Haukur - 01.07.1902, Blaðsíða 9

Haukur - 01.07.1902, Blaðsíða 9
Meginatriði heilsufræðinnar. Eftir A. Utne. Framhald. Vjer skulum fá oss skál með vatni i, stórt vatns- glas tómt og dálitinn vírspotta. Vjer beygjum vírinn, eins og sýnt er á 22. roynd, bindum ofurlítinn baðm- ullarlagð við endann á honum, og vætum lagðinn í spíritus. Svo rekum vjer bugðuna á vírnum ofan í vatnið í skálinni, en látum endann með baðmullarlagðin- um standa upp úr vatninu. Því næst kveikjum vjer á baðmullarlagðinum, og hvolfum í snatri glasinu yfir logann, þannig, að barmarnir á því nái lítið eitt ofan í vatnið. A þennan hátt er loftið í glasinu gersamlega afkróað. Loginn slokknar bráðum, vaiuið stígur hærra upp í glasið, og fyllir hjer um bil einn fimmta hluta af því. Loginn hefir því eytt- V5 af lofti því, sem byrgt var í glasinu, og loftþrýstingin í kringum glasið hefir nú rekið vatnið upp í hið auða rúm. Sá hluti loftsins, sem loginn eyddi, er kallaður súrefni. Hinir fjórir fimmtu hlutarnir, eða það sem eftir er af lofti í glasinu, er mestmegnis köfnunarefni. Súrefnið er svo nefnt vegna þess, að það samlagast auðveldlega ýmsum öðrum efnum, og myndar þá súr efnasambönd, sem nefnd eiu sýrur. Vegar t. d. kol eða kolakennd efni, svo sem spíritus, olía, tóig, trje o. s. frv. sameinast súrefni við bruna, myndast súr lofttegund, sem er samsett af kolefni og súrefni. Lofttegund sú er kölluð kolsýra. Hún er þyngri heldur en andrúmsloftið, og er þess eðiis, að vatnið sýgur hana auðveldlega i sig. Yið tilraun þá, sem lýst er hjer að ofan, sameinaðist mestur hluti kol- sýrunnar vatninu, en köfnunarefnið varð eftir yfir vatninu í glasinu. Vjer getum nú gert. aðra tilraun með þetta efni. Yjer skulum taka rúðugler eða pappaspjald, og setja það undir barmana á glasinu, meðan þeir eru niðri í vatninu, og snúa svo glasinu við. Þá verður vatn á botninum í glasinu, en ofan á vatninu er köfnunarefni. Vjer stingum nú logandi eldspýtu ofan í köfnunarefnið. En loginn slokknar þá þegar í stað. Ef vjer látum eitthvert smákvikindi, t. d. flugu, niður í iofttegund þessa, þá kafnar hún. Þess vegna er lofttegund þessi kölluð kofnunarefni. Pessar tvær lofttegundir, súrefnið og köfunarefnið, blandast þannig, að andrúmsloftið er hvervetna samsett af hjer um bil einum fimmta hluta súrefnis og fjórum fimmtu hlutum köfnunarefnis. Súrefnið er nauðsynlegt við allan bruna og alla hitamyndun, sem og til þess, að viðhalda öllu lífi á jörðinni. Það er þess vegná einnig kallað lífsloft. En hvað gerir þá köfnunarefnið? Það dregur úr áhrifum súrefnisins, sem annars myndu verða allt of svæsin. Ef andrúmsloftið væri eintómt súreíni, þá myndi eldurinn ekki einungis eyða öllum þeim efnum, sem vjer köllum eldfim, heldur myndi hann og brenna til ösku ýms önnur efni, og meira að segja málma. Stál og járn, er vjer nú smíðum flest áhöld vor úr, myndi þá brenna til ösku undir eins og það væri gert glóandi í eldi. Loftið sem vjer öndum að oss, hreinsar og vermir bióðið, en óblandað súrefni myndi verka á það sem megnt eitur. Köfnunarefnið er þess vegna nauðsynlegt til þess, að blanda og þynna súrefnið, og veikja áhrif þess Köfnunareftiið styður og að næringu mavgra jurta. Beigjurtir, svo sem ertur og bauuir, sjúga það í sig úr loftinu gegnum blöðin, og nota það sem næringarefni. Auk þess hefir ræktaður jarðvegur þann eiginleika, að geta drukkið i sig köfnuuarefnið, og breytt því i næringarefni jurta. í þrumuveðri myndast og næringarefrti jurta úr köfnunarefni og súrefni loftsins. Það er kallað saltpjeturs- sýra. Hún sameinast vatni, og fellur því með regn- dropunum til jarðarinnar. Hún leysir ágætlega mörg efni úr steinaríkinu, en í jarðveginum er víða mikið af slíkum efnum. Og þegar þau ent leyst, hafa jurt- irnar gagn af þeim, en annars ekki. Kolsýran er litarlaus og ósýnileg lofttegund. Hún myndast við bruna kolaborinna efna, einnig við öndun manna og dýra, við rotnun dýraleifa og jurfaleifa, og sömuleiðis við gerð í öli eða víni. Það er þess vegna ætíð töluvert af kolsýru í ioftinu (1 lítri í hverjum 2500 lítrum af lofti). En jurtirnar eyða kolsýrunni. Fær anda að sjer kolsýrunni úr loftinu, og draga úr henni kolefnið, sem er mjög svo mikilsvert næringarefni þeirra, og svo anda þær súrefnirtu frá sjer aftur. (Eins og áður er sagt, er kolsýran sameinað kolefni og súrefni). Jurtirnar stuðla þess vegna mjög að því, að hreinsa loftið og bæta það. í stórum bæjum og borgum, þar sem mikið er af mönnum og dýrum, þar sem margar eldstór fram- leiða kolsýru, og þar sem hún myndast að öðru leyti á margvíslegan hátt við rotnun og gerð — þar ætti ætíð að gróðursetja trje og rauðberjarunna alstaðar þar, sem því verður komið við. Með því að kolsýran streymir víða upp úr jörð- inni, verður ætíð að fara mjög varlega við gröft og hreinsun brunna, kjallara og neðanjarðar-sorpræsa. Kolsýran er eins og köfnunarefnið að því leyti, að ijós getur ekki lifað í henni. fess vegna taka menn ijós með sjer, þegar þeir fara ofan í brunn, eða ofan í kjallara, þar sem öl eða vín er jastað. Meðan Ijósið logar, er eingin hætta á ferðum, en ef það slokknar eða logar illa, þá verður að viðra rúmið, áður en farið er ofan í það. Ef slökkt kalk er látið í rúm, sem kolsýra er í, þá sameinast hún kalkinu og myndar kolsúrt kalk. í lofti því, sem vjer öndum að oss í herbergjum vorum, koma og stundum fyrir skaðvænar lofttegundir, svo sem kolsýringur og brenniloft (gas). Báðar þessar — 209 — — 210 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.