Haukur - 01.07.1902, Blaðsíða 3

Haukur - 01.07.1902, Blaðsíða 3
HVEB VAR MORBINGINN? ið þjer máske gert eitthvert meistaraverkið enn þá, eða hvað?“ Tabaret gamli hristi höfuðið raunalega. „Jeg hefi látið setja saklausan mann í varðhald, og rjettvísin vill ekki láta hann lausan aftur“. „Þetta er stórkostlegt", mælti Gevrol, „þetta er ágætt! Að finna glæpamenn, og afhenda rjettvísinni þá, það er Ijett verk og löðurmannlegt. En að losa saklausan mann úr varðhaldinu, það er þrautin þyngri. Verið þjer sælir!" Hann lyfti hattinum og hneigði sig ofur-kýmileitur. „Gerið ekki alveg út af við mig“, svaraði gamli maðurinn. „Eins og þjer vitið, er jeg ungur í stöð- unni sem leynilögreglumaður, þótt jeg sje gamall að aldri og grár fyrir hærum. Jeg var orðinn svo upp með mjer, vegna þess að mjer hafði þrisvar eða fjórum sinnum heppnazt að ná í sökudóigana. En svo sájeg það ekki fyr en um seinan, að jeg er ekki eins sjeður og duglegur eins og jeg hjelt. Jeg er ekki annað en lærisveinn enn þá, og heppnin hefir gert mig ringlaðan. En þjer. hr. Gevrol, þjer eruð meistarinn -— kennarinn okkar allra. í stað þess að hlæja að mjer, ættuð þjer að hjálpa mjer með yðar góðu ráðum. Einsamall get jeg ekkert gert, en með yðar aðstoð —- —“ Gevrol var ákaflega hjegómagjarn. Sem leyni- lögreglumanni þótti honurn afarvænt um undirgefning gamla mannsins, því að í raun ijettri hafði hann tölu- vert áiit á Tabaret sem dugandi ieynilögreglumanni. „Þjer eigið víst við morðið í La Jouchére", mælti hann ofur ijúfmannlega. „Jeg hafði því miður hugsað mjer, að starfa án yðar aðstoðar, lcæri herra Gevrol, en er nú kominn í regluleg vandræði'1. Tabaret var slægur. Hann var allt af jafn alvar- legur og örvæntingarlegur á svipinn, eins og munkur, sem komið er að á íöstudegi, þegar hann er að jeta kjöt. En í raun og veru lá mjög vel á honum. „Það er gaman að yður, hjegómagjarni aulabárður", hugsaði hann með sjer. „ Jeg skal slá yður gullhamra, unz þjer að lokum gerið allt, sem jeg vil“. Gevrol klóraði sjer i höfðinu og sagði: „Hm! hm!“ Hann ljet svo sem hann væri að hugsa sig um. En í raun og veru þagði hann að eins til þess, að njóta sem lengst ánægjunnar af því, að horfa á vandræða- svipinn á andliti gamla mannsins. „Verið þjer bara rólégur, Tabaret. Jeg er brjóst- góður maður, og jeg skal hjálpa yður. En nú sem stendur á jeg svo annríkt, og jeg á að fara að mæta á fundi í lögreglustofunni. Komið þjer til min í fyrra- málið, og þá skulum við tala betur saman um þetta. Verið þjer nú sælir! Já, það er satt, vitið þjer hvaða vitni það er, sem jeg hefl náð í?“ „Nei, en fyrir alla muni segið mjer það, kæri herra Gevroi“. „Jeg skal segja yður það. Maðurinn, sem situr þarna yflr á bekknum, er eiginmaður konunnar, sem myrt var í La Jonchére“. „Erþaðsatt?" mælti Tabaret mjög forviða. „Nei, þjer eruð að gera að gamni yðar!“ „Nei, það er svo satt sem jeg stend hjerna. Farið þjer og spyrjið hann, hvað hann heiti, og hann mun segja yður, að hann heiti Pierre Lerouge“. Hún heflr þá ekki verið ekkja, eftir því að dæma“. „Það lítur ekki út fyrir það“, svaraði Gevrol napur, „fyrst maðurinn hennar situr þarna á bekknum". „Og veit hann þá nokkuð?