á því, hvaðan allir þeir peningar kæmu, sem sóað var á heimili mínu". Daburon kenndi í brjósti um hann. „Verið þjer rólegur, vinur minn", mælti hann. „Reynið þjer að vera dálítið rólegur". „Maður einn, sem sje presturinn, var svo góður að segja mjer frá þessu öllu saman. Jeg brá þegar við og fór til málaflutningsmanns, og spurði hann, hvað heiðvirður sjómaður gæti gert, þegar hann væri svo ólánsamur, að vera giftur slíkum kvennskratta. Hann sagði, að það væri ekki hægt að gera neitt. Að fara lagaveginn væri ekki til annars, en að gera. eigin smán sina öllum kunna, og skilnaður að borði og sæng væri ekki til neins.-------Þess vegna ijet jeg þegar sama daginn semja skjal eitt, og í því veitti jeg henni um- boð til þess, að stýra eignum okkar, en bannaði henni harðiega að selja þær eða veðsetja. Svo skrifaði jeg -------Claudine var ekki einungis ijettúðug úr hófi, henni brjef, og sagði henni, að hún þyrfti ekki að heldur hafði hún og marga aðra lesti í fari sínu. Þegar vonast eftir að sjá mig framar, að jeg væri ekki lengur hún sá, að við höfðum nóga peninga, komu þessir maðurinn hennar, og hún gæti skoðað sig sem ekkju. lestir í ljós. Á heimili okkar lenti allti sífelldu svalli Sama kvöldið fór jeg burt með son minn". og veizluhöldum. Þegar jeg var í förum, bauð hún „Og hvað varð svo af konunni yðar, þegar þjer til sín öllum verstu kvennmönnum úr nágrenninu, og voruð farinn?" þótti ekkert of gott eða of dýrt handa þeim. — Hún „Það veit jeg ekki. Jeg veit bara það, að hún drakk sig venjuiega svo drukkna, að það varð að af- klæða hana og koma henni í rúmið. Eina nótt — hún hjelt þá, að jeg væri í Rouen — kom jeg heim að öllum óvörum, og rakst þá á ókunnugan mann hjá henni. Og þennan líka mann! Ottalega ljótan og leiðinlegan ræfil, óþrifalegan, tötrugan og fyrirlitinn af öllum — sem sje ljenshöfðingjaskrifarann. Jeg tók í lurginn á honum, og fleygði honum út um gluggann. Og svo barði jeg konuna mína, þar til hún var orðin svo þjökuð, að hún gat hvorki hrært legg nje lið.-------— — Jeg fyrirgaf henni svo allt saman á eftir. — En maður, sem ber konuna sína, og fyrirgefur henni svo, er glataður og á sjer engrar viðreisnarvon. Hún varð miklu varfærnari eftir þetta — miklu meira hræsniskvendi. —-------Að nokkrum tíma liðnum tók maddama Gerdy barnið sitt aftur, og þá var ekkert því til fyrirstöðu, að Claudine gæti haldið uppteknum hætti, og iifað og látið eins og hún vildi. HUn hafði tekið móður sína til sín undir því yfirskini, að húri ætti að líta eftir Jacques litla, og með hennar aðstoð tókst henni að fara á bak við mig og halda þessum lifnaði áfram í meira en heilt ár. — Heimili mitt varð athvarf allra verstu bófa og varmenna land- sins. Konan mín veitti þeim ótæpt vín og brennivín, þegar jeg var í förum, og þeir drukku sig ávallt ölvaða. flutti sig burt þaðan sem við höfðum átt heima, árið eftir að jeg fór". „Og þjer hafið aldrei búið með henni síðan?" „Nei, aldrei". „En þjer komuð þó til hennar þrem dögum áður en hún var myrt". „Það er satt. En það var öldungis nauðsynlegt. Jeg hafði mjög mikið fyrir því, að finna hana, með því að enginn vissi, hvað af henni var orðið. Jeg fór til málaflutningsmanns þess, er jeg hafði áður snúið mjer til, og til allrar hamingju gat hann graflð upp heimili maddömu Gerdy. Hann skrifaði henni, og fjekk þannig vitneskju um það, að Claudine átti heima i La Jonchére. Jeg var þá staddur í Rouen.--------Ger- vais skipstjóri, gamall vinur minn, bauð mjer að verða með sjer til Paris, og það þáði jeg. Það var allt annað en skemmtilegt fyrir mig, að koma inn til hennar, því er yður óhætt að trúa. Hún þekkti mig ekki. Hún hafði sagt ölium, að ieg væri dáinn, og heflr því sjálf- sagt verið farin að trúa því sjálf. Þegar jeg sagði henni nafn mitt, fjell hún í ómegin þar sem hún sat á stólnum. Hún hafði ekki breytzt til batnaðar. Við hliðina á henni stóð staup og brennivínsflaska-------" „Jeg verð ekkert fróðari á þessu um það, hvers vegna þjer heimsóttuð konuna yðar". HAr/KPB HINN TJNSI 1901—1902, 25. 27.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.