Haukur - 01.07.1902, Blaðsíða 10

Haukur - 01.07.1902, Blaðsíða 10
MEGINATBIDI HEILSUF-RÆSINNAK. íofttegundir hafa þann eiginleika, að þær gera blóðkornin ómóttækileg fyrir súrefnið, og valda þess vegna köfnun. Kolsývingur er sameining kolefnis og súrefnis, eins og kolsýran, en það er miklu minna af súrefni í kolsýringnum, enda er hann og miklu megnara eitur, heldur en kolsýran. Kolsýringur myndast, þegar ekki kemst nægilegt súrefni að kolaglóð, móglóð eða viðarglóð, til þess, að eldsneytið geti brunnið til fullnaðar. Hann myndast þess vegna, ef vjer lokum speldinu í ofnpípunni, áður en glóðin er útbrunnin, eða ef vjer setjum pott með glóð í (glóðarker) inn í lokað herbergi. Fátæklingar, sem ekki hafa efni á því, að hafa ofn í baðstofunni eða herbergiskytrunni sinni, fá sjer stundum glóðarker, láta glóð í það, og setja það inn til sín, fara síðan að sofa og — vakiui ekki aftur. Það hefir borið við, að sveitabændur hafa drepið allan nautpening sinn með því að setja slíkt glóðarker i fjósið, til þess að hita það. Börn, sem anda að staðaldri að sjer skemmdu lofti, verða fljótt heilsuiítil og fara að þjást af blóðskorti. En slíkt gerir þau miklu móttækilegri fyrir öll önnur barnaveikindi. Strokjárn, sem hituð eru með því, að láta í þau kolaglóð, eru hættuleg, vegna þess að kolin geta ekki brunnið til fullnaðar í þeim, og mynda því kolsýring í stað kolsýru. fað er þess vegna mjög varasamt, að nota slík strokjárn öðru vísi en fyrir opnum glugga. Þegar menn flnna til ógieði og svima, er stafað geti af kolsýiingi eða skemmdu lofti, eiga þeir þegar að reyna að komast undir bert loft. Ef einhver heflr hnigið í ómegin eða sofnað, verður þegar í stað að fara með hann út, — eða ijúka upp dyrum og gluggum, til þess að hleypa nýju lofti inn, — og síðan skal þegar stökkva á hann köldu vatni, og hreyfa handleggina, til þess að koma önduninni af stað (sjá 36. gr.). Ef maður er neyddur til að fara inn í herbergi, sem kolsýringur eða brenniloft er í, til þess að bjarga öðrum, þá verður hann að halda niðri í sjer andanum, að svo miklu leyti, sem honum er auðið, og vera svo fljótur, sem kostur er á. 10. gr. Öndunin. Öndunarfærin eru barkinn og lungun. Barkinn er settur saman úr mörgum brjóskhringum. Hann helzt 23. mynd. Lungun, hjartað og helztu æðarnar. a barkinn b háls-slagœðar b’ hMs-blöðceðar c hanclleggja slagrðar d handleggja-blóðæðar e vinstra lunga f vinstra lijartahólf g hægra Jijartalió f h hægra fiamhólf i hægra lunga k slagæðin mikla þess vegna ætíð opinn, svo að loftið getur komizt inn og út um hann fyrirstöðulaust. Brjóskhringarnir eru tengdir hver öðrum með sterkum böndum og himnum, og barkinn er að innanverðu þakinn slímhimnu, eins og öll önnur hol í líkamanum. Efsti hluti barkans er töluvert víðari, og er kallaður barkakýli. Barkakýlið er minna á kvennmönnum, heldur en á karlmönnum (adamseplið). Á fullorðnum karl- mönnum sjest greiniiega marka fyrir því framan á hálsinum. Lungun eru lopaleg og töluvert fjaðurmögnuð. 24. mynd. Barkinn og lungun. a barkakýlið h harkinn c vinstri lungnapípa d hægri lungnapípa A hægra lunganu er lungnavefurinn tekinn burt, til þess að grein- ar lungnapípunnar sjá- ist. jÞau eru í brjóstholinu, sitt hvoru megin við hjartað, og er sterk himna utan um þau, eins og utan um hjartað. Greinar barkans, eða lungnapípurnar, kvíslast um öll lungun í smærri og smærri greinar, er enda í ör- smáum blöðrum, og er sá fjöldi af þeim, að það nemur mörgum miljónum. Utan um blöðrur þessar er háræðanet lungnanna(sjá 6. gr.), og gefur bióðið í þeim frá sjer kolsýru, en t.ekur í sig súrefnið úr loft- inu. Eins og áður er skýrt frá, eru það rauðu blóðkornin, sem sjúga súrefnið í sig, og flytja það út um líkamann. Súrefnið sameinast þar kol- efni og vatnsefni því, sem verið heflr í fæðunni, og verður að kolsýru og vatns- gufu. Kolsýrunni og vatngufunni öndum vjer frá oss, ásamt köfnunarefni því, sem vjer höfum andað að oss. Við myndun kemiskraefnasambandamyndasthiti, og svo fer einnig þegar súrefnið sameinast kolefninu og vatns- efninu í líkama vorum. Af því stafar hiti líkamans. í heilbrigðum mönnum er líkamshitinn rúm 37° C. í hitasótt getur hann orðið 3—4° meiri, og í mjög miklum kulda lítið eitt minni. En minnki hann svo mikið, að hann komist niður i 30°, þá er dauðinn nokkurn veginn vís afleiðing af því. (Meira.) 25. mynd. Lungnpípn- grein með blöðrum, mjög mikið stækkuð. a blaðra, skorin sundur. Hugrekki er ekki lólgið í því, að taka ekki eftir hættunni, heldur í því, að sjá hana og sigrast á henni. # Varastu allar ýkjur og öfgar. Öfgarnar eru í ætt við lygina. * Orsökin til þess, að oss geðjast illa að hjegómaskap ann- ara, er sú, að bann kemur ætíð í bága við vorn eigin hje- gómaskap. — 811 — 212 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.