“ Leynilögreglustjórinn skýrði nú gamla manninum frá því, sem Lerouge átti að fara að segja rannsóknar- dómaranum, og skýrt heflr verið frá hjer að framan. „Hvað segið þjer um þetta?“ spurði hann svo. „Hvað jeg segi um það?“ stamaði Tabaret gamli, og var auðsjeð, að hann var alveg forviða. „Hvað jeg segi um það? Jeg segi ekki neitt, en jeg hugsa — nei, jeg hugsa ekki neitt heldur“. „Þetta heflr komið dálítið flatt upp á yður, eða er ekki svo?“ spurði Gevrol brosandi út að eyrum. „Segið heldur stórkostlega flatt“, svaraði Tabaret. En allt í einu kypptist hann við, sló hnefanum á enni sjer og mælti: „Æ, bakarinn minn, bakarinn minn! Jeg kem til yðar í fyrramálið, hr. Gevrol“. Og svo þaut hann af stað. „Hann er bandóður“, hugsaði leynilögreglustjórinn með sjer. En gamli maðurinn var með fullri skynsemi. Hann hafði allt í einu munað eftir því, að hann hafði beðið bakara einn frá Asniéres að koma heim til sín. „Skyldi hann bíða enn þá?“ hugsaði Tabaret með sjer. Niðri á ganginum mætti hann Daburon dómara, en eins og getið er um í næsta kapitula hjer á undan, ha.fði hann engan tíma til þess, að tala við dómarann, og hljóp eins og elding ofan tröppurnar og áleiðis heim til sín. „Nú þarf jeg að hugsa mig vel um“, mælti hann við sjálfan sig. „Nóel er nú aftur orðinn blátt áfram Nóel Gerdy, og ekkert annað. Jeg er hræddur um, að honum geðjist ekki vel að því, því að hann vill gjarnan heita stóru nafni. Svei! Ef hann vill, geri jeg hann að kjörsyni mínum. Tabaret er auðvitað ekki eins mikið í munni og Commarin, en það er þó samt sem áðurnafn. En Albert? Hvernig sem öllu víkur við, gerir saga Gevrols enga breytingu á málstað hans eða sannfæringu minni. Hann er skiigetinn sonur greifans, og það er gott fyrir hann. En það myndi samt sem áður ekki sanna sak- leysi hans í mínum augum, ef jeg væri í nokkrum efa um það. Honum heflr sjálfsagt verið jafn ókunnugt um þessa ókunnu atburði, eins og föður hans. Hann hlýtur að hafa ímyndað sjer, eins og greiflnn, að skiftin hefðu átt sjer stað. Og maddama Gerdy hefir sömu- leiðis verið óvitandi um þessa. atburði. Claudine og Lerouge hafa að öllum líkindum sett saman einhverja sögu, til þess að gera örið á handleggnum eðlilegt. Já, en maddama Gerdy vissi þó, að Nóel var hinn rjetti sonur hennar, því að þegar hann kom úr fóstrinu, hefir hún vafalaust athugað merki það, sem hún setti sjálf á hann. Og þegar Nóel fann brjefln frá greifanum, hlýtur hún að hafa sagt honum allt það sanna, til þess að koma í veg fyrir misskilninginn — ---------“ Tabaret gamli nam allt í einu staðar, eins og hann hefði ætlað að stíga ofan á höggorm. Hann varð höggdofa af skelfingu, er hann hugsaði til þess, hvaða niðurstöðu hann var að kornast að. „Nóel hlýtur að hafa rnyrt ekkjuna, til þess að koma í veg fyrir að hún játaði það, að skiftin hefðu ekki átt sjer stað, og svo hlýtur hann að hafa brennt brjef þau og skjöl, sem sönnuðu það“. 1»7 — 1*8 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